Vísir - 22.05.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 22.05.1963, Blaðsíða 5
VlSIR . Miðvikudagur 22. mai 1963. 5 Bat Yosef — Framh. af bls. 9. Formin ^þroskast ávallt í bilinu að tala? Ég held að svo sé. milli orða, en sérhvert tungu- mál er net sem maður kastar til að draga þekkingu og skiln- ing Ur ókönnuðu hyldýpi tilveru okkar. Möskvastæðin er þó mis- jöfn, Þar að auki rifnar netið þegar það er fúið, en formin eru lífsseigari en tungumálin. Nú er það, að því er ég held, eitt einkenni nútímalistar að taka upp slík form (þó að hið tilsvarandi tungumál sé ekki lengur talað eða skilið), fægja þau og setja saman í alls konar myndir og tilbrigði og ný list er fædd. Þannig birtist mér list Bat Yosefs. Hún krefst þess af okk- ur að trúa því, að þessi sér- kennilegi rokoko-form túlki skilning hennar á tilverunni. Ég vil þó geta þess í sambandi við það sem ég hefi sagt um sam- búð forma og máls, að listform Bat Yosefs eru ekki alin upp í skjóli íslenzks máls. Barokk og rokoko þróuðust í sambýli við ítölsku og frönsku. Þess vegna finnst mér, eins og endra nær, að vafasamasta hlið verka Bat Yosefs sé þetta skírnaræði, sem raun ber vitni. Hún hendir af handahófi nafni á myndir sínar. Aðeins ein heitir „Bar- okk“, — en að vetrarhamur og ofsi hinnar íslenzku náttúru skyldi birtast £ svo elskulegum dansskrefum ... ? Á sýningunni eru mjög margar myndir líkar hvor annarri og verður því áhorfandinn að hafa nokkuð fyrir því að finna hvar listakonunni hefur tekizt bezt að þjappa • saman litum og formum I sjálfstæða mynd. En skemmtilegt er að sjá einu sinni dansað léttilega í stað þrældóms með súrum sveita. Músik: Vivaldi, Rameau, Coup- erin kryddað með ögn af Straw- insky og Schönberg. Kurt Zier. Blaðran springur. Það voru daprir menn sem mættu til vinnu á ritstjómar- skrifstofum Tímans í Skugga- sundi eftir hádegi í dag. Tvö aðal kosningamálin þeirra voru í gær bráðiifandi á síðum blaðs ins. í morgun voru þau bæði dauð. Blaðran sprakk í gær- kvöldi og það var brezka ríkis- stjómin sjálf, sem setti tft'- prjóninn í hana. Dag eftir dag hafa skriffinn: Tímans hamrað á tvennu. Aí Bretar hafi ekki viðurkennt lf mílna landhelgina við ísland or að eftir kosningar muni þei sækja imt framlengingu á land helgissamningnum og biðja ur frekari undanþágur til fiskveið- hér við land. Sérstaka áherz) hafa spámenn framsóknar la' á þetta síðara atriði. í útvarr umræðunum fyrir tæpum tnár uði kvað Þórarinn Tímaritstjó'-' fyrst upp úr um betta og sai»ð ist þá hafa „ömggar heimildir" fyrir því að brezk stjórnarvöld Lárus Sigurbjörnsson skjalavörður sextugur Sextugur er í dag Lárus Sigur- björnsson skjalavörður. Hann er borinn og barnfæddur hér £ Reykja vík, sonur merkishjónanna sfra Sig- urbjarnar £ Ási og Guðrúnar heit- innar Lárusdóttur. Lárus varð stúd- ent 1922 og tók heimspekipróf ár- ið eftir og hóf nám £ eðlisfræði við Hafnarháskóla, en hugur hans hneigðist mjög að blaðamennsku og ritstörfum og vann hann við dönsk blöð £ fimm ár, m.a. Kriste- ligt Dagblad og Berlingske Tid- ende. Á þessum árum kom út eft- ir hann smásagnasafn: Over Passet og andre Fortællinger, og mikið liggur eftir hann f dönskum blöðum af ritgerðum, smásögum o. fl. og síðan komu leikrit og sögur á fslenzku. Hér er eigi rúm til að rekja það sem eftir Láms liggur á þessu sviði né heldur hin miklu störf hans á öðrum sviðum, en hann hefur verið mikill starfs- og eljumaður, og jafn an forustumaður hvar sem hann hefur beitt sér £ þágu leiklistar, íþróttalifs, eða að vernd gamalla minja Reykjavikur, en þar hefur hann unnið ótrúlega mikið og þarft verk á tiltölulega skömmum tfma. Má hér m.a. nefna Árbæjarsafn. Munu honum berast hugheilar þakkir samborgara 'sinna f dag fyr- ir starf hans og baráttu á liðnum tíma og óskir um góða framtíð. A.Th. Bruninn — Framhald af bls. 16. byrjun, að áhorfendur héldu að húsið myndi brenna til grunna. En slökkviliðsmönnum tókst að drepa f eldinum áður en hann barst niður á neðri hæðirnar. Fjöldi fólks vann við að bjarga hlutum úr húsinu. Hópur manna vann að þvf að handlanga málverk Jóhannesar Geirs og ritvélar frá Otto Michelsen og ótal margt fleira. í morgun voru starfsmenn myndu biðja um framlengingu. Á næsta mánudagsfundi á rit- stjóm Tímans, þar sem Ey- steinn mætir jafnan og leggur hinar breiðu línur pólitíkur- innar, lýsti hann ánægju sinni með þetta áróðursbragð félaga Þórarins og lagði til að á því yrði áfram hamrað í blaðinu. Það hefur verið dyggilega gert, en þrátt fyrir ítrekaðar áskor- anir