Vísir - 05.09.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 05.09.1963, Blaðsíða 6
6 V í S I R . Fimmtudagur 5. sept. 196%, Á HVERAVÖLLUM- Framhald af bls. 9. ferðum en þar var hvergi mann að sjá. Sama haust skeði það eitt sinn þegar ég var einn í kof- anum, sat á rúmfleti mínu og ætlaði að fara að hátta að ég heyri fótatak fyrir utan. Um leið sé ég einhverjum bregða fyr ir gluggann, en svo snöggt að ég gat ekki greint hver það var. Ég snaraðist þá út til að fagna komumanni en úti var enginn og útilokað, að þar hafi nokkur mennsk vera verið á ferli. — Hafa fleiri séð drauga á Hveravöllum heldur en þú? — Já, í skála Ferðafélagsins dvaldi austurrísk kona í fyrra- sumar og svaf einsömul í litlu herbergi norðanvert f sæluhús- inu. Eina nóttina vaknaði hún við það að herbergið var orðið fullt af draugum. Hún hélt í fyrstunni að þetta væri fólk, en það voru þá bara draugar. Draugamir á Hveravöllum eru góðir draugar. Hér þrífst ekkert illt. Engin kyrrð í kyrrðinni Þegar ég hafði sannfærzt um það að draugar væru til á Hvera völlum kvaddi ég þá Jón og Marel eftir að hafa þegið hjá þeim bæði hverabakaða jóla- köku og rúgbrauð og drukkið nægju mína af ágætis kaffi. Ég þurfti að heilsa upp á þriðja Hveravallabóndann, sem býr í litlu húsi austan við sæluhús Ferðafélagsins. Sá heitir Þorleif ur Hauksson og er stúdent úr Reykjavik. Hann kom hingað líka í júlíbyrjun og yfirgefur Hveravelli um miðjan septem- ber. — Þú stundar nám við Há- skóla Islands? — Já, ég er í íslenzkudeild- inni og ætlaði að nota tækifær ið hér í kyrrðinni að ganga frá SÆNGUR Endumýjum gömlu sængurnar. Eigum æðar dúns og gæsadúnssæng- ur og kodda í ýmsum stærðum. DÚN- OG FIÐURHREIN SUNIN Vatnsstíg 3 . Sími 14968 LAUGAVE6I 90-02 D.K.W. ’64 er kominn. Sýningarbíll á staðnum til afgreiðslu strax. - Kynnið yður kosti hinn- ar nýju DKW bifreiðar 1964 frá Mercedes Benz verksmiðjunum. Salan er örugg hjá okkur. ritgerð undir fyrri hluta próf. En hér er bara engin kyrrð. — Nú hefur þú orðið fyrir draugagangi líka? — Nei bara mennskum gesta gangi, en það er nóg ónæði af honum þó að draugar ónáði mann ekki líka. — Er mikið um ferðafólk í sumar? — Hefur sennilega aldrei ver ið fleira en nú. Ég starfa hér að húsvörzlu fyrir Ferðafélagið m. a. og sel auk þess benzín þeim sem benzínþurfi eru. Það hafa fáar nætur verið gestalaus ar í sumar og iðulega miklu fleiri gestir en húsið hefur rúm- að. Það hefur mikið verið keypt af benzíni, enda virðist benzín- sala vera nauðsynleg þjónusta fyrir ferðalanga, því það er langt héðan að næstu benzin- sölu. Fólk vill líka endilega kaupa af mér gos og sælgæti en svo langt er ég ekki kominn í kaupmennskunni ennþá. Homsíli í heitum hver — Er eitthvað um það að fólk dvelji langtímum á Hvera- völlum? — Margir staldra við í nokkra daga, allt að viku eða lengur. Það er gott að hvila sig hérna, ganga um í hrauninu, tína fjalla grös, baða sig f lauginni eða veiða silung í Seyðisá. Allt er þetta til staðar. f sumar hafa brezkir stúdentar og háskóla- kennarar dvalið hér í nokkurn tfma. — Hvað eru þeir að gera? — Þeir eru hér f rannsðkna- skyni. Það ér nökkuð stðr leifi'- angur sem hefur dreift sér um óbyggðirnar við Langajökul og Kjöl til að athuga líf í hver- um. Þeir virðast hafa komizt að hinum furðulegustu niðurstöð- um m. a. telja þeir sig hafa fundið ákveðna tegund af sílum sem lifir f 90 stiga hita. Virðist hafa getað lagað sig til eftir aðstæðum í svo heitu vatni. Eitt hvað fleira markvert telja þeir sig hafa fundið í fslenzkum hver um. Óveðurskráka — Þú starfar hér að einhverju leyti á vegum Veðurstofunnar. — Já, ég les á mæla á 3 klst. fresti, á daginn og færi athug anir mínar inn f bækur. Það er talsverð vlnna. Loks sendi ég Veðurstofunni veðurfregnir héð an þrisvar á dag f gegnum tal- stöð, kl. 9 árdegis, 12 á hádegi og 6 síðdegis. Þetta er annað sumarið sem gerðar hafa verið veðurathuganir á Hveravöllum, en meiri áherzla lögð á þær f sumar en áður. — Hvernig hefur veðrið verið f sumar? — Það má kannski gera sér í hugarlund