Vísir - 31.08.1963, Síða 16

Vísir - 31.08.1963, Síða 16
Laugardagur 31. ágúst 1963. • 1 Rómarblaðinu „Messagero" stóð nýlega þessi ágæta auglýs- ong: Hljómlistarmaður í góðri stöðu, 43 ára gamall, vill gjarnan kvænast fallegri konu á aldrinum 20 — 40 ára. Tilboð sendist merkt: „Allegro furioso". ÓVÆNT STJÓRN- ARKREPPA NTB-frétt frá Helsingfors í gær- kvöldi hermir, að Anti Karjalainen forsætisráðherra hafi gengið á fund Urho Kekkonen forseta 1 gær og beðizt Iausnar fyrir sig og ráðu- neyti sitt. Forsetinn kvaðst harma það, að Karjalainen hefði fundið sig knúinn til þess að leggja fram lausnar- beiðni, en tók hana til greina, og fól honum og öðrum ráðherrum að gegna embættum sínum til bráða- birgða, þar til tekizt hefði að Framh. á bls. 5 -1 Bssra Piltarnir játa á sig nauðgunartilraunina Eins og skýrt var frá í Vísi í gær, var komið með 15 ára stúlku á lög- reglustöðina í fyrrinótt, og hún skýrði þar frá, að fimm piltar hefðu gert tilraun til að nauðga sér í Hljómskálagarðinum þá um kvöldið. í gærdag hóf lögreglan rannsókn þessa máls, og náði þeg- ar í gær fjórum af pilt- um þessum, sem stúlkan hafði bent á, og játuðu þeir á sig sökina. Piltamir viðurkenndu að þeir hefðu gert tilraun til að nauðga stúlkunnl og játuðu jafnframt að framburður stúlkunnar, en frá honum var skýrt hér í blað- inu í gær, væri réttur 1 öllum höfuðatriðum. Þeir sögðust þó ekki hafa dregið stúlkuna inn i Hljómskálagarðinn, heldur hefði hún gengið með þeim þangað, enda þekkti hún tvo piltanna og grunaði ekki hverj- ar fyrirætlanir þeirra voru. Lögreglan hafði ekki náð i fimmta piitinn, en hinir fjórir voru yfirheyrðir i allan gærdag. UM 4300 BORN HEFJA SKÓLANÁM Á MÁNUDA G Um 4300 böm hefja skólagöngu hér f bænum á mánudag næstkom andi, eða 7, 8 og 9 ára böm, éða nálega helmingurinn af öllum bömum, sem fara í skóla hér í bæn um í vetur. Athygli foreidra og annarra að- standenda barna skal vakin á aug- lýsingu fræðslustjóra, sem birt verður í blaðinu á mánudag en hún hefir inni að halda nákvæmar upp- lýsingar um hvenær börnin eiga að koma í skólana o. fl. Sjö ára böm, sem eiga heima í Álftamýrarhverfi, eiga að sækja Austurbæjarskóla i vetur, ennfrem ur 8—12 ára böm úr sama hverfi, nema þau óski eftir að sækja sina fyrri skóla. 8—12 ára börn í Múla hverfi eiga að sækja Laugames- skóla. Samkvæmt upplýsingum, sem Vísir hefur fengið hjá fræðslu- stjóra, verða gerðar sérstakar ráð- stafanir tii ílutnings á börnunum i Álftamýrarhverfi f Austurbæjar- skólann og heim aftur, að minnsta kosti yngri bömunum. Mikið ísrek á milli Islmds og Til undirbúnings Græniandshafs leiðangri Unnsteins Stefánssoar var farið í ískönnunarflug í fyrra- dag í TF-SIF, flugvél Landhelgis- gæzlunnar. Flugstjóri var Henning Bjarnason, en Jón Eyþórsson veð- urfræðingur hafði ískönnunina með höndum. Visir átti viðtal við Jón Ey- þórsson í gær og spurði hann um ískönnunina. Vísaði hann til upp- dráttar, sem hann lét blaðinu í té, Swanson frá Long Beach og hafa þær dvalizt siðustu daga f New York. Mynd þessi var nýlega tekin, þegar Guðrún heimsótti vax- myndasafn, hina svokölluðu frægðarhöll kvikmyndaleikar- anna, en þar era vaxmvndir frægustu kvikmyndaleikara heims. Sést hún hér vera að skoða vaxmyndina af kvikmynda GUÐRÚN SKOÐAR SIG UM í BANDARÍKJUNUM Ungfrú Guðrún Bjamadóttir kvöld hvenær hún kzemi heim. leikkonunni Brigitte Bardot og fegurðardrottning heimsins Hún hefur notað tímann til að notaði þá tækifærið til að taka dvelst enn úti í Bandaríkjunum skoða sig um og ferðaðist m. a. máiin af henni til að bera sam og var ekki vitað seint f gær- yfir þver Bandaríkin með frú an við sjálfa sig. og hér er birtur, og sýnir glögg- lega ísreksslóðirnar o. s. frv. — Isrekið er fremur gisið, sagði Jón Eyþórsson til viðbótar, jakar yfirleitt litlir og farnir að þiðna. Mátti glöggt sjá á þeim vatns- polla. Hvergi sáust stórar ísflögur, en ísrekið var sums staðar svo þétt, að seinlegt mundi fyrir venju- leg skip að fara gegnum það, og sums staðar svo þétt, að öll skip yrðu að fara með gát. Framh. á bls 5 Uppdrátturinn sýnir ísaiögin á Grænlandshafi í gær.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.