Vísir - 11.07.1963, Page 8

Vísir - 11.07.1963, Page 8
8 VÍSIR . Föstudagur 12. júlf 1963. i VISIR Útgefandi: Blaðaútgáfan VfSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. í lausasölu 4 kr. eint. — Sfmi 11660 (5 línur). ^rentsrn'ðja v'£is. — Edda h.f. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Lækkun byggingarkostnaðar Forystumenn húsnæðismála á Norðurlöndum hafa setið á þingi hér í Reykjavík að undanfömu. Þar hefir sú athyglisverða staðreynd komið fram að við íslendingar byggjum stærstar íbúðimar, um og yfir 100 fermetra, en meðalstærð er ekki nema 60 ferm. í Finnlandi og 60—70 ferm. í Noregi og Svíþjóð. Húsnæðismálaráðstefnan leiðir hugann að þeirri staðreynd að íbúðir eru hér allt of dýrar í byggingu. Hefir verið sýnt fram á það með rökum, m. a. af Gísla Halldórssyni arkitekt, að lækka má byggingarkostnað- inn um 20% án þess að breyta um byggingarhætti. Hér kemur ýmislegt til greina. Skipulag bygginga hér á landi hefir verið í hinum mestu molum og þær taka yfirleitt alltof langan tíma. Með nýju steypi- mótum Agnars Breiðfjörð má spara 6% byggingar- kostnaðarins frá því sem nú er. Með því að notast við stuðlun í hýggingariðnaðinum og verksmiðjubyggða hluti húsa má og auka hagkvæmnina við byggingar og þá ekki síður með víðtækari notkun ákvæðisvinnu. Þetta eru aðeins nokkur atriði sem til lækkunar byggingarkostnaðarins horfa. Hinn meginþátturinn er fjármagnsskorturinn. Hann stafar af því að hér á landi hefir allt þurft að gera í einu. Með viturlegri lánastarf- semi getur ríkið bætt að nokkru úr lánsfjárskortin- um, en langt verður þangað til lánin verða komin í jafngott horf og hjá nágrannaþjóðunum. Því verðum við að leggja höfuðáherzluna á það að lækka bygging- arkostnaðinn, því það þýðir aukið fjármagn til bygg- inganna. Vel kæmi til greina að húsnæðismálastjórn verð- launaði þá sem hagkvæmast byggja eða léti þá ganga fyrir um byggingarlán. Það yrði öðrum hvöt til þess að taka upp nýjar aðferðir sem lækka byggingarkostnað- inn. En verulegt átak verður ekki gert af einstakling- um á þessu sviði. Stærstu byggingarfélögin og ríkið þurfa í sameiningu að efna til stórfelldrar tilraunastarf- semi til lækkunar kostnaði, á grundvelli erlendrar reynslu. Þá fyrst er verulegs árangurs von. Skynsamlegir samningar í gær voru gerðir nýir kjarasamningar prentara og hókbindara, og fleiri hafa samið. Er hækkunin á launum 7,5% hjá þessum stéttum, sú hin sama og aðrar stéttir hafa samið um. Hér er verklýðshreyfingin á réttri braut. í stað þess að spenna bogann of hátt, þannig að til verkfalla og síðan óðaverðbólgu leiði, er kröfunum átillt í það hóf, að fyrir vikið nást fram raunhæfar kjarabætur. .. ■ <T" Björn Sigurðsson heitir hann, sjötugur að aldri eða einu ári betur. Hann er búsettur á Siglu- firði og er annar hákarlafor- maðurinn þar á slóðum, sem enn er á Iífi. Hinir horfnir — dánir. Björn var formaður á „Krist- jönu“, hákarlaskipi í eigu Gránufélagsins. Gránufélagið var frægasta félag á íslandi á sínum tíma. Seinna skipti það um nafn og ekki löngu síðar lognaðist það með öllu út