Vísir - 22.05.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 22.05.1963, Blaðsíða 4
4 VIS IR . Miðvikudagur 22. maí 1963. / Fyrsti gljábrennslu- ofninn fyrir bíla sett- ur upp hér á landi Fyrsti gljábrennsluofn inn hefur verið fluttur til landsins og settur upp á Hverfisgötu 103. Og nú geta bifreiðaeigendur komið með bíla sína und irbúna undir sprautun að morgni og ekið þeim gljábrenndum út í slag- veður að kveldi. Endingabetri sprautun. — Hverja teljið þið helztu kosti gljábrennsluofnsins? — Eins og flestir vita eru allir bilar gljábrenndir þegar þeir koma frá verksmiðjunum. Það má segja að gljábrennsla herði lakkið og verður það þvl endingarbetra. Bílamir upplitast ekki eins og svo tekur hún miklu skemmri tíma. Þeir Hafliði og Sigfús lýsa nú fyrir okkur þessum stóru tækj- um. Hér er um að ræða tvö tæki og má líkja stærð þeirra og lögun við bílskúr. Öðrum megin fer sjálf sprautunin fram, en síðan er bifreiðin sett f gljá- brennsluofninn. Gljábreryislan sjálf tekur aðeins 10 mín. og eftir 15 mín. má aka bíinum út. (Ljósm. Vísis, B. G.). Er brunatrygging yöar í. lagi ? agíslands" S í MI: 11700 Bfllinn sprautaður. Þúsundir Reykvíkinga urðu vitni að stórbruna að Laugavegi II í gær, Þar sem verðmæti fyrir hundruðir þúsunda eyðilögðust. að taka á móti bílum? — Já, það er nokkuð síðan lokið var við að setja upp tækin og höfum við sfðan verið að stilla þau og reyna. Annars höfum við lokið við að sprauta nokkra bíla. — Hyggizt þið einnig reka réttingaverkstæði? — Við munum rétta minni háttar skemmdir. En til þess að koma í veg fyrir allan mis- skilning, viljum við taka það fram, að engin „krómvinna" eða réttingar eru innifaldar í verð- inu. Við vonum að með tilkomu þessara tækja hingað hafi verið stigið spor til betri og ódýrari þjónustu við bifreiðaeigendur. Mjög ánægður. Að lokum hittum við Baldur Gunnarsson, barþjón, et\ hann átti fyrsta bflinn sem var gljá- brenndur og sprautaður hjá Merkúr h.f. — Ég hef oft þurft að láta sprauta bíl og ég hef yfirleitt verið óánægður með það vegna þess hversu lakkið vill upplit- ast og áferðin á þvf slæm. En um gljábrennsluaðferðina er það að segja, að lakkið er fallegt og sprautunin lítur út eins og á nýjum bfl. Einnig virðist mér að þetta sé um 30% lækkun á sprautunarkostnaði. Það er nýtt fyrirtæki, Merkúr h.f. að nafni, sem keypt hefur ofninn hingað frá Bandaríkjun- Um og sett hann upp í húsa- kynnum þeim sem Heildverzl- unin Hekla starfaði í áður. Fréttamaður Vísis skrapp nið- ur á Hverfisgötu fyrir nokkru og hitti þar fyrir framkvstj. Merkur h.f., Hafliða Andrés- son og einn af stjómarmeðlim- um, Sigfús Bjarnason fram- kvæmdarstjóra. Aðrir stjórnar- meðlimir eru þeir Thor Ó. Thors form. og Sverrir Sigfússon. En málarameistari verður Héðinn Olgeirsson. 10 mín. í gljábrennslu. — Þá er það fyrst spraut- uriin. Hún fer fram í loftþéttum klefa. Fyrst er öllu óhreinu lofti dælt út, síðan er gólfið vax- borið og hreinu lofti dælt inn. Hreinsunin er svo ör, að það er óþarfi fyrir málarann að hafa grfmu. — Hvað tekur svo sjálf gljá- brennslan langan tfma? — Gljábrennslan sjálf tekur aðeins um 10 mínútur, en eftir 45 mínútur má aka bflnum út 1 hvaða veður sem er. Og hægt að fullyrða að ekkert ryk komi Allar gerðir sprautaðar. — Verða það eingöngu Volks- wagen bílar, sem þessarar þjón ustu njóta? — Nei, við sprautum allar gerðir bfla, en Volkswagen hef- ur forgangsrétt. Fyrsti bíllinn sem við sprautuðum var t. d. ekki Volkswagen. —• Eruð þið tilbúnir núna til 3 til 4 bílar á dag. — Hvað er hægt að segja um afköstin? — Þegar allt er komið í gang vonumst við til að geta fram- kvæmt 3 til 4 alsprautanir og auk þess nokkuð af smá spraut- unum á dag. — Hefur góð reynsla fengizt af þessum ofnum erlendis? — Já, við erum mjög ánægð- ir með þær fréttir sem okkur hafa borizt. Verksmiðjan er bandarísk og heitir Haydon Auto Painting System og hefur hún vart undan að framleiða bæði lakk og annað þessu við- komandi. Var forseti þessa fyrir- tækís á ferðalagi um Evrópu fyrir nokkru og kom þá við hér á íeiðinni. Sagði hann að fyrir- tækið væri að láta byggja verk- smiðju í Bretlandi vegna mikils markaðar í Evrópu og verður það betra fyrir okkur að sækja þangað viðskiptin. á bílinn í sprautun og gljá- brennslu. — Getið þið sagt mér hversu mikill hiti er á ofninum? — Það er nokkuð erfitt að segja um það. 'éri séAi ddeHii'um það hve mikiilc hífinri'er, fara 25 kflóv. af ráfrriágni'á! ofnirin. Hitann orsaka fyrst og fremst innrauðir geisiar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.