Vísir - 04.06.1963, Page 3
V í SIR . Þriðjudagur 4. júnf 1963.
& aa
15
— en Kiei vann 2:0 sem eru
ekki réttlót úrsiit
„Farið varlega í umferðinni, en munið að koma á
völlinn og sjá Holstein Kiel og KR í kvöld“. Eitthvað
þessu líkt glumdi í eyrum útvarpshlustenda. Þeir sem
fóru að ráðum útvarpsins sáu KR-inga misnota greiða
„umferð“ um varnarlendur Holsteinsmanna, sem léku
nánast heldur slappa vörn einkum miðvörðurinn, sem
hvað eftir annað gaf Gunnari Felixsyni tækifæri á að
skora fyrir KR, en alltaf greip markvörðurinn Witt-
mask inn í á réttu augnabliki með skínandi góðum
staðsetningum sem minntu mikið á staðsetningar
Jashins hins rússneska.
Frá leik KR og Þýzka liðsins Holstein. Homspyrna við mark KR-inga. Gísli markvörður bjargar naumlega
en KR fær aftur homspyrnu á sig.
í fyrri hálfleik áttu KR-ingar
sannarlega skilið að ná forystu og
það oftar en einu sinni. Lítum t.
d. á 19. mínútu, þegar Gunnar
Felixson plataði laglega á kantin-
um og gaf á nafna sinn Guð-
mannsson sem tapaði í viðureign
við markvörðinn, en boltinn hrökk
aftur til Gunnars F. og enn fær
Guðmannsson svo til eins tæki-
færi, nema hvað markvörður var
ekki til að trufla, en nú var skot
Gunnars ekki fyrir hendi. Bezta
færi Holstein á þessu tímabili var
hjá h. innherja Pndlich, sem skaut
í stöng en af henni rúllaði boltinn
Ögnandi fyrir markmunnann og út
fyrir endamörk.
Gunnar G. fékk óvænt skotfæri
á vítateig, — þröngt og skotið
reið af, — beint í brjóst mark-
varðar, en fast skot samt og ó-
vænt og vel varið. Þetta var á 22.
mín. og 10 mín. síðar var Sveinn
Jónsson kominn í gegn á miðjum
vellinum en miðvörðurinn allt of
framarlega. Sveini tókst ekki
fremur en öðrum að sigra mark-
vörðinn sem lokaði vel og Sveinn
skaut framhjá. Tveim mín. síðar
er Gunnar Felixson í góðu færi en
skot Gunnars lendir í klóm mark-
varðar. Á 38. mínútu kemst Gunn-
ar einn upp miðjuna og ætlar
greinilega ekki að brenna sig á
sama soðinu, — leggur boltann
fyrir sig, — vandvirknin á að
ríkja og mark að fást að launum,
en hversu vel sem Gunnar reyndi
var allt fyrir ekki, — ekki einu
sinni í annarri skottiiraun, sem
honum bauðst.
Eins og sjá má áttu KR-ingar
tækifæri í þessum hálfleik og 2—
3 mörk hefðu verið mjög eðlileg
afleðing af.svo opnum færum.
Síðar hálfleikinn lá meira á
KR og þá komu mörkin, en Þjóð-
verjar áttu líka fleiri tækifæri en
fyrr. Koll útherji skaut fyrir opnu
marki beint í fang Gísla.
VARNARBILUN KR. —
Þjóðverjar skora fyrsta markið
á 22. mín. síðari hálfleiks.
Reynir Smith gleymir stöðu
sinni sem h. bakvarðar, en hann
kom inn í fyrri hálfleik fyrir
Hreiðar, innherjinn brunar upp
kantinn og gefur inn til útherj-
as Koll, sem var kominn inn.
Hörður Felixson fer örlítið út
á móti, en lítur við og athugar
hvort miðherjinn sé ekki laus,
en Koll notar tækifærið og
skýtur nokkuð föstu skoti fram
hjá Herði af 20 metra færi, en
Gísli stendur sem negldur í
markinu. Ágætt skot í hornið,
en vörn KR hikandi og rög.
Gunnar Felixson átti góða til-
raun til að jafna er eftir voru 10
mínútur af leik, hann sneiddi bolt-
ann viðstöðulaust á lofti, en mark-
vörðurinn var kominn á staðinn
og hrökk boltinn í brjóstkassa
hans og út á völlinn, enn furðu-
lega góðgr staðsetningar. Gísli
varði líka vel er hann kastaði sér
eftir góðu skoti Podlich, en skot
Ehlers á 36. mín. var mjög gott
og lenti af miklu afli á þverslá.
