Vísir - 05.09.1963, Qupperneq 3
V í SIR . Fimmtudagur 5. sept. 1983
3
„Didda það eru
komin blóm“
DIDDA — það eru komin blóm.
Þetta var viðkvæðið á heimili
Guðrúnar Bjamadóttur, eftir að
hún kom heim í gær. Frétta-
maður og ljósmyndari Vísis
voru staddir þar og urðu vitni
að öllum heillaóskunum. Ef það
voru ekki blóm, þá skeyti eða
símtöl: Vinkona mín er búin að
eiga bam, sagði Guðrún, þegar
hún kom aftur frá einu símtal-
inu.
Heimili hennar er á Brekku-
stíg 6 í Ytri-Njarðvíkum. Þar
má sjá fallegan blómavasa frá
hreppsnefnd Njarðvíkur, sem
Guðrún fékk eftir að hún varð
fegurðardrottning íslands s.l. ár.
Uppi á skáp í stofunni er stytta,
sem hún vann á Mallorca, en
„vestur í Bandaríkjunum eru
þrjár styttur hver annarri
stærri, sú stærsta hálf mann-
hæð og öllu betur,“ sem Guð-
I skipasmíðastöðinni. (Ljósm. Vfsis: I. M.).
rún fékk í keppninni á Langa-
sandi.
Á leiðinni til Njarðvíkur ók
blár Mercedes Benz með blóm
í aftursætinu fram úr bíl Vísis-
manna. Þessi er að fara til Guð-
rúnar, sögðum við í garnni. Og
það stóð heima. Þegar við kom-
um þangað tíu til fimmtán mín-
útum síðar var blái bíllinn fyrir
utan húsið en inni sátu Þórmar
Guðjónsson og Guðrún kona
hans, sem er yngsta systir Sig-
ríðar móður Guðrúnar. Þeirra
börn voru þarna, auk systkina
Guðrúnar, Stefáns og Margrétar
og foreldranna Sigríðar Stefáns-
dóttur og Bjarna Einarssonar.
Skeyti var að berast og Guðrún
las upp:
Þú heldur á íslands kyndli
kvenna,
krýnd vegna eigin ljóma.
Landsins sonum þín kynning
kennir,
konum íslands þeir sýni sóma.
„En skemmtilegt,“ sagði Guð-
rún. „Þetta er frá gagnfræða-
skólakennaranum mínum.“
Skömmu síðar voru kaffi og
kökur á borðum, Þá var Guðrún
nýbúin að taka upp úr töskun-
um og skipta um föt, komin úr
bláu sumardragtinni í brúnan
flauelsgalla, sumargalla. „Ég
hugsaði ekki út í það, að það
væri nærri kominn vetur hérna
heima, og hef eingöngu sumar-
föt með mér,“ sagði hún. Og
talið barst frá sumri og sól á
Langasandi til keppninnar um
titilinn „fegursta kona verald-
ar“. Guðrún var ekki ánægð
með bandaríska blaðamenn:
„Þeir bjuggu til sögur um mig.
Ég var ekkert hrifin af tilstand-
inu eftir keppnina, ég hef ekki
gaman að svona látum, og þeg-
ar blaðamennirnir voru að
spyrja mig gat ég ekkert sagt
annað en já og nei. Og úr því
ég sagði svona lítið bjuggu þeir
bara til sögur“. Eitt blaðið sagði
að hún væri trúlofuð frönskum
greifa. „Þeir vilja helzt að mað-
ur sé í einhverju ástamakki, og
allra helzt við milljónamæring
og aðalsmann“. Eitt blaðið ætl-
aði að búa til hneyksli: „Þeir
reyndu að gera sér sem mestan
mat úr mér. Einn fann upp á
því að ég væri frönsk. Hann
dró upp mynd frá fegurðar-
samkeppninni í London. Meðal
stúlknanna á myndinni var
stúlka, sem virtist nauðalík mér.
Þeir héldu því fram að ég hefði
gabbað alla f keppninni, og svo
átti að búa til hneykslisfrétt,
sem átti að birta næsta dag. Það
var nánast tilviljun að ég gat
sannað með vitni að ég var
ekki stúlkan á myndinni“.
Guðrúnu Iangaði til að skreppa
út, og við fengum leyfi til að
fara með. Hún fór beint niður f
skipasmfðastöð. Þar hjálpaði
hún einu sinni til við að búa til
bát úr trefjaplasti. Faðir henn-
ar smíðar marga slika í skipa-
smíðastöð sinni. Við höfðum, '
á ieið úr stofunni, næstum rekið
okkur í stærstu og glæsilegustu
blómakörfuna, sem var frá ung-
mennafélaginu og kvenfélaginu
í Njarðvíkum.
Og svo var heilsað upp á
mennina f skipasmíðastöðinni
og teknar myndir. Á leiðinni
niður í fjöru sagði Guðrún:
„Mér verður stundum hugsað
til tfzkuskólans hennar Sigrfð-
ar í þessum keppnum og mynda
sætustússi. Ég er viss um að ég
hefði ekki komizt langt með þvf
sem ég lærði f tfzkuskólum er-
Iendis. Ég var búin áð vera á
Framhald ' bls. 13.
Guðrún hittir Óskar verkstjóra.
Guðrún, faðir hennar og bróðir í fjörunni,
Guðrún hittir Þórð Elíasson við skipasmíðar.