Vísir - 22.05.1963, Blaðsíða 8
V í SIR . Miðvikudagur 22. mal 1968.
8
a
VÍSIR
Utgefandi: Blaðaútgáfan VtSIR.
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og ^greiðsla Ingóifsstræti 3.
Áskrifsargjald er 65 krónur á mánuði.
t lausasölu 4 kr. eint. — Slmi 11660 (5 línur)
Rrentsmiðja Visis. — Edda h.f.
Tilbúinn ágreiningur
Eins og menn muna slóst dálltið upp á vinskap-
inn miili Framsóknarleiðtoganna og kommúnista, þeg-
ar vinstri stjórnin fór frá. Kenndu hvorir öðrum um
ófarirnar og létust lítt vilja hafa saman að sælda,
enda var þá breyting kjördæmaskipunarinnar í upp-
siglingu, og þar gat enginn flokkur átt leið með Fram-
sókn. En eftir að sú orrahríð var um garð gengin,
má heita að hnífurinn hafi ekki gengið milli Fram-
sóknar og kommúnista. Þeir hafa unnið saman sem
einn flokkur í skemmdarstarfinu gegn viðreisninni,
og Framsókn hefur tileinkað sér svo rækilega allt það
versta í baráttuaðferðum kommúnista, að oft hefur
verið því líkast að Tíminn væri skrifaður á ritstjórn-
arskrifstofum Þjóðviljans og ræður Framsóknarfor-
ingjanna samdar af kommúnistum.
En nú, þegar fór að líða að kosningum, brá svo
undarlega við ,að þessir flokkar fara að deila í blöð-
um sínum. Nú segja Framsóknarmenn allt í einu að
kommúnistum sé stjórnað frá Moskvu, þeir séu óþjóð-
hollir og vinni gegn íslenzkum hagsmunum.
í þessum ásökunum hlýtur því að felast sú játn-
ing, að Framsókn hafi undanfarið einnig unnið gegn
íslenzkum hagsmunum með því að styðja kommún-
ista eins rækilega og hún hefur gert í verklýðsfélög-
unum og allri baráttu þeirra gegn viðreisnarstefnunni.
Og það er áreiðanlega ætlunin að halda því samstarfi
áfram eftir kosningar, því að jafnframt því sem Tím-
inn þykist vera að segja kommúnistum til syndanna,
talar hann öðrum þræði um væntanlegan samruna
Framsóknar og kommúnista í einn flokk, sem berj-
ast muni gegn Sjálfstæðisflokknum og öðrum stjórn-
málasamtökum, sem fylgja viðreisnarstefnunni.
Það virðist því lítill hugur fylgja máli í þessum
ádeilum, enda ekki ætlaðar til annars en slá ryki í
augu þeirra kjósenda Framsóknarflokksins, sem hafa
verið óánægðir með fylgispekt foringja sinna við
kommúnista.
Sinnaskiptum yrði fagnað
En fáránlegust af öllum þessum blekkingartil-
raunum er þó sú fullyrðing Tímans, að Sjálfstæðis-
menn beri kvíðboga fyrir því, að kommúnistar tapi
fylgi í næstu kosningum! Sú stefna Sjálfstæðisflokks-
ins er óbreytt, að lýðræðisöflin í landinu eigi — hvað
sem ágreiningi um önnum mál líður — að sameinast
um að ráða niðurlögum kommúnismans. Þar hefur
Framsókn algerlega skorizt úr leik, og það er ein-
göngu fyrir hennar tilstyrk, sem kommúnistar hafa
getað haldið sundrungar- og upplausnariðju sinni
áfram undanfarin ár með nokkrum árangri.
Hvenær sem Framsókn sýnir það í verki, að hún
vilji raunverulega vinna gegn kommúnistum, mun
þeim sinnaskiptum verða fagnað af Sjálfstæðismönn-
um.
>f'
Vísi hefur borizt eftirfarandi
grein frá Jóhannesi Hólabiskupi:
rpil varSveizlu friðarins þarf
ekki valdbeitingu, heldur
siðferði, ritar Jóhannes XXIII.
1 nýju heimsbréfi, sem sent var
út um páskana og er stílað til
„allra góðviljaðra manna“. Meg-
inatriði bréfsins er hvatning til
þjss að afnema kynþáttamis-
mun, draga úr og afnema kjarn-
orkuvfgbúnað, vemda þjóðabrot
og pólitlska minnihluta, koma
í framkvæmd fullkomnu þjóðfé-
lagsréttlæti og trúfrelsi og
mynda alþjóðlegt vald, sem
geti leyst hin erfiðari vandamál
f þágu alls heimsins.
Heimsbréfið ber yfirskriftina
„Pacem in terris" (Frið á jörðu).
í inngangi þess ber páfinn
undraverða reglu og skipulag
alheimsins saman við þá sundr-
ung, sem þjakar tilvist mann-
kyns. Það væri rangt að halda,
að samskipti manna á milli eða
sambúð rfkja stjómist af svip-
uðum lögmálum, skrifar Jóhann
es XXIII., þvf að lff manna á
að leiðast af öðrum meginregl-
um en þeim, sem gilda um höf-
uðskepnurnar og ómálga dýr.
