Vísir - 05.10.1963, Síða 3

Vísir - 05.10.1963, Síða 3
V t S I R . Laugardagur 5. október 1963 aras /----------------------------- t Glatt á hjalla í kaffinu. „Þú varst langskást, elskan“, seg- ir Lárus og lætur vel að Krist björgu. „Ég verð að fá tíma til að segja, að ég dái konuna mína“, áminnir Ævar. Frá vinstri: Rúrik Haraldsson, Bessi Bjarnason, Ævar R. Kvaran, Kristbjörg Kjeld, Lárus Pálsson og Baldvin Halldórsson. Á bak við sést vinkona allra, Guðrún, sem býr til kaffið handa mann- , skapnum. v—;-------------------------- FLÓNIÐ Hver er morðinginn? Flónið eða frúin, herrann eða þjónn- inn? Böndin berast að hverjum á fætur öðrum, flónið gerir ýmist að sverja sakleysi sitt eða játa á sig glæpimr, en aldrei er henni trúað. Spennan eykst í sífellu, kerskniyrði fljúga á milli, tilsvörin eru djörf og fyndin, það er erfitt að ráða við sig, hvort þetta er harm- rænn gamanleikur eða gaman- samur harmleikur, en þannig er nú lífið sjálft. Eftir rúmlega tveggja tíma æfmgu er hlé, og leikararnir streyma fram í kaffistofu Þjóð- leikhússins, aftur orðnir þeir sjálfir, a.m.k. i bili. Og þó. Enn virðast þeir niðursokknir í hlutverk sfn og ræða gang Ieiksins af miklu kappi. Svolít- ið hraðara þarna, og þessi og hin setningin kom of seint eða of snemma. „Ég verð að fá tíma tii að segja, að ég dái konuna mína“, segir Ævar Kvaran. „Þið megið alls ekki taka fram í fyrir mér þar“. „Meira tempo, meira tempo“, segir Ieikstjórinn, Lárus Páls- son. „Þetta verður að ganga greitt“. Hann tekur um hálsinn á Kristbjörgu Kjeld. „Ein af þeim æfingum, sem eru mar- tröð hvers leikara — allt þungt og dautt“. „Og þá lítur hann á mig!“ verður Kristbjörgu að orði og finnst víst heimurinn óréttlát- ur, eins og hún er búin að Ieika vel. „Nei, nei, elskan, þú varst langsk^st“, bætir Lárus fyrir brot sitt. „Hvernig megum við hin þá hafa verið?“ dæsir Róbert Arn- finnsson. Það er mikið um góð- látlega ertni í þessum káta hópi. En það er elcki til setunnar boðið; þriðji þátturinn er enn eftir. Leikararnir standa upp og verða aftur að dómurum og sakborningum, vitnum og morðingja. En hver HANN er, má ekki segja. „Þér eruð skítakarakter“. Bessi Bjarnason sem ritarinn. „Frúin? Hún er lygin eins og rakari“. Guð- ♦ „Þér voruð svo nærri, að ég hélt, að þér björg Þorbjamardóttir í hlutverki hinnar tignu ætluðuð að fara að kyssa mig“. Kristbjörg frúar. Kjeld sem „flónið“, Rúrik Haraldsson sem dómarinn, Ævar R. Kvaran t.h. ■*• „Ég viðurkenni, að það var rangt að handtaka hana“. Róbert Amfinnsson hefur sínar efasemdir, Rúrik hlustar á.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.