Vísir - 06.09.1963, Page 1
53. árg. — Föstudagur 6. sept. 1963,.— 195. tbl.
BRANN UT AF
REYÐARFIRDI
Vélbáturinn Bjarnii frá Eskifirði
sökk út af Reyðarfirði skömmu
eftir hádegi í fyrradag, eftir að
kviknað hafði í bátnum. Áhöfnin,
3 menn ,komst í gúmmíbát og var
henni bjargað eftir 5-6 stundir af
m.b. Ársæli Sigurðssyni II., sem
fór með skipbrotsmenn til Fá-
skrúðsfjarðar.
Nánari tildrög eru þau að um
4,30 í fyrramorgun lögðu eigandi
bátsins, Tómas Hjaltason og tveir
j menn aðrir, Guðmundur Húnfjörð
; og Haukur Geirsson upp frá Eski-
i firði og fóru til línuveiða. Er þeir
| höfðu dregið inn skömmu eftir há-
! degi urðu þeir varir við reyk í vél-
arrúminu og er betur að var gáð
! reyndist eldur laus bakborðsmeg-
in í vélarrúminu, gripu skipsmenn
þegar slökkvitækin sem voru í stýr
ishúsinu og reyndu að ráða nið-
urlögum eldsins, en án árangurs.
Framh. á bls. 5.
Það þarf að stækka búin
Ávarp Ingólfs Jónssonar
róðherra í morgun
Á lokafundi Stéttarsambands
bænda í morgun flutti Ingólfur
Jónsson landbúnaðarmálaráð-
herra ávarp. Ráðherrann skýrði
frá því að tekjuaukning bænda
árið 1962 hefði numið 152 miilj.
króna eða 25 þús. kr. á hvern
bónda i landinu. En Iitiu búin
geta ekki skilað þeim tekjum
sem hægt er að lifa af, sagði
ráðherrann. Þess vegna þarf að
stækka búin.
O Lánamálin hafa verið lag-
færð á síðustu tímum, sagði
hann enn fremur, með Stofn-
lánadeildinni og Veðdeildinni til
mikilla hagsbóta fyrir bændur.
O Um verðlagsmálin sagði
ráðherrann:
Nauðsynlegt er að hafa verð-
lagið réttlátt. Nauðsynlegra er
þó að hafa þrek og víðsýni til
að brjótast gegnum erfiðleikana.
Það mun bændastéttin gera
þrátt fyrir svartsýni einstakra
manna.
Verðlagningin hefur verið
með sama hætti í 16 ár (sex
manna nefndin). En verðlags-
grundvöllurinn hefur verið bætt
ur síðustu árin. Um tillögur þær
sem samþykktar hafa verið um
36% hækkun á verðlagsgrund-
vellinum er of snemmt að tala,
þar sem ekki er séð hvað um
Framh. á bls. 5.
Ingólfur Jónsson.
landbúnaðarráðherra
VERÐUR MJÓLK SELD
ÍMA TVÖRUVERZLUNUM?
1 gær var á borgarstjómar-
fundi samþykkt tiilaga Sigurðar
Magnússonar um að athugun
fari fram á möguleikum á að
matvöruverzlunum verði heim-
ilað að annast mjólkur- og
brauðsölu. Var tillagan sam-
þykkt einróma.
Lokaákvarðanir um
ráðhús fyrir áramót
— Ákvarðanir um ráðhús
Reykjavíkur verða að öllum lik-
indum teknar fyrir áramót,
sagði Geir Hallgrímsson borgar
stjóri á fundi borgarstjórnar í
gær.
Vísir skýrði frá því í gær, að
verið væri að leggja síðustu
hönd á ráðhústeikningarnar og
sagði borgarstjórinn að starfi
ráðhúsarkitekta myndi væntan-
lega verða lokið eftir um það
bil einn mánuð. Þá yrðu borgar-
fulltrúum sýndar teikningar og
líkan af ráðhúsinu. Siðan þyrfti
að taka ákvarðanir um bygging-
arframkvæmdir, og ættu þær að
geta legið fyrir áður en kemur
að næstu áramótum.
BSaðið i dog
'Bls. 3 Átökin við „brezka
ljónið“ undirbúin.
— 4 Konunglegi danski
ballettinn í heim-
sókn.
— 7 Hibýll og húsgögn.
— 9 Frelsisganga svert-
ingja f Washington.
