Vísir - 09.06.1963, Blaðsíða 4

Vísir - 09.06.1963, Blaðsíða 4
4 V í S IR . Sunnudagur 9. júní 196S VÍSIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og !>fgreiðsla Ingóifsstraeti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Slmi 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. ATKVÆÐIÐ ÞITT Með atkvæði þínu í dag, kjósandi góður, ræður þú því hvort laun þín hækka á næstu f jórum árum, hvort krónan endist betur. Þú ræður því hvort verðbólga grípur um sig í landinu eða ekld Þú hefur það á þínu valdi hvort at- vinnutækin halda áfram að streyma inn í landið og störfin verða nóg fyrir vinnufúsar hendur. Þú ræður því hvort skattar lækka um 40 millj. krónur í haust. Þú ræður því hvort land okkar verður OiAiKjl (ájSi ,'ki. íwvj.í. Jand hagsældar, þar sem menn geta verið stoltir af því að kalla sig ís- lendinga. Því ríður á miklu að þú kjósir rétt í dag. ísland er land tækifæranna. Land bjartsyni og framfara. En framfar- irnar koma ekki af sjálfu sér. Það þarf að undirbúa jarðveginn. Það þarf að búa í haginn fyrir öll lands- ins börn. Þjóðfélagið á að rétta þeim hjálp- arhönd, sem minnst mega sín. Hér má enginn líða skort vegna efna- leysis. Það er draumur þjóðarinnar að hér uni allir glaðir við sitt. í dag er það á þínu valdi að láta þann draum rætast. ■ TIL UNGA KJÓSANDANS SEM GENGUR í FYRSTA SINN AÐ KJÖRBORÐINU 1 dag nýtur þú í fyrsta skipti þess réttar sem dýrmætastur er hverj- um einstaklingi, kosningaréttarins. Þú nýtur þess frelsis sem þýðingarmest er í hverju lýðfrjálsu landi, frelsisins til að velja og hafna. Áður en þú gengur að kjörborðinu og neytir atkvæðisréttar þíns, er því mikilvægt að þú skoðir hug þinn vel og grandskoðir val þitt. * f þessum kosningum má segja að þú hafir aðeins um tvennt að velja, tvær meginstefnur — annars vegar glundroða — hins vegar viðreisn. Glundroðinn er stjómarandstöðuflokkarnir, því þeir tveir saman geta ekki náð meirihluta og báðir eru þeir í málefnalegri andstöðu við stjórnarflokkana. Það eina, sem þeir biðja um, eru atkvæði sem leiða til stöðvunarvalds, sem leiðatil sams konar ástands og í tíð vinstri stjórnarinnar. Viðreisnin er stjómarflokkarnir. Þeir hafa byggt upp á undan- förnum ámm iðandi athafnalíf, frelsi í viðskiptum, virðingu út á við, blómlegt og gróskumikið þjóðfélag. Þeir hafa lýst yfir áfram- haldandi sámstarfi ef fylgi fæst og í samræmi við þá yfirlýsingu lagt fram raunhæfa framkvæmdaáætlun til uppbyggingar og efl- ingar. * J>ú. ungi kjósandi, ert það ungur, að þú manst ekki atvinnuleysi og kreppur fyrri ára. Þú skilur því ekki hræsni þeirra manna, sem nú tala um „vinnuþrælkun“ og „árás á heimilin“. En þú ert ekki svo ungur, að þú munir ekki vinstri stjórnina og afleiðingar hennar, höftin, skömmtunina, viðskiptafjötrana, vömskortinn og vonleysið í öllum almenningi. Og þegar þú gerir samanburð á því ástandi og þeirri bjartsýni og velmegun, sem í dag ríkir, þá er val þitt auðvelt, þú hafnar sundrung, þú velur viðreisn. * Qg þegar þú velur viðreisn, þá velur þú Sjálfstæðisflokkinn. Sem æskumanni er áhuga- og velferðarmálum þínum bezt borgið með því að veita Sjálfstæðisflokknum brautargengi. Hann styður skólanám og fræðslu og veitir ungum íslendingum þá menntun, sem býr þá bezt undir að skapa sér sína eigin ham- ingju og lifa sem frjálsir og sjálfstæðir einstaklingar. Hann styður kristindóm og kirkju, svo að starfshættir hennar geti orðið fjölbreyttari og áhrifaríkari. Hann veitir heilbrigðri félagsstarfsemi æskunnar, íþróttalífi og bindindisstarfsemi öflugan stuðning. Hann styður æskuna f heild til sjálfsbjargarviðleitni og mann- dóms — stendur dyggan vörð um frelsi einstaklingsins. * \f þessum sökum kýst þú Sjálfstæðisflokkinn. Á þann hátt tryggir þú bezt framtíð þína. Sigur Sjálfstæðisflokksins er sigur æsk- unnár — og æskunnar er framtíðin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.