Vísir - 30.07.1963, Blaðsíða 8
8
V1S IR . Þriðjudagur 30. júU 1963.
VISIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR.
Ritstjóri: Gunnar G. Schrara.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði.
í lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur).
'>,-«>ntsrniðja 'Ucis. — Edda h.f.
Hvergi meiri fjárfesting
Rannsóknir þær, sem farið hafa fram að undan-
förnu á húsnæðismálum íslendinga — og skýrsla hins
norska bankastjóra er einn liðurinn í — veita margar
merkilegar upplýsingar.
í Ijós hefur komið, að við íslendingar höfum á
síðustu árum fjárfest meira í íbúðarbyggingum mið-
að við brúttó þjóðarframleiðslu en flestar þjóðir aðrar.
Talan fyrir ísland er 8.2%. Danmörk fjárfestir hins
vegar ekki nema 3%og Noregur 3.9% miðað við þjóð-
arframleiðsluna í nýjum íbúðum.
Þessar tölur tala glöggu máli. Þær eru sérlega
athyglisverðar fyrir þá, sem hafa talið réttar fullyrð-
ingar stjórnarandstöðunnar um það, að viðreisnin væri
að ganga af húsabyggingum dauðum. Sá söngur hefir
glumið hátt í Þjóðviljanum og Tímanum, að hér sé
samdráttur og kreppa í byggingarmálum. Tölur þess-
ar sýna annað. Þær sýna, að ekkert land vinnur eins
vel að íbúðabyggingum og ísland. Til grundvallar því
liggur auðvitað stefna ríkisstjórnarinnar í lánamálum,
ekki síður en mikið framtak þjóðarinnar á þessu sviði
sem öðrum.
En það má heldur ekki gleymast að ekki er nóg
að festa miklu fé í byggingum. Á ríður að byggingar^-
kostnaðurinn verði lækkaður að mun frá þvf sem nú
er„ Við erum enn molbúar á því sviði og stöndum langt
að baki nágrannaþjóðunum. Það er Húsnæðismála-
stjórn, sem hér verður að hafa forgönguna, ásamt
Arkitektafélaginu og stétt byggingarmeistara.
' •
Flan á öræfum
Þjóðin öll fylgdist af miklum áhuga með leitinni
að hinni nær sjötugu konu, sem í sex sólarhringa
var týnd á Arnarvatnsheiði. Og allir munu hafa glaðzt,
er útilega hinnar öldruðu konu fékk svo farsælan
endir.
En þótt vel tækist til þá er óhjákvæmilegt að
Sigríður Jóna Jónsdóttir sæti harðri gagnrýni sökum
fyrirhyggjuleysis síns og vanbúnaðar til öræfaferða.
Það fólk, sem hyggur á ferðir um öræfi landsins verð-
ur að gera sér það Ijóst, að með fyrirhyggjuleysi sínu
getur það valdið mikilli fyrirhöfn fjölda manna og
jafnvel stofnað lífi annarra í nokkra hættu við langar
leitir. Það er lágmarkskrafa að það stefni ekki út í
tvísýnu, æði upp á öræfi fyrirhyggjulítið án nægs bún-
aðar. Enginn mun telja eftir sér að leita horfinna
manna, heldur bregðast vel við þeirri skyldu. En það
er líka skylda ferðalanga að gera allt sem unnt er
til þess að leit þurfi ekki að hefja.
Bedúina situr að máltíð sinni.
Níu af hverjum
tíu eru ólæsir
/
Einn af atkvæðamestu sér-
fræðingum Norðurlanda um
málefni þróunarlandanna, Sví-
inn Sixten Heppling, er nýkom-
inn í heimsókn til Svíþjóðar frá
Afganistan, „landinu, sem
skortir næstum alit nema sterk-
an vilja til framfara“. Hann fór
þangað fyrir rúmu ári tM að
vera „resident representative“
Sameinuðu þjóðanna, en komst
fljótlega að raun um, að hin
víðtæka hjálparstarfsemi Sam-
einuðu þjóðanna í Afganistan
krafðist þess beinlinis, að hann
tækist einnig á hendur önnur
verkefni.
