Vísir - 04.06.1963, Blaðsíða 10
22
■**s
VÍSIR . Þriðjudagur 4. júní 1963.
\
I
I
I
Eyjabúar hópast niður að höfn, einkum yngri kynslóðin. Þetta er jú sport. . . Ljósm. Ásm. Guðjónss.
Tveir fiskar á færi
Framh. af bls. 18.
að vera sæmilega sofinn, þegar
maður fer að kljást við þá
garpana, Magnús í Pólunum,
sem aldrei dregur dautt færi úr
sjó, Guðmund Ólafsson, sem
gefur gömlu skakkörlunum á
skútuöldinni ekkert eftir, og þá
tannlæknana, sem draga og
draga allan ársins hring, og fái
þeir ekki bein úr sjó, draga
þeir það úr munni manns. Og
ekki munu þeir Vestmannaey-
ingarnir Iáta sitt eftir liggja við
fiskidráttinn, ef ég þekki þá
rétt.
j£lukkan rúmlega sex er ég
glaðvaknaður og rokinn á
fætur. Ég bregð mér upp f
brú. Það er talsverð bræla í
Eyrarbakkabugtinni, en Breiðan
öslar áfram, og sjórinn gengur
stöðugt yfir þilfarið eins og á
tankskipi. Það er almennt við-
urkennt, að Breiðan sé frábært
sjóskip. Haggast yfirleitt ekki
hvað sem á gengur. En margur
hefur óskað þess að hún væri
dálítið hraðskreiðari. Og
þennan morgun tek ég undir þá
frómu ósk af heilum huga.
Stundu síðar er ég kominn
niður aftur og farinn að athuga
veiðarfæri mín, mér til afþrey-
ingar. Einn af samfarþegum
mínum, ungur formaður úr
Eyjum, hnýtir á slóða fyrir
mig. Það leynir sér ekki að
hann kann vel til þeirra hluta.
Klukkan hálfníu á ég símtal úr
brúnni á Breiðunni við Njál
Símonarson, framkvæmdastjóra
ferðaskrifstofunnar „Sögu“,
sem sér um alla framkvæmd
mótsins. Hann og aðrir þátttak-
endur hafa sofið væran í mjúk-
um hvílum „HB“ um nóttina,
stoltir af þeirri forsjálni að hafa
farið loftleiðis til Eyja daginn
áður. Það verður að samkomu-
lagi með mér og honum og
skipstjóranum á „Breiðunni",
að mér skuli skotið um borð
í bátinn, sem ég er skráður á,
þegar við mætum flotanum á
Ieið út á miðin. Ég fer niður og
klæði mig í sjógallann og er
við öllu búinn. Skipstjórinn
vill allt til þess gera, að ég
falli ekki úr keppninni, en því
miður stendur það ekki í hans
valdi að Breiðan herði skriðinn
meir en orðið er. Það er bræla
við Eyjar, og sennilega verður
ekki heiglum hent að stökkva
á milli skips og báts í öllum
herklæðum. Kemur jafnvel til
tals að „híva“ mig í bómu á
milli, en þó einungis í gamni.
j^g er orðinn furðu róiegur
yfir öllu saman. Það er
eins og ég hafi óljóst hugboð
um að eitthvað það gerist, sem
leysi vandann á óvæntan hátt.
Og það lítur helzt út fyrir, að
það hugboð muni rætast. Við
erum komnir upp undir Klett-
inn og sjáum ekki neina báta
halda á miðin. Lóðsbáturinn
kemur til móts við okkur og
Ióðsinn kemur um borð. Hann
kvað alla bátana hafa legið í
höfn; sennilega væri keppninni
frestað vegna brælunnar. Við
höldum fyrir Klettinn, inn á
höfnina. Þar liggja sjö vélbátar
undir fánum með vélarnar í
ganii. Það stenzt á endum að
Breiðan leggur að hafnarbakk-
anum og flotinn heldur af stað
og einn af bátunum ieggur að
súð og mér er sagt að stökkva
um borð og það í hasti. Ég
kveð Breiðuna og áhöfn hennar
með kærleikum, og heilsa áhöfn
inni á vélbátnum „Guðbjörgu",
þar sem ég er skráður í skip-
rúm meðan mótið stendur.
Kasta kveðju á væntanlega
keppinauta mína. Og bátarnir
sjö halda úr höfn undir blakt-
andi fánum. Klukkan er ell-
elfu ...
