Vísir - 01.07.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 01.07.1963, Blaðsíða 15
VI S IR . Mánudagur 1 júlí 1963. /5 □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ ERCOLE PATTI: RÓMABORG Okkur geðjaðist ekki að mynd- unum í sýningargluggunum og vildum heldur ganga um. Svo fengum við okkur tesopa. Marcello langaði til þess að spyrja hana um næluna, en gat ekki gert sig svo beran að af- brýðisemi, fannst honum, og kannski hafði hún líka tekið hana af sér til þess að sýna vinstúlku sinni hana. Honum leið illa og hann tók nú f sig að komast að hinu sanna án þess að spyrja hana beint. — Þessi næla fer vel við blúss- una þína, sagði hann. Finnst vin- stúlku þinni ekki, að hún sé falleg? — Hún hafði séð hana áður. — Sagði hún ekkert um hana? — Nei við minntumst ekki á hana. Kannski hafði hún alls ekki ver- ið með vinstúlku sinni. ICannski hafði hún verið með einhverjum karlmanni, — en hverjum? — Þessi söngvari, sem var í leik- flokknum. sagði Marcello og reyndi að tala í léttum tón, hefurðu frétt nokkuð af honum? Anna þagði stundarkorn. — O, sagði hún, eins og hún hefði verið að reyna að muna eitt- hvað, ég rakst annars á hann sem snöggvast í dag. — Talaðirðu við hann? — Hann heilsaði mér og talaði við mig rétt sem snöggvast. Hann var kurteis, en dálítið vandræða- legur. Hann spurði hvernig mér gengi. Hann er að skipuleggja nýja sýningarferð. — Og hvernig leizt vinstúlku binni á hann? — Hún sagði ekkert um það til eða frá. — Spurði hann þig hvort hann gæti hitt þig aftur? — Já, hann vildi endilega hitta mig aftur ,en ég vildi það ekki. Hann sagði, að þau væru ekki leng- ur saman, Rina og hann. Hann vissi af reynslu, að Anna entist aldrei til að halda áfram að segja ósatt. Kannski var hún nú búin að komast upp á það. Kannski hugsaði hann, hryggur í huga, segir hún ósatt nú, af því að hún vi!l ekki þurfa að fara héðan, þar sem hún hefur búið við bægindi og liðið vel. Hann var nú orðinn svo hræddur um, að hún hefði verið með Nello d’Amore þetta síðdegi og látið hann njóta blíðu sinnar ,að hann spurði einskis frekara. Þetta var allt svo sársaukafullt, að hann skorti hug- rekki til þess að horfast í augu við sannleikann. Ef hún játaði að hafa lagzt með söngvaranum ætti hann ekki annars úrkost en að segja henni að fara sína leið og koma aldrei fyrir sin augu framar, en honum fannst að það yrði sér svo erfitt, að hann mundi aldrei sjá glaðan dag framar — af því að hann vissi, að leið hennar mundi liggja þangað, sem miður þokka- leg ævintýri biðu hennar, i stuttu máli, leiðir hennar mundu allar liggja niður á við. En mundi það ekki verða enn þungbærara, að búa með henni áfram, og ávallt við þann grun, að hún hefði farið á fund söngvarans? Nokkrum dögum siðar sagði Anna honum, að hún hefði ákveðið að leita sér vinnu á ný. Henni stæði til boða eitthvað hjá leik- flokki, sem ætlaði í langt ferðalag til borga og bæja úti á Iandi. — Ég get ekki haldið áfram að láta þig sjá fyrir mér, sagði hún. Mér finnst líka, að ég verði að fara að vinna, og sannast að segja verð ég að játa, að þetta leikaralíf hef- ur sitt vissa aðdráttarafl fyrir mig. Það hleypur stundum í mig óeirni, mig langar til að flytja, sjá nýjár borgir ,og ég sakna litlu gistihús- anna úti á landi þrátt fyrir allt, og matstofanna, þar sem við erum öll í hóp, mötumst, gerum að gamni okkar. Ég er víst ékki sköp- uð fyrir hið rólega kyrrláta líf, þeg- ar allt kemur til alls. Ég er farin að verða hvumpin stundum, þú hlýtur að taka eftir því hvernig ég er í skapinu stundum. — En af hverju hefurðu ekki sagt mér fyrr, að þú værir orðin þreytt á þessu kyrrláta lífi — og að þú vildir breytingu? — Ég hef verið að hugsa málið — og ég skil allt svo miklu betur núna. Og það kemur ekki til, að ég lendj í neinu leiðu framar. Það til- heyrir liðnum tíma. — Hvaða leikflokkur er þetta? — Það er annar flokkur en síð- ast — en sami leikstjóri. En það verður allt önnur stjórn á hlutun- um nú. — Hver bauð þér þetta hlutverk? Anna hikaði stundarkorn, áður en hún svaraði, blátt áfram og eðli- Iega: — Nello d’Amore, söngvarinn. — Er hann líka í flokknum? — Já, þetta verður allt miklu betra en síðast. Ég verð með hon- um í fjórum atriðum. — Hefurðu hitt hann oft? — Tvisvar. Til þess að tala um sýningaferðina. Nú er hann frjáls. Hann er búinn að slíta öll tengsl við þá gömlu, og hann getur gert hvað sem honum sýnist. Anna virtist ekki gera sér neina grein hvaða játning fólst í því, sem hún var