hvernig það hefur verið eftir viðurnefninu, sem fjárvörzlumennirnir hér á Hvera völlum hafa gefið mér. Þeir kalla mig óveðurskráku. Og það er víst orð að sönnu að veður- farið hefur i senn verið kalt og leiðinlegt f sumar. Fyrstu dag- ana sem ég var hér í júlíbyrjun var gott veður og þá komst hitinn upp f 17 stig, en síðan ekki söguna meir. Venjulega hefur verið 2—5 stiga hiti, stundum komizt niður fyrir frostmark og fimm sinnum hef- ur snjóað. — Þú segist senda veðurfregn imar gegnum talstöð. Hefurðu notað hana til annarra þarfa? — Hún kom m.a. að góðu liði f bæði skiptin sem verið var að leita að týnda fólkinu, Guðna tannlækni og Jónu Sigríði hesta konu. Það er mikið öryggi að hafa talstöð og hún getur kom ið að ómetanlegu gagni í ýms- um tilfellum. Við hana er tengt langt loftnet á 5 metra háum möstrum, eitt hið mesta mann- virki sinar tegundar í öræfum. Það heyrist líka ágætlega i henni. Svo hafa fjárverðirnir líka aðra talstöð, þannig að það er vel búið að fjarskiptasam- böndum okkar Hveravallabúa. Rannsóknir á grasvexti í óbyggðum — Þú ert benzínkaupmaður, húsvörður og veðurfræðingur hér í óbyggðum. Hefurðu fleiri embætti á hendi? — Já ég er jurtavísindamaður líka — eða „grasasni" — ef það skýrir málið betur. — Hvað áttu við? — Ég tók að mér athuganir á gróðurreitum á Kili fyrir At- vinnudeild Háskólans. Þessir reitir eru á fjórum stöðum, þ.e. á Hverafjöllum ,f Kerlingarfjöll um, Hvítárnesi og í Arnarbæli undir Sandkúlufelli. — I hvaða skyni eru þessar athuganir gerðar? — Þetta er tilraunir til grasa- ræktar í því augnamiði að græða upp öræfin einhvern- tíma í framtíðinni. Þarna verður að rannsaka hvaða grastegundir henta bezt, hvaða áburður sé heppilegastur og fleira. Þessar athuganir hafa m. a. leitt í Ijós að sumar grastegundir hætta að spretta eftir að áburðargjöf lýkur. Þá eru og gerðar tilraun ir með ákveðnar belgjurtir í og •meðf til. að látaí-jurticaar./Sjálfar n.'SÍf fynr: áburíÍarþ^rfvím'fffi.Áf1- Allt er þetta á tilraunastigi enn- þá, en ég hef tekið að mér að fara á milli þessara staða á hálfsmánaðarfresti í sumar og gera nauðsynlegar athuganir og mælingar. Háskólabíó sýnir um þessar mundir mynd, sem á frummál- inu hefur verið kölluð Charlton Browne of the F.O. (Foreign Office), og hefur myndin hlotið klassískt heiti á íslenzku: Sá hlær bezt sem síðast hlær. Nafn ið virðist algerlega úr lausu lofti gripið, og verð ég að segja að það sóttu á mig ýmsar aðr- ar tilhneigingar en hlátur með- an ég horfði á þessa mynd. Leik endaskráin er anzi litrík og spennandi, Peter Sellers fer með eitt af aðalhlutverkum á móti Terry Thomas og hinni ítölsku þokkadís Luciana Paoluzzi. Efni myndarinnar gaf bæði gullin tækifæri og mörg tækifæri til hlátursvakningar, en það var annaðhvort skotið yfir markið eða alls ekki skotið að markinu. Charlton Browne (Terry Thom- as) hefur verið komið í rólega deild í utanríkisráðuneytinu brezka, en þar hefur hann aldrei fengið að spreyta sig á neinu verkefni fyrr en allt í einu að smáríkinu Gaiiladíu skýtur upp og veit þá enginn einu sinni hvar það er, en eftir mikla eft- irgrennslan kemur í ljós að rík- inu var veitt sjálfstæði fyrir löngu en gleymzt hafði að senda tilkynningu þess efnis til við- komandi yfirvalda svo nú var illt í efni. Charlton Browne er sendur af örkinni til að kanna málin, og nú hefur komið í ljós að þarna gæti verið um einhver verðmæti í jörðu að ræða, og !fer þá málið sótt af ofurkappi. Kóngurinn er sprengdur í loft upp á suðuramerískan hátt og allt fer I eina flækju. Fram að þessu er myndin háif leiðinleg. Nú koma tveir eða þrír brand- arar með hjálp Peters Sellers, sem leikur þarna óviðjafnan- lega, og hlutverk hans í þetta sinn er ráðherra í þessu fjar- læga smáríki, en hlutverkið er ekki nógu veigamikið til að hon- um gefist nokkur kostur til að ná sér almennilega á strik. Eftir þennan smákafla í myndinni kemur hersýningarkafli sem er hlægilegur í endann, en hefði getað verið virkilega fyndinn út í gegn. Að öðru leyti er myndin leiðinleg eins og áður