Vísir - 30.07.1963, Blaðsíða 11

Vísir - 30.07.1963, Blaðsíða 11
VÍSIR . Þriðjudagur 3ð.,júlí 1063 borgar fást á eftirtöldum stöðum: Borgarskrifstofum Austurstræti 16, Borgarverkf ræðingaskrifstof- um Skúlatúni 2 (bókhald) Skúla- tún 1 (búðin), Rafmagnsveitan Hafnarhúsinu á tveim stöðum, Á- haldahúsinu við Barónstíg, Hafnar skrifstofunni, Bæjarútgerðinni skrifstofunni, Hitaveitan Drápu- hlíð 14, Strætisvagnar Reykjavik- ur Hverfisgötu 115 og Slökkvi- stöðin Tjarnargötu 12. til áskrifenda eru þeir beðnir að hafa samband við áskrifendaþjón- ustu Vísis, síma 1-16-60. Þar er tekið á mótj beiðnum um blaðið til kl. 20 á hverju kvöldi, og það sent strax til allra þeirra, sem gera viðvart fyrir þann tíma. Tilkynning Verð fjarverandi til 12. ágúst. Séra Gunnar Árnason. Áskrifendaþjónusta VÍSIS. Ef Vísir berst ekkj með skilum SyndiB 200 metrana Grænn Volkswagen kemur ak- andi eftir Hafnarfjarðarveginum á leið til Reykjavíkur. í honum er fuliorðinn maður, og tveggja ára drengur. Þeir sitja báðir framnii í bílnum. Drengurinn reynir að sjá eitthvað út um gluggann, en hann er svo ósköp stuttur, að það gefst ekki vei. Þá fær hann löngun til þess að keyra, eða kannski ætlar hann bara að grípa í stýrið til þess að vega sig á fætur. Bíllinn snarbeygir út af veg- inum, en fyrir snarræði öku- mannsins tekst honum þó að sveigja nokkuð til baka. Samt tókst svo illa tii, að billinn rakst utan í Ijósastaur, með þeim af- leiðingum er sjá má af mynd- inni. Sem betur fer siasaðist hvorugur þeirra sem f bílnum var, og má telja það einstaka mildi, Það er mjög vítavert, að iáta smábörn sitja í framsæti bifreiða, og ætti raunar að banna það með lögum. Allir for- eldrar sem ferðast með börn sín í bílum, ættu að gera sér að skyldu að hafa á þeim ör- yggisbelti, og láta þau sitja í aftursætinu. Þjóðskjalasafnið er opið alia virka daga kl. 10—12 og 14—19. Landsbókasafnið. Lestrarsalur opin alla virka daga kl. 10—12, 13—19 og 20—22 nema laugar- daga kl. 4 0—12 og 13—19. Út- lán alla virka daga kl. 13—15.. Árbæjarsafnið er opið á hverjum degi frá kl. 2—6 nema á mánu- dögum. Á sunnudögum er opið frá kl. 2—7. Veitingar í Dillons- húsi á sama tíma. Þjóðminjasafnið og Listasafn ríkisins er opið daglega frá kl. 1,30 til 16. Minningar sp j öld Minningarspjöld Biómasveiga- sjóð Þorbjargar Sveinsdóttur eru selfl hjá Áslaugu Ágústsdóttur, Lækjargötu 12., Emelíu Sighvats- dóttur Teigagerðj 17, Guðfinnu Jónsdóttur Mýrarholti við Bakka- stíg, Guðrúnu Benediktsdóttur, Laufásvegi 49, Guðrúnu Jóhann- esdóttur Ásvallagötu 24, Skóverzl un Lárusar Lúðvíkssonar Banka- stræti 5 og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Minningarspjöld styrktarsjóðs starfsmannafélags Reykjavíkur- Spáin giidir fyrir miðvikudag- inn 31. júlí. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Þér væri fyrir beztu að halda þig fjarri stöðum, þar sem of margar fjárhagslegar á- hættur eru teknar. Láttu ekki aðra telja þér trú um allt. Nautið ,21. april til 21. maí: Stundum finnst þér ókleift að skilja hið breytilega sálarástand þeirra, sem umhverfis þi§ eru. Það væri skynsamlegast að leyfa þeim að leysa eigin vanda mál. Tvíburamir, 22. maí til 21. júní: Þér hættir til að verða leið ur á hlutunum jafnskjótt og þeir koma i námunda við þig. Það er ekki gott að vera fórnardýr lífsleiðans. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Þú ættir ekki að hefjast handa fyrr en þú hefur aflað þér allra þeirra gagna, sem eru nauðsyn ieg að þínum dómi. Hafnaðu til boðum, sem em loðin. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Dagurinn er freinur erfiður og margt, sem þarf að afgreiða á skömmum tima, sérstakiega varðandi sjálfan þig og fjöl- skylduna. Það er margt sem þarf að koma sér saman um. