Vísir - 11.07.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 11.07.1963, Blaðsíða 15
V1 SIR . Föstudagur 12. júlf 1963. »5 i — Segðu mér sannleikann, John. Erum við gislar? — Dorohty og börnin eru það víst á vissan hátt. Það var ekki meiningin í upphafi, en ég var svo óheppinn að hátt settir menn fengu andúð á mér — þess vegna van- treystu þeir mér nú. Þess vegna verð ég að inna þetta hlutverk af hendi. — Þú heldur, að ekkert okkar geti vænzt miskunnar, ef það mis heppnast? — Blanche . . . — Er það ekki sannleikurinn? — Jæja, jú, kannske. — Þá veit ég hvar við stöndum. Mér finnst það betra en fálma í myrkri. — Er engin leið, John? sagði hún og greip hendur hans og fann, að þær voru þvalar af svita. — Nei, kannski aðeins fyrir mig, en það var áður en þið komuð. Nú verð ég að hugsa um ykkur. _ Get ég orðið að liði? — Reyndu að róa Dorothy. Kann ski rætist úr öllu — John, þekktirðu Petrov ofursta í Moskvu? — Ég hefi hitt hann nokkrum sinnum. Hann sagðist vera ábyrgur fyrir okkur. Verður hann kyrr hér? — Nei, hann mun ætla með okk- ur. Hann - er einn hinna æðstu í leynilögreglunni og þú skilur betur mikilvægi hlutverks míns, þar sem hann er með. — Hvernig geðjast þér að hon- um, en hann svaraði ekki og þá spurði hún: Treystirðu honum? — Petrov? Hamingjan góða, nei! — Hann kom kurteislega fram ég hefi haft á tilfinningunni, að honum væri að treysta. Skiptu um skoðun á honum hið fyrsta. hann er einn af verstu fjand mönnum mínum. Þriðji kafli. I — 1 kvöld verður þessari ferð lokið, sagði John Marsden og hall- aði sér fram á borðstokk skítuga fljótsbátsins ,sem þau voru far- þegar á. Þau höfðu siglt upp Jangtesekiang dögum saman. Hann sagði þetta við Blanche og þakk- aði henni enn einu sinni fyrir að hafa róað Dorothy. Blanche hafði átt erfitt með að fá hana til þess að koma vinsamlega fram við Pet- rov en féllst á það vegna Johns. Nú var ferðin brátt á enda. Hún vonaðist til, að i eu-ov Kaíhn til með að búa annars staðar. Hann og John myndu án efa starfa sam- an, svo að þær systurnar gætu annazt börnin. — Ég he!dl ég fari niður í ká- etuna ,sagði John og hjálpi Doro- thy með tvíburana, sagði John. Blanche bauðst ekki til þess að fara í hans stað, því að hún var ]júin að komast að raun um, að hver stund, sem hann var með tví- burunum var honum dýrmæt. Hann var í reyndinni hugulsamur faðir og Blanche var það ekki sársauka- Iaust að hugsa til þess, hversu líf hans hefði orðið allt annað, ef hann hefði átt konu, sem ekki var eins sjálfselsk og Dorothy, gerði sömu kröfur til lífsþæginda sem hún. En hann dáði hana og var blindur fyrir göllum hennar — hafði ekki nógu sterka skapgerð til þess að neita, er hún kveinaði og kvartaði og heimtaði. Og til þess að geta orð- ið við kröfum hennar og kenjum, til þess að vinna sér inn nóg fé til þess að verða við þeim, hafði hann gerzt föðurlandssvikari. Og Blanche gat gert sér í hugarlund hvernig honum leið nú er Dorothy var þangað komin með börnin til tryggingar fyrir hollustu hans gegn þeim, sem nú réðu yfir honum. Hún hafði ekki spurt hann hvort hann hefði iðrazt gerða sinna, það var ekki nauðsynlegt. Það var skráð í hvern andlitsdrátt hans. Hún var sannfærð um, að -ef fjölskylda hans hefði getað verið örugg á Englandi hefði hann barizt gegn þvi með oddi og egg, er yfirboðar- ar hans heimtuðu, að hann skrifaði eftir henni. Hann hefði þá fyrr látið lífið. Hún var sannfærð um, að það var óttinn við, að hefndin mundi ná til þeirra á Englandi, sem réð þepssum gerðum hans. Og hún gata lesið í andlitsdráttum hans, tilliti augnanna, öllum svipnum, að hann leið nú hinar þyngstu hugar- kvalir. Honum var sannarlega refs- að fyrir það sem hann hafði brotið af sér gagnvart föðurlandi sínu. Hún hafði hallað sér fram og studdi hönd á borðstokkinn. Varð hún þess allt í einu vör, að Petrov var kominn að hlið hennar. Hann lagði hönd sína ofan á hennar — og reyndi að kippa henni til sín. — Reynið ekki að forðast mig. Hef ég þannig áhrif á yður, að þér vilduð helzt ekki þurfa að koma nálægt mér. Hana langaði til að kalla já, já, já, til þess að sannfæra bæði sjálfa sig og hann um að svo væri, en hvernig sem á því stóð vildu orðin ekki koma yfir varir hennar. Hún reyndi ekki að hörfa frá honum, og stóð þarna eins og stytta og starði yfir fljótið, sem var svo breitt að hún gat ekki greint fljótsbakkann hinum megin, og það