Vísir - 23.08.1963, Blaðsíða 4
4
V í S IR . Föstudaginn 23. ágúst 1963
ÚtgerB—SíUarleysi
Ræfrt við þrjá fulltrúa á þingi sveitafélaga
Fréttamaður Vísis átti
stutt samtöl við þrjá
fulltrúa á þingi Sam-
bands íslenzkra sveitar-
félaga er nú stendur yfir
í Hótel Sögu, þá Svein
Jónssón, bónda og odd-
vita, Egilsstöðum, —
Matthías Bjarnason, al-
þingismann, ísafirði og
Baldur Eiríksson, for-
seta bæjarstjórnar Siglu
fjarðar.. Var einkum
rætt um atvinnu og
framkvæmdir í þeirra
byggðarlögum.
*
m
T/TÐ s.purðum Svcin á Egils-
T stöðum strax um kornrækt
ina en hann hefur um fárra ára
skeið gert tilraunir upp á eigin
spýtur með ræktun korns og
verið öðrum fyrirmynd í þejm
efnum. Sveinn sagði m. a.: Út-
litið eftir sumarið er ekki áiit-
Iegt eins og stendur, það þarf
B góða tíð, sem eftir er af sumr-
inu til að hún heppnist að þessu
,sinni.
— Hvenær þarf kornskurður
að hefjast?
— Það fer alveg eftir tíðinni.
Kornið verður að fá að standa
sem lengst. Sumarið hefur verið
kalt.
— Hvaða áhrif hefur það ef
komræktrn misheppnast?
— Hún misheppnaðist f fyrra,
og ég er hræddur um að það
komi afturkippur í trú manna á
kornræktinni, ef illa tekst á
þessu sumri líka.
— Ert þú að hugsa um að
hætta ef illa fer?
— Ja, það má segja að sum-
arið hafi verið óvenjulega kalt,
og við vitum að ekki gengur
alltaf jafnvel. Ég ætla ekki að
hætta. Maður þekkir að þetta
getur misheppnast og harðindin
endast ekki til eilífðar.
— Þeir tóku ýmsir bændur
upp kornrækt á Héraði eftir að
þú hafðir riðið á vaðið. Hvað
eru þeir orðnir margir?
— Ég man það ekki fyrir
víst, en mér er óhætt að segja
að nú séu undir korni á svæði
Búnaðarsambands Austurlands;
milli 100 og 150 hektarar lands
— Hvað hefur þú sjálfur? Il
— Ég er með 25 hektara í ár.
hafði 30 í fyrra. Það var óhjá-i
kvæmilegt að hafa það minria l|
ár vegna þess hve seint var|
hægt að sá.
— Hvað er annars að frétta'
úr Héraði?
— Heyskapartíð hefur verið
sæmilega góð, grasspretta léleg|
1 seinni slætti. Útjörð er ágæt-
lega gróin og verður sjálfsagt
nýtt þar sem engjalönd eru vél-
tæk. Bændur reikna með góðum
vænleika dilka ef ekki sölnar of
snemma. Annars eru fram-
kvæmdir bænda fneð minna
móti, enda telja þeir afurða-;
verðið of lágt.
— Þú ert oddviti f vaxandi
sveitarfélagi, sem telur Egils-
staðakauptún innan sinna vé-
banda. Eru miklar framkvæmdir
í kauptúninu?
— Já, þær eru allmiklar, enda
veitir ekki af. Við höfum 1 und
irbúningi skolpveitu, erum að
endurnýja vatnsveitu, stækkaj
barnaskólann og félagsheimili
er 1 smíðum og svo er ótal
margt annað sem eitt sveitar
félag verður að láta fram-'
kvæma.
Um leið og við kveðjum
Svein má geta þess að hann hef
ur verið oddviti sveitarfélags
síns, síðan það var myndað
1947, og oddviti Vallahrepps um
25 ár áður. í sveitarfélagi hans
er í mótun ný miðstöð sam-
gangna og verzlunar á Austur-
landi.
mjölsverksmiðjunni á lsafirði
og er þetta fyrsta bræðslusíld
in sem kemur til Isafjarðar á
þessu sumri.
Margir smábátar eru gerðir
út á handfæri og línu og var
afli þeirra mjög tregur frameftir
sumri, eins og allra báta annars
staðar á Vestfjörðum og veðr-
átta slæm, en 1 þessum mánuði
hefur afli glæðzt töluvert.
Töluverð smásíld hefur verið
1 ísafjarðardjúpi í landnætur
er sú síld öll soðin niður í niður
suðu- og hraðfrystihúsi Lang-
eyrar í Álftafirði.
í fjölmörg undanfarin ár hef-
ur smásíld ekki verið veidd 1
ísafjarðardjúpi en það er álit
*
Sveinn Jónsson
SmásíEdin í
fsnffjarðnrdjúpi
TjÁ snúum við okkur að
Matthíasi Bjarnasyni, frá
Isafirði. Matthfas er eins og
öllum er kunnugt 1 hópi nýkjör
inna þingmanna landsins. Við
spurðum hann fyrst um útgerð
og fiskvinnslu á Isafirði:
— Tíu bátar frá ísafirði hafa
verið á síldveiðum fyrir Norður-
og Austurlandi 1 sumar. Afli
þeirra í heild hefur verið heldur
lftill, en síðustu daga hefur þó
töluvert rétt við. Einn bátur
kom í fyrradag til Isafjarðar
Hafrún frá Bolungarvík, með
síld, veidda syðra og var síldin
Iögð til vinnslu f sfldar- og fiski
Matthfas Bjarnason
manna að mjög mikil smásíld
sé f flestum eða öllum fjörðum
við ísafjarðardjúp. Þessi tilraun
með smásíldina hefur gefizt vel
og er ætlunin að halda henni
áfram.