Lögmál mannlífsins getur að
Páfinn stendur hjá jarðlíkneskinu og hefur áhyggjur af framtíð
helmsins.
FRIÐUR A JÖRÐU
HeimsbírgF&ðfíonhesar páfa u
lesa, þar sem skaparinn hefur
skrifað þau, þ. e. a. s. f eðli
mannsins sjálfs.
Tjað er grundvallaratriði heims
bréfsins, og að því er vik-
ið mörgum sinnum í þessum
fimm kapftulum, að hver mað-
ur sé persóna með réttindum
og skyldum. Því aðeins er fé-
lagsskipunin sannleikanum sam-
kvæm, að hún viðurkenni per-
sónurétt einstaklingsins og
skyldur. Páfinn tilgreinir þrjú
heillavænleg merki um heil-
brigða framþróun nútfma þjóð-
félags: Réttindi verkamanna eru
að hljóta viðurkenningu, konur
fá að taka þátt f opinberu lífi
og það sjónarmið er að hljóta
æ meiri viðurkenningu, að allir
menn séu jafnir eftir skipulagi
náttúrunnar.
í þessu sambandi ritar páfinn:
„Þar sem allir menn eru jafn
verðmætir, náttúru sinni sam-®-
kvæmt, er ekki hægt að segja,
að ákveðnir stjómarhættir séu
frá náttúrunnar hendi öðmm
fremri öllum kerfum stjómar-
hátta ber eðli sínu samkvæmt
að skipa jafnháan sess, þvf að
þau eru samfélög, mynduð af
mönnum“.
TTm frelsi einstakra ríkja lýsir
Jóhannes XXIII. því yfir,
að ekkert ríki hafi rétt til þess
að kúga annað eða blanda sér
f innanríkismál þess. Þetta á
einkum við um þróunarlöndin;
þeim á að gera kleift að með-
höndla málin upp á eigin á-
byrgð.
Páfinn leggur til, að með
frjálsu móti sé komið á stofn
alþjóðlegum valdhafa, sem sé
þess raunverulega umkominn að
leysa úr sameiginlegun. vanda-
m..lum alls heimsins. Slfkt vald
ætti að framkvæma eftir niður-
skipunarreglunni, þ. e. a. s.
þeirri reglu, að yfirgripsmeiri
skipulagseining megi ekki til-
einka sér verkefni sem undir-
skipuð og minni eining geti sjálf
leyst af hendi.
Jóhannes XXIII. fer viðurkenn-
tngarorðum um starf Sam-
einuðu þjóðanna og sérstaklega
um viðurkenningu þeirra á
mannréttindaskránni. — Suma
hluta þeirrar skrár megi að vfsu
gagnrýna, en „á þvf er eng-
inn vafi, að með því plaggi var
stigið. þýðingarmikið spor f átt-
ina að lögfræðilegri og stjórn-
málalegri skipulagningu alls
r, annfélagsins".
m átök stórveldanna ritar
páfinn, að þótt það sé mögu
Iegt, „að hryllileg vopn nútfma-
stríðs geti skapað jafnvægi í
mætti, þá er það samt að ótt-
ast, að af einu saman fram-
haldi kjarnorkutilrauna f styrj-
aldarskyni hljótist afdrifaríkir
hlutir fyrir lífið á jörðinni".
í heimsbréfinu segir enn frem-
ur: „Réttlæti, heilbrigð skyn-
semi og mannúð krefjast þess,
að vígbúnaðarkapphlaupinu
ljúki, að málsaðilar dragi allir
í senn úr fyrirliggjandi vopna-
birgðum í löndum sínum, að
bönnuð verði kjarnorkuvopn og
að menn komist að Iokum að
allsherjar samkomulagi um af-
vopnun smám saman og um
raunhæft kerfi eftirlits".
Jóhannes XXIII. leggur á það
áherzlu, að því aðeins sé alger
afvopnun möguleg, að hún bygg
ist á algerlega nýju grundvall-
aratriði: Stöðugur og sannur
friður þjóða á milli byggist ekki
á valdajafnvægi, heldur aðeins
á gagnkvæmu trausti.
Flutt inn í marz
fyrir 300 millj. kr.
Innflutningur í marzmánuði sl.
nam 300,9 milljónum en útflutning-
ur 282,7 milljónum og var vöru-
skiptajöfnuðurinn því óhagstæður
um 18,1 milljón. I sama mánuði í
fyrra var hann hagstæður um 63.2
milljónir.
Á fyrstu þremur mánuðum árs-
ins hefur innflutningur numið 847
milljónum króna en útflutningur
913,6 millj. og hefur þvf vöru-
skiptajöfnuðurinn verið hagstæður
um 66 milljónir á fyrsta ársfjórð-
ungi.
Innflutningur í marzmánuði hef-
ur verið óvenjulega mikill, enda ei
nú verið að undirbúa miklar fram
kvæmdir og annir f öllum atvinnu
vegum í sumar.