Vísir - 21.11.1963, Side 9

Vísir - 21.11.1963, Side 9
V1SIR . Fimmtudagur 21. nóvember 1963. n Guttormur J. Guttormsson HÁLFNÍRÆÐUR ” /p^dagar vorfr etru sjötíu ár og þegar bezt lætur átta- tíu ár“. Satt er það að vísu, að sumir menn komast yfir þetta há- mark, og þó örfáir af öllum fjöld- anum. Nú hafa stórskáldin ávallt verið harla fásén innan um allan manngrúann, svo að þess er með engu móti að vænta, að það komi nema örsjaldan fyrir að nokkurt þeirra Iifi fimm ár fram yfir þetta hámark, sem hebreska skáldið tiltók. Um ekkert íslenzkt stórskáld átti það sér stað á nltj- ándu öld, en á tuttugustu öld hefir það eitt sinn borið við. Matthías Jochumsson lifði þenna afmælisdag sinn, en það var rétt að svo gæti talizt og hann var þá að kveðja jarðlífið. En það skáld íslenzkt, sem flestir munu telja að setið hafi I öndveginu síðan Einar Benediktsson féll frá, er ekki aðeins lifandi heldur og f fullu fjöri til þess að halda þenna mikla afmælisdag sinn, þvl Guttormur J. Guttormsson er fæddur 21. nóvember 1878. Og þó að hann sé fæddur vestur I Kanada, og þvf ekki fslenzkur nema að ætterni og móðurtungu, þá er hann svo íslenzkt skáld að ekkert skáld er, né nokkru sinni var, fslenzkara. Það er kynlegt að þetta skuli mega segja um eitt af höfuðskáldum Bretaveldis. Þvf enginn vafi getur á þvf Ieik- ið, að það er hann líka. En ef við finnum til nokkurs stolts yfir þessum stórhöfðingja bókmennt- anna, þá skulum við samt, sjálfra okkar vegna, miklast hóflega. Þvf að aldrei var matið á hon- um svo hátt hér á landi að for- ráðamenn okkar sæju ástæðu til þess að heiðra hann með skálda- Iaunum, enda þótt þannig hafi þeir heiðrað þau skáld, sem eng- inn mundi kalla beinlfnis andlega risa. Aldrei heiðruðum við heldur Stephan G. Stephansson á þann hátt, en um hann var lfkt ástatt, nema hvað hann hafði f tilbót fs- lenzkan fæðingarétt (var Skag- firðingur alveg á sama hátt og Hallgrímur Pétursson). En það mun naumast umdeilanlegt, að Stephan var eitt hinna mestu skálda er nokkru sinni ortu ljóð á fslenzka tungu. Honum reistu Bretar minnisvarða. Jæja, bæði björguðust þessi skáh'. án íslenzks sveitarstyrks. Við skulum þvf segja við sam- vizkuna: Sofðu elskan. Eigi að sfður: Fyrir fjölda fólks um þvert og endilangt Island erður dagurinn f dag fimmtu- dagurinn 21. nóvember, stór- hátfð, af þvf að Guttormur J. Guttormsson á nú stórafmæli. Um hann munu nú safnast hlýir hugir þessarar þjóðar, sem hann hefir elskað og mært — máske um verðleika fram. Fyrir fimmtán árum var þann- ið um hann kveðið (og kom á sínum tfma fyrir fárra augu). Hann má leita’ um iög og fold, leita hvar sem fer hann, íslenzkan sinn ofar mold engan jafna sér hann. Þessa lengi merkismanns miklast snillings-æra; marga strengi hefir hans harpan tónaskæra. Fáir — rökin rétt ég fann ramleg á það minna — urpu bjarma eins og hann á ættland feðra sinna. Hér þó móðurmálsins inn margföld glötun sveimi, íslenzk tunga ástmög sinn á í Vesturheimi. Veika þjóð, í vanda stödd vel þú kostinn beztan hlustaðu’ á Guttorms hvellu rödd þó hljómi ’ún yzt að vestan. Um þetta skiptir litlu máli. En það er annað, sem nokkru máli skiptir og vel má minna á við þetta tækifæri: Til Guttorms orti snillingurinn Magnús Stefánsson (örn Arnarson) sitt mesta kvæði. Og ekki bara mesta, heldur lík- lega einnig hið tilfinningardýpsta, þegar undan er skilið kvæðið til móður hans. Hann var þar að gjalda skuldina fyrir okkur, þjóðarskuldina. Fór vel á þvf, að hann, snauði maðurinn gerði það. En Magnús var snauður ein- ungis að veraldarauði. Sálin átti ærna sjóði. Og af þeim tók hann á þessum mikla gjalddaga. Jgf einhver vill sýna framtak og skrifa þannig um Guttorm að hann geri grein fyrir mannin- um og verkum hans, verður hann að gera það annars staðar en á vettvangi blaðanna. Til þess þyrfti meira rúm en hugsanlegt er að þau geti látið 1 té, enda eru þau ekki rétti staðurinn fyrir það sem geymast á. En svo vill til, að þessa er ekki knýjandi þörf. Watson Kirkconnell hefir ritað um hann ágætlega á ensku, en ekki mun hans ritgerð mörg- um tiltæk hér á landi. Annað er nærtækara, en það er hin snilld- ariega ritgerð Arnórs Sigurjóns- sonar framan við Kvæðasafn Guttorms, heildarútgáfuna frá 1947. Sú útgáfa er annars að flestu leyti með meiri myndar- brag en tftt sé um