Vísir - 06.09.1963, Síða 11

Vísir - 06.09.1963, Síða 11
V í S I R . Föstudagur 6. sept. 1963. Sjón varpsð Föstudagur 6. september. 17.00 Password 17.30 The Big Story 18.00 Afrts News 18.15 Greatest Dramas 18.30 Luck Lager Spoats Time 19.00 Gurrent Events 19.30 Dobie Gillis 19.55 Afrts News Extra 20.00 The Garry Moore Show 21.00 Mr. Adams And Eve 21.30 The Perry Como Show 22.30 Tennessee Ernie Ford Show 22.55 Afrts Final Edition News 23.00 Northern Lights Playhouse „Return of Wildfire“ Áheit og gjafir Frá stólanefnd Kvenfélags Ó- háöa safnaðarins: Eftirfarandi gjafir hafa borizt í stólasjóð kirkiunnar að undan- förnu: Jþ 5000 krónur, María Maack 1000, frá stólanefndinni (fyrir kaffi) 1700, Kristín 300, BS 500, SG 200, Agnes 500, Guðrún 500, Sigrún 500, ísleifur 600, Jó- hanna Sigurbjörnsdóttir 500, Lov ísa 200 og H 200. Samtals kr. 11.700. Áður hafa borizt listar yfir gjafir einstaklinga í stólasjóð inn að upphæð samtals 41.800 krónur. Þar að auki er hin al- menna fjáröflun kvenfélagsins til sjóðsins frá upphafi. Með inni- Iegu þakklæti til allra gefendanna og von um að sem allra flestir styrki þetta málefnj á sunnudag- inn kemur, en þá er kirkjudagur safnaðarins. Allt, sem safnazt þann dag, rennur óskipt í stóla- sjóðinn. Stólanefndin. I þennan heim S.l. mánudag fæddist hjónun- um Ástu Sigurðardóttur og Ás- geiri Þorsteinssyni, Skólagerði 6 a Kópavogi, dóttir, sem var 53 cm að stærð og vó tæpar 18 merkur. Sama dag fæddist hjónunum Leu Ólafsson og Guðmundi Ólafs syni Hlíðardalsskóla Ölfusi, dóttir sem var 52 cm á stærð og vó rúmar 15 merkur. S.l. þriðjudag fæddist hjónun umAmalíu Sverrisdóttur og Gunn ari Berg Björnssyni Skeiðarvogi 67 Reykjavík sonur, 52 cm að stærð og tæpar 15 merkur að þyngd. Tilkynning Fyrir nokkru skipaði mennta málaráðuneytið Sigfús Hauk And- résson cand. mag. skjalavörð við Þjóðskjalasafn íslands frá 1. sept- ember 1963 að telja. STJÖRNUSPÁ ^ Hlauptu af jbér hornin Spáin gildir fyrir laugardaginn 7. september. Hr íurinn, 21. marz til 20. apríl: Þú hefur ríka löngun eftir að starfa og þéna peninga, þrátt fyrir að frídagur fari í hönd. Þú ættir samt aðeins að gera það sem nauðsynlegt telst. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Þú getur nú komið fram með skoðanir þínar þar eð þú mátt vera þess full viss að þær munu hljóta betri viðtökur annarra heldur en að vanda lætur. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Það væri sefandi fyrir sál- arlíf bitt eða taugakerfi eins og þáð er kallað að dvelja sem mest út af fyrir þig í dag og gera þér engar áhyggjur út af hinum ytri heimi. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Hyggilegt væri að verja degin- um í félagsskap vina og kunn- ingja. Þú ættir að hamla gegn þátttöku þessara aðila í dýrari tegundum skemmtana í kvöld. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Þú átt kost á að auka við tekj ur þínar fyrir tilstilli háttsettra kunningja þinna og góðra sam- banda. Ef þú átt þeirra ekki völ, þá taktu það sem gefst. Meyjan, 24. ágúst ti 123. sept.: Þú ættir að treysta innsýn þinni og notfæra þér hana til fullustu. Þér mistekst venjulega aðeins þegar þú hlýðir ekki köllun þinn ar innri raddar. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Notaðu þær stundir sem þér gefst tóm til að athuga eignir þínar og skyldur. Það er mikil vægt fyrir þig að láta bókunum bera saman. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Þú munt koma miklu meiru til leiðar ef þú tryggir þér aðstoð annarra eins og nú standa sakir. Vinir þínir eru einnig mikið hjálpsamari heldur en venjulega. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Sumir láta velgengnina stíga sér til höfuðs og missa tök á háttvísi sinni og lítill??ti. Þetta eru þó tveir þættir, serii' éru”. sönn aðalsmerki. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Haltu þig með þeim sem hafa góð áhrif á þig og vekja kátfnu i huga þér. Þú ættir samt að draga þig út úr spilinu, þegar kvölda tekur. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Reyndu að ná fastari tök- um á skaphöfn þinni og efnaleg um aðstæðum. Róleg yfirvegun gæti verið nauðsynleg í þessu sambandi. