Vísir - 06.07.1963, Síða 15

Vísir - 06.07.1963, Síða 15
/VÍSIR . Laugardagur 6. iúlí 1963. wm Í5 Konan, sem ekki brást FRAMHALDSSAGA EFTIR MARY RICHMOND verð að vera öllu lengur í þessum fangaklefa. Og, ég er viss um, að þetta verður mitt síðasta. Blanche vissi, að það myndi til- gangslaust að þrefa um þetta við Dorothy. Hún légði Elaine litlu sof- andi í rúmið. og fór að leita að Rússanum, fem kunni dálitið f ensku. Hann var hár vexti, þrek- inn og samsvaraði sér vel, senni- lega um þrítugt- ljóshærður og blá- eygur. Pótt hann væri jafnan í þykkri peysu með gúmmístfgvél á fótum — nánast klæddur sem fiskimaður, lagðist það í Blanche, að hann væri menntaður maður og í ábyrgðar- starfi. Kannski hafði hann verið sendur einhverra erinda til Eng- iands, hafði lokið þeim, og var að fara heim með þessum hætti. Væri þessi tilgáta rétt var hann án efa njösnari. En var verra að vera niósnari fyrir land sitt en föður- landssvikari? Vissulega ekki. Blanche kom auga á hann þar sem hann var að athuga sjókort ásamt nokkrum félögum sínum. Hún gekk til hans og tók létt í handlegg hans. — Afsakið, sagði hún og talaði skýrt og hægt. Ég vil ógjarnan ónáða yður, en gætuð þér ekki sagt mér hvenær má gera ráð fyrir, að við verðym komnar á ákvörð- unarstað. Systir mín er veik og ég el áhyggjur hennar vegna. Hann rétti úr sér og horfði á hana. Og hún sá, að augu hans voru blá eins og hafið á sumar- morgni. Og það var ekkert hrotta- legt í svip hans. Hann var sól- brenndur, veðurbarinn, og hún var viss um, að ef hún hefði kynnzt honum við aðrar aðstæður hefði henni fundizt^hann laglegur og að- laðandi. — Við munum fara upp á yfir- borð sjávar eftir tvær stundir, sagði hann tilbreytingarlausri röddu, og hún hafði á tilfinning- unni, að honum væri ekki eðlilegt ' að tala þannig — eins og h'ann væri að breyta rödd sinni. Svo varð hann hugsi á svip, eins og hann væri að leita að orðum: — Biðjið . . . systur yðar . . reyna að sofa . . . það, sem eftir ferðar . . . ekki þægilegt. — Hvert förum við — verið svo vinsamlegur að segja mér það, ef þér megið. — 'Það má ég ekki, sagði hann — ekki eins hikandi og áður, og fjarlægði hönd hennar, ákveðið en vinsamlega ,og hún roðnaði. Hún fann, að hún var að gráti komin, en reyndi að vera róleg. — Viljið þér vera svo vinsam- legur að gefa mér dálítið vodka nú? Það gæti kannski hjálpað systur minni að sofa. Hann horfði á hana. Svo brosti hann. — En þá — finnur hún á sér, eins og þið kallið það, sagði hann. En hún hefði bara gott af því — bara ágætt, og hann stakk hend- inni í rassvasa sinn, tók upp vasa- pela og rétti henni. — Þakka yður fyrir, flýtti Blanche sér að segja og hraðaði sér svo til Dorothy, sem hafði setzt upp við dogg. — Jæja, sagði hún, ertu nokkurs vísari, — Já, við eigum að fara upp eftir tvo tíma, og hafi mér skilizt rétt, verðum við sett á land. — Guði sé lof, sagði Dorothy, og ég er viss um, að John verður þar til þess að taka á móti okkur. — Vertu ekki viss um það, sagði Blanche. Ég komst líka að því, að það sem eftir er ferðarinnar verður allt annað en þægilegt. — Kannski við eigum að ferðast í járnbrautarlest til Moskvu. Ég hef heyrt að rússnesku lestirnar séu ekki eins þægilegar og okkar. En það skiptir engu máli, ef ég losna við að vera lengur í þessum herj- ans kafbáti. Þegar ég hugsa um, að við séum langt niðri í sjávar- djúpinu, kannski niðri á hafsbotni, ætia ég alveg að brjálast. Blanche hafði orðið að bæla nið- ur slíkar hugsanir og skildi hana því vel, en hafði ekki orð á, og leyndi ótta sínum nú sem fyrr. — Vertu ekki viss um, að John verði tii staðar til þess að taka á móti okkur, svo að þú verðir ekki fyrir nýjum vonbrigðum, sagði hún í aðvörunartón, en ég er þér sam- mála, að allt er betra en þetta. Og það er hvað sem tautar gott til þess að hugsa, að stíga fótum á land. Nú vérður þú að safna kröft- um undir það, sem fyrir höndum er, og þess vegna vil ég, að þú dreypir á þessu vodka og reynir að sofna dálítið. Um leið og hún sagði þetta tók hún krús og hellti í hana dálitlu ,úr vasapelanum, og rétti systur sinni. — Ég hef