Vísir - 16.09.1963, Blaðsíða 9
V í SIR . Mánudagur 16. september 1963.
ííH
Síldarhappdræ ttið
Cenn er sumarið á enda, og
hinn svokallaði bjargræð-
istími, sem svo var nefndur
áður fyrr, er að verða Iiðinn
og horfinn.
Þetta á sérstaklega við um
Siglufjörð að þessu sinni.
Sumarið hefur verið óvenju-
lega kalt hér á Norðurlandi og
hefur snjóað í fjöll í hverjum
mánuði. Nú er Siglufjarðar-
skarð lokað og snjór allt niður
til sjávar í Siglufirði.
En þetta er aðeins ein hlið
þessa máls. Kuldinn hefur haft
viðtækari afleiðingar en um-
ferðarerfiðleika á örðugasta og
lélegasta fjallvegi á þjóðbraut-
um landsins. Sjávarkuldinn á
svæðinu frá Hornströndum til
Melrakkasléttu, — þ. e. á slld-
veiðisvæðinu fyrir Norðurlandi
— hefur eftir frásögnum rann-
sóknarmanna verið svo mikill
að frumskilyrði fyrir sfldveiðum
á þessum slóðum hafa ekki ver-
ið fyrir hendi. Hinn svali útsær
fyrir Norðurlandi, hefur ekki
verið lífvænlegur fyrir rauðát-
una, sem sfldin eltir og sækir f.
Jafnvel svo kaldur að kvartað
er yfir svo til algjöru fiskileysi
fyrir Norðurströndinni.
r síðustu mælingum var sjáv-
arhitinn aðeins 3—4 stig C.
og svo mun hafa verið lengst
af í sumar. Þegar þess er gætt,
að hitastig sjávarins þarf að
vera 9—10 stig C. svo að síld-
in geti unað þar, er auðskilið
mál hvers vegna síldina vantar
á þessar slóðir.
Auk svalviðranna hefur einn-
ig langtfmum saman verið ó-
kyrr sjór og „brælur" á Norð-
-urmiðum.
Að þessu athuguðu, er eðli-
legt að til Norðurlandshafna,
hafi ekki borizt sú síld sem
treyst var á f sumar, og undir-
búin var móttaka á, með mik-
illi bjartsýni og ærnum til-
kostnaði. Síldarhappdrættið gaf
góðan vinning sumrin 1961 og
1962. Og þvf þá ekki, að gera
ráð fyrir stóra vinningnum á
þessu sumri? Aldrei hefur ver-
ið selt meira magn af saltsfld
fyrirfram, en á sl. vori. Og til
þess að geta staðið við þá
samninga þurftu skilyrði einnig
að vera fyrir hendi í landi.
Söltunarstöðvum hefur fjölgað
árlega norðanlands, en þó eink-
um austanlands. En þrátt fyrir
það, eru hvergi eins stórkostleg
móttökuskilyrði, sem í hinni
gömlu höfuðstöð síldarverkun-
arinnar Siglufirði. Sem betur
fer hafa síldveiðarnar verið
sæmilega góðar f sumar fyrir
Austurlandi, og fært Austfirð-
ingum mikla atvinnu og þjóð-
inni stóran feng. En hitt er
staðreynd að Siglufjörður hefur
misst af stóra vinningnum, og
fyrir hann og íbúa hans, er ný-
iðið sumar, ennþá eitt síldar-
leysissumarið. Var þó áður
komið nóg af slíku.
Tj1ins og öllum er kunnugt
hefur Siglufjörður byggt
afkomu sína um rúmlega hálfr-
ar aldar skeið á síld og aftur
á síld. Flestar tilraunir í þá átt
að koma upp öðrum og traust-
ari atvinnugrundvelli, hafa bor-
ið hverfandi árangur. Ef sæmi-
lega gengur eitt ár, verða menn
bæði hér og annars staðar
blindaðir af gullnum vonum um
mikinn síldargróða. En á sumri,
sem þessu, er hætt við að böl-
sýni grípi um sig hjá þeim, sem
miklu hafa fórnað í happdrættið
og orðið af happinu.
Ekki er óeðlilegt, þó spurt sé
um afkomumöguleika og at-
vinnuhorfur Siglfirðinga, þegar
svo illa hefur til tekizt. Einnig
er spurt um hvort ekki verði
aukinn burtflutningur fólks úr
bænum og þessir sfðustu og
verstu tímar muni auka „flótt-
ann" til Faxaflóasvæðisins. Á
þeim tíma sem hér var kallaður
„síldarleysisárin", var tilfinnan
Eftir Þ. Ragn-
ar Jónasson
fréttaritara
VÍSIS
leg árleg fólksfækkun á Siglu-
firði. En hin síðustu ár hefur
mikið dregið úr þeirri öfugþró-
un, og árið 1962 fækkaði á
íbúaskrá Siglufjarðar aðeins
um 5 manns. Menn gerðu sér
því vonir um að senn færi aftur
að fjölga í bænum, með bættum
möguleikum á auknum sfld-
veiðum, vegna hinna stórstigu
framfara á tækniútbúnaði sfld-
veiðiflotans. En því miður má
búast við þvf að nokkuð verði
um burtflutning á þessu hausti,
þvf liðið sumar hefur skilið eft-
ir sig vonbrigði og óútreiknan-
legt tjón fyrir atvinnulff Sigl-
firðinga, og þar af Ieiðandi hafa
hinar björtu vonir fölskvast,
sem glæðzt höfðu á nýjan leik
hin síðustu árin.