er sagt, og langt frá því að eiga það skilið að vera kölluð gaman- mynd. Myndatakan var með betra móti, og lýsingin á mörgum stöð um sérstaklega skemmtileg. — Nætursenurnar voru lýstar á sama hátt og tíðkast í ítölsk- um og frönskum myndum, og er ánægjulegt að verða svona mik- ið var við þessi latnesku áhrif. Það var aðeins eitt tæknilegt atriði, sem fór mikið í taugarn- ar á mér, og það var þegar Big Ben í London var sýndur á meðan á fréttum útvarpsins stóð. Á þessum kafla virtist myndatökumaðurinn hafa fengið hnerra, því allt í einu hoppaði myndin hroðalega til og hef ég aldrei séð svona atriði á hvíta tjaldinu síðan ég kom úr skóla. Er ég hissa á að klippingamað- urinn skyldi hleypa þessu svona í gegn. Það eintak myndarinnar sem hingað hefur borizt er illa farið og skemmt, og bætir það ekki úr skák. Þetta er mynd, sem. ég ráð- legg fólki að halda sig frá nema í neyð, þá má sjá hana með þau ummæli í huga að hún sé léleg. Lúðvík Karlsson. -x í V'isir ódýrasta blaðið Fyrst kemur hér bréf frá blað lesanda: Þá er komið að því sem mig grunaði að ske mundi eftir hið fyrsta og langa verkfall blaða- manna og verulegar kjarabætur þeirra. Blöðin hafa hækkað verð sitt. Það gleður mig þó að Vísir er nú ódýrasta blaðið, 10 krónum ódýrara í áskrift á mánuði en öll hin blöðin. Það er þannig með mig og vafalaust margt eldra fólk, að okkur þykir nokk uð mikill peningur fara í dag- blaðakaup. En það er nú samt svo, að maður vill sjá sem flest blöðin til þess að geta fylgzt með. Vísir er kærkominn gest- ur. Ég les hann fyrir kvöldmat- inn, þegar ég er kominn heim úr vinnunni og búinn að hafa fataskipti. Þar er alltaf eitthvað nýtt á ferðinni. En eitt vil ég nefna. Það kemur endrum og eins fyrir að hann kemur ekki fyrr en eftir kvöldmatinn, þegar börnin eru eitthvað sein á ferð-, inni. Er ekki hægt að bæta úr þvi? Hringið, þá kemur það Satt er það, að því miður verð ur stundum misbrestur á út- burði blaðsins í sumum hverf- um, þrátt fyrir það að afgreiðsla blaðsins geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að koma Vísi skilvislega til áskrifenda. Ég hefi spjallað við afgreiðsl- una, vegna þessa bréfs, og biður hún fyrir þau skilaboð að ef blaðið komi óreglulega eða of seint að þá sé strax hringt í afgreiðsluna, sími 11660. Verður blaðið þá sent með bifreið strax til allra þeirra sem hringja fyrir kl. 8 að kveldi. Vona ég að allir hafi þetta í huga og geri strax viðvart ef einhver misbrestur verður. Tímabundnir erfiðleikar eru þessa dagana þar sem skól- arnir eru að hefjast. Tr’óllin / þokunni Hér kemur bréf sem fjallar um mál sem verið hefir allmjög á döfinni að undanförnu og menn skipzt mjög ( tvo hópa um. Er það Þokumálið svo- nefnda, sem tvö ljóðskáld Vik- unnar komu á kreik og síðan hefir valdið miklum blaðaskrif- um og deilum. Stud. mag. ritar: '.V.W.V.V.V.W.W.V, „Mér þykir sem aðalatriðið í þokumálinu hafi ekki komið fram og að það hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá þeim sem um þessa skoplegu glettu rituðu í blöð borgarinnar. Það er ofur vel skiljanlegt að menn- ingarvitarnir tíu eða hvað þeir voru nú margir, hafi tekið hinu unga ljóðskáidi, Jóni Kára vel, og ekki viljað drepa ungt skáld blóm með ómildum dómum. Er því eðlilegt að ummæli þeirra hafi þess vegna verið mjúk og vægari en efni stóðu til. Hitt þykir mér aftur á móti furðu sæta, að enginn menning arvitanna skuli hafa áttað sig á að hér var um brellu að ræð.a af gerð ljóðanna, :— sem þó líggur í augum uppi. Og enn undarlegra þykir mét; það að enginn þessara vísu bókmennta- manna skuli hafa séð að sums staðar var um algerar og stráks legar stælingar að ræða á ljóð- um góðskálda okkar. Þetta þykir mér veikasti punkturinn í þessu máli, þvi all ir vilja þeir menn sem leitað var til teljast bókmenntamenn. En er fróðleikurinn ekki djúpstæð- ari en þetta eða skarpskyggnin? Þar þykir mér bogalistin hafa mest brugðizt, og bar eru brjóst gæðin engin afsökun". Kári. V.V.V.V.V.V.V.V.W.V.V.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.