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz: Þú ættir að færa þér í nyt aðstoð einhvers, sem þú berð fullt traust til. Þér virðist ekki standa á sama um útlitið í ná- inni framtíð. Leikflokkur Helga Skúlasonar, mun n.k. föstudag frumsýna hinn heimsfræga gamanleik „Hlauptu af þér homin“ í Reykjavík. Leikflokk- urinn hefur sl. mánuð verið á ferða lagi um landsbyggðina. Frumsýnt var á Blönduósi 2. ágúst, þá hald- ið um Norðurland og Austfirði, Snæ fellsnes, Vestfirði og endað á Bíldudal. Voru leikararnir mjög ánægðir með ferðina, og þær viðtökur sem Ieikurinn hafði fengið. Það er tölu verðum erfiðleikum bundið, fyrir leikflokk, að ferðast svona um land ið, og sýna alltaf á nýjum og nýj- um stað. Meðal annars eru leik- sviðin ákaflega misjöfn, og er t.d. leiksviðið á Siglufirði 10 m á breidd, en á Hvammstanga, þar sem sýnt var skömmu seinna ekki nema 3,5 m. Gamanleikurinn „Hlauptu af þér hornin“, er á frum málinu heitir „Come blow your horn“ hefur náð fádæma vinsæld- um í Ameríku Bretlandi, og annars staðar, sem hann hefur verið sýnd- ur. Höfundur hans er Neil Simm- on, amerískur Gyðingur. Hlauptu af þér hornin verður sýnt í Keflavik í kvöld, og eins og áður var getið, á föstudagskvöldið í Iðnó. Leikarar eru: Erlingur Gísla- son, Brynja Benediktsdóttir, Pétur Einarsson, Helgi Skúlason, Helga Bachman og Guðrún Stephensen. Leikstjóri er Helgi Skúlason og leiktjöld gerði Steinþór Sigurðsson P K I R B Y AFTER I’VE LEFT) SENP POUCE FOR THIS LAST ONE ALIVE. m .« THEN NEVER LET ME .------ jBv'" SEE YOU ASAIN. / t T TK 'V Temple, segir Rip þegar þau eru orðin ein. Hvort sem þú ætl- aðir að gera það eða ekki, þá hefur þú hjálpað mér... og ég býst varla við þvi að þú haldir áfram á glæpabrautinni úr þessu. Ég sendi lögregluna eftir þessum eina sem er á lífi, en þú Temple, skalt ekki láta sjá þig framar. Þakka yður fyrir herra Kirby seg- ir Temple. Seinna, þegar Fan og Kirby eru á leiðinni burt frá hús- inu spyr hún: hvert erum við að fara Rip? Til þess að gefa Ming skýrslu auðvitað, svarar hann. Það þarf margt að athuga þegar konungborin börn fara í skóla. Anna prinsessa, dóttir Elísabetar drottningar hefur hinn 20. sept. n-k. nám í kvennaskólanum Benenden i Kent og verður þar með fyrsta stúlkan í brezku konungsfjöl- skyldunni, sem fer á „ósköp venjulegan“ heimavistarskóla. En eins og aðrir í fjölskyld- unni þarf hún að hafa Iífvörð, útnefndan af Albert Perkins yfirmanni Scotland Yard. Kon- unglegur lífvörður og leynilög- reglumaður þarf ekki aðeins að vera klár í kollinum, held- ur þarf hann að hegða sér vel, svo vel að hans verði ekki vart. Hann á alveg að falla inn i umhverfið. En nú komu erfiðleikar, því að hvernig átti karlmaður að geta fallið inn í umhverfið á kvennaskóla. Allir heilar á Scotland Yard voru Iagðir í bleyti — svona nokkuð höfðu þeir aldrei þurft að glíma við fyrr. Anna prinsessa Bróðir Önnu, Charles, hefur leynilögreglumann til að fylgj- ast með sér og ætti hann að geta fallið inn í umhverfið á drengjaskóla — en þó var hann ekki nógu vel á verði þegar Charles tókst að tæma eitt glas af cherry brandy eins og margir muna. Það átti að reka hinn konunglega leyni- lögreglumann, en þar sem hann hafði alltaf staðið vel í stöðu sini fékk hann að vera áfram. En hvað Önnu viðkemur, þá hefur nú tekizt að finna leyni- lögreglukonu, sem mun falla vel inn í umhverfið á kvenna- skólanum. Leynilögreglukonan á að búa hjá kennurunum og ætti því ekki að eiga í erfiðleik- um með að fylgjast með Önnu. En það er ekki nóg að hafa eina konu sem lífvörð „Reglu legur“ leynilögreglumaður mun hafa aðsetur sitt í þorp- inu Beneden, sem er slcammt frá skólanum. En hvernig hann á að geta vakað yfir prinsessunni, án þess að vekja eftirtekt, er mönnum ráðgáta. Á miðilsfundi tókst miðli nokkrum að koma dálítið stífri og strangri eldri konu í sam- band við nýlátinn eiginmann hennar. — Ert það þú, Jón? — Já, Gunna. — Ert þú hamingjusamur? — Mjög hamingjusamur. — Hamingjusamari en með- an þú varst kvæntur mér? — Miklu hamingjusamari, Gunna. — Ó, himinninn hlýtur að vera dásamlegur staður. — Ég er ekki á himninum, Gunna.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.