Vísir - 05.09.1963, Page 15
V í SIR . Fimmtudagur 5. sept. 1963
15
SStÐ
Peggy Gaddis:
15
— Við förum til Atlanta, Marthy
frænka, sagði hún, — þeir segja,
að maðurinn sem bezt geti hjálpað
þér sé þar, sagði Meredith hlý-
lega og af viðkvæmni, er hún leiddi
hana út og að bílnum.
— Hefur allt þetta fólk krabba-
mein? áræddi Marthy frænka að
spyrja.
— Ég er hrædd um það, sagði
Meredith, nema það, sem kemur í
skoðun og fær þau góðu tíðindi,
að óttinn hafi verið ástæðulaus.
— Þá skyldu menn ætla, sagði
Wíarthy af nokkrum hita, ef lækn-
arnir eru eins dásamlegir og af er
látið og blessað fólkið svona veikt,
að þeir aðhefðust eitthvað til að
hjálpa því.
— Við gerum það, sem við get-
um, Marthy frænka — vertu viss
um það.
Þegar til Atlanta kom lét Mere-
dith það verða sitt fyrsta verk, að
aka til gistihúss ,leigja herbergi,
koma Marthy í rúmið og gefa
henni svefnskammt. Hún lofaði að
vera komin í tæka tíð til þess að
neyta kvöldmatar með henni, þó
andlit sitt og hendur og ók af
stað þegar á fund Nichols iæknis.
H(ún fór £ leigubíl og var fljótt
komin á áfangastað. .
Læknisstofa Nichols læknis var
á níundu hæð stórhýsis. Þegar hún
kom inn var enginn í biðstofunni,
en hjúkrunarkonan var þar, þreytu-
leg mjög, og sagði, að því miður
mundi vera orðið of framorðið til
þess að hún gæti haft tal af hon-
um, — hann væri hættur að taka
á móti þennan daginn og í þann
vegirin að fara.
Dyrar á læknisstofunni opnuð-
ust, og þrekvaxinn, hvíthærður
maður, sem hefði .getað verið hvar
sem var á aldrinum milli fimmtugs
og sjötugs, leit á hjúkrunarkonuna
snöggt og sagði:
— Við hvern ertu að þrefa? Ég
hélt þú værir farin — ég þarf að
fá skýrsluna um þessa frú Ander-
son — halló — hvað viljið þér?
Seinustu orðunum var beint að
Meredith.
— Tíu mínútur af tíma yðar,
svaraði Meredith og var skjót til
svars. Ég heitj Meredith Blake og
er læknir í River Gap hérna norður
frá. Ég er með sjúkling með mér,
sem ég held að hafi krabbamein —
— Sem þér haldið að hafi krabba
mein, þrumaði Nichols læknir, —
kona góð, þegar um krabbamein
er að ræða mega læknar ekki halda
eitt eða annað, þeir verða að vita.
— Og þess vegna kom ég með
hana til yðar, sagði Meredith og
greip nú fram í fyrir honum. Hún
hafði verið fljót að sjá, að bezt
var að tala við hann í sama dúr og
hann talaði við hana. Þér eruð víð-
kunnur krabbameinssérfræðingur,
sá bezti, heyri ég.
— Ekkert skjall, — ég veit hve
slyngur ég er — og líka hvernig
mér getur brugðizt bogalistin,
stundum, og það er þegar sjúk-
lingur deyr I höndunum á mér. Þá
finnst mér ég vera — ekki neitt.
Nú sn'eri hann sér að hjúkrunar-
konunni:
— Og hvar I djöfli er svo skýrsl-
an um frú Anderson?
Hjúkrunarkonan tók viðbragð og
fann þegar skýrsluna og lagði titr-
andi höndum á skrifborðið. Nichols
læknir starði á Meredith og spurði:
— Nú, og hvar er svo sjúkling-
urinn?
— í gistihúsi.
— Og hver þremillinn — ekki
búizt þér við, að ég skoðj sjúkling
— í gistihúsi?
Meredith tók það ráð að segja
alla söguna í stuttu máli og lauk
.npl^nujjannig:
— Tvívegis hefur okkur verið
vísað á dyr, þar sem sízt skyldi,
af því að hún er fátæk og á engan
að, og hún setur allt sitt traust á
mig, sveitalækninn, sem ekki hef
skilyrði til þess að fylgjast eins
vel með og vildi í þessari mikil-
vægu sérgrein. Mér fannst hún
vera búin að þola nóg í dag —
svo að ég háttaði hana ofan í rúm,
og kom til yðar, til þess að heyra
hversu þér munduð taka þeirri
málaleitan ,að skoða fátæka konu,
sem allt sitt líf hefur hjálpað öðr-
um, en á ekki eyri til þess að
greiða fyrir venjulega læknisaðstoð
— hvað þá uppskurð.