fslenzkar ljóða bækur. Viðauki við hana, Kan- adaþistill, henni samstæður, kom svo 1958, og við skulum vona að bráðlega sjáist það sem kunnugt var í sumar, er hann var hér á ferð, að hann hefði enn tilbúið til prentunar. Svo skörulega brýndi Páll Kolka þá um það í útvarpi, að þetta yrði nú að gefa út. Tvö áðurnefnd söfn eru sam- anlögð nokkuð á sjötta hundrað sfður. Og svo þyrfti að endur- prenta leikritin, f óbundnu máli. Það er merkilegt, að þegar les- in eru yfir kvæði Guttorms í þessum tveim heildarsöfnum, mun flestum þykja sem þar sé nálega ekkert, er úr mætti fella svo að ekki hefði nokkurt tión hlotizt af. Ef ég yrði að kjósa eitthvað á burt, mundi ég hik- laust nefna til þess Herkvæðin fjögur En þau eru alls rúmar tvær síður. Yrkisefnið er svo hroðalegt að mér finnst það naumast henta í ljóð. önnur skáld hafa ort um sama efni. og ég held engu fengið þar með á- orkað. Stephan missti marks með Vígslóða sínum. Ragnari Stefánssyni mistókst með kvæði sfnu Rökkurrofum. En Sigurður Breiðfjörð tekur efnið nokkuð öðrum tökum f þriðju rímunni í Númarfmu. Og honum mistekst ekki. Það þarf mikið til þess að betrumbæta Númarímur. í niður- lagi smákvæðisins Ættjörðin, sem er í rauninni stærra í snið- unum, segir Guttormur aftur á móti það sem ósagt var látið í Herkvæðum. Hversu mikla and- styggð sem við höfum á styrj- öldum og valdi hnefaréttarins þá knýr samt heilbrigð hugsun okk- ur til að hylla þá, sem fórna lífi sínu til þess að verja heiminn Guttormur J. Guttormsson fyrir ofurvaldi mannvonzkunnar. Var það ekki þess vert að hætta og fórna lffi sfnu svo að sigrast mætti á hinni hræðilegu ó- freskju nazismanum, sem hugðist gleypa þjóðirnar? Rétta viðhorfið til styrjaldarinnar kemur fram í kvæðum þeim, er Thomas Hardy orti um þetta efni, t.d. Men who march away. A nnars er það að vonum, að þeir menn hafa ort allrabezt um þetta efni, sem sjálfir reyndu þau ósköp er Guttormur lýsir f Herkvæðum. Ég vil geta um tvö söfn slíkra kvæða, sem mér þykir ekki óhugsandi að einhverjir eigi hér, enda þótt líklegra sé, að þau eintök, er seldust í bókaverzlun minni á sfnum tfma, hafi lent f höndum enskra og amerískra her- manna. Þessi söfn voru: Poems from Italy og Poems from the Desert (þ. e. Norður-Afrfku). En ekkert verður mér minnisstæðara en smákvæði eitt, Polliciti mel- iora, sem enskur majór, Frank Thompson, orti rétt áður en hann féll f Búlgaríu 1944 og nefndi það „grafletur vina sinna“. The Times birti kvæðið að honum látnum. Niðurlagserindið er þannig: Write on the stone no word of sadness — Only the gladness due. That we, who asked the most of living, Knew how to give it too. „Ungir menn f æskuprýði einatt kunna bezt að deyja." Þessi orð Matthíasar hafa lengi orðið mér næsta hugföst, máske meðfram sökum þess, að þau voru mælt eftir móðurbróður minn og félaga hans, tvo unga efnismenn er höfnuðu f þeirri votu gröf, sem orðið hefir og verða mun síðasta hvflurúm svo margra Is- lendinga. Og hefir ekki Guttorm- ur sagt hið sama? Jú, bara með öðrum orðum. Svo mun mega telja, að í nú- tíðarbókmenntum okkar séu fern söguljóð, er af öðrum beri, og tvenn þeirra eru eftir vestur- íslenzk skáld. Jón Austfirðingur er Guttorms mesta verk, enda kennileiti f bókmenntunum. Þó að hann hefði ekkert ort annað, hefði hann samt hvergi átt sæti nema meðal stórskáldanna. Þetta er hörmungasaga og hetjusaga fyrstu landnemanna vestra, sögð af frábærri list og diúpri samúð. En eftirmæli þeirra, og þvf í rauninni eftirmáli sögunnar, er hið undursamlega kvæði, Sandy Bar, efalítið það kvæði hans, sem mestra vinsælda nýtur. En þau eru fleiri undursamleg kvæðin hans, og þó sitt með hverjum hætti, enda líklega óhætt að fullyrða að aldrei hafi nokkurt íslenzkt ská hörpu en Guttormur. og hafa þó ýmis þeirra kunnað á mörgum strengjum tök. Þeir hafa verið margir strengirnir á hörpu Hall- gríms Péturssonar. Verið hafa þau skáld (og þó ekki mörg), sem einkum gátu sér orðstír fyrir kímnina. Svo var um þá Káenn og Lúðvík Krist jánsson. En naumast var nokkur sá, er svo óf saman gaman og al- vöru sem Guttormur. Þetta er eitt af þvf, sem gerir hann nálega hverju skáldi skemmtilegri og flestum skáldum hollari. Því gamansemin er það salt sem' okkar daufa tilvera má illa án vera. En að vera gamansamur, tekst þeim einum, sem fengið hafