Vísir - 31.08.1963, Page 8
8
V1 SIR . Laugardagur 31. ágúst 1963.
Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR.
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði.
I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
,Draugalíf úreltra hugmynda'
Ritstjóri Þjóðviljans lýsti undrun sinni yfir því fyrir
nokkrum dögum, hve lífseigar gamlar hugmyndir gætu
verið, eftir að þróunin hefði gert þær úreltar með öllu.
F»essu til sönnunar tók hann upp kafla úr Reykjavík-
irbréfi Morgunblaðsins, sem er á þessa leið:
„Ef svo illa færi, að atomstyrjöld brytist út í þess-
um hluta heims, þá er það eins víst og að nokkuð
getur verið víst hér á jörðu, að ísland mundi dragast
nn í þau átök. Reynslan frá 1940 sannar, að tilvist
varnarstöðva og vera íslands í Atlantshafsbandalag-
inu skiptir þar engu máli. Lega landsins ræður úr-
slitum. Óskhyggja um að þetta væri með öðrum hætti
breytir engu. Áður en Bretar komu til landsins 1940
voru engin hernaðarmannvirki f Hvalfirði. Engu að
síður varð Hvalfjörður mikilvæg flotastöð. Lega hans
er ekki slík, að þaðan sé að vænta árása á lönd hugs-
anlegra stríðsaðila“-
Þetta kallar Þjóðviljinn: „að blekkja almenning með
Iraugalífi úreltra hugmynda“. En hvaða blekking er
^arna á ferðinni? Bæði Tíminn og Þjóðviljinn hafa
^ent á það í þessum skrifum, að Bjami Benediktsson
lómsmálaráðherra sé enginn „herfræðingur“, og því
-é það allt markleysa, sem hann segi um þessi mál.
En oss er spum: Em ritstjórar Tímans og Þjóðviljans
,herfræðingar“? Hafa þeir meiri þekkingu á hemað-
armálum en Bjarni Benediktsson?
Almenningur á íslandi hefur ekki mikla hemaðar-
ekkingu, í þeim skilningi sem Þjóðviljinn notar það
rð, en hitt er víst, að allur þorri manna er sammála
Bjarna Benediktssyni, en á öndverðri skoðun við Þjóð-
víljann og Tímann. Það er stjórnarandstaðan, sem er
að reyna að blekkja almenning „með draugalífi úreltra
hugmynda“. Hvert orð í framangreindri tilvitnun höfð-
ar til heilbrigðrar skynsemi.
Að vera — eða vera ekki
Tíminn segir að afstaða Framsóknarflokksins í varn
armálunum hafi „gefizt íslendingum vel“. En hver er
sú afstaða? Hún er tómur hráskinnaleikur. Eins og nú
'tanda sakir er engin leið að átta sig á afstöðu Tím-
ans til Atlantshafsbandalagsins. Afstaða Tímans fer
únvörðungu eftir því, hvort Framsóknarflokkurinn er
i stjórn eða stjórnarandstöðu!
„Að vera eða vera ekki - það er spurningin“, segir
Shakespeare. Fomstumenn Framsóknar hafa valið sér
hað hlutskipti í íslenzkum stjórnmálum, „að vera
2kki“ Aðalmálgagn flokksins er alltaf að reyna að
;ynda milli skers og báru, í von um að hægt verði að
koma flokknum í ríkisstjórn. Þetta er kannski mann-
’eg afstaða, en ekki stórmannleg — enda hefur risið
á Framsókn aldrei verið hátt. Leiðtogar Framsóknar,
munið þetta: „Að vera eða vera ekki - það er spurn-
ingin“!
.
Guðmundur E. Sigvaldason við mælitæki sín.
Sjá þeir Kötlugos fyrir?
Með rannsóknum kann að
vera unnt að sjá fyrir næsta
Kötlugos með hæfilegum fyrir-
vara og forða frá mikilli hættu.
Jarðfræðideild Iðnaðardeiidar
Atvinnudeildar Háskóla Islands
hefur tekið upp reglulegar rann-
sóknir á hveraútstreymi undir
Mýrdaisjökli, í þvf skyni að fylgj
ast með hugsanlegu Kötlugosi,
og nýtur til þess fjárhagslegs
styrks frá Vísindasjóði.