Hjúkrunarkonan Iagði á flótta,
eins og hún byggist við spurningu,
eftir þessa ræðu konunnar. Aldrei
hafði hún heyrt neinn tala þannig
til Nichols lækis, sem allir báru
virðingu fyrir og margir höfðu beyg
af.
Það var eins og Nichols læknir
væri 'alit í einu orðinn dálítið
þreytulegri og lotnarj í herðum.
Það varð engin sprenging. Ha'nn
sagði kyrrlátlega:
— Jæja, svo að þér búizt við,
að ég skoði hana og skeri hana
upp fyrir ekkert? Hvernig haldið
þér, að ég vinni mér inn fyrir lífs-
viðurværi?
— Ég er þeirrar skoðunar, að
af mannúðarástæðum eigi sérhver
læknir jafnan að vera reiðubúinn
til að líkna og lækna, hvort sem
sjúklingurinn er auðugur eða ör-
eigi — og það eru alltaf nógu
margirveikir til þess, að enginn
Iæknir þurfi að svelta.
Nichols læknir lyfti brúnum nær
upp í hársrætur og horfði á hana
forviða.
— Ja, hver skollinn! Segið mér,
unga kona, hvað höfðuð þér í árs-
tekjur árið sem leið — og ekkert
„plat“!
Meredith roðnaði, en sagði í ein-
lægni:
— Innan við 2000 dollara er ég
smeyk um.
— Datt mér ekki £ hug — ekki
fyrir leigunni á lækningastofum
mfnum hér.
— Hérna um daginn, sagði Mere-
dith blátt áfram, var komið til mfn
með tékka upp á eitt þúsund doll-
ara — og ég neitaði.
— Annaðhvort eruð þér brjálað-
ar eða þér eruð að ljúga að mér.
— Það má vera, að ég sé brjál-
uð, en ég lýg ekki, sagði Meredith,
en það sem ég vildi sagt hafa til
viðbótar er þetta: Ef þér takið
Marthy frænku — svo köllum við
sjúklinginn þarna uppi i fjöllunum
— skal ég fara til konunnar, sem
vildi greiða mér þúsund dollarana,
— og greiða af þeirri upphæð
læknisaðstoð yðar — eða alla upp-
hæðina ef með þarf.
Nichols starði á hana öskureið-
ur. i
— Þér vilduð ekki þiggja þetta
fyrir yður sjálfa — en eruð reiðu-
búnar til þess fyrir annan?
Meredith hnykkti til höfðinu og
horfði djarflega á hann:
— Marthy frænka er einn af
beítanfeM^TOjjm^^^sveitarfélagi
okkark-’góð,! fóroíús kopa_— flg nú
þarf hún hjálp f fyrsta sinn, í stað
þess að hjálpa öðrum. Það er ekk-
ert, sem ég vildi ekki gera fyrir
hana. Má ég koma með hana í
fyrramálið?
— Nei, svaraði Nichols læknir,
ég ætla að koma með yður og
skoða hana í gistihúsinu.
— Ó, Nichols læknir, það er dá-
samlegt ...
— Hvað er dásamlegt við það?
sagði Nichols læknir og glápti á
hana. Ég veit ekki betur en að
þér hafið rétt áðan veri að benda
mér á, að það sé blátt áfram
skylda mfn. Ég er búinn að stunda
læknisstörf í 40 ár ,og þarf ekki
dálítinn, svo til nýbakaðan kven-
lækni til þess að brýna mig ...
Nú, eftir hverju erum við að bfða?
Meredith hló.
— Geltið, ef þér viljið, Nichols
læknir, en bítið mig ekki. Annars
veit ég, að þér gerið það til þess
að slaka á taugunum. Ofþreyta og
taugaspenna veldur, að þér verðið
að — gjósa — við og við. Ég vildi
að <*g gæti útskýrt það fyrir hjúkr-
unarkonunni yðar, — hún virðist
næsta taugaóstyrk.
Nichols læknir glotti.
— Hún þekkir mig, — en hún
er betur vakandi, ef ég æpi á hana
við og við. Sluksar aldrei, sagði
hann hreinskilnislega.
— En þar sem ágætis vinnu er
að fá og vel borgaða í verksmiðj-
unum nú á styrjaldartímanum er
það furða, að hún þraukar með yð-
ur í nálægð sinni daglega, eins og
goshver.
Nichols læknir svaraði í hótun-
artón:
— Þér eruð frek úr hófi fram,
stúlka litla, og verið ekki alltof
öruggar um ókeypis læknishjálp.
ver veit hema ég setji upp þús-
und dollara?
Þau lögðu leið sína, er út úr
byggingunni kom, að skrautlegum
bíl hans, og á leiðinni í gistihúsið
sagði Meredith honum alla söguna
um Marthy frænku. Og bætti því
við, að hún væri ekki frænka sín,
heldur væri hún almennt kölluð
þetta vegna mannkosta sinna.