Sixten Heppling hafði árum
saman setið f stjórn hinnar
sænsku hjálparstarfsemi við
þróunarlöndin, gefið út margar
bækur um efnið og haldið yfir
þúsund fyririestra víðs vegar
um Norðurlönd, þegar honum
var falið starfið í Afganistan
vorið 1962. í hlutfalli við íbúa-
fjölda þiggur þetta land meiri
aðstoð frá Sameinuðu þjóðun-
um en flest lönd önnur. Aðeins
sú hjálp, sem Sameinuðu þjóð,-
irnar og níu sérstofnanir þeirri
veita í sambandi við áætlunina
um aukna tæknihjálp, tekur til
100 sérfræðinga hvaðanæva úr
heiminum og 125 Afgana.
Verkefni Sixtens Hepplings er
fólgið í því að samræma og hafa
eftirlit með allri þessari marg-
þættu hjálparstarfsemi. Hann
er líka forstjóri þeirrar starf-
semi, sem kostuð er af Fram-
kvæmdasjóði Sameinuðu þjóð-
anna (þar er um að ræða rann-
sóknir, fræðslustofnanir o. þ.
u. 1.), og er ennfremur í nánum
tengslum við Barnahjáip Sam-
einuðu þjóðanna.
UPPLÝSINGASTJÓRI.
En ekki nóg með þetta! Hann
er forstjóri upplýsingaskrifstofu
Sameinuðu þjóðanna í höfuð-
borginni — og svo er hann þar
á ofan gestgjafi og verzlunar-
eigandi. _
— Gistihúsið er ætlað starfs-
fólki Sameinuðu þjóðanna, ný-
komnum sérfræðingum og gest-
komandi embættismönnum Sam-
einuðu þjóðanna, og þar eru 20
rúm, segir Heppling. Þar er full-
búið eldhús og borðsalur — og
þessa dagana er verið að leggja
síðustu hönd á sundlaug. Verzl-
unin er líka ætluð starfsfólki
Sameinuðu þjóðanna. Þar eru
seldur vörur, sem erfitt er að
fá í Afganistan en teijast verða
nauðsyniegar, eins og t. d. þurr-
mjólk, kjöt, niðursuðuvörur og
þvottaefni.
— Hvað eru Sameinuðu
þjóðirnar að gera núna í Afgan-
istan? Hvaða vandamál er helzt
við að stríða?
— Meginvandamál Afganist-
ans er það, að landsmenn vita
alltof lítið um land sitt; þá
skortir mikilvægar upplýsingar
um íbúafjöldann og hlutföll
ýmissa hópa í iandinu, um auð-
lindir landsins o. s. frv. Fyrsta
verkefnið er því að bæta úr
þessum þekkingarskorti.
Sameinuðu þjóðirnar hafa
gert manntalsskráningu á
nokkrum stöðum í landinu. Eitt
slíkt manntal leiddi f ljós, að
á svæðinu voru færri íbúar en
gert hafði verið ráð fyrir. Ekki
er útilokað, að svipuðu máli
gegni um landið í heild. íbúa-
talan sem gefin er upp opinber-
iega — 13 milljónir — er hrein
getgáta.
NÍU AF HVERJUM
TÍU ÓLÆSIR.
Þegar búið er að afla skjal-
festra upplýsinga um aðstæð-
urnar f landinu, ætlar Sixten
Heppling að setja skólamálin
efst á iista hjá sér. Menntun í
öilum greinum og á öllum svið-
um, ekki sízt iðnmenntun. Talið
er, að 90 af hundraði allra
landsmanna yfir 10 ára aldur
séu ólæsir. Mikill skortur er á
skólahúsum, en þó fyrst og
fremst á kennurum.
— Við leggjum nú aila á-
herzlu á menntun og þjálfun
kennara. Framkvæmdasjóðurinn
veitti nýlega fé til kennara-
skóla, sem á að mennta kennara
í gagnfræðaskólum, en á þeim
er tilfinnanlegur skortur. Hin
aukna tækniaðstoð hefur sam-
vinnu við Barnahjálpina um
menntun barnakennara og kenn-
ara sem þjálfa barnakennara.
Því næst mun Sixten Hepp-
ling ieggja áherzlu á samgöngu-
vandamálin. Eins og stendur
vantar að miklu leyti vegi og
fjarskiptasamband í landinu.
Þegar úr þvf hefur verið bætt,
verður fyrir alvöru hægt að ein-
beina kröftunum og fjármunum
að þróun landbúnaðar og at-
vinnu'Iífs yfirleitt. Án sam-
Framh. á bls. 10.
Spjallað um vanda
mál þróunarlanda