Vísir


Vísir - 16.09.1963, Qupperneq 11

Vísir - 16.09.1963, Qupperneq 11
VÍSIR . Mánudagur 16. september 1963. n 21.00 22.00 22.30 22.55 23.00 Wagon Train The Twilight Zone Peter Gunn Afrts Final Edition News Big Time Wrestling Styrkveiting Sendiráð Sambandslýðveidisins Þýzkaiands í Reykjavík hefur tjáð Spáin gildir fyrir þriðjudag- inn 17. september. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Fleira bendir nú til þess að þú ættir að einbeita þér að aukningu framleiðslunnar og meiru atvinnuöryggi. Reyndu einnig áð bæta starfshæfn; þína. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Nýtt Tungl. Sú vika sem nú fer í hönd verður áberandi hvað ástamálum viðvíkur, rómanU'k og jafnvel skapandi listum. Reyndu að fullkomna betri eigin Ieika þína. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Nýtt Tungl. Jafnvel þó að þú hafir gert allt sem í þínu valdi stendur til að sporna við þróun málanna, þá er óhjá- kvæmilegt að til tíðinda kunni að draga. Krabbinn, 22. júnl til 23. júlf: Nýtt Tungl. Þú býrð nú yfir meiri hæfileikum en að vanda lætur til að hugleiða hlutina. Það mun hjálpa þér tii að öðl ast það sem þú hefur löngun til og búa þér meira öryggi. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Nýtt Tungl. Vikan, sem nú fer í hönd verður áberandi fyrir fjármálin, hvers þú aflar, eyðir eða leggur fyrir. Það mun tals vert reyna á þig og hæfni þína til að ráðleggja öðrum. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Ef þú ert persóna sjálfshyggin og eigingjörn þá eru allar líkur til að hið nýja Tungl nú muni efla þessar tilhneigingar hið innra með þér næstu fjórar vik urnar. Forðastu einnig ótilhlýði lega sérvizku. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Nýtt Tungl. Það fjögurra vikna tímabil, sem fer nú í hönd verð ur áberandi fyrir einkalíf þitt og nauðsyn þess að kafa niður á botninn á hlutunum. Drekin, 24. okt. til 22. nóv.: Þú munt taka meiri þátt í félags lífinu . næstunni heldur en þú hefur gert að undanförnu t. d. í þeim klúbb, bræðrafélagi eða trúfélagi, sem þú kant að vera meðlimur f. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Nýtt Tungl. Næstu fjórar vikurnar mun reyna mjög á á- byrgðartilfinningu þína og heið- þfnaur svo og metnaðargirni. Hertu þig vel áður en þú byrjar fjallgönguna. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Ýmsar breytingar kunna að verða á döfinni, sem eiga sér stað svo skyndilega að þú eigir erfitt með. að átta þig á því næstu fjórar vikurnar. Vatnsberihn, 21. jan. til 19. febr.: Horfurnar á sviði fjármál- anna munu fara allverulega batnand; með nýju tungli næstu fjórar vikurnar. Gakktu úr skugga um að þeir, sem þú átt viðskipti við séu fullkomlega heiðarlegir. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz: Nýtt Tungl. Það tímabil, sem nú fer í hönd næstu fjórar vikurnar verður áberandi fyrir að keppinautar þínir og félagar munu hafa yfirhöndina á flest um sviðum. Þú ættir því að miða aðgerðir þínar við aðgerð ir þeirra, en brjóta ekki upp íslenzkum stjórnarvöldum, að Alexander von Humboidt-stofn- unin muni veita styrki til rann- sóknarstarfa við háskóla- og vís- indastofnanir í Þýzkalandi há- skólaárið 1964-1965. Styrkirnir eru tvenns konar: 1. A-styrkir, sem nema 800 þýzk- um mörkum á mánuði um 10— 12 mánaða skeið frá 1. októ- ber 1964. 2. B-styrkir, sem nema 1100 þýzk um mörkum á mánuði um 10 — 12 mánaða skeið, að öðru jöfnu frá 1. október 1964 að telja. Umsækjendur um hvora tveggja styrkina skulu hafa lokið fulln- aðarprófi við háskóla í vísinda- grein þeirri, er þeir hyggjast leggja stund á. Þeir skulu að öðru jöfnu vera á aldrinum 25 — 40 ára. Umsækjendur um A-styrki skulu hafa starfað að minnsta kosti tvö ár við háskólakennslu eða rannsóknarstörf. Umsækjend- ur um D-styrk; skulu annað hvort hafa kennt við háskóla eða stund að sjálfstæð rannsóknarstörf um að minnsta kosti fimm ára skeið og ritað viðurkennd vísindarit. Fyrir alla umsækjendur er nægi leg þýzkukunnátta áskilin. Innritunargjöld styrkþega greið ir Alexander von Humboldt- stofnunin. Til greina getur komið, að hún greiði einnig ferðakostn- að styrkþega til Þýzkalands og heim aftur, svo og nokkurn við- bótarstyrk vegna eiginkonu og barna. Eyðublöð undir umsóknir um styrki þessa fást í menntamála- ráðuneytinu, stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg. Umsóknir