Það er Guðmundur E. Sig-
valdason ,sem hefur þessar
rannsóknir með höndum. í sam-
tali við Vísi í morgun sagði
Guðmundur að tekin væru sýn-
ishorn úr Jökulsá á Sólheima-
sandi, Múlakvísl og Skálm, til
að fylgjast með magni þeirra
efna, sem koma frá hverum und-
ir Mýrdalsjökli, og sennilega
ættu að aukast ef gos er í nánd.
Þetta hefði gerzt nokkrum vik-
um fyrir síðasta öskjugos, og
var fylgzt með breytingum á
magni þurrefna eða uppleystra
efna í vatni, nokkurra hvera er
myndazt höfðu þá nýlega. Efnin
sem um er að ræða og mæld
eru 1 sambandi við útstreymið
undan Mýrdalsjökli eru bfkar-
bonat, súlffð og alikalimálmar.
Þessi efni munu sennilega auk-
ast ef Kötlugos er í aðsigi, sagði
Guðmundur Sigvaldason.
Jökulhlaup .samfara Kötlu-
gosi hafa reynzt mjög afdrifa-
rfk, og þessar rannsóknir eru
gerðar til að draga úr ýmsum
afleiðingum þeirra nægilega
snemma. Hins vegar er ekki að
svo komnu máli unnt að segja
til um gildj þessara rannsókna.
VIÐBÓTARBYGGING VIÐ
IÐNSKÓLANN HAFIN
Á laugardaginn verð-
ur byrjað að grafa og
sprengja fyrir viðbótar-
byggingu við Iðnskól-
ann í Reykjavík. Sam-
kvæmt upplýsingum frá
Þór Sandholt skóla-
stjóra Iðnskólans verð-
ur þessi viðbótarbygg-
ing byggð í tveimur á-
föngum. Ætlunin er að
skólaverkstæði verði í
hinni nýju byggingu fyr
ir hinar svonefndu
þyngri iðngreinar.
Byrjað verður á því að
byggja við vesturálmuna þrjár
hæðir, en síðan heldur álman
áfram og verður ein hæð og
kjallari. Nýlega var verkið hoð
ið út við að sprengja og grafa
fyrir fyrsta áfanganum, og var
verkið veitt Véltækni h.f. Byrj-
að verður að grafa, eins og
fyrr segir n. k. laugardag, og
á verkinu að verða lokið fvrir
1. desember. Mikil klöpp er þar
sem húsið á að rísa og er áætl-
að að sprengja þurfi 1200 ten-
ingsmetra.
í næsta mánuði kemur hér á
markaðinn önnur bókin þýdd á
íslenzku eftir hinn góðkunna
danska kímnirithöfund Willy
Breinholst.
Einnig er væntanleg eftir nýj-
ár þriðja útgáfan af landkynn-
ingar bæklingnum Weicome to
Iceland, gefinn út af Andres Ny-
borg í samvinnu við Flugfélag
íslands.
Welcome to Iceland hefur
hvarvetna vakið mikla athygli,
enda er hér um að ræða mjög
vandaðan og myndarlegan
Ráðgert er að í þessari við-
byggingu verði m. a. fullkomin
skólaverkstæði fyrir þyngri iðn-
greinar, einnig stendur til að
prentskólinn verði fluttur þang-
að, þar sem þegar er orðið
þröngt um skólann.
bækling. Önnur útgáfan var
prentuð í 19 þús. eintökum, en
næsta útgáfa verður í mun
s'í*rra upplagi. Þessi útgáfa
verður nokkuð frábrugðin hin-
um fyrri. M.a. verður í ritinu
viðtal við fjóra íslenzka framá-
menn. Nýjar og betri frímerkja-
eftirprentanir verða einnig í
þessari þriðju útgáfu. — Willy
Breinholst mun skrifa nýja grein
í bæklingir.n, fyrri grein hans
var um Reykjavík, en nú hefur
Breinholst ritað grein um ís-
Framh. á bls. 10.
Ný bók eftir WILLY
BREINHOLST
j