Vísir - 05.10.1963, Side 1
Blaðið ð dag
Þess munu vafalaust engin
dæmi í sögu haustleita að leit-
armenn hafi verið fiuttir á sleð-
um með beltisdráttarvélum og
jarðýtu í fyrstu göngur fyrr en
nú í haust, að þetta gerðist norð
ur á Eyvindarstaðaheiði fyrir
nokkrum dögum.
í þennan einstæða ieiðangur
var lagt frá Steiná í Svartárdal
og var haldið áfram sam-
fleytt í 16 klukkustundir, eða
frá kl. 1 e. h. á þriðjudag til kl.
5 á miðvikudagsmorgni, en þá
var komið á leiðarenda að svo-
kölluðum Ströngukvíslarskála,
alllangt fyrir norðan Hofsjökul.
Á þessum 16 klukkustundum,
sem ferðin inn eftir tók, fengu
gangnamennirnir, 12 karlar og
2 stúlkur, að reyna öll stig ís-
lenzkrar veðráttu, allt frá blæja
logni og glampandi sólskini yfir
í fárviðrj með öskrandi stór-
hríð og síðan bleytuhríð með
roki.
Það voru þreyttir smalar, van
svefta, holdvotir og umfram
alit kaldir, sem bar að garði í
Ströngukvíslarskála kl. 5 á mið-
vikudagsmorgni En þar f skál-
anum var fyrir fjallkóngur
þeirra Eyvindarstaðaheiðarleit-
armanna, Sigurður Guðmunds-
son frá Fossum, við fimmta
mann. Höfðu þeir vakað eftir
hópnum og höfðu heitt kaffi á
kónnunni handa honum, enda
var það vel þegið og þakksam-
lega.
Ekki var þó til setunnar boð-
ið, því f húfi var líf nokkur þús
und fjár þeirra Svartdæla og
því varð að bjarga hvað sem
tautaði. Eftir klukkustundar-
svefn voru smalarnir ræstir og
skipað f leit. Sumir höfðu ekki
þurr föt til skiptanna og urðu
að hefja göngu í sömu blautu
fötunum og þeir komu í um
morguninn. Þá var nær óstætt
sökum hvassviðris, en samt var
ekki hikað við að gera skyldu
Framh. á bls. 5.
Grettla flutt í leikrítsformi
Það hefur farið í vöxt hjá
ríkisútvarpinu upp á sfðkastið
að flytja framhaldsleikrit,
þannig að ýmsum bókmennta-
verkum hefur verið breytt í
leikritsform. Hefur þetta notið
óskiptra vinsælda meðal hlust-
endanna. Til dæmis var saga
Einars Kvarans, Ofurefli, flutt
í fyrra, svo var og með Lornu
Doon o. fl. verk. Ennfremur er
farið að flytja léttari verk, svo
sem leynilögreglusögur f þessu
vinsæla og áhrifamikla formi.
En innan skamms verður far-
ið út á nýja braut f þessu. Ein
af íslendingasögunum, eða
Grettis saga verður flutt í leik-
ritsformi, eða nokkrir kaflar úr
henni. Á að hefja flutning á
henni í útvarpið um næstu
mánaðamót, og er nú unnið
að því að taka kaflana upp á
segulband. Væri það skemmti-
legt ef þetta tækist vel og
fleiri íslendingasögur fylgdu á
eftir.
Framh. á bls. 5.
Leitarfólkið gengur á eftir jarðýtunni sem ryður brautina. Þannig var haldið áfram linnulaust í
16 kist. oft f kafaldsbyj.
VISIR
Bls. 2 Verðlaunakrossgáta
— 3 Myndir frá æfingu á
leikritinu „Flónið“ í
Þjóðleikhúsinu
— 4 Þriðji þáttur Denn-
ing-skýrslunnar.
— 6 Viðtal við Ketil
Ingólfsson.
— 7 Ónýtir bilar.
— 8 Kosið í A.-Þýzkal.
— 9 Undrareikningsað-
ferð Trachtenbergs