búin að segja Marcello. — Og þú verður kannski ást- kona hans? — Ég veit það ekkí, sagði Anna og brosti dálftið. Það er ekki gott að vita hvað gerist þegar maður er með honum. Hann er óvenjuleg- ur. Annars eru margar á eftir hon- um, en hann hefur ekki bundið sig við neina. Hjá flestum sefur hann bara einu sinni og lætur þær svo róa. En hvað mig snertir þá þykir honum reglulega vænt um mig. Það fór ekki fram hjá Marcello, að undir niðri dáðist Anna að Nello d’Amore, en hún þorði ekki að gera sér vonir um nein föst tengsl þeirra milli, og það var engu líkara en hún áliti það heiður að verða fyrir valinu sem rekkjufélagi hans þegar honum bauð svo við að horfa. — Þú lýstir honum einu sinni svo, að hann væri hégómlegur, hrokafullur, hrottalegur. — — Já, en hann hefur breytzt, sagði Anna af áhuga og hún hafði orðið því friálslegri í tali sínu sem lengur leið. Marcello skildi vel, að bað var enn að koma í ljós hjá henni þörfin að Jétta á sér með því að segia ollt af létta. — Hann hefur verið nærgætnari og betri við mig en ég veit til. að hann hafi verið við nokkra aðra. I gær bauð hann mér til hádesis- verðar. Hann hefur aldrei boðið neinni konu til hádegisverðar fvrr. Hann fær svo fliótt leiða á kon- um. Hann sefur kannski hiá þeim einu sinni. en svo vill hann hvorki hevra bær né siá framar. Hann kemur allt öðru vfsi fram við mig. t gær vildi hann aka mér f leigu- bfl alla leið til Cola di Rienzo. Og andlit Önnu liómaði af til- hugsuninni um, að Nello d’Amore hefði boðið henni að aka í leigu- bíl. Háðs kenndi oft f rödd hennar, er hún sagði frá, en Marcello veitti því athygli, að nú er hún ræddi um söngvarann, örlaði ekki á því. Marcello minntist þess, að hún hafði eitt sinn sagt honum. að hún væri manneskía, sem beita ætti nokkurri harðneskiú við. Þannig hafði framkoma söngvarans verið gagnvart henni, og hún hafði látið kúgast, og nú var hún reiðubúin að fylgja honum sem hundur, þótt hann kannski léti hana afskipta- lausa vikum eða mánuðum saman, og henni fannst það afskaplega mikilvægt, að hann hafði boðið henni upp á hádegisverð og að aka henni í leigubíl, en það vó ekki mikið hjá henni, að hann — Mar- cello — hafði tekið við henni, boð- ið henni að búa hjá sér, látið hana njóta öryggis heimilis, steypt sér f skuldir hennar vegna ,selt silfur- muni og húsgögn. Það skipti hana , ekki neinu nú. Og hún horfði á hann, einlæg á | svip, og heiðarleg, og tillit augn- anna bar því vitni, að hún ætti bágt og vænti fulls skilnings hjá honum og hjálpar. — Og hvenær hugsarðu þér að fara? spurð Marcello, sem sá í hendi sér, að fengin var lausn á vandamálum hans sjálfs — en á allt annan veg en hann hafði óskað og ekkj sársaukalaust, þótt hann varðveitti ró sína á yfirborðinu. — Næsta miðvikudag, sagði Anna, — eftir fjóra daga. Á morg- un fer ég að búa mig til ferðar- innar. Þú hefur verið mér góður. t En þér mun vegna betur án mín. : Þú færð Iíka án vafa betri ró til starfa. Anna stóð upp og renndi um leið ! fingrum um hár sitt. Hárgreiðslusíofan HÁTONl 6, sími 15493. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagötu 72. Sími 14853. Hárgreiðslustofan P I R O L A Grettisgötu 31, sími 14787. Hárgreiðsiustofa VESTURBÆJAR Grenimel 9, sími 19218. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugaveg 13, sími 14656. Nuddstofa á sama stað. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DÓDÓ Laugaveg 18. 3. hæð (lyfta). Sími 24616. Hárgreiðslustofan Hverfisgötu 37, (horni Klappar- stígs og Hverfisgötu). Gjörið svo vel og gangið inn. Engar sérstakar pantanir, úrgreiðslur. P E R M A, Garðsenda 21, sími 33968 — Hárgreiðslu og snyrti- stofa. Dömu, hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- megin. Sími 14662. Hárgreiðslustofan Háaleitisbraut 20 Sími 12614 10 ára starísemi sannar traust viðskipti. Komið og skoðið okkar mikla úrvai. Salan er örugg hjá okkur. HÖSBYGGJENDUR Leigjum skurðgröfur, tökumi /að okkur í tímavinnu eða á-l Ikvæðisvinnu allsltonar gröft og} imokstur. — Uppl. í síma 142951 íkl. 9-1 f.h. og frá kl. 7-11 á\ (iivöidin í síma 16493. Nýir bílar, Commer Cope St. 8IFREIÐALEIGAN, Bergþórugötu 12 Simar 13660, 14475 og 36598 Hef kaupanda að góðum Scoda Station og einnig að góðum 6 manna amerískum bíl. GAMLA BÍLASALAH E^oT is "" COQj |^lir~RAu ÖARÁ 3 SKÚLAGATA 55 — SfMI 13812 SSSaSSaHBK3»m^J»taSSSS3S3EXE liöópýriáht P. I. 6. Bo* 6 Copenkager>;::i: ..... icr. 2S.©@

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.