Vísir - 16.09.1963, Síða 6
V í SIR . Mánudagur 16. sepísmber 1963.
Sýning ái skrifstofutSBkium haldin í húsakynnum
Verziunarskóla íslands á vegum Sijórnunar-
félags fslands 13.-21. septemher
BORGARFELL HF.
EINAR J. SKÚLASON
G. HELGASON & MELSTED HF.
GEORG ÁMUNDASON & CO.
GÍSLI J. JOHNSEN
GOTTFRED BERNHÖFT & CO. HF.
GUNNAR ÁSGEIRSSON H "
H. BENEDIKTSSON HF.
H. ÓLAFSSON <5. BERNHÖFT
I. BRYNJÓLFSSON & KVARAN
IDNAÐARMÁLASTOFNUN ÍSLANDE
LANDSSTJARNAN H F.
OPið kl. 2-7.
LARUS FJELDSTE
MAGNÚS KJARAN
O. KORNERUP HANSEI'
• OFFSETPRENT HF.
ORKA HF.
3TTÓ A. MICHELSEN
DTTÓ B. ARNAR
POSTUR OG SÍMI
RADIÓ- OG RAFTÆKJASTOFAN
SNORRI P. B. ARNAR
ÍV)
Ol
00
•
KO
Os
ú)
ro
Sfiðrnunarfélag Islands
Siglufjörður —
Framhald af bls. 9.
vinna fram eftir vetri, og er
fordæmi Ólafs Óskarssonar út-
Lækka öll
fargjöidin
Nítján flugfélög í IATA, sem
liafa leyfi til farþegaflugs yfir At-
lantshafið, hafa komið sér saman
um að læklca fargjöldin í „túrista-
farrýmum“ sínum, segir í tilkynn-
ingu frá IATA.
Samkomulagið náðist á fundi
IATA, sem stendur yfir í Salzburg
um þessar mundir. í tilkynning-
unni var sagt að ákvörðunin um
prðsentuhlutfall Iækkunarinnar
myndi bíða til sei.nni funda. Búizt
er við að ráðstefnan standi til 21.
september.
jMMrb w *
, í gerðarmanns til fynrmyndar
og mjög athyglisvert, ekki ein-
ungis frá sjónarmiði Siglfirð-
inga, heldur ekki síður fyrir
eigendur saltsíldarinnar. Það
mun vera æði ódýrt fyrir þá
að halda aðkomufólki yfir sfld-
inni austur á Fjörðum eftir að
vetur er genginn í garð.
Þegar öll þessi atriði eru at-
huguð, þarf ekki að ríkja nein
bölsýni á Siglufirði. Margt er
ennþá ótaiið, eins og gefur að
skilja, af ýmiss konar verkefn-
um og möguleikum.
Verkalýðsfélögin og bæjar-
stjórnin í Siglufirði hafa nú
ýmislegt til athugunar, til úr-
lausnar í atvinnumálum bæjar-
ins og munu þessir aðilar og
margir fleiri styðja hvert það
mál, sem til heilla horfir í
þessu efni.
giglfirðingar hafa, að mínum
dómi, áður séð svartara
útlit framundan en nú. Þeir
hafa með manndómi sigrazt á
margvíslegum örðugleikum á
undanförnum árum. Siglfirðing-
ar eru vanir því að vinna mik-
ið og vinna vel. Þeim ber að sjá
árangur erfiðis síns, í bættri af-
komu.
Þó að hinn eftirsótti silfur-
fiskur hafi ekki lagt leið sína
á Norðurlandsmið þetta sumar-
ið, og hinir miklu vinnslumögu-
leikar á Siglufirði bæði á sölt-
unarstöðvum og í síldarverk-
smiðjum, hafi verið lítt notaðir
á þessu sumri, þá getur ekki
hjá því farið, að Siglufjörður
verði framvegis hin ómissandi
höfuðborg síldveiðanna fyrir
Norðurlandi. Siglfirðingar slaka
því ekki á nú, frekar en áður,
því að þeir hafa reynslu fyrir
því, að „aftur kemur vor í dal“.
Siglufirði, 10. sept. 1963.
þrj.
