Vísir - 20.11.1963, Blaðsíða 15
VlSIR . Miðvikudagur 20. nóvember 1963.
75
Augnatillit sumra karlmann-
anna bar því vitni, að þeir voru
óforbetranlegir fjárhættuspilarar
sem ekki gátu um neitt annað
hugsað en að græða á spila-
mennsku. Margir þeirra voru
ungir menn og fríðir sýnum, en
grunsamlegir, óaðfinnanlega
klæddir, flestir í kjólfötum og
virtust hafa fjárráð nóg. Aðrir
virtust utan af landi eða stúd-
entar og skorti hina fyrri glæsi-
leikann, en hina síðarnefndu
glæsileg klæði. Og loks voru
gráhærðir öldungar, en einhvern
veginn fannst manni ekki hægt
að bera virðingu fyrir silfurhær-
um þeirra manna.
Paroli nálgaðist spilaborðið.
— Ef þér setjist við hliðina á
mér, sagði ung kona, flyt ég
mig tafarlaust, því að ég er bú-
in að reyna það einum tíu sinn
um að óheppnin eltir mig, þegar
þér eruð nálægt manni.
Italinn settist án þess að svara,
en unga konan stóð upp þegar:
— Mér finnst nú sannast að
segja ,að það ætti að draga um
sæti.
Frú Thiron kom nú inn og
með henni 4—5 „fastagestir".
— Við búumst ekki við fleir-
um, sagði frú Thiron, svo að það
er ekkert því til fyrirstöðu að
’byrja.
' Hófst nú fjárhættuspili^- og
gekk lengi vel svo, að Angelo
ýmist vann eða tapaði, og var
enn hvorki betur eða verr settur
en þegar hann byrjaði, og hugg
' aði hann sig við, að enn væri þó
von um, að harin færi að hafa
^heppnina með sér.
Og það ótrúlega skeði, að
!frankarnir hans 24 talsins voru
brátt orðnir 4000, og hann hélt
áfram að spila, kaldrifjaður á
svip og rólegur og enn var heppn
in með honum.
, Innan stundar hafði hann unn-
'ið 8000.
Hann hugsaði sem svo, að nú
væri rétta augnablikið til að
>hætta, en eftir andartak sagði
hann titrandi röddu.
—- Það eru 8000 í borði. Á-
fram með spilið. Brátt hafði
.hann unnið 16.000 franka og
, spenningyrinn var sívaxandi.
Enn var tækifæri til að hirða
það, sem hann hafði unnið, en
hann notaði það ekki.
— 16 þúsund í borði. Áfram
með spilið!
Seðlamir komu úr öllum átt-
um fljúgandi. Angelo lagði sjö
til vinstri svo sjö til hægri og ás
í miðju.
I sömu svifum var kallað:
— í nafni laganna. Enginn má
hreyfa sig úr stað. Allir litu til
dyra og sáu þar lögreglufulltrúa
og nokkra óeinkennisklædda lög
reglumenn.
Paroli ætlaði að hirða það,
sem hann hafði unnið, og byrj-
aði að sópa því til sín, en lög-
regluþjónn hindraði hann í því,
og hann gat ekki náð svo mikið
sem einum einasta gullpeningi.
Hinir lögregluþjónarnir gáfu
nánar gætur að hinum fjárhættu
spilurunum.
— Herrar mínir og dömur,
sagði lögreglufulltrúinn, ég legg
löghald á féð sem er í borði og
neyðist til að biðja upplýsinga
um nöfn yðar og heimilisfang.
ítalinn var náfölur. Hann
starði á peningahrúguna á borð
inu, gull og seðla, sem voru rétt-
mæt eign hans — næstum 25
þúsund frankar, og nú átti að
ræna hann þessu og það í lag-
anna nafni. Ekki hafði hann stol
ið þessu, hugsaði hann, en nú
stela þeir því frá mér. í fyr3ta
skiptip á æfinni Jiefi ég haf
heppnina með" mér —"og sjá
hversu fer!
Maddama Thiron skalf og titr
aði frá hvirfli til ilja. Hún vissi
hvað nú mundi gerast. Allt yrði
tekið af henni og hún mundi
standa uppi slypp og snauð. Og
ekki aðeins efnahagslegt hrun,
heldur væri og fangelsi fram-
undan.