\7eturinn 1962—1963, var
mjög mikið að gera á
Siglufirði og jafnvel svo að á
stundum var mannekla við
ýmis störf. S.l. vor og allt fram
f júlf var atvinna sérstaklega
mikil og tekjur óvenju góðar.
Fyrri hluti þessa árs gaf því
Siglfirðingum mikið í aðra
hönd. Enda þótt sumaratvinna
hafi verið stórum mun lélegri,
en reiknað var með að svo
gæti þó farið að það sem enn
er eftir af árinu bætti það að
nokkru upp, ef vel tekst til með
veðráttu og aflaföng. Hér eru
fyrir hendi ýmsir möguleikar,
sem menn virðast gleyma þeg-
ar bölsýnin herjar á. Oft er
hér á haustin uppgripaafli á
trillubáta og af þeim er mikijl
fjöldi. Hefur slfk smábátaút-
gerð oft verið geysilega arð-
vænleg. Hér eru einnig nokkrir
smærri dekkbátar, sem oft afla
vel, og má þar til nefna miklar
ufsaveiðar, núna sfðari hluta
sumarsins. Togarinn Hafliði,
sem hefur verið bundinn við
bryggju f sumar er byrjaður
veiðar. Verið er að stofna nýtt
útgerðarfélag um hann og fleiri
skip, með aðild Síldarverk-
smiðja rfkisins og Siglufjarðar-
kaupstaðar. Nýtt skip „Æskan"
bætist í siglfirzka flotann
næstu daga. Isafold s/f, undir
dugmikilli stjórn Þráins Sig-
urðssonar framkvæmdarstjóra
mun reka íshús sitt a. m. k.
fyrri hluta vetrar og gera út
tvö skip.
Jlraðfrystihús Síldarverk-
smiðja rfkisins sem aðeins
hefur fryst Iftilsháttar af síld
f sumar mun vera að hefja fisk-
móttöku og fiskvinnslu. Tunnu-
verksmiðja ríkisins mun hefja
tunnusmíði fyrr á þessu hausti
en undanfarin ár og smíða
fleiri tunnur. Miklar bygginga-
framkvæmdir eru nú í gangi og
aukast sennilega ef vel viðrar
framvegis. Unnið verður í hafn-
arframkvæmdum og ýmsu öðru
á vegum Siglufjarðarkaupstað-
ar. Ekki er ennþá vitað, hvað
verður með rekstur Niðurlagn-
ingarverksmiðju S.R. sem
miklar vonir voru við bundnar.
Þvf miður hefur þar orðið tjón á
veginum, sem tafið hefur fyrir.
Þessi verksmiðja á að geía
verið vinnustaður fjölda manna
og margfaldað verðmæti salt-
síldarinnar. Allir vona að úr
örðugleikum verksmiðjunnar
rætist sem allra fyrst. Einn
sfldarsaltandi, Ólafur Óskars-
son, tók upp á þeirri nýlundu
að flytja hingað 4.500 tunnur
af saltsfld frá Raufarhöfn. Mik-
il vinna er við síldina eftir að,
hún kemur í tunnurnar og þar
til hún er send á markaðinn
erlendis.
/4 Austurhöfnum mun vera
fátt um fólk að síldveiðum
Ioknum og þvf ekki fyrir hendi
sá vinnukraftur, sem til þess
þarf að halda við pækli á tunn-
unum, „umpakka" hana, „sort-
era“ og meðhöndla hana þannig
að hún verði sú eftirsótta vara
sem hún skal vera, því mun nú
í ráði að flytja eitthvað af
hinu mikla saltsíldarmagni frá
Austurlandi til Siglufjarðar,
þar sem fólk er fyrir hendi sem
„kann sitt fag“.
Er þess að vænta, að úr
þessu verði sem fyrst, í stórum
stfl. Við það skapast mikil
Framh. á bls. 6
Nú er kyrrð og ró yfir Siglufirði. Löndunarkranar síldarverksmiðj-
anna standa ónotaðir og bera við snævi þakin fjöllin. Það er
komið haust, — haust eftir sutnarið, sem aldrei kom.
Lítið líf er á síldarplönunum. Síldarvagnamir hafa verið teknir
af sporinu og standa nú óhreyfðir. Nokkrir mávar horfa út á sjóinn
í von um meiri sfld, þvf að tilvera þeirra eins og annarra Sigl-
firðinga byggist áð miklu leyti á sfldinni. Snjór er niður f miðjar
' hlíðar hinna háu fjalla, sem umlykja Siglufjörð. Það er kuldalegt
um að litást, eri vorilh um sumar eftir þetta sumar vakir enn með
Siglfirðingum.
brást á