þurfa að vera í þríriti og skulu hafa borizt ráðuneytinu fyrir 15. októ- ber næstkomandi. Pennavinir Blaðinu barst nýlega bréf frá ungum Belgíumanni, sem óskar eftir að komast í bréfasamband við ungt íslenzkt fólk, stúlkurn- ar helzt á aldrinum 17—18 ára. Hann heitir De Bruyn og er tuttugu ára gamall, ennþá 1 skóla. De Bruyn hefur gaman af góð- um bókum og tónlist, og einnig íþróttum. Hann fer m. a. á skíði á veturna og syndir á sumrin. Hann getur skrifað á þýzku, frönsku eða ensku. — Fyrir þá, sem skyldi langa til að heyra nán ar til hans, er heimilisfangið: De Bruyn Florent 66, Avenue de Smet de Naeyer, Ostend, Belgium. Söfnin Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er opið alla daga í iúli og ágúst nema laugardaga frá kl. 1.30 til.4. Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega frá kl. 1,30 til kl. 3,30 Tæknibókasafn IMSÍ er opið alla virka daga nema laugardaga kl. 13—19. Þjóðskjalasafnið er opið all3 virka daga kl. 10—12 og 14—19. Landsbókasafnið. Lestrarsalur opinn alla virka daga kl. 10—12, 13—19 og 20—22 nema laugar- daga kl. 10—12 og 13—19. Ot- lán alla virka daga kl. 13—15.. Árbæjarsafnið er opið á hverjum degi frá kl. 2—6 nema á mánu- dögum. Á sunnudöguro er opið frá kl. 2—7. Veitmgaf í’Dillons- húsi á sama tíma. Þjóðminjasafnið og Listasafn Ríkisins eru opin þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnu daga. Frá kl. 1,30-4. ©s kóng- urinn Meðan Krákur rann mjúklega inn í höfnina í Kneez, urðu miklar breytingar á borginni. Fánar voru dregnir að hún og svalir húsanna voru skreyttar með blómum. Hoppandi Höfrungar, hrópaði Kalli kapteinn, skyldi vera ein- hver helgidagur hjá þeim? Kannski er það markaðsskemmt- un, svaraði stýrimaðurinn. Hann var í ljómandi skapi, og lét stýr ið leika í höndum sér. En kapp er bezt með forsjá. Varaðu þig fífl ið þitt öskraði Kalli, hart á stjórn borða. Á bakborða lá glæsileg fánum skreytt snekkja. En stýri maðurinn var ekki nógu fljótur. Það heyrðist ærandi brak, þegar Krákur rakst á snekkjuna. Síðan var þögn, og ekkert heyrðist nema í loftbólunum sem leituðu upp á yfirborðið, þvi að fína skipið var að sökkva. R I P BC I R Ef þér lítið upp herra Kirby, segir Ming, þá munið þér sjá að einn manna minna hefur yður í sigti. Rip lítur upp og horfir beint í illilegt hlaupiðáLugernum Og það er annar bak við yður, og einn á báðar hliðar. — Aumingja Rip lítur í kringum sig, og mikið rétt, 45 caliber hlaup b' um. Þeir geta e1'’ fyrr en ég hefi d. ógnandi Ming, segir Rip. Ah, og er það að hon eitt af því sem þér vilduð kalla 3 mig jöfn skipti? r herra FRÆGT FÓLK Nýlega fór fram hjónavígsla á einni brúnni, sem Iiggur yfir landamæri USA og Kan- ada. Yfirvöld beggja landanna höfðu gefið leyfi sitt til þessa vegna þess að brúðurin var fióttastúika frá Austur- Evrópu, á.n vegabréfsáritunar til USA, en brúðguminn var nýlega skilinn og mátti þess vegna ekki ganga í hjónaband í Kanada. >f" Walt Disney er mikill ætt- jarðarvinur — og hann sýnir það svona við og við. Nú hefur hann gert það sem hann kallar „elektróniska styttu“ af Abraham Lincoln og hún á að vera á heimssýningunni í New York. Walt Disney. Styttan fær að sjálfsögðu stæði í deild Illinois og þar mun Lincoln sitja i stól, hreyfa sig, standa upp og setj- ast aftur, fitla við frakkaupp- slögin eins og Lincoln var svo þekktur fyrir — og halda tíu mínútna ræðu . Ræðan verður að sjálf- sögðu hin sögulega „Gettys- burg address“, sem sérhvert bandarískt skólabarn kann utanað. >f Þannig gengur það til í Texas: Eiginkona olíumilljónamær- ings fór til lögfræðingsins og bað hann um að sjá um skiln- að hennar við eiginmanninn. — Hver er ástæða frú mín góð? spurði lögfræðingurinn. — Maðurinn minn reykir alltaf í rúminu. — Hm, ég er hræddur um að þetta sé ekki nægileg skilnaðarorsök. — Ekki nægileg ástæða til að skilja við hann? hrópaði frúin. — Á ég allt mitt líf að þola að hann kveiki í eld- spýtunni á bakinu á mér? Til þess að komast undan lögunum gegn fjárhættuspil- um hafa Bandaríkjamenn hingað til mikið notað „fljót- andi spilavíti“. En nú hafa hinir snjöllu herramenn á Miami fengiö nýja hugmynd. Þeir hafa komizt að því að um 50 km undan strönd Miami eru mikl- ar grynningar og þar ætla þeir að reisa spilavíti, sem armar réttvísinnar ná ekki tll.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.