— Hver skyldi hafa komið
upp um mig? hugsaði hún og
komst að þeirri niðurstöðu, að
það mundi þerna hennar hafa
gert, en þeim hafði sinnazt dag-
inn áður, og hafði frú Thiron,
eftir snörp orðaskipti, rekið
hana úr vistinni.
Og þetta var líka svo. Stúlkan
hafði farið rakleitt í lögreglu-
stöðina, og þar sem frúin hafði
gleymt að láta hana skila lykl-
um, fékk lögreglan þá og gat
komið öllum að óvörum.
Lögreglufulltrúinn skrifaði
upp nöfn allra viðstaddra, eins
og venja er, þegar slíkar hús-
rannsóknir eru gerðar, og atvik-
aðist þannig, að Paroli rak lest-
ina.
— Hvað heitið þér, herra
minn, og hvar eigið þér heima?
Italanum leið á þessari stundu
eins og manni sem hrapað hefir
af hamingjutindi niður í hyldýpi
örvæntingar, en hann hafði bú-
izt við þessari spurningu, og
vissi, að ef hann segði sitt rétta
nafn, yrði hann kvaddur sem
vitni, og það mundi kóróna
skömm hans og niðurlægingu,
og hann engrar viðreisnar getað
átt sér von, og hikaði hann nú
ekki við að segja rangt til nafns
og heimilisfangs:
— Paul Ermont!
— Hvarheima?
— Cadetstræti 19.
— Staða?
— Ég starfa hjá postulíns-
framleiðanda í Paradis-Poison-
nairegötu.
Þegar þessu var lokið, sagði
lögregluf ulltrúinn:
— Þið getið farið, en ykkur
ber að mæta í rétti, þegar þið
verðið til þess kvödd.
Og fjárhættuspilararnir fóru
einn af öðrum og Paroli leit í
hinzta sinn á peningahrúguna,
sem lögreglufulltrúinn var nú
Jrivriaður að teiia. ; „ í
imigar/aji gel^Mið^^^iuis
og drukkinn maður og var'érst
í huga að binda endi á allt sam-
an og stytta sér aldur. En
út á götuna kom, lagði hann af
stað, eins og í leiðslu, gekk stór-
um skrefum, eins og hann ætti
erindi að reka í flýti og skeytti
engu, þótt ískaldur næðingur-
inn blési um hann. Hann vissi
í rauninni ekki hvert hann var
að fara, en hann nálgaðist stöð-
ugt húsið, sem hann bjó í við
Brochantgötu í Batignolles.
Hann gekk frajnhjá leikhúsi,
sem var ljósum lýst, og sá, að
þetta mundi vera milli þátta,
því að margt yfirhafnalausra
manna var í fordyrinu. Klukkan
var farin að ganga 10 og fátt
manna á ferli, enda kalt og allar
búðir lokaðar. Hann var nú far-
inn að ganga hægar og var svo
niðursokkinn í hugsanir sínar,
að hann veitti ekki athygli ungri
konu, sem kom út úr húsi
skammt frá honum, og flýtti sér
T
A
R
Z
A
N
Þið skerið ekkert hérna, segir
höfðinginn. Farið burtu ókunnu-
menn. Ef ég gæti náð einum ormi,
segir Medu, þá gæti ég sannað
IP I LAWCErjUST YWc-
OWE SORE,TARZA>J, / EUT WE
1 SHOW TNEM A
yivi worw. ..
K.ILUMS THE/A'.
<{ PORCE '•
\ WISZO.W O:- ■
A SUPERSTi:
> PUMOS. H/:
| /PATIENCE. W
' WILFCAT SE: .
HIS RAPIO S;?;•
PORMOi.VíiJZ
EMSRGcnC-
• V, HEL P.
þeim, að það eru þeir sem eru að
drepa ættbálkinn. Já, þáð er rétt,
. svarar Tarzan. En við verðum að
fara varlega, og megum ekki
■'v vmmzmamas&mimmsK »»111 mat
neyða aðstoð okkar upp á þá.
Við verðum að vera þolinmóðir,
þangað til Wildcat hefur sent
hjálprvbeiðnina. Ég vona að það
verði Jones iiðþjálfi sem fær neyð
arskeytið, segir Joe við Tarzan.
Hann er bezti þyrluflugmaður í
Afríku.
svo burt, eftir að hafa horft rann
sakandi augum í kringum sig.
