Vísir - 04.06.1963, Síða 7
V í SI R . Þriðjudagur 4. júní 1963.
19
MY
VALA situr í sófanum,
Benedikt þýtur út og
inn, svarar í símann,
sem alltaf er að hringja,
og litli herramaðurinn
liggur steinsofandi í
vagninum sinum úti á
svölum. Já, auðvitað eru
það Vala — „My Fair
Lady“ — og Benedikt
Ámason, sem um er að
ræða. Soninn er ekki bú
ið að skíra enn.
Þau eru nýkomin heim eftir
ársdvöl í Danmörku, þar sem
Benedikt hefur verið að kynna
sér kvikmyndagerð og starfað
sem aðstoðarleikstjóri við tvær
myndir, „Tre piger i Paris“ og
„Hvis lille pige er Du?“ Áður
var hann aðstoðarleikstjóri við
„79 af stöðinni", eins og flest-
um mun kunnugt, og 1 sumar
tekur við fjórða myndin, sem
verður kvikmynduð á öræfum
Islands, og verður ekki minni
stjarna en sjálfur Daniel Gelin í
aðalhlutverkinu.
„Hefurðu ekki lært einhver
ósköp á þessu ári f Kaupmanna
höfn, Benedikt?“
Hann brosir tvírætt. „Að
minnsta kosti þá nytsömu lexíu,
að ég eigi enn mikið eftir ólært.
Það er gamla sagan, þegar mað
ur er að byrja á einhverju og
veit nógu lítið um það, þá finnst
manni maður vita svo ákaflega
mikið. En smám saman kemur í
ljós, hvað vitneskjan er nú lítil,
og maður kynnist bezt sinni
eigin heimsku. Ég hélt eftir „79
af stöðinni", að ég vissi eitthvað
um kvikmyndagerð, en það rauk
fljótt út í veður og vind, þegar
ég byrjaði að læra í alvöru“
„Varstu í skóla eða lærðirðu
bara af sjálfu starfinu?"
„Ég lærði mest á þvf að vera
í þessu, hrærast innan um allt
saman og sjá, hvernig það gekk
til“.
Hugsa gegnum
myndavélina.
„Er það ekki gerólíkt leik-
húsinu og sviðsetningu leikrita
Ieikarinn aðeins um þann hluta,
sem myndavélinni er beint að.
Hann getur leikið af mikilli inn-
lifun með andlitinu og dinglað
fótunum á meðan, þvf að hann
sést kannske ekki nema niður að
mitti eða jafnvel enn minna.
Svo eru senurnar ekki teknar í
tfmaröð, heldur sitt á hvað; eftir
því hvernig bezt hentar. Það eru
ekki leikin heil atriði f einu,
bara ein eða tvær setningar, og
fólkið er ekki saman að leika
að hugsa um annað en fylgja
leiðbeiningum hans“.
„Það hlýtur að vera erfitt að
lifa sig inn í hlutverk með þessu
móti“.
„Já, það útheimtir sérstaka
tækni, en vanir kvikmyndaleik-
arar eru þrautþjálfaðir í þessu
og eiga auðvelt með það“.
„Ýta bara á gráthnappinn,
þegar það á við“, skýtur Vala
inn f.
„Sérðu það ekki í auganu á
henni?“ segir Benedikt.
Jú, það er svolítill glampi þar,
jafnvel í báðum augum.
„Ég ætla að halda áfram, þeg
ar tfmi gefst til“, syarar Vala,
„en maður er hálfhræddur við
að koma aftur. Það verður tekið
strangara næst. — Ég þori það
samt alveg“, bætir hún við hug-
rökk.
„Þú verður að ganga í hinn
bitra skóla reynslunnar“, segir
að fást við kvikmyndastjórn?"
„Jú, mjög ólíkt. Maður verður
að læra að hugsa gegnum
myndavélina, ef svo má segja,
sjá allt eins og hún tekur það
upp og verða ekki var við neitt
annað. Á leiksviðinu verður allt
af að taka tillit til heildarinnar,
en í kvikmyndinni skiptir ekkert
máli nema sá partur, sem sést
hverju sinni á tjaldinu. Leikari
á leiksviði þarf að hugsa um
allan Iíkamann, en kvikmynda-
hvað á móti öðru nema endrum
og eins, þó að það sjáist saman
í myndinni. T.d. getur maður
átt að koma konu til að gráta í
einhverri senu — hún er þá
hvergi nálæg, meðan hans part-
ur er tekinn, og þegar kemur að
grátnum hjá henni, er hann
kannske farinn út að fá sér bjór.
Svona er allt tætt f sundur og
tekið öðrum tökum en á sviðinu.
Mér kom það skringilega fyrir
sjónir fyrst, en það venst eins
og annað“.
Hin hamingjusama fjölskylda
Glampi í auganu.
Benedikt rásar fram og aftur
um gólfið, meðan hann talar, og
er aldrei kyrr. Andlitið er alltaf
á hreyfingu og líkaminn oftast.
„Er ekki óttalegt' taugastríð
að standa f þessu?"
„Jú, flestir eru magaveikir og
meira eða minna taugaveiklaðir.
Þetta er svo mikil ábyrgð. Ein
kvikmynd kostar offjár, og leik
stjóri, sem stendur sig illa fær
ekki annað tækifæri. Það er of
Benedikt. „Það er ekki allt tóm-
ir lárviðarsveigar og húrrum-
hæ“.