— Hvernig hefur atvinna ver
ið á ísafirði?
— Hún hefur verið góð. Því
auk fiskveiðanna hafa verið
ýmsar framkvæmdir bæjarfé-
lagsins, aðallega malbikun
gatna. Enn fremur hefur verið
unnið að þvf að fylla upp í-
þróttasvæðið á Torfunesi og
vinnu sanddæluskipið Leo að
framkvæmdunum. Þetta svæði
er útgrynni, þarna var sjór.
Stefnt er að þvf að annar af
þeim tveim íþróttavöllum, sem
þarna eiga að vera, malarvöllur
inn, verði tilbúinn snemma á
næsta sumri.
íbúðarbyggingar hafa verið
með minna móti í sumár, en
vonir standa til að byrjað verði
á 4—5 íbúðarhúsum fyrir haust
ið.
Það má geta þess að Hrað-
frystihúsið Norðurtangi h.f. hef
ur staðið í byggingarfram-
kvæmdum og hefur ' stækkað
mjög frystigeymslur sínar.
— Hvað getur þú sagt okkur
um vegaframkvæmdir?
— Nýlega var hafin vinna,
, með þremur jarðýtum, að veg
í Álftafirði. Er það vegurinn,
sem tengja á við Ögurveg og
þegar þeirri vegagerð er lokið
kemst Isafjörður og kauptúnin
í grennd við hann í samband
við akvegakerfið vestanvert við
Isafjarðardjúp. Enn fremur er
unnið að vegagerð inn með
Kaldalóni, en sá vegur á að
tengja Snæfjallaveg við aðal-
vegakerfi landsins. Þá er einnig
unnið að vegagerð frá Dynjand-
isheiði og niður í Trostansfjörð.
Með þessarri vegagerð fá Bíldu
dalur og Grundarfjörður greið-
ara vegasamband við nyrðri
hluta Vestfjarða.
*
Örðugleikar
Siglfirðinga
TjAR með lauk samtalinu við
Matthías Bjarnason og var
þá rætt við Baldur Eiríksson,
forseta bæjarstjómar Siglufjarð
ar. Eins og Vísir benti á í gær
hefur Seyðisfjörður tekið við
sem höfuðborg síldveiðanna
þetta sumar, og em Siglfirðing
ar, sem skiljanlegt er daprir yf-
ir afleiðingum þess. ' Um það
sagði Baldur m. a.
— Þetta hefur auðvitað í för
með sér gífurlegan tekjumissi
fyrir verkafólkið. Söltun hefur
verið hverfandi og bræðsla
sama og engin. Bæjarfélagið
hlýtur auðvitað að tapa miklu í
opinberum gjöldum. Og hvað
þau snertir skapast auðvitað erf
iðleikar fyrir launafólkið að
greiða sín opinberu gjöld eftir
tekjurýrt sumar. En þessi gjöld
em talsvert há vegna mikillar
vinnu s. 1. sumar. Yfirleitt er
enginn eftirvinna, nema helzt
við byggingarvinnu, en hún er
ekki mikil.
— Hverjir em helzt að
byggja?
— Póstur og sími og Kaup-
félag Siglfirðinga em að byggja
hvort sína stórbygginguna Bæj-
arfélagið hefur reynt að halda
því áfram, sem byrjað var á, en
það er útlit fyrir að það verði
að draga saman seglin, vegna
Baldur Eiríksson.
þess að uppistaðan í atvinnulífi
Siglufjarðar hefur brugðizt.
— Hvernig gengur með tog-
araútgerðina?
— Það er unnið að stofnun
nýs útgerðarfélags í samræmi
við lagaheimild um að Síldar-
verksmiðjur ríkisins og Siglu-
fjarðarbær myndi hlutafélag um
rekstur togarans Hafliða. Tog-
arinn hefur legið síðan í vor,
enda fékkst ekki mannskapur á
hann en nú eru talsverðar líkur
fyrir þvf að menn fáist á togar-
ann. Annars er ekki búið að
taka ákvörðun um hvenær tog-
arinn fer af stað. Nú, svo mun Ej
hið fyrirhugaða útgerðarfélag
væntanlega fást eitthvað við
bátaútgerð.
— Telur þú að nú sé um
meiri erfiðleika að ræða á Siglu
firði en áður?
— Að mörgu leyti er erfiðara
nú en á síldarleysisárunum.
annars er ekki gott' að segja um
það, erfiðleikarnir eru miklir og
ekki minni en á síldarleysisár-
unum.
Þar með kvöddum við Bald-
ur Eiríksson og lukum samtöl-
um okkar, enda árfðandi þing-
störf er kölluðu á fulltrúa.
Höfum á boðstólum glænýja
bátaýsu, ekta sólþurrkaðan
saltfisk, glænýja rauðsprettu
og steinbít, reykt ýsuflök, súran
hval, nætursöltuð og ný
ýsuflök, kæsta
skötu, lýsi og
hnoðaðan mör
frá Vestfjörðum.
i
Sendum með stuttum fyrir-
vara til sjúkrahúsa og mat-
sölustaða.
FISKMARKAÐURINN,
Langholtsvegi 128 . Sími 38057