Paroli hafði verið svo niður-
sokkinn í sjálfsmorðshugsanir
sínar, að hann hafði ekki veitt
konunni athygli, en hún hafði
séð hann og flýtti sér enn meira
burt, af ótta við, að hann myndi
ávarpa hana. Þótt stúlkan hefði
allþétta slæðu fyrir andlitinu,
sveið hana fljótt í andlitið af
kulda og vöknaði um augu.
Kippti hún vasaklút úr hand-
skjóli sínu til þess að þerra
hvarma sína, og þá datt eitthvað
á götuna úr handskjólinu, án
þess hún veitti því athygli.
Þar sem hún gekk hraðar en
ítalinn, var hún fljótt komin all-
langt á undan honum.
Allt í einu rak hann tána í
eitthvað, leit niður og sá litla
vasabók með fílabeinshlífum
liggja á götunni.
— Hvað er nú þetta? sagði
hann. Ef það væri nú andvirði
einnar máltíðar í þessari vasa-
bók. Hann gekk að næsta götu-
ljóskeri og athugaði vasabókina
nánar og sá á henni stafina C B.
— Hún er fínni en svo, að
karlmaður gæti átt hana, hugs-
aði hann. Það er víst bezt að
athuga hana nánara síðar.
Þegar hann hafði gengið nokk
ur skref, kom hann að götu á
vinstri hönd. Hún lá alla leið
niður að Brochantgötu, og þá
leið fór hann.
Það var að sjálfsögðu Cecilie
Bernier, sem týndi vasabókinni.
Hún hafði ekki gleymt því, sem
þerna frú Angelu hafði sagt
henni, að frúin yrði komin heim
á ellefta tímanum, og því hagaði
Cecile "þVi svo til, að hún yrði
koririn þangað um klukkan hálf
eiíefu
Dauft ljós logaði í verzlun-
inni, og það virtist svo sem
þernan hefði beðið hennar, þótt
hún segði:
— Ég hélt kannske, að þér
.mynduð ekki koma í þessum
kulda.
— Ég skeytti engu um það.
Er frúin komin?
— Hún kom fyrir stundarfjórð
ungi og ég hef sagt henni frá
yður.
— Ég get þá fengið að tala við
hana?
— Já, ég skal gera henni að-
vart.
Þernan fór og kom að vörmu
spori og bauð Cecile inn til frú-
arinnar, sem hafði setzt við skrif
borð sitt, er hún kom. Gat Cecile
ekki varizt því að fyllast aðdáun
á fegurð hennar, en kaupkonan
fagra horfði á Cecile af nokk-
urri forvitni. Hún benti henni að
setjast og sagði svo:
i Hárgreiðslustofan
| HÁTÚNI 6, sími 15493.
Hárgreiðslustofan
S Ó L E Y
Sólvallagötu 72.
Sími 14853.
Hárgreiðslustofan
P I R O L A
Grettisgötu 31, simi 14787.
Hárgreiðslustofa
VESTURBÆJAR
Grenimel 9, sími 19218.
Hárgreiðslustofa
AUSTURBÆJAR
(María Guðmundsdóttir)
Laugaveg 13, sfmi 14656.
Nuddstofa á sama stað.
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
STEINU og DÓDÓ
Laugaveg 18 3. hæð (lyfta).
Sími 24616.
j Hárgreiðslustofan
I Hverfisgötu 37, (horni Klappar-
' stígs og Hverfisgötu). Gjörið
I svo vel og gangið inn. Engar
| sérstakar pantanir, úrgreiðslur.
PE8MA, Garðsenda 21, slm!
I 33968 — Hárgreiðslu og sriyrtl-
I stofa.
! Dömu, hárgreiðsla við allra hæfi
ITJARNARSTOFAN,
, Tjarnargötu 10, Vonarstrætis-
' megin Sfmi 14662
Hárgreiðslustofan
rr
Háaleítisbraut 20 Sími 12814
I MEGRUNARNUDD.
Dömur athugið. Get bætt við
I mig nokkrum konum i megrun-
I arnudd. Snyrtistofa Guðbjargar
Guðmundsdóttur, Laugavegi 19,
simi 12274.
ÞJONUSTAN
KJÓLBARÐA SALA •
VIÐGERÐIR
Sími 3 29 60
Ódýrár
crepesokkar
Miklatorgi