Seinna frétti ég það, að einn
af skipstjórunum hafði sofið
yfir sig, og þegar hann kom svo
loksins til skips, kom í ljós að
báturinn var olíulaus. Flotinn
hafði því ekki tafizt mín vegna,
hvað svo sem segir í Morgun-
blaðinu — og leiðréttist það
hér með.
j ;Qks gefst mér tóm til að at-
huga nánar keppinauta
mína þarna um borð. Suma
þekkti ég og hef háð keppni við
þá áður. Meðal þeirra er Lúð-
vík Eggertsson fasteignasali.
fiskinn vel, harðvítugur við
drátt og grunaður um galdra á
miðum; allra manna reifastur
og garpur mikill, bæði P orði
og á borði, og þó einkum við
borðstokkinn. Hann tekur sér
stöðu fram við stafn, enda
mundi hann hafa verið sjálf-
kjörinn stafnbúi á langskipum
í dentfð og sómt sér vel í
hringabrynju og með væng-
skreyttan þjálm víkinga á
höfði. í dag kveðst hann ætla
að drepa fisk og lætur ófrið-
lega.
Annar er Þórður Sturlaugs-
son, Jónssonar Sturlaugssonar
frá Stokkseyri, hins frægasta
formanns og sægarps á sinni
tíð, og var slík gæfa hans, að
hann barg fieiri mönnum úr
sjávarháska en nokkur annar
og hafði af mikla virðingu.
Þórður er þrælfiskinn, þegar
það dettur í hann, en á það
svo til að taka lífinu með ró
og jafnvel að leggja til svefns
á þilfari þess á milli. Ég spyr
hann hvort hann ætli slíka að
drepa fisk í dag. „Nei, ég held
hann hef ég ekki áður séð, það
ég man. I-Iann er maður lágur
vexti, gildur og þreklegur,
hljóður og hæglátur í fram-
komu, og í rauninni fátt sér-
kennilegt við hann í sjón —
nema augun. Þau eru tinnu-
dökk og snör og einhvern veg-
inn finnst mér ég kannist við
tillitið. Það er þó ekki fyrr en
nokkru seinna, sem ég get
áttað mig á því fyrirbæri.
Þegar ég veit að hann heitir
Marenó Pétursson og er systur-
sonur Binna í Gröf, þess lands-
kunna sægarps og fiskimanns,
sem verið hefur aflakóngur í
Eyjum áratugum saman, en
hefur nú loks orðið að láta
hlut sinn fyrir sér yngri mönn-
um, enda vel við aldu. Binni
er kominn af frönskum sæ-
görpum og sennilega aflakóng-
um í ættir fram og augun og
tillitið segir til sín. Býður mér
því í grun, að þar muni ég
eiga harðan keppinaut, sem
Marenó er, en þykist líka vita
að hann muni vera drengskap-
armaður, því að fáa þekki ég
betri drengi en Binna frænda
hans. Hvort tveggja átti og eftir
að rætast.
Formanninn þekki ég frá
gamalli tíð, þó að hann sé
kornungur að árum. Senniiega
hef ég kennt honum í barna-
skóla. Hann heitir Páll, grann-
vaxinn maður, fríður sýnum og
hinn gæfulegasti, og hygg ég
gott til þess að njóta leiðsögu
hans og aðstoðar. Við erum nú
komnir út undir Bjarnarey, og
Haukur Johnsen yfirviktarmaður við
Ljósm. Ásm. Guðjónsson.
helzt ekki", segir hann og
eyðir því. Það var sagt um afa
hans, að honum kæmi fátt á ó-
vart. Eitthvað virðist Þórði
kippa þar í kynið, þótt nú sé
öldin önnur og óandlegri hvað
það snertir. Vorum við varla
fyrr komnir á miðin, en að hann
varð fyrir því óhappi að brjóta
stöng sína — og dró ekki fisk
þann daginn.
jjriðji keppinautur minn er
einn af þegnum Kennedys.
Heitir sá MacDonald, og höfum
við sést áður í svip á miðum,
þó að ekki viti ég hve fiskinn
hann er. Ekki ber hann það
heldur utan á sér, en hitt má
greinilega á honum sjá, að hann
er vansvefta og ekki meir um
það — að sinni.
Fjórði keppinauturinn vekur
öllu fremur athygli mína, en
hina alþjóðlegu veiðikeppni.
Páll ákveður að nema staðar
og athuga hvort þar sé nokkurn
fisk að fá. Hinir bátarnir
halda flestir lengra, en Páll er
ekki viss um að það borgi sig.