bragðað vodka fyrr, sagði Dorothy, í London. Kannski var það eftirlíking, ég veit það ekki. Hún drakk í einum slurk það sem var £ krúsinni, og gretti sig á eftir og var eins og hún stæði á öndinni. — Já, það hefur verið eftirlík- ing. Þetta er eins og eldvatn. Fáðu þér sopa líka, Blanche. — Nei, þökk, ég þarf ekki á þvf að halda. Það er bezt að ég fari að tína saman dótið okkar og klæða börnin í önnur föt. Tím- inn er naumur ... — Þú hefur þú verið alveg ein- stök, sagði Dorothy. Maður skyldi ekki trúa því, að þú værir sjóveik. — Ég er ekkert sjóveik, — það er bara það, að ég er veil til heils- unnar. — Þú hefur staðið þig eins og hetja, það má,ttu eiga, ég bjóst við, að þú yrðir eins veik og ég. — Og ef ég hefði verið það, hver hefði þá átt að hugsa um börnin? — O, það hefði farið einhvern veginn. Einhver hefði gefið þeim að borða og komið þeim í rúmið. Maðurinn, sem þú varst að tala við, er hann ekki almennilegasti náungi? Blanche hefði kannski lýst félaga Petrov dálítið öðru vísi, og hún gat ekki hugsað sér hann í hlutverki barnfóstru. I — Fáðu þér smásopa til, sagði j hún, og reyndu að sofa. Ég skal | annast allt. Hafðu ekki áhyggjur af neinu. m. , — Hvar erum við? spurði Dorot- hy móðursýkislega. Tveir kafbáts- menn höfðu borið hana á land. Hún starði óttaslegin í kringum sig. — Þetta "-'‘ur ekki verið Rússland, revnið ehki að telja mér trú um það. Hún greip f handlegg Blanche sér til stuðnings. '■'tDítl'' > ’ k' iiiifo-ú'iáfnA — Þú heldur þó ekki, að þetta sé Rússland, æptj hún hárri, sker-: andi röddu. Blanche leit í kringum sig. Þær höfðu verið settar á land á fljóts- bakka. Fram undan voru „drullu- prammar" í tuga eða hundraða tali, vatnið var gruggugt, himininn grár, allt var sviplaust og það rigndi. Fljótið var breitt og mikil umferð á því og fjöldi báta á því, flat- botnaðir, með skitnum, stagbætt- um seglum. Og í bátunum voru karlar og konur — með sama höf- uðlagi og sama svip og mongólinn á kafbátnum, sem hún hafði verið svo hrædd við. Og hún vissi þá hvers konar bátar þetta voru, kín- verskar skútur, og ein þeirra stefndi beint til þeirra. f nokkurri fjarlægð voru nokkrir húsbátar við fljótsbakkann og fjölda margar kon um voru að þvo þvott í fljótinu. — Hvar er John? hrópaði Dorot- hy í æði. Hvar er maðurinn minn? Hún sneri sér að tveimur kafbáts- mönnum, sem stóðu fyrir aftan hana, annar þeirra var Petrov, hinn háseti. HÚS8YGGJENDUR Leigjum skurðgröfur, tökumí að okkur í tímavinnu eða á-t kvæðisvinnu allskonar gröft og; mokstur. — Uppl. í síma 142951 kl. 9-1 f.h. og frá kl. 7-11 kvöldin f sfma 16493. Uppáhalds myndastofa litlu mannanna. BíSakjör Nýir bílar, Commer Cope St. BIFREIÐALEIGAN, Bergþórugötu 12. Slmar 13660, 34475 og 36598. Nýtízku stráhattaframleiðsla Hásetinn æpti eitthvað, sem hún ekki skildi, og skók hnefann fram an f hana, og hún vék undan dauð hrædd. Blanche sleppti höndum barnanna andartak og tók utan um systur sína. — Gættu þess að reita þá ekki til reiði, hvfslaði hún. Við erum algerlega á þeirra valdi og erum neyddar til þess að fara eftir fyr- irmælum þeirra .. Þótt ,hún talaði .lágt, heyrði Pet- roV það sem hún sagði og mælti: — Það er ekki nein ástæða til þess lengur að leyna því hvar þið eruð. Félagi minn hérna er dálftið fyrir að beita hnefunum, og það fer í taugarnar á honum, ef konur gera uppsteyt. Seljum í dag Mers- edes Benz 220 '55 kr. 80 þús. Stað- greiðsla. T rúlofunarhringir Gisrðar OBoffsson Úrsmiður við Lækjartorg, simi 10081. AS fAWW COWES TO TAKZAKlLAklZ, THf TR.OOPS GATHEK IW FOR.IAATIONS TO AAAICE PLANS FOZTHEIR 7AYS WOEK.. NEARBY A HAPpy youNs soy ENJOys THE COIAPAN OF HIS MEW PETS. T A. SJ ? A í birtingu safnast hermenn- irnir saman og fá dagskipanir sínar. Og f grennd við þá er ánægður drengsnáði, sem hleyp- ur um með hest sinn og hund. Blake liðsforingi kemur til Tarzans og segir: — Jæja, við höfum ákveðið að reisa tjaldbúðir okkar þarna á bakkanum. Ég efast um að þú þekkir staðinn aftur í kvöld. v/Miklatorg Sími 2 3136 Eldhúsborð kr. 990,00 LTII.ÍL. JSt’ ut -

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.