Þegar þau biðu á krossgötum
eftir grænu Ijósi sagði Nichols
læknir:
— Þér hafið vakið með mér
heimþrá eftir litla bænum, þar sem
ég var borinn og barnfæddur, sagði
hann. Faðir minn var klerkur, og
móðir mín setti mér það mark, að
verða velmegandi læknir, og ég
gerði það, sem ég gat, til þess að
vonir hennar íættust. Hún — dó úr
krabbameini, og það er ein af höf-
uðástæðunum að ég hef undanfarin
þrjátíu ár reynt að læra allt, sem
unnt er að Iæra varðandi þessa
veiki, sem ég hata, því að hún
er hin lymskulegasta, sem til er.
Grænt ljós kom og hann ók af
stað með rykk. Munnsvipur hans
var hörkulegur.
Þegar í gistihúsið kom fór Nic-
hols læknir með Meredith upp í
herbergið, þar sem Marthy frænka
lá. Hún vaknaði, er þau komu inn,
og horfði á þau svefnugum augum,
en^einkum á- hinn hvfthaetða mann,
sem var betur klæddur en aðrir,
sem hún hafði komið nálægt, en
virtist þó kærulaus um útlit sitt.
Hún reyndi að rfsa upp, en hann
ýtti henni aftur niður á svæfilinn.
Meredith hélt niðri í sér andanum
meðan læknirinn skoðaði hana og
talaði við hana um leið. Hann tal-
aði við hana af viðkvæmni og
hlýju, næstum sem móðir við barn
og reyndi að draga úr ótta hennar,
og að skoðuninni lokinni var hún
alveg róleg og eins og kyrrð og
friðarblær á ásjónu hennar.
Þegar þau Nichols og Meredith
voru komin í herbergi Meredith
sagði hann:
— Þér kallið yður lækni, er ekki
svo?
Meredith fölnaði og kreppti hnef-
ana til þess að stilla sig:
— Ef til vill er ég ekki góður
læknir, en ég gerj það, sem ég get
og eins vel og ég get.
— Og samvizkan þar með frið-
uð? Hafið þér ekki vitað mánuð-
um saman, að þetta bölvað mein
var að éta þessa vesalings konu
upp að innan?
— Hún sagði mér ekki frá veik-
indum sínum fyrr en í gær, sagði
Meredith rólega, og ekki af því,
að ég væri til hennar kvödd. Ég
kom við hjá henni og mér duldist
ekki, að hún þjáðist, og hún vildi
enda ekkert segja fyrr en ég gekk
á hana. Svo að það er þá von-
laust? ,
Nichols horfði á hana eins og
hannn hefði fengið hatur á nenni:
— Vonlaust, endurtók hann, og
það var eis og hann fyndi til mik-
ils sársauka. Hún er enn á lífi —
segið mér ekki, að neitt sé von-
laust. Það er von þar sem líf er.
rinaBaannanoaQDQnDaaB
Uss Tarzan, ég finn lykt af
einhverju sem ég hefi aldrei fund-
ið áður, hreyfðu þig ekki. Ég „sé“
lyktina núna, það er stórt ljón, að' slá út í fyrir gamla mann-
rétt fyrir aftan þig, hreyfðu þig inum, þegar Indíánar eru farnir
ekki. (Það er nú eitthvað farið
að þefa Ijón uppi á undan Iion-
um).
Hárgreiðslustofan
HÁTLINI 6, sími 15493.
Hárgreiðslustofan
S Ó L E Y
Sólvallagötu 72.
Sfmi 14853.
Hárgreiðslustofan
P I R O L A
Grettisgötu 31, sími 14787.
Hárgreiðslustofa
VESTURBÆJAR
Grenimel 9, sími 19218.
Hárgreiðslustofa
AUSTURBÆJAR
(María Guðmundsdóttir)
Laugaveg 13. sfmi 14656.
Nuddstofa á sama stað.
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
STEINU og DÓDÓ
Laugaveg 18 3. hæð (lyfta).
Sími 24616.
Hárgreiðslustofan
Hverfisgötu 37, (horni Klappar-
stfgs og Hverfisgötu). Gjörið
svo vel og gangið inn. Engar
sérstakar pantanir, úrgreiðslur.
P E R M A, Garðsenda 21, sími |
33968 — Hárgreiðslu og snyrti-,
stofa.
Dömu, hárgreiðsla við allra hæfi j
TJARNARSTOFAN,
Tjarnargötu 10, Vonarstrætis-
megin Sfmi 14662
Hárgreiðslustofan
Háaleitisbraut 20 Sími 12614
édýrear fiykkor
drengjapeysur
HAGKAUP
Miklatorgi