\7"arla eru færin komin í botn,
” þegar kveður við öskur
mikið frammi í stafni. Þannig
mundu víkingar tjá sig, þegar
þeir „höggva mann of annan“.
Verður öllum litið þangað sem
Lúðvík stendur með stöng sína
hringbogna og snýr hjólinu með
þvílíkum átökum aö við finnum
titringinn af þeim aftur undir
stýrishús. Líður og ekki á löngú
að hann hefur innbyrt vænan
þorsk. Rennur nú á hann ber-
serksgangur og andrá síðar
öskrar hann enn, öllu meir en
fyrr, enda eru þá tveir fiskar
á færi hans, ufsar, sæmilega
stórir. Við Marenó erum líka
farnir að draga, en þegn
Kennedys situr í hnipri út við
borðstokkinn, með færið í sjó,
og veröur ekki séð hvort hann
vakir eða sefui', þótt hið síð-
ara verði að teljast sennilegra,
því að ekki bregður honum við
brestinn þann hinn mikla, sem
varð þegar stöng Þórðar hrökk
í tvennt við borðstokkinn hið
næsta honum, og slagar sá
brestur þó hátt upp í þann
fræga, sem varð í Svoldarorr-
ustu. Lúðvík tók meira að
segja eftir honum, þrátt fyrir
berserksaeðið, og hafði við orð
að þar mundi Þórður hafa sett
í illhveli nokkut. En Þórður
brosti og svaraði: „Ætli það
hafi'ekki heidur verið fasteign-
1?rælan helzt, okkur rekur af
miðinu, sem er gat eitt
neðarlega á klettarana á Bjarn-
arey. Verðum að hafa uppi og
stíma aftur á miðið í stórum
sveig. Páll formaður gerir allt,
sem í hans valdi stendur til
þess að okkur gangi veiðin sem
bezt og veitir okkur, ásamt
öðrum bátsverjum, alla þá að-
stoð sem hann má. Lúðvík
dregur og dregur, sjaldan
minna en tvo eða þrjá, en
nokkuð er farið að draga úr
öskrum hans, eða þá að við
erum hættir að taka eins eftir
þeim. enda höfum við Marenó
nóg að gera við dráttinn. Þyk-
ist ég mega merkja það á öllu,
að mér muni þýðingarlaust að
ætia að etja kapp við fiski-
gæfu þeirra Grafarfrænda.
/~kg loks gerist það undur, öll-
w um að óvörum, að stöng
Macdonalds hins bandaríska
tekur að bogna fskyggilega.
Vaknar hann og með andfælum
og herðir tök á stöng og hjóli.
Hefjast nú hin feiknlegustu á-
tök, og sýnir þegn Kennedys
það brátt, að hann er, þegar
allt kemur til alls, ekki til
einskis kominn af hinum fræga
klan skozku Macdónaldanna,
því að hann stendur sig eins
og þaulvön stríðshetja, og því
betur, sem meira reynir á, en
þó er vandséð hvor muni hafa
sigur að lokum, afkomandi
Macdónaldanna eða hinn óséði
andstæðingur hans í djúpun-
um. Fylgjast og allir viðstadd-
ir af mikilli athygli og eftir-
væntingu með þessari tvísýnu
hólmgöngu og spá ýmsu en
stöðugt vinzt upp á hjólið þótt
hægt gangi, og á stundum ekk-
ert. Loks er svo komið, að Páll
stendur með ífæruna reidda til
höggs, og andartaki síðar kem-
ur fiskurinn f ljós. Reynist það
vera dávæn lúða og skiptir nú
engum togum, að hún liggur
kylliflöt á þilfari, yfirbuguð af
hreysti og harðfylgi Bandaríkja-
mannsins og ættgengri orrustu-
gæfu Macdónaldanna, hinna
skozku forfeðra hans.
Kannski er þarna líka um
met að ræða. Að minnsta kosti
veit enginn um borð til þess
að nokkur hafi áður dregið lúðu
sofandi ...
Heimdell-
mgar
Heimdallur hvetur félagsmenn '
’ til að koma i skrifstofu Sjálf-'
’ stæðisflokksins og gera skil í |
I happdrætti flokksins um Ieið og |
I hann minnir á að hér er um að
ræða glæsilegasta happdrætti, i
' sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur (
I efnt til í þágu flokksstarfsem-
I innar. Skrifstofan er opin alla j
daga frá 9—22.
WBBWHBRaa-ag*«» -v»v w-