Vísis hefur ritstjómin enn ekki fengizt til þess að leggja heimildir sínar undir venjulegt dagsljós. Er það þó alkunnugt að enginn maður hefur betri sambönd erlendis, les fleiri er- Iend blöð eða ritar meira tun alþjóðamál en þessi næsti utan- ríkisráðherra næstu vinstri stjórnar. Hvín í röftum. En svo kom yfirlýsing Breta Mórnar í gærdag og það hvein röftum Skuggasundshússins. ’/Ieð einni lítilli yfirlýsingu, sem lasil Boothby afhenti Agnari 'iemenz f gær, var fótunum -ersamlega kippt undan þessum veimur megin áróðursbrögðum ramsóknar. Nú stendur það vart á hvftu að framlengingar- k Breta hefur aldrei komk’' ' <»reina — né véfenging 'r 'ianna. Agæfan ð cannarleoa ekki r>r "'••'•nsókn að >»anga, Fvrst verð- ur de Gaulle til þess að svipta þá glæpnum, EBE málinu, sem átti að verða stærsta bomban. Svo kemur Home Iávarður með yfirlýsinguna og þá em næstu tvær bombumar spmngnar og landhelgismálið úr sögunni sem kosningabragð. Á sviði utanrík- ismála er þvf ekki eftir nema eitt mál, sem Tíminn getur enn gert að kosningamáli, minnugur hreystilegrar framgöngu sinnar í því 1956. Hann getur heimtað að herinn hverfi úr landi eins og þá. Hermann og Eysteinn geta notað sömu ræðumar og fyrir 7 árum og létt sér þann- ig að mun brjóstþyngslin í kosningabaráttunni og frestað veiðiferðinni í Grfmsá þar til eftir kjördag. Lávarðurinn lokaði sundinu. En ef land=fólkinu skvldi ekki Mka við svo gamlan og fúlan uppvaltn’n'' Má á Framsókn ekk> nema einn kost eftir: Að fara að tala um viðreisnina. Það hefur hún viljað forðast í ’engstu lög, en eftir að Home 4 iávarður birtist á sviðinu með urðsendingu sína undir hend- :nni er fokið í öll önnur skiól > SkugBasundsmanna. Það er auð . vitað miög illur kostur, en ? -vona fer '’að •-ooar Möð heima s fslanöi fara aö )lm jitan -•Vicrnál án -n »>era bf"’’' að trygnia Ur,fe - ~ •’-'ndir stö- höfðingiar ber! 1 öll skrifin j að vörmu spori til baka. | rannsóknarlögreglunnar að kanna bmnarústirnar. Þegar Vísir talaði við þá kváðust þeir enn ekki vita hverjar væru or- sakir eldsins. Herbergi það sem eldurinn kom upp f var mann- laust. Landhelgisbrotið — Framhald af bls. 16. ur og telur skipstjórinn að tog- arinn hafi rekið hraðar undan honum til vesturs inn í bannhólf ið en stjórnendur hans hefðu gert ráð fyrir. Ennfremur hefir komið í ljós við rannsókn að fjögurra gráðu skekkja er á sjónskffu gíróáttavitans í togar anum. Togarinn hélt áfram að toga eftir að hann varð varð- skipsins var og segir skipstjór- inn að það hafi verið gert í þeirri góðu trú að hann væri að löglegum veiðum. Geir Zoega yngri, umboðs- maður brezkra togara hér á landi, og Gfsli Isleifsson hrl. verjandi skipstjórans, eru við- staddir réttarhöldin á Seyðis- firði sem halda áfram f dag. Skemmtiferð Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt fer í skemmti- för fimmtudaginn 23. (uppstigningardag). Farið verður um Suðurnes, að Reykjanesvita og til Keflavíkur. — Farmiðar og upplýsingar í dag og á morgun hjá Gróu Pétursdóttir Öldugötu 24. Sími 14374 og Kristínu Magnús- dóttir Hellusundi 7. Sími 15768 og Maríu Maack Þingholtsstræti 25 og Guðrúnu Þorkelsdóttir Sindra Seltjarnarnesi. Sími 13031. AÐALFUNDUR Sjóvátryggingafélag íslands h.f. verður hald- inn í skrifstofum félagsins í Ingólfsstræti 5 n. k. föstudag kl. 3 e. h. ______________________Stjómin.____ TILBOÐ óskast í nokkra vöru- og fólks og jeppabiierfðir, sem verða til sýnis í porti Vita- og Hafnarskrifstofunnar v/Seljaveg föstudaginn 24. maí kl. 13—15. Ennfremur óskast tilboð í steypuhrærivélar, loftpressur, benzín- hreyfla, vatnsdælur 60—70 tonn brotajám o. fl. sem verður til sýnis við Áhaldahús Vita- og Hafnarmála- skrifstofunii v/Kambsbraut í Fossvogi á sama tíma. Tilboð verða opnuð á Ránargötu 18, laugard. 25. mal kl. 10. f.h. . INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Prófarkalesari Dagblaðið Vísir vill ráða prófarkalesara frá 1. júní. Stúdentsmenntun og staðgóð íslenzkukunnátta áskilin. Umsóknir sendist til framkvæmdastjóra blaðsins, merkt „Prófarkalesari“. Garðyrkjustörf Duglegir menn óskast til garðyrkjustarfa strax. Gott kaup. Mikil vinna. Uppl. í síma 20078 Finnur Árnason garðyrkjumaður Lauf- ásveg 52. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför GUÐMUNDAR ÖLAFSSONAR kaupmanns, Garðastræti 13 A. Sérstakar þakkir viljum við færa stjóra og fé- lögum í K.R. fyrir þann heiður, er þeir sýndu hin- um tátna. Fyrir hönd vandamanna, Sigurlína Högnadóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.