Vísir - 16.09.1963, Síða 8
8
V í S IR . Mánudagur 16. september 1963.
VÍSIR
Otgefandi: Blaöaútgáfan VÍSIR.
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen.
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði.
í lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Heimsókn varaforsetans
Varaforseti Bandaríkjanna er einn nterkasti stjórn-
málamaður lands síns. Heimsókn hans til Norðurlanda
er vináttuheimsókn, sem ætlað er að treysta böndin
milli hins bandaríska stórveldis og þjóðanna norrænu,
sem hann hefir sótt heim í þessari kynnisför.
Hér á landi er varaforsetinn mikill aufúsugestur. ís-
lendingar gleyma því seint, að það var Bandaríkjafor-
seti sem fyrstur þjóðhöfðingja viðurkenndi sjálfstæði
íslands 1944. fslenzka þjóðin mun og lengi minnast
þess, að bandarískt varnarlið varði frelsi þjóðarinnar
í hinum mikla hildarleik styrjaldaráranna, með þeim
afleiðingum, að hörmungar hans bitnuðu minna á hinni
íslenzku þjóð en öllum öðrum Evrópuþjóðum. Eftir
styrjöldina tókst náið samstarf á efnahagssviðinu með
fslendingum og Bandaríkjamönnum. Efnahagsaðstoð
Marshalláætlunarinnar var okkur mikill búhnykkur.
Fyrir rausn og stórhug bandarísku þjóðarinnar var
hvert nýtízku mannvirkið byggt hér á fætur öðru ekki
síður en í öðrum Evrópulöndum. Nokkur tími er nú
liðinn síðan sú aðstoð var veitt, en sá vinarhugur sem
að baki henni lá, verður lengi í minnum hafður.
f 14 ár hefir fsland átt samstarf við Bandaríkin og
aðrar vestrænar lýðræðisþjóðir í vamarmálum. Mark-
mið samstarfs þessara þjóða hefir verið að koma í veg
fyrir eld nýrrar styrjaldar. Það hefir tekizt. Ýmsir góð-
ir íslendingar töldu í upphafi þess að það myndi of
dýru verði keypt. Þjóðin myndi ekki þola nábýlið við
varnarlið — menning og tunga myndi bíða hnekki. Sem
betur f er hef ir á daginn komið, að sá uggur hefir reynzt
ástæðulaus. Og jafnframt hefir með hverju ári aukizt
skilningur á því að íslenzka þjóðin á framtíð sína undir
samstarfi og stuðningi vina sinna beggja megin hafs-
ins. Einangrun þýðir sama og stöðnun og í vamar-
leysinu felst engin vöm. Það sýnir saga Evrópu síðustu
áratugina svo ekki verður lengur um villzt.
Enn má minnast þess að íslendingar hafa lengi
sótt menntun og tækni vestur um haf til Bandaríkj-
anna. Sú tækni, sem Bandaríkjamenn fluttu hingað
með sér fyrir tveimur áratugum, opnaði augu þjóðar-
innar fyrir því að öll verk verða léttar unnin með hjálp
stórvirkra tækja. Efniviðurinn í tæknibyltingu þjóð-
arinnar er að miklu leyti kominn vestan um haf. Og
enn sækja hundruð ungra fslendinga menntun sína til
Bandaríkjanna, með góðri aðstoð bandarískra mennta-
setra.
Þegar íslendingar fagna varaforseta Bandaríkjanna,
minnast þeir þessara staðreynda, sem hér hefir verið
drepið á. Framtíð íslenzku þjóðarinnar er undir því
komin að samstarfið við vestrænar lýðræðisþjóðir
rofni ekki, heldur treystist, ekki sízt á efnahagssvið-
inu. Og í því samstarfi munu Bandaríkin, enn sem fyrr,
verða forystuþjóðin.
Hugsjónir Frelsisskrár
Bandaríkj anna nálægar
r r
Ræðn Asgeirs Asgeirssonar for-
seta á Hótel Sögu
Herra varaforseti og frú Lyndon
B. Johnson.
Heiðruðu gestir.
Þið eruð okkur kærkomnir
gestir, og við bjóðum ykkur
hjartanlega velkomin. Það er
sögulegur atburður, þegar sjáif-
ur varaforsetinn heimsækir oss
1 fyrsta sinn { nafni forseta
Bandarikjanna, Mr. Kennedy.
Það má segja, að varaforsetinn
hafi nú f eigin persónu fundið
ísland. Sjón er sögu ríkari, og
við fögnum þeim persónulegu
kynnum, sem þvf fylgja.
Við höfum haft mikil og góð
kynni af Bandaríkjunum allt frá
hinni fyrri heimsstyrjöld. Af
okkar hálfu nær sagan þó lengra
fram, ekki sízt vegna hinna
mörgu íslendinga, sem numið
hafa nýtt land fyrir vestan haf.
1 fslenzkum sögum er skýrt frá
ferðum Leifs heppna, er hann
fann Ameríku, Vfnland hið
góða, fimm öldum áður en Col-
umbus og tilraun Þorfinns karls
efnis til landnáms. í Ameríku
fæddist Snorri sonur hans,
fyrstur hvítra barna, en þeir
hurfu aftur til íslands, og eru
vfsast flestir núlifandi íslend-
ingar af Snorra komnir. Leifur
og Þorfinnur voru báðir Islend-
ingar, og styttur hafa verið reist
ar til minningar um þá, bæði
hér á landi og f Bandaríkjun-
um. Þing Bandaríkjanna gaf ís-
lendingum Leifsstyttuna og það
er því viðeigandi þegar forseti
senatsins, fyrrverandi Senator
og þingmaður, heimsækir oss að
færa þakkir fyrir þessa gjöf sem
og fyrir margvíslega aðstoð sem
Bandarfkin hafa veitt á liðnum
árum. Hin rausnarlega aðstoð
Ásgeir Ásgeirsson
Bandaríkjanna til erlendra rfkja
á sér ekki nokkurn líka á frið-
artímum.