VÍTASPYRNA færði HOL-
STEIN KIEL 2:0, en boltinn
rakst í hendi ungs manns sem
kom inn á síðustu mínútum
leiksins. Víglundar Þorsteinsson
ar. Var vítasprnan framkvæmd
mjög örugglega af Greif sem
Skoraði með jarðarskoti.
HOLSTEIN KIEL lék ekki mjög
góða eða tilþrifamikla knatt-
spyrnu. Sannleikurinn er víst sá
að keppnistlmabili Þjóðverja er
fyrir alllöngu lokið og eru leik-
menn nú óðum að fara úr þjálfun.
Hins vegar er greinilega grunnt
á talsverðum hæfileikum hjá
mörgum liðsmönnum og er ekki
að efa að þeir munu sýna góða
Siglfirðingar virðast hafa á að
skipa liði, sem kemur til með
að ógna Þrótti í B-riðli Islands-
mótsins í knattspyrnu, 2. deild,
en Hð þeirra vann í gærdag sig-
ur yfir ísfirðingum með 6:4 í
sólskini og fallegu veðri á ísa-
firði. Var leikur liðsins eftirtekt
arverður fyrir stutt samspil og
falltga knattspyrnu, en úthald
liðsins var nokkuð lélegt.
Fyrri hálfleikur var að mestu
eign Siglfirðinga sem skoruðu
3 gegn 1. 1 síðari hálfleik skor-
uðu Siglfirðingar enn 3 mörk
en fengur önnur 3 á sig. Var
úthald liðsins meginorsök þess
að svo fór ,en síðustu 15 mín-
útur leiksins fóru að mestu fram
við mark Siglufjarðar.
Siglfirðingar eru með mjög
ungt lið, flestir leikmanna um
og yfir 20 ára, sá elzti aðeins 24
ára gamall. Siglfirðingar leika í
B-riðli 2. deildar ásamt Þrótti,
leiki næstu daga. Bezti maður
liðsins var markvörðurinn, sem
kom í veg fyrir að KR næði a. m.
k. jafntefli, eða jafnvel ynni, sem
hefði ekki verið óréttlátt. Ágætur
leikmaður er v. framvörðurinn
Ehlers. Liðið lék lítið á útherj-
ana, en miðjutríóið reyndi mikið
að bora sig £ gegnum margfaldan
varnar„tappann“ sem myndaðist
þegar KRingar drógu sig aftur, en
ísfirðingum og Hafnfirðingum,
og er ekkl að efa að þeir koma
til með að verða hættulegir
Þrótturum, enda munu Þróttar-
ar þekkja hörku þeirra frá heim
sókn þeirra til Siglufjarðar í
fyrra.
ísfirðingar eru í allgóðri þjálf
un, en hafa misst mikið af liði
öll „taktik“ KR var ,,defensíf“ og
lítill þungi var í sjálfu sér I fram-
línunni og leik hennar, en því
meira voru tækifærin að þakka
góðum leik Gunnars Felixsonar,
sem lék sinn langbezta leik í sum-
ar, að vísu nokkuð á kostnað lé-
legs miðvarðar Holstein.
Dómari I leiknum var Magnús
V. Pétursson og dæmdi hann vel.
— jbp —
sínu, fyrst með fyrirliða sinum
Albert K. Sanders, sem fór til
Keflavíkur, en leikur ekki leng-
ur knattspymu, og síðan Birni
Helgasyni, sem nú er kominn til
Reykjavíkur og hefur byrjað
leik með Fram. ísfirðingar hafa
nóg úthald, en leiknin með bolt-
ann er ekki nógu mikil hjá leik-
mönnum og vart munu ísfirðing
ar verða hættulegir í 2. deild-
inni.
Eitt af hinum gullnu tækifærum KR-inga, sem fór út um þúfur. Gunn-
ar Felixson kominn einn inn fyrir vöm Þjóðverja. En þýzki mark-
maðurlnn Iokar gersamlega.
Finnnr Dnnir 1:1 í Knupmnnnnhöfn
Geysióvænt úrslit urðu í
landsleiknum í Kaupmannahöfn
í gær, er Finnar náðu jafntefli
við Dani í landslcik í knatt-
spyrnu. Áhorfendur voru 21.000
á Idrætsparken.
Finnar skoruðu sitt mark á
17. mínútu síðari hálfleiks, en
Enoksen jafnaði er eftir voru 4
mínútur af leik með „prakt-
skoti“ geysilegri þrumu gjör-
samlcga óverjandi. Danska lið-
ið var lélegt í Ieiknum, senni-
lega of sigurvisst, enda unnu
Danir Finna 6:1 í síðasta leik,
9:1 þar áður.
LID SKLFIRDINGA
FULLTAF FFNUM
Siglufjörður vunn ísufjörð með 6:4