Vísir - 16.09.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 16.09.1963, Blaðsíða 7
VlSIR . Mánudagur 16. september 1963. 7 ræsir bilinn SIMI 12260 J.V.Y .V-í . J.V.V LAUGAVEGI 170 Útsalan hættir þriðju- dagskvöld Verzl. Guðbjargar Bergþórsdóttur Öldugötu 29 Sími 14199. Bútasala Aðalumboð fyrir Pan American World Airways G. Helgason & Melsteð, Hafnar- stræti 19. Símar: 10 275 — 1 1044 íslendingar töpuðu síð- ari landsleiknum við Breta á laugardaginn með 4 mörkum gegn 0. íslenzka liðinu tókst ekki að skora eitt ein- asta mark, þrátt fyrir það, að einn brezku leik- mannanna slasaðist svo alvarlega í leikbyrjun, Vel heppn- aður fundur ÍSÍ í gærdag lauk í Haukadal í > Biskupstungum fyrsta fundi > íþróttasambands íslands með J formönnum sérsambandanna og > héraðssambandanna, cn fundur- ■ inn stóð tvo daga og tókst hann , í alla staði mjög vel. Rætt var um ýmis helztu [vandamál íþróttanna í dag og > niargt fróðlegt kom út úr þeim [umræðum. Fréttaritari frá Vísi , sat ráðstefnuna, og mun sagt > frá einstökum málum og um- : ræðum á næstunni hér á íþrótta > síðu. að Bretarnir voru aðeins tíu móti ellefu íslenzk- um leikmönnum mest- allan tímann og um tíma varð annar Breti að fara út af vellinum, svo að þeir voru níu á móti ell- efu mönnum. Hér kom fram eins og í leikn- um um fyrri helgi, að brezka liðið var að öllu leyti miklu betra og æfðara en það íslenzka. Vonlaust var frá byrjun, að ís- lendingarnir gætu ráðið við það. Bretarnir höfðu sömu aðferð- ina og í Laugardalnum. Þeir lögðu mikið kapp á að setja mark sem fyrst. Og þetta tókst þeim strax á fjórðu mínútu. Þá var hornspyrna við mark ís- lands og skoraði Lawrence mið- herji mjög fallega úr henni með skalla. Eftir þetta mark náðu Islend- ingar nokkuð yfirhöndinni í leiknum, héldu uppi sóknarlótu og virtust eiga ýmsa möguleika, en alltaf vantaði samt endahnút inn á sóknir þeirra. Á tíundu mínútu leiksins slas- aðist einn brezki leikmaðurinn, innframherjinn Brian Martin. Varð að bera hann út af vellin- um og var hann síðan fluttur í sjúkrahús. Var talið að hann hefði brotnað á öklabeini. Nú voru brezku leikmennirnir Raílagnir Tek að mér hvers konar raflagnir og viðhald á görnlum lögnum og viðgerðir á heimilis- tækjum. GUNNAR JÓNSSON, lög. rafm., sírni 36346 orðnir tíu og hugðust íslending- ar nota tækifærið til sóknar og færðu lið sitt framar. Sóknarlot- ur þeirra báru þó engan árang- ur en við þessa breytingu opn- aðist vörn þeirra og gafst Bret- um tækifæri til að brjótast £ skyndiáhlaupi £ gegnum og varð Lawrence þá til að skora annað mark með hörkuskoti af vita- teigslfnu. Nú gerðist það, að annar Breti meiddist. Var það Ashworth, sem meiddist á höfði. Fékk hann sár á ennið svo að blóðið rann yfir andlit hans. Ekki tókst fs- lendingum heldur að notfæra sér liðsmuninn til að skora mark. Fyrri hálfleik lauk þannig 2:0 Bretum f hag. f seinni hálfieik kom Ashworth aftur inn, en all- an þennan hálfleik léku 10 Bret- ar á móti 11 íslendingum. Var leikurinn nokkuð jafn og áttu íslendingar mörg tækifæri, en gátu aldrei notfært sér bau. Um miðjan seinni hálfleik fent_u Bretar vitaspyrnu og skoruðu auðveldlega úr henni. Var það Candey, sem var þar að verki. Skömmu fyrir leikslok skoraði Lawrence svo fjórða og var það klaufamark af hendi íslendinga. í þessum leik var framlfna íslands lin, en einna beztan leik sýndi Axel Axelsson. Varnarlín- an var líka of slöpp og fékk ekki ráðið við hin hörðu skyndi- upphlaup Breta. Um 3 þúsund áhorfendur voru að leiknum, sem fór fram f Wimbledon. Um laugardags- kvöldið sátu fslenzku liðsmenn- irnir kvöldverðarboð brezka knattspyrnusambandsins og í gær fóru þeir í boði sambands- ins í skemmtiferð til Windsor kastala. Meistaramót Reykjavíkur í frjáls um íþróttum hófst f gær og verður haidið áfram í dag kl. 18 á Laug- ardalsvellinum. til NEW YORK l 5V2 tíma til GLASGOW á 2 tímum FYRSTU ÞOTURNAR I ÁÆTLUN UM ISLAND Áætlunarflug vikulage alla miðvikudaga, miðvikudagsmorgun kl. 08.30 frá Keflavík, í Glas- gow kl. 11.30 og London kl. 13.20, miðvikudagskvöld kl. 19.40 frá Keflavík í New York kl. 21.35 (staðartími). Fasar áætlunarferðir með þotum á milli New York og London með viðkomu á Kefla- vík, hefjast miðvikudaginn 2. október. Nú verða í fyrsta skipti hinar hraðfleygu og þægilegu „Pan Am Jet Clipper" í föstu áætlunarflugi til og frá íslandi. INNFLYTJENDUR — ÚTFLYTJENDUR Við viljum sérstaklega vekja athygli yðar á því, að vörurými er ávallt nóg í „Pan Am Jet Clipper“ — til og frá íslandi. Með þessum glæsilegu farkostum er hægt að ferðast mjög ódýrt — t. d. bjóðum við sérstakan afslátt þeim er dveljast stuttan tíma í USA eða Evrópu. Keflavík — New York — Keflavík kr. 10.197,00 ef ferðin hefst á tímabil- inu 2. október ’63 — 31. marz ’64. . . . . og tekur 21 dag eða skemur. Keflavík — Glasgow — Keflavík kr. 4.522,00 ef ferðin hefst í okt. ’63 . . .. og tekur 30 daga eða skemur. LEITIÐ UPPLYSINGA - ÞAÐ KOSTAR EKKERT Fyrsta flokks rafgeymir sem fullnægir ströngustu krofum c sMyriil

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.