hafði líka flætt yfir bakka sína. Það var engu líkara en honum væri skemmt og þegar hún fékk málið sagði hún: — Petrov ofursti, finnst yður rétt að spyrja mig slíks? Athugið að þér eruð eins konar fangavörður — og ég aðeins einn í hópnum, sem var svo mikilvægt að lokka frá Englandi, hvers vegna vitið þér bezt sjálfur. Og ef ég segði yður sannleikann munduð þér vafalaust láta það bitna á vesalings mági mínum. — Nei, sagði hann og þrýsti svo fast á hönd hennar, að hana kenndi til. Ég er ekki við skyldustörf allan sólarhringinn, — jafnvel leyni lögreglumenn eiga sínar frístundir. Ég hef ekki alltaf verið í lögregl- unni — stundum þykir mér gott að geta gleymt því, að ég er lögreglu- maður, eins og núna — þessa stund, þegar ég er bara venjulegur maður, sem leitar sér ánægju við að tala við konu ,sem honum finnst til um. — Verið svo vinsamlegur að segja ekkert í þessa átt. Enn reyndi hún að draga höndina til sín en gat ekki losað hana úr járngreip hans. — Lítið ekki á framkomu mína sem móðgun.' Reynið að gleyma því þessa stund, að ég er Rússi og leynilögreglumaður. Litið á mig sem mann, sem þér hafið kynnzt á ferðalagi. Og — lítið þér nú enn á það sem móðgun, að ég tala svona við yður? — Nei, sagði hún lágt, og hún ieit ekki heldur ler.gur á það sem móðgun, þótt hún ætti kannske að fyrirlíta þennan mann. Hún leit á hann. Hann var hár, fremur aðlað- andi, maður sem hvaða koma sem væri gæti fundizt mikið til um. Sannast að segja, ef hún gæti gleymt því alveg hver hann var og hver væri staða hans, mundi hún hafa játað hrifni sína með sjálfrj sér, en þannig mátti hún ekki hugsa, hún ætti að hugsa um hanri sem stjórnmálalegan gervi- mann, sem vann sitt verk eins og vél. En hún varð að láta næstum jafnharðan, að hún hafði engum manni kynnzt, sem virtist eins sjálf stæður og hann, líklegur til þess að gera allt sem hann gerði af frjálsum vilja. Og einnig hugsaði hún um, að hún hefði verið djúpt særð fyrr og komizt yfir það — Hann er byrjaður á dálítið efna- ríkari fæðu, blýöntum, gúmmídýr- um og þessháttar. og kannski gat hún verið Dorothy þakklát að hafa komizt upp á milli hennar og John, því að hún vissi nú, að hann var maður, sem hún gat ekki elskað og virt. — Hvernig gat yður dottið í hug að segja það, sem þér sögðuð áð- an — um mig? sagði hún þurrlega. Ég er ekki í flokki þeirra kvenna, sem vekja aðdáun karlmanna, lítil, mögur — og ekkert lagleg. — Nú dæmið þér sjálfa yður j órétt, sagði hann og færði sig nær I henni. í þetta skipti vék hún ekki I undan Þér eruð kannski ekki nein '* l fegurðardis, en af þeim hef ég aldrei verið hrifinn. Hann lyfti hinni hendinni og snart við enni hennar, kinnum, höku — það er hérna, sem fegurð yðar er — í and- litsdráttunum. Og þegar aðrar kon- ur eru orðnar gamlar og hrukkótt- ar, verðið þér enn fögur kona. Þér eigið þessa fegurð, sem deyr ekki. — Þér eruð bara að reyna að slá mér gullhamra, sagði hún titr- andi röddu. — Þegar þér kynnist mér betur, munuð þér komast að raun um, að ég legg ekki slíkt í vana minn ... Ég hef haft ágæt tækifæri til að veita yður athygli, og ég hef kom- izt að raun um, að þér eruð góð og skilningsrík manneskja. voruð hræddar, en leynduð þvi — til þess að létta undir með eigingjarnri syst ur yðar. Þér hugsið um aðra — ekki sjálfa yður. — Æ, ég veit ekki — og þér hafið ekki neinn rétt til þess að kalla Dorothy eigingjarna. Það er eitur f hennar beinum að búa við þessi skilyrði, en Johns vegna gerir hún það. sem hún getur til að sætta sig við allt Johns vegna. — En það er ekki mikið. Ég skil ekkert í John Marsden að velja hana — aðra eins systur og hún á. — Þau elska hvort annað, en við skulum ekki tala um þau. Tarzan flýtir sér niður úr trénu, til þess að bjarga hjúkr- unarkonunni. Hann grípur hana Tarzan 6237 . . . pMvn í fangið, og ber hana léttilega í átt til skógarins. Hann sér Moto-Moto villifólkið dansa : hinum enda þorpsins, og hugsar með sér: — Dansið þið bara, vinir mínir. | HÚSBVGSJENDUR | Leigjum skurðgröfur, tökum að okkur i timavinnu eða á- Ikvæðisvinnu allskonar gröft og imokstur. — Uppl. í sfma 14295 ikl. 9-1 f.h. og frá kl. 7-11 á kvöldin í síma 16493. | Bílakjör Nýir bílar, Commer Cope St. 8IFREIÐALEIGAN, Bergþórugötu 12. Sfmar 13660, 14475 og 36598. BÍLA OG BÚVÉLA SALAN v/Miklatorg Sími 2 3136 Eldhúsborð kr. 990,00

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.