I ■ ■ ■ ■ ■ ■ B I
!■■■■■!
MIM
T-700
Hefur reynzt
afburðavel vit
islenzka stað-
háttu. Hefur
sérstaklega byggðan undírvagn fyrir tslenzka vegi —
Eyðsla u—6 Ktrar á 100 km. Rúmgóður Kostar aðeins
114 þúsund krónur með ársábyrgð frá verksmiðjunum
Góð varahlutaþjónusta.
Bolholti ö — Sími 11-381.
I *
Þá er sá mikli dagur runninn
upp að varaforsetinn kemur í
heimsókn. Margt hefir verið
spjaliað um heimsóknina og sí-
felldir fundir hjá þeim sem að
undirbúningi hennar standa.
Kjólasaumameistarar bæjarins
hafa lagt nætur við daga til
þess að skrýða kvenfólkið sem
bezt fyrir varaforsetaveizluna á
Borginni og ailt lögreglulið höf-
uðborgarinnar hefir pússað
hnappa sína, því alit er það á
varðstöðu í dag -— fyrir utan
leynilögreglu varaforsetans, sem
enginn veit hve fjölmenn er.
Aub forseta'ibúð
Vonbrigði ríkja þó líklega á
bændahótelinu, þar sem búið
var að innrétta íbúð fyrir vara-
forsetann og fjölskyldu, hengja
íslenzkar landlagsmyndir upp á
alla veggi, setja upp texasrúm
og grilleldhús. Allt er það til
einskis, þar sem varaforsetinn
flýgur beinustu leið heim til
Washington frá, Borgarveizl-
I ■_■_■_■_■_«_!
unni, — og kemur ekki einu
sinni við í fyrrverandi nýlendu
okkar á Grænlandi.
Bjarsýnustu menn
landsins
Þá hefir forsetaheimsóknin
orðið til þess að sá félagsskap-
ur sem kallar sig því frumlega
nafnj ,,hernámsandstæðingar“
hefir vaknað til lífsins eftir að
hafa verið stunginn svefnþorni
síðan í síðustu Hvalfjarðar-
göngu. Forystumenn hans hljóta
að vera bjartsýnustu menn á ts-
landi, ef þeim hefir nokkru sinni
dottið í hug að lögreglan myndi
leyfa þeim að halda útifund fyr-
ir utan Háskólabíó, þar sem þeg
ar var búið að leyfa annan fund.
En Iíklega er ekkert of barna-
legt til þess að mönnum geti
dottið það í hug. Enda vafa-
samt hvort varaforsetinn leggur
það á sig að lesa skjal andstæð-
inganna í öllum sínum önnum.
Allavega virðist það vera megin
markmið félagsskapar þessa að
láta á sér bera með göngum og.
hrópum á almannafæri — en
það er háttalag sem íslendingar
hafa aldrei kunnað að meta.
Brecht endurreistur
Fyrir nokkrum dögum minnt
ist ég á að sorglegt væri hvað
Þjóðleikhúsið okkar sýndi þeim
ágæta snillingi Bertolt Brecht-
litla athvgli, og væru þó vand-
fundin betri leikrit en eftir þann
þýzka töframann. Nú segir þjóð
leikhússtjóri mér góðar fréttir.
Þjóðleikhúsið hefir semsé keypt
sýningarréttinn á einu leikrita
Brechts, Arturo Ui, og verður
það sýnt í leikhúsinu annað
hvort í vor, á undan óperunni,
eða næsta haust.
Þjóðleikhússtjóri sá þetta leik
rit uppfært á leiklistarþinginu í
Póllandi í vor og var sú sýning
með miklum ágætum. Fastnaði
hann þá leikhúsinu ieikritið og
hugsanlegt er að pólski leik-
stjórinn setji það hér upp. Enn
er það óþýtt, en það er ekkert
aukvisaverk, því töfrar stíls
Brechts eru slíkir að ekki er það
á meðalmanns færi að flytja það
-óbrenglað yfir á aðra þjóðtungu.
Er hann þar ekki ósvipaður
skáldbróður sínum Kiljan.
_ jt _iasjcaHm •. v» íar*
a--_r-vasaiaaiam.* o»gaeaigBggr