„Hvað viltu helzt leika? Söng
leiki á borð við My Fair Lady
eða venjuleg leikrit?"
„Allt. Sem mest alhliða, meina
ég. Ekki óperettur eða svoleiðis
— ég vil heldur vera leikkona
með litla söngrödd en vond
söngkona, sem ekki getur leik-
ið“
„Ætlarðu í Leikskóla Þjóðleik
Reykjavfk. Við erum að leita
okkur að íbúð núna“.
Töluvert margt.
„Hvað átt þú að gera í sam-
bandi við myndina, Benedikt? I
hverju felst eiginlega starf að-
stoðarleikstjóra?"
„Æ, það er allur andskotinn",
svarar Benedikt, og Vala fer að
hlæja.
„Ætlarðu að prenta þetta svo-
leiðis?“ spyr hún. „Eða kemur
bara í blaðinu: „Ja, það er tölu
vert margt“?“
„Það er sannarlega töluvert
margt“, segir Benedikt. „Aðstoð
arleikstjórinn gerir eiginlega öll
skítverkin. Hann sér um bak-
grunninn, hópsenur, stjórnar
statistum og óvönum aukaleikúr
um og passar upp á, að allt slíkt
komi rétt út. Auðvitað hefur
hann líka samráð við aðalleik-
stjórann um hverja senu og set-
ur sig inn f allt saman með
honum óg ljósmyndaranum, sem
tekur kvikmyndina. Ég er mjög
spenntur að vinna við nýju
myndina, og undirbúningurinn
er þegar kominn nokkuð áleið-
is“.
Eintóm manndráp.
„Drepa ekki allir hver annan
í henni?"
„Jú, þetta er mjög drama-
tískt. Enginn lifir myndina af
— í sögunni að minnsta kosti“.
„Og hvað verða margir leikar
ar?“
„Átta. Fyrir utan Daniel Gelin
verða fjórir aðrir franskir leik-
arar, svo einn danskur, tveir
enskir og tveir íslenzkir: Harald
ur Björnsson og Róbert Arn-
finnsson".
„Ekkert kvenhlutverk? Ekkert
pláss fyrir Völu?“
„Nei, þvf miður. Það átti upp-
haflega að vera ein Indíána-
stúlka, en svo var hún klippt
út“.
„Og hvað heldurðu, að sjálf
kvikmyndunin taki langan
tíma?“
„Minnst sex vikur. En mestur
tíminn fer f undirbúninginn og
svo seinna klippingu og seinasta
frágang. Það verða 30 manns
starfandi við kvikmyndatökuna,
Gabriel Axel verður leikstjóri,
og Balling kemur lfka með“.
„Hvernig kannt þú við að setj
ast að á Islandi, Vala? Þú hlýtur
að hugsa um Danmörku sem
þitt heimili".
„Mér finnst bæði löndin vera
mitt heimili. Ég held, að ég
muni kunna ágætlega við mig
í Reykjavík, en helzt vildi ég
geta skroppið út öðru hverju.
Og ef við eignumst gott heimili
hér, verður allt í lagi. Island er
yndislegt með öll fjöllin og feg
urðina".
„Svo eru foreldrar þínir hér
líka“.
„Já, það er allt annað, þegar
öll fjölskyldan er samankomin.
Nú getur pabbi slappað af —
„Geta leikararnir þá nokkurn
tíma byggt upp hlutverk sín
sem heild eins og á leiksviði?“
„Nei, það er ekki nokkur leið.
Þeir lesa handritið og vita í stór
um dráttum, hvað efnið er, en
enginn nema leikstjórinn getur
haft samhengið íhuganum.Hann
verður að hafa heildarmyndina
svo skýra, að hann geti fellt
hvert augnablik inn í á réttan
hátt, en leikaramir þurfa ekki
kostnaðarsamt“.
„Finnst þér meira gaman að
fást við leikstjórn en leika sjálf-
ur?“
„Ég veit ekki, það er tvennt
ólíkt. Maður má aldrei hætta al-
veg að leika sjálfur, svo að mað
ur gleymi ekki kröfum leikar-
ans“.
„Hvernig er það með þig,
Vala? Ætlar þú ekki að halda
áfram með leiklistina?"
hússins í haust?“
„Ég býst við því. Mig langar
mikið til þess“.
„Og nú eruð þið að setjast að
hér?“
rBenedikt fer út um miðjan
júní og kemur aftur um mánaða
mótin júní júlí“, svarar Vala.
„Kannske verð ég í Kaupmanna-
höfn til haystsins, en ef við finn
urn íbúð hérna á næstunni, get-
ur verið, að ég verði bara í
hann er búinn að gifta dætur sín
ar og eignast tvö barnabörn,
svo að allt er í lagi. Hann er
ægilega ánægður hér heima".
,,Á Brynja, systir þín, lika
son?“
„Nei, dóttur, 18 daga gamla“.
Nú heyrist hljóð úr horni,
ungi maðurinn er vaknaður úti
á svölum. Vala og Benedikt taka
bæði sprettinn. Og nú hafa þau
engan tíma lengur fyrir blaða-
menn. — SSB.
kvikmyndastjórinn