Vísir


Vísir - 05.09.1963, Qupperneq 9

Vísir - 05.09.1963, Qupperneq 9
V í SI R . Fimmtudagur 5. sept. 1963 9 Það er ekki eins eyðilegt á Kili orðið .og var fyrir nokkrum áratugum. Nú Iiggja vegslóðir um endilangan Kjöl, sem færar eru flestum bílum um hásum- arið. Brýr liggja yfir stærstu vatnsföllin og sæluhús hefur Ferðafélag Islands byggt á fjór- um stöðum. Ferðafólk streymir orðið tugum og hundruðum sam an upp á Kjöl um hverja helgi og flesta virka daga getur þar einnig að iíta smærri og stærri hópa ferðamanna. En það er ekki nóg með þetta. Undanfarin sumur hafa menn haft eins konar búsetu bæði á Hveravöllum og í Kerl- ingarfjöllum. í Kerlingarfjöllum hefur skíðaskóli verið starfandi síðustu sumrin og það liggur við að segja megi að þar verði ekki þverfótað fyrir fólki. Á Hveravöllum eru „íbúarnir“ færri, aðeins þrír talsins, en samt er komið þar upp eins konar þorp, fimm hús úr timbri fyrir utan sjálft náðhúsið. Tveir þeirra þriggja manna, sem dvelja sumarlangt á Kili, eru smalar, og smalar hafa haft sumardvöl þar efra um 20 ára skeið eða lengur. Þeir eru starfs menn Sauðfjárveikivarnanna og gegna þv£ hlutverki að bægja sauðfé frá mæðiveikigirðingu, sem girt hefur verið yfir þver- an Kjöl, milli Langjökuls og Hofsjökuls. Þriðji Hveravallabúinn hefur haft skemmri dvöl á Kili. Þetta er annað sumarið. En hann er hins vegar þeim mun merki- legra fyrirbæri, því hann gegn- ir margföldu hlutverki ýmist sem visindamaður I fleiri en einni grein eða þá sem auvirði- legur benzínsali eða húsvörður. Og nú er rétt að ræða ofur- litið við þessa merkilegu Hvera- vallamanntegund og snúa sér fyrst til fjárhirðanna eða sauð- fjárveikivarðanna eða hvað mað ur ætti að kalla þá. Tveir með átta til reiðar — Hvað heitir þú? — Ég heiti Jón Einarsson, kenndur við Hof í Vatnsdal, og þetta er 5. sumarið sem ég hef dvalið við girðingavörzlu á Kili. Félagi minn heitir Marel Jóns- son frá Tungufelli í Hruna- mannahreppi. Hann hefur ekki verið hér áður. Við höfum auk þess hund og átta til reiðar. Við erum svo sem ekki einir. — Hvað gerið þið við svona marga hesta? — Við notum þá til reiðar meðfram girðingunni. Hún er 50 km. löng, milli Blágnýpu við Hofsjökul og Langjökuls. Sumir hestanna eru folar, sem við temj um okkur til skemmtunar. Einn hestanna, sem við erum með, heitir Haga-Brúnn. Ágætur hest ur. Hann varð frægur á sínum tíma fyrir að hrapa ofan í gjá á Þingvallahrauni og náðist ekki upp fyrr ,en búið var að sækja jarðýtu til að losa um hann. — Farið þið daglega meðfram girðingunni? — Stundum, þegar veður er gott, er alltaf nokkur hætta á að féð rási að girðingunni og þá verðum við að reka frá. Ann- ars förum við annanhvern dag. — Þið skiptið ykkur meðfram girðingunni? — Jú, annar fer I vesturátt, hinn í austur. En þetta tekur sinn tíma, aldrei skemur en 6 stundir. Vörzlunienn sauðfjárveikivarnanna, Marel Jó'nsson t. v. og Jón Einarsson t. h. umst vel með daglegum við- burðum. Annars eru einhverjar truflanir á kvöldin, urg og leið- indasónn bæði 1 talstöðinni og útvarpinu svo að ánægjan af að hlusta fer stundum út í veður og vind hjá okkur. En þessi ólæti byrja venjulega ekki fyrr en eftir kl. 8 á kvöldin hjá okk- ur, og þá erum við búnir að hlusta á fréttimarl Skemmdarverk unnin — Fleira, sem þið dundið við? — Já, tínum grjót og rusl upp úr hverunum. Sumir ferða- menn ganga hér illa um. Senni- lega em útlendingar hvað verst- ir I þeim efnum. Sennilega ætl- ast þeir til að hverirnir spýti sjálfir grjótinu upp. — Mikil brögð að þessu? — Já, I sumar. Það hefur aldrei verið eins illa gengið um hverina og nú. Það hefur sann- kölluð skemmdarstarfsemi verið höfð