af. Kristjana var 24 Iesta bátur — happafleyta. — Ég kom fyrst á sjó þegar ég var 10 ára gamall, sagði Björn. Það var á árabáti frá Héðinsfirði. Ég átti heima þar og fékk að fara I selalátur með pabba undir Hestk.am. Þar var góð selveiði fyrst þegar ég man eftir, um og eftir aldamótin. Svo fóru menn að skjóta bæði fugl og sel. Þá fældist selurinn burtu og þá veiddist ekki lengur I látrin. Bæði Ólafsfirðingar og Siglfirðingar sóttust eftir sel til hákarlabeitu. Keyptu hann dýru verði. Sólginn í hrossaket og romm. — Hákarlinn var sagður beituvandur. — Mjög. Hann sóttist mest eftir selspiki og hrossaketi og svo rommi eða öðrum lyktsterk- um drykkjum. Það þótti t. d. gott að hafa anisdropa í beit- una, eða þá einhverja aðra lykt- sterka dropa því hákarlinn er lyktnæmur en jafnframt vand- fýsinn. Það voru margir sem létu romm 1 selspikið þegar það var saltað í tunnur til beitu. Þótti gefast vel. — Hvenær fórstu, Björn, fyrst á hákarlaveiðar? — Árið 1908. Þá voru 8 eða 9 skip gerð út á hákarlaveiðar, flest frá Gránufélaginu. Það var mikil stund lögð á þær f þá daga, tilsvarandi eins og á síld- veiðarnar nú. En svo tók smám saman að dofna yfir þeim unz þær lögðust með öllu niður á árunum 1924 eða 1925. Nú tilheyra þær sögunni og eru gleymskunni undirorpnar. — Hvað stóðu þær yfirleitt lengi vor hvert? — Þær byrjuðu nokkuð reglulega 14. apríl. Fyrr mátti ekki fara því skipin fengust ekki tryggð. Þótti of áhættu- samt að fara fyrr vegna veðra. Hafði oft hent slys. Veiðarnar hættu oftast 10—12 vikur af sumri. Sum skipin fóru úr því á reknetaveiðar, aðallega út í Álinn, 8—10 mílur norður eða norðaustur frá Siglufirði. Veið- arnar voru stundaðar framundir miðjan september. Þótti gott að fá 100—120 tunnur í drift. Var hætt við að maðkaði. — Hvernig var hákarlaveið- um háttað í meginatriðum? er — Við fórum venjulega út á Skagagrunn til að byrja með, seinna á Strandagrunn. Útivist hverju sinni fór eftir veðri, allt frá hálfum mánuði upp í mán- uð. Lengst þegar við fórum vestur fyrir Horn. -— Hvað var talinn vera sæmilegur afli? — Það þótti ágætt að fá 120 —150 tunnur lifrar í ferð. Þeg- ar bezt lét fengust 180—200 tunnur, en stundum heldur ekki nema 30—40. Það þótti skítt. Hákarlinn var vænni út af Vestfjörðum, smærri þegar aust- ar dró. Hákarlinn sjálfan hirt- um við ekki nema í fyrstu ferð- unum. Eftir að kom fram um eða yfir miðjan maí var ekki talið gerlegt að hirða hann. Úr því var honum hætt við að maðka. Bitarnir merktir í pottinn. —- Hvernig var útgerðinni háttað í meginatriðum? — Almennt voru 12 manna áhafnir á hverju skipi. Vaktir voru 6 klst. í einu og varð hver skipverji að standa tvær vaktir á sólarhring. Útgerðin lagði til baunir, grjón og kaffi, en að öðru leyti Iögðu skipverjar sjálfir til mat- inn. Venjan var að hver og einn legði sér til 30—40 pund af hörðu brauði, þ. e. skonroki, kringlur og kex. Sumir auk þess eitthvað af heimabökuðu brauði, en það vildi fljótt harðna enda ekki nærri allir sem höfðu að- eftir Þorstein Jósepsson I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.