Arkitektarnir, sem starfa að
teikningu ráðhússins eru Einar
Sveinsson, Gísli Halldórsson,
Halldór H. Jónsson og Sigvaldi
Thordarson, en Þór Sandholt,
starfar einnig með þeim. Einn
aðstaðarmaður starfar með arki
tektunum, Guðni Ágústsson.
Arkitektarnir hafa fundi tvisvar
ar til þrisvar í viku, venjuleg-
ast.
Til þess að þetta sé unnt, þarf
að breyta heilbrigðissamþykkt
borgarinnar. Er gert ráð fyrir að
athugað verði, hvort það sé
unnt, um leið og kannað sé,
hvaða skilyrðum eðlilegt sé að
matvöruverzlanir fullnægi áður
en þeim verður gefin heimild til
þessarar verzlunar.
Sagði Sigurður Magnússon,
að Mjólkursamsalan hefði lýst
sig andvíga því að verða svipt
heimild til gosdrykkja- og sæl-
gætissölu í mjólkurbúðum sín-
um, þar sem þessi sala hefði
verið til lækkunar á rekstrar-
kostnaði verzlananna. Kvað Sig
urður það ekki óeðlilegt, þótt
kannað væri, hvort ekki mætti
selja mjólk og brauð úr matvöru
búðum, einkum ef það gæti orð-
ið til að lækka rekstrarkostnað
og dreifingarkostnað Mjólkur-
samsölunnar. Fólk hefði áhuga
á þessu, þar sem skapast myndi
möguleiki til að fá mjólkina
heimsenda með öðrum vörum
matvöruverzlana.
28 þúsund múl
Nokkur veiði var á síld-
armiðunum s. 1. sólarhring
og fengu 33 skip samtals
28.300 mál. Síldin veiddist
í gærkvöld, um 80—100
mílur austur áf Dalatanga.
í nótt var engin veiði en í morg-
un þegar síðast fréttist voru bát-
arnir búnir að kasta en engar frétt-
ir höfðu borizt um afla. Góð von
er þó um veiði þar sem veður er
gott á miðunum.
Eftirtalin skip fengu 800 mál eða
meira:
Helgi Flóventsson 1500, Helgi
Helgason 1500, Mánatindur 1200,
Vigri 1400, Lómur 1200, Ásbjörn
1400, Ólafur Tryggvason 1250, Jón
á Stapa 1000, Jón Garþar 1000,
Vtðir SU 1000, Skipaskagi 900, Ak-
urey 800, Gissur hvíti 850, Mummi
II. 900, Björgvin 900, Hannes Haf-
stein 900, Manni 800, Guðbjörg ÍS
950.
Þyrilvængja varaforsetans.
V
....
Varaforsetinn ferðast með
þyrlum fram og aftur
Lyndon Johnson varaforseti
Bandaríkjanna kemur í opinbera
heimsókn til Islands mánudag-
inn 16. september. Hann dvelst
hér aðeins einn sólarhring, en
ætlar að koma mjög viða við
og kemst hann því ekki hjá því
að nota fullkomnari samgöngu-
tæki en tíðkast hér á landi.
Lausn málsins er fólgin í því,
að Johnson ætlar að nota þyril-
vængju mjög mikið. Voru tvær
einkaþyrilvængjur fluttar hing-
að til landsins til þess að vera
viðbúnar komu hans. Hafa þær
verið fluttar suður til Keflavík-
urflugvallar og eru þetta mjög
vandaðar þyrlur og glæsilega
innréttaðar.
Forsetinn kemur til Keflavík-
urflugvallar kl. 9,30 á mánu-
dagsmorgun. Á flugvellinum
mun hann aðeins dveljast I 20
mínútur, þá flýgur hann í þyr-
ilvængju frá Keflavíkurflugvelli
til Bessastaða og mun Guðmund
ur í. Guðmundsson utanríkis-
ráðherra sitja í sömu þyrlu og
hann. En í annarri þyrlu, sem
á eftir fylgir munu væntanlega
sitja kona hans og dóttir.
Lent verður á túninu rétt við
forsetabústaðinn að Bessastöð-
um. Má í þvi sambandi minna
á, að Kennedy forseti Banda-
rlkjanna hefur mjög tekið þyr-
ilvængjur í sina notkun í ferð-
um sfnum í Bandaríkjunum og
lenda þær á grasvellinum við
Hvíta húsið f Washington.
Síðar um daginn, eftir hádeg-
isverð að Hótel Sögu mun vara-
Framh. á bls 5