Við fögnum þvf að hitta vara-
forsetann augliti til auglitis.
Oss er áður margt um hann
kunnugt af spurn. Oss er kunn-
ugt um, að hann er bæði for-
ustumaður, friðarstillir og bar-
áttumaður fyrir jafnræði ' og
mannréttindum. Við finnum
skyldleika hans við okkar eigin
hugsjónir.
I hinni síðari heimsstyrjöld
vorum við bandaménn þeirra,
sem börðust á móti harðstjórn
og grimmd. Vér sömdum við
Bandaríkin um landvarnir. Oss
er það ljóst, að eins og heim-
urinn er og var, þá þarf mátt-
urinn að styðja réttinn. Sigurinn
í sfðustu styrjöld hefir bjargað
því, að þróun íslenzks þjóðfé-
lags getur haldið áfram óslitið
frá stofnun Alþingis fyrir þús-
und árum til framtíðarhugsjóna
á lýðræðisgrundvelli.
Bandarfkin og Island töpuðu á
sama tíma-þeirri vöm, sem alda
gömul einangrun veitti. Það tók
áratugi fyrir bæði rfkin, stærsta
lýðveldið og það smæsta, að
átta sig á breytingunni, og vfs-
ast em það nokkrir, sem ekki
hafa enn áttað sig til fulls. En
tæknin hefur stytt allar fjar-
lægðir og gerbreytt vopnabún-
aði, svo nú er enginn blettur á
hnettinum einangraður lengur.
Það er orsökin til vaxandi sam-
vinnu allra þjóða, stofnunar
Hinna Sameinuðu þjóða, og
ýmsra varnarsambanda, sem
geta horfið úr sögunni, þegar
framkvæmdavald Hinna Samein
uðu þjóða verður aukið, svo það
hrökkvi til að varðveita heims-
friðinn. Vér fögnum allri við-
leitni til að varðveita friðinn, og
nú sfðast Moskvusáttmálanum,
sem er spor í áttina að lang-
þráðu marki, sem vísast er
langt framundan.
Ég hefi oft orðið þess var, að
hugsjónir Frelsisskrárinnar em
enn nálægar og ríkjandi í huga
Bandaríkjamanna. Vor stjóm-
málaerfið nær aftur til land-
náms og stofnunar Alþingis,
sem lýsir enn „sem leiftur um
nótt“. Framtíðardraumar þjóð-
anna eru ifkir: frjáls þjóð, batn-
andi lífskjör, jafnræði og göfug
menning. Velgengnin ein nægir
ekki. „Þar sem engar vitranir
eru kemst fólkið á glapstigu".
Vér fögnum því nágrenni sem
Frh. á bls. 5.
IDáum tryggð ykkar við lýðræði
og baráttu við náttúruöflin
Ræða Lyndon Johnson á Hótel Sögu
Herra forseti,
virðulegu gestir.
Ég met mikils hlýleg orð yð-
ar og þakka yður fyrir hönd
Kennedy Bandaríkjaforseta og
bandarísku þjóðarinnar.
Við lítum svo á, að okkur
hafi fallið í skaut mikið happ,
þegar okkur gafst kostur á að
heimsækja hið stórbrotna iand
yðar. Bönd þau sem tengja okk-
ur Bandaríkjamenn við ísland
eru forn og traust. Þau má raun
ar rekja þúsund ár aftur í tfm-
ann, þegar hinn hugrakki landa
fundamaður ykkar, Leifur Eiriks
son, kom fyrst að ströndum
Norður-Ameríku. Það er tákn-
rænt fyrir hina löngu vináttu
þjóða okkar, að stytta hans,
sem gnæfir ykir borg ykkar,
var gjöf þjóðþings Bandaríkj-
anna og bandarísku þjóðarinn-
ar.
Við eigum mörg hin sömu
hugðarefni, — fleiri en sög-
una. Um margar kynslóðir hafa
Bandaríkjamenn dáð afrek ykk-
ar og sigra í baráttunni við
óblíð náttúruöfl og við höfum
einkum dáð hetjulega tryggð
ykkar við lýðræðislega stjórnar-
hætti. Það sem þið hafið afrek-
að og þau áhrif sem þið getið
haft á gang mála í heiminum er
tiltölulega miklu meira en ætla
mætti vegna fjölda ykkar.
Stofnanir ykkar hafa hlotið
lof margra. Listamenn ykkar og
andans menn hafa öðlazt við-
urkenningu alls heims fyrir
framlög þeirra til vestrænnar
menningar.
Afdráttarlaus stuðningur ykk
ar við freisi og lýðræði hefur
verið innblástur öðrum þjóðum,
sem eins hefur verið innan-
brjósts, og við erum hreyknir af
að standa við hlið ísiands sem
vinir og bandamenn.
í þessum anda langar mig til
að drekka minni yðar, herra for
seti og íslenzku þjóðarinnar.
Lyndon B. Johnson
ek