Vísir - 21.11.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 21.11.1963, Blaðsíða 2
V í SIR . Fimmtudagur 21. nóvcsnber 1963. JON BIRGIR PETURSSON Blacklaw, markvörður Burnley kastar sér í veg fyrir Bobby Smith framherja Tottenham í hinum spennandi leik á White Hart Lane. Sporarnir unnu 3:2. Allt logaíi í slagsmátm eftir að Law var vtsað út Sheffield United heldur enn forystu Denis Law, varð 20. leik- rnaðurinn í ensku deildar- íceppninni til að verða rek- inn af leikvelli fyrir gróft brot. Þetta var gegn Aston Villa og leikurinn gekk Ipiplílllíliilll m!' jðdbsnMriBHg I . (!,' - , , f ....::■; /jjjf/ f i' il n|ps sannarlega ekki vel fyrir Manch United, sem hafði METSÖLUBÓK UM ALLAN HEIM GIUSKPFE diLAMPEDUb ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ til mikils að vinna, því sig- ur hefði þýtt að liðið hefði verið jafnt toppliðinu Sheff. United með 24 stig. Leikurinn hófst svo að segja með tveim mörkum Vilia, sem framherjinn Deakin átti mikinn þátt í að skora. Einmitt sami mað- ur, Deakin, varð á 33. mín. fyrir heiftarlegri árás Law, sem þegar í stað fékk „reisupassann“, en Villa fékk aukaspyrnu og Deakin tekinn til aðgerðar á hliðarlínu. Nokkru seinna varð að • senda lögreglu- þjóna inn í áhorfendaskarann til að halda ró og spekt, en áflog höfðu brotizt út. Aston Villa hafði öll ráð í hendi sér og vann 4:0, en annars varði markvörður þeirra mjög vel og bjargaði miklu. Sheffield United heidur foryst- unni f deildinni eins og fyrr er greint, en Sheffield tapaði fyrir næstneðsta liði deildarinnar. Bolton 0:1 á heimavelli sínum um helg- ina. Þetta dýrmæta mark skoraði Deakin (óskyldur Deakin hjá Aston Villa). Arsenal hefði með sigri getað náð toppsæti 1. deildar en tapaði fyrir Chelsea með 1:3 á heimavelli Chelsea. í næstu sætum við Shef- field United, sem er með 24 stig eftir 18 leiki eru þessi lið: Liver- pool með 17 leiki og 23 stig, Tott- enham með 17 leiki og 23 stig, Blackburn með 19 leiki og 23 stig og Arsenal með 19 leiki og 23 stig. Manchester United er með 22 stig eftir 18 leiki og Everton með 21 stig eftir 17 leiki, en Burnley með sama stigafjölda eftir 19 leiki. Ipswich tapaði enn og er Iangneðst I 1. deild og álitið dauða dæmt en nú tapaði liðið fyrir Úlf- unum á útivelli. í 2. deild náði Sunderland enn forystunni með sigri yfir Leyton Orient á heimavelli slnum með 4:1. Sunderland hefur 28 stig eftir 19 leiki, en Leeds gerði jafntefli við Preston 1:1 og hefur 27 stig eftir 18 leiki. Preston er í 3. sæti með 26 stig eftir 18 Ieiki og Swindon, sem kom upp í fyrra er 4. með 25 stig eftir 18 Ieiki. Á botninum berjast Scunthorpe og Plymouth en þau léku um helg- ina og vann Scunthorpe með 1:0. r Iþrótíakeppni skólanna: Núpsskóli sigraði Keppni rkálanna svokölluð „keppni í fjarlægð“ fyrir 1962— 1963 vannst af Núpsskóla í V-lsa- fjarðarsýslu. Árið áður vann Reykjaskóli í V-Húnavatnssýslu keppnina. Keppni þessi fer fram á vegum íþróttafulltrúa og FRÍ og er á milli héraðsskólanna f landinu. Reglur eru þessar, en keppnin fer nú fram þriðja veturinn í röð: 1. Keppnisgreinar: langstökk án tilhlaups, þrístökk án tilhlaups, há, stökk með tilhlaupi. Keppa má úti sem inni Fylgja skal gildandi leikreglum. 2. Keppnistímabilið er starfstími skóla Árangur sendur fyrir 1. maí til Fræðslumálaskrifstofunnar — íþróttafulltrúa —, Reykjavík. 3. Stúlkur keppa sér og drengir sér. Stúlkur keppa ekki í þrístökki. 4. Fiokka skal nemendur þannig. Yngri flokkur 13 ára — 15 ára (þau, sem fædd eru 1948, ’49 og ’50). Eldri flokkur 16 ára og eldri (þau, sem fædd eru 1947 og fyrr). 5. Allir nemendur fyrrnefndra ald ursskeiða geta verið þátttakendur. Árangur skólans í hverri grein inn- an hvors flokks er meðaltal af árangri 30% nemendanna. Nemi 30% fjölda nemanda broti, skal fjöldi þátttakenda skólans miðast við næstu heilu tölu fyrir ofan. Dæmi. 7 drengir 13—15 ára. Með- alárangur skólans er þá saman- lagður árang. 3 drengja deilt með 3. 6. Sá skóli, sem beztan meðal- árangur hefur í einni grein, fær fyrir það jafnmörg stig og þátttöku skólarnir eru margir. Dæmi: 21 sk. með í yngri flokki (13 — 15 ára). Skóii með bezta meðaltal fær þá f þeirri grein 21 stig. Verði 2 eða fleiri skólar með jöfn meðaltöl, fæst itigatala hvers skóla þannig: 6 skólar jafnir. Summa efstu raðtal anna niður frá 21 í 16 deilist með 6 þ.e. 111:6 — 18*4 st. Næsti skóli á eftir þeim hlýtur 15 stig. 7. Lokasigur fellur í skaut þess skóla, sem hlýtur samanlagt flest stig. Verði 2 eða fleiri skólar jafnir telst sá skóli sigurvegari, sem á 2 betri meðaltöl. Séu þeir enn jafnir, sigrar sá, sem á betri árangur ein- staklings (bezta manns) í fleiri grein um. 8. Samhliða því, að gefið er upp meðaltal hverrar greinar, skal gefa upp bezta árangur í hverri grein. Ekki er rétt að framkvæma keppni þessa þannig, að ákveða einn eða tvo mótsdaga heldur mæla árangur nemenda 4 — 5 sinnum á tímabilinu og skrá hann í ,móts-eða keppnis" bók. Taka skal svo þann árangur hvers nemenda ,sem bezt- ur er á tímabilinu. í leikreglum er kveðið á um há- stökk, að það skuli stökkva yfir þrístrenda rá. Slíkt stökktæki er ó- víða til og því er leyft að nota bambusstöng, sívalt eða strent skaft. Kennurum er treyst til þess að kenna nemendusn leikreglur við- komandi greina og hvernig mæla skuli nákvæmlega. Kunni nemend- ur reglurnar og einnig hversu mæla skuli og færa árangur í keppnisbók, er þeim treystandi til að vinna að mestu sjálf að keppn- inni. Hreinsum vel og fljótt Hreinsum allan fatnað — Sækjum — Sendum EFNALAUGIN LINDIN H.F., Skúlagötu 51, slmi 18825 Hafnarstræti 18, simi 18820.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.