í frammi. í suma hverina hefur verið mokað sandi og möl með skóflu og þeir fylltir þann- ig. í aðra hefur verið fleygt flöskubrotum eða þá að stærð- ar hnullungar hafa verið born- ir í þá. 1 einn hverinn voru Draugar á Hveravöllum og hornsíli í heitu vatni — Sleppur aldrei kind hjá ykkur ígegn? — Já, það kemur fyrir. f sum- ar vitum við um þrjár kindur, sem fóru i gegnum girðinguna. Einni þeirra náðum við og send- um hana til föðurhúsanna. Henni hefur sennilega verið slátrað. Af hinum tveimur misst um við. — Hvað skeður, þegar kind sleppur í gegn. — Ekki neitt. Þetta er ekki eins alvarlegt nú og fyrir nokkr um árum, þegar mæðiveikin var í almætti. Þetta er aðeins gert í öryggisskyni ef mæðiveikinni eða öðrum fjárpestum kynni að skjóta upp á nýjan Ieik öðru hvorum megin við girðinguna. Verðandi húsmæður fá mataruppskrift á Kili. — Hvenær komuð þið í vor? — Um mánaðamótin júni— júlf, og meiningin að við verð- um hér fram að fyrstu haust- göngum um miðjan september. Þá förum við til byggða. — Þið eldið matinn ykkar sjálfir? — Það þykir víst of mikill lúxus að láta okkur hafa ráðs- konu, svo við verðum að ann- ast eldamennskuna sjálfir. Og ég held, sagði Jón Einarsson, að ég sé jafnflinkur við það og meðal ráðskona. Að minnsta kosti vildu námsmeyjar úr kvennaskóla fá uppskrift að jólakökunni minni, sem ég baka hérna í hverunum. Útlendir kvikmyndatökumenn hafa líka kvikmyndað rúgbrauðsgerðina mína. Þeim þykir hún næsta ein stæð I sinni röð. Nei, ég þarf ekkert á ráðskonu að halda. Dægrastytting Annars eru okkur færðar vist- ir á hálfsmánaðarfresti úr iíungurmoroa. í>að eru lífea Hæg heimatökin með þvott, hverirnir allt í kringum okkur. — Hvað gerið þið í fristund- unum annað en éta? — Sofum! Jú, það er ýmislegt að dunda við. Það fer alltaf nokftiír tlnif' I 'dS’ ;rA¥tb'úFá dg'þ^o af séí.': Við/fáum endrum og eins blöð og þau lesum við spjald- anna milli. Það er lítið skilið eftir af lestrarefni. — Þið hlustið líka á útvarp? — Já, við höfum bæði útvarp og talstöð, svo það er ekki unnt að segja annað en að við fylgj- Þorleifur Haukssen að ganga frá veðurskýrslu. mörg stærðar björg flutt og flöygt í hann. Þetta er í raun og veru býsna mikil fyrirhöfn og erfiði, en þó hálfu erfiðara að ná grjótinu upp aftur. Við höfum reynt þetta eftir megni, en það er einhver árátta hjá fólki að skemma og spilla. Sum ir halda að þetta geri ekkert til og ef maður finnur að þessu at- hæfi við það rekur það upp stór augu og spyr undrandi: „Hvers vegna má þetta ekki?“ Það verður engin bót ráðin á þessu ófremdarástandi fyrr en komið hefur verið upp aðvör- unarskiltum við hverina, þar sem fólki er stranglega bannað að kasta í þá rusli og grjóti. Þessi aðvörun þarf að vera a. m. k. bæði á Islenzku og ensku. Slæðingur af draugum — Er slæðingur af draugum á Hveravöllum? — Alveg nóg. Ég verð stund- um var við þá, sagði Jón Ein- arsson, en félagi minn telur sig aldrei hafa orðið var við draug — ekki einu sinni svip. Nei, það er ekkert um það að villast að hérna er talsvert af draug- um. Eitt haustið var ég vakinn klukkan að ganga fimm um morgun við það að rómmikil karlmannsrödd kallaði til mín og sagði að hurðin að skálanum væri opin. Nú var það þannig með þessa hurð að hún féll alltaf að stöfum ef hún var opn uð og gat ekki staðiö opin nema að henni væri haldið opinni. Ég glaðvaknaði við þetta og sá að hurðin stóð upp á gátt, sá samt engan mann og ekkert það sem gæti haldið henni op- inni. Ég mundi að ég hafði lok- að henni rækilega um kvöldið eins og ég var vanur. Ég fór framúr að svipast eftir manna- Framh. á bls. 6

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.