Vísir - 06.07.1963, Blaðsíða 4
V i SIR . Laugardagur 6. júlí 1963.
'HH i mii——b—■
☆
Lúðrasveit Reykjavíkur verð-
ur 41 árs á morgun. Efnir hún
í því tilefni til hljómleika, á sín
um gömlu vígstöðvum Austur-
velli. Reykvíkingar reka varla
upp stór augu, þó þeir siysist til
að lesa þetta, því hvorki er um
sérstakt merkisafmæli að ræða,
né að verulegt nýnæmi sé í úti-
hljómleikum sem þessum. Lúðra
sveitin er nefnilega ein af þeim
stofnunum sem borgarbúar taka
orðið sem sjálfsagðan hlut. Hún
leikur á hátíðis og tyllidögum,
marserar fyrsta maí og á sum
ardaginn fyrsta, og er reyndar
varla að maður muni eftir heœoi
þess á milli. En hljómleiMa^lii'r
á morgun eru merkilegir að þvf
leyti, að þá mun elzti núlifandi
stjórnandi hennar taka sér
hljómsprota í hönd, og keyra
hana fram í syngjandi mörsum
og annarri hoppsasamúsík sem
við þykir eiga. Það er Páll ísólfs
son dómorganisti, en hann var
fastur stjórnandi sveitarinnar í
tólf ár, eða frá 1924-1936. Hann
tekur nú upp þráðinn þar sem
frá var horfið fyrir einum 27 ár-
um, og er hætt við að upp rifjist
Páll æfir forleik að „Skáldi og bónda“, £ HljómsS;álagarðinu í gær.
I. DEILD
íslandsmótið — Akranesi klukkan 17:
Akranes — Keflavík
Dómari: Guðmundur Guðmundsson.
Línuverðir: Ingi Eyvindsson og
) 9
Jón Friðsteinsson.
Mótanefndin.
NOUGAT VANILLU SUKKULAÐI
margar kostulegar minningar,
þegar skáld og bóndi þreyta
kappræður (forl. e. Suppé) eða
Meyerbeer hefur upp hátiðlega
raust við krýningu þjóðhöfð-
ingja, (krýningannars). Lfklega
. yoruþað þessi.verk senLsyeitiii,
lék í reiðtúrnum. fræga, nýrðan
frá Ákureyri og hingað suður,
1925, þegar búfénaður og jafn-
vel bæsdur urðu svo htfgfangnir
af sönglistinni, að við lá stór-
varrfræðum. Kýr ruku upp til
handa og fóta frá hálfjórtruðum
tuggum og tóku á rás á eftir
trúbadorunum, en bændur fengu
Jcölltjn óg hentú frá sér orfum og
ambpðum og runnu á hljóðið.
Fyrií kraftavérk varð þeim þó
snúið við, en lengi verður þessa
Páll í hópi lúðrasveitarfélaga fyrir u.þ.b. 30 árum. Á myndinni
má þekkja marga aðra framámenn músíkmála hér.
TA NOUGAT VANILLU SUKKULAÐI
VANILLU SÚKKULAÐl ÁVAXTA NOUGAT VANILLU SUKKULAÐI NOUGAT
atiurðar minnzt sem einskonar
forleiks að „Flóttanum úr sveit-
unum“.
Við brugðum okkur stundar-
korn niður i hljómskála f gær,
en þar var Páll einmitt að leggja
síðustu hönd á undirbúning
hljómleikanna. Hann mátti auð-
vitað varla vera að því að skipta
sér af blaðafuglum, og átti fullt
í fangi að halda aftur af básúnu
og baritón við „freti í fermöt-
um“, að ekki sé talað um loft-
árásir trompettanna. Á hlaupum
skýrði hann frá, að Lúðrasveitin
hafi á sínum tíma rennt stoðum
undir músíklíf hér í bæ. Það
hafi meðal annarra verið félag
ar úr henni sem stofnuðu Tón-
listarfélagið, og þar með Tón-
listarskólann og Hljómsveit
Reykjavíkur, fyrirrennara Sin-
fóníuhljómsveitarinnar. Hann
segist heldur vera farinn að
ryðga í repertúari sveitarinnar,
og nú hlaupið í skarðið fyrir
aðalstjórnandann P. P. Pálsson
af hálfgerðum misgáningi. En
ekki ber á öðru en hann sé fuli
komlega dús við Sousa og þá
bræður, í það minnsta verður
hvergi vart hiks þegar upphefst
„Stars and stripes forever" með
miklum gauragangi og glæsi-
brag.
Efnisskrá hljómleikanna á
Austurvelli á morgun kl. 15.30
er eftirfarandi: Florentiner-mars
eftir Fucik, Krýningarmars eftir
Meyerbeer, Die Post im Walde
eftir Scháffer með trompettsóló
Björns Guðjónssonar, Marche
Lorraine eftir Ganne, Sólstafir
og vísur gamals Árnesings eftir
Ólaf Þorgrímsson og Tveir vfki
vakar eftir Pál. Þá eru að lok-
um Stars and Stripes eftir
Sousa, forleikurinn að Skáldi og
bónda eftir Suppé, Hoch
Heidecksburg eftir Herzer. Af
þpssu verður séð að engin deyfð
mun ríkja í kringum Jón forseta,
frekar en fyrri daginn, og má
búast við miklum fjölda áheyr-
enda og sólskinsskapi.
L.Þ.
<%«*>IIMBflfllfl Kfl tíRISTJÁNSSDN Hi
SUDURLANDSBRAUT 2 * SÍMI 3 53 00
Afmælishljómleikar LR.