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Mjög fátt af því sem þú kannt að sjá eða heyra i dag mun reynast ekta, þegar betur er að gáð. Þú ættir að leita þér ein- hverrar upplyftingar í kvöld. Vogin, 24. nept. til 23. okt.: Þú ættir ekki að festa kaup á hlutunum núna, sérstaklega ef þú hefur grun um að eitthvað sé varhugavert við vörugæðin. Það reynir á athyglisgáfu þína. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Aðrir hafa talsverða tilhneig- ingu til að útmála hlutina þann ig fyrir þér, að allt snúi öfugt við það sem það raunverulega er. Leggðu ekkert upp úr svo- leiðis fólki. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Gakktu sjálfur úr skugga um gildi hlutanpa áður en þú hefst handa um framkvæmdir. Þú munt ekki ná neinum telj- andi árangri, ef þú treystir á sögusagnir. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Þér gæti gengið fremur iila að átta þig á hver staða þín raunverulega gagnvart vin- um þínum og kunningjum er. Þeir gætu einnig verið undir- förlir. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Þú gætir hafa komizt að raun um það, að betra er að hafa pyngjuna fulla af fé en fá eintóma viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz: Þú ættir ekki að leggja út í of mörg verkefni í einu eins og nú standa sakir, þar eð ár- angur gæti þá orðið alls enginn þrátt fyrir mikla fyrirhöfn. R I P EC I SECOHVLY, BECAUSE HE HIMSELF MISHT THEN BECOME A PROBLEM, HE WOULP WANT MORE MONEY ANP... AH, HERE HE COMES/ Margir eru heppnir í Iífinu, en fáir munu þó vera eins heppnir og hinn sextugi skrif- stofumaður Alfons Fernandez. Á einum og sama degi, var hann þrisvar sinnum stórkost- lega heppinn. I fyrsta lagi fékk hann 70.000 krónur hjá fyrir- tæki sínu fyrir vel unnin störf, og gat setzt í helgan stein. í öðru Dagi fékk hann sendar 90.000 króriur frá Goja á Ind- landi, sem hann hafði átt þar inni í fjölda ára, og var búinn að gefa upp alla v.on um að sjá. í þriðja lagi fékk hann til- kynningu um að hann hefði unnið í happdrætti. Þegar hann fór til þess að athuga hversu mikið það var, fékk hann afhenta eina miEjón krónur. Þetta er nokkuð lagleg fjárupphæð, þegar tekið er til- Iit til þess að um danskar krónur var að ræða. ☆ Adlai Stevenson. Adlai Stevenson var fyrir nokkru á ferðalagi um Sovét- ríkin, og upplifði þar margt skemmtilegt. Meðal annars segir hann frá því að hann eitt sinn hitti ungan Rússa og gaf sig á tal við hann. Eftir nokkra stund segir Stevenson: — Hvað mynduð þið gera héma í Rússlandi, ef gerð yrði kjarnorkuárás á ykkpr? — Við myndum ganga rólega að næsta kirkjugarði, herra Stev- enson. — Og af hverju í ósköp unum hægt? — Til þess að fólkið yrði ekki hrætt. ☆ í fyrsta lagi höfum við ekkert að verða erfiður sjálfur, heimta að gera við hann meira, og þar meiri peninga og þess háttar... að auki myndi hann líklega fara ah þarna kemur hann. Herra Ming setur upp bros sem er svo inni- aldrei þakkað þér nógsamiega fyr ,egt að það liggur við að sjóði ir þetta. Þú getur alltaf reynt á honum. Ah kæri vinur ég get það, svarar Rip brosandi. Frúin hafði ráðið til sín blóm iega vlnnustúlku, ákaflega fal- Iega, en líklega hefði hún aldr- ei fengið verðloun fvrir gáfur. Fyrsta daginn, sem hún var í húsinu, kom frúin að henni þar sem hún var að burrka af há- um skápi, og til þess að ná upp stóð hún á fínasta hæg- indastóinum, sem var til á heimilinu. Og það var harla glæsilegur gripur. Frúin sagði því við hana: — Nei, heyrið þér nú, María, þér ættuð að minnsta kosti að hafa dagblað undir fótunum. Maria sneri sér við,1 brosti blíðlega og sagði: — Þakka yður fyrir, frú, en það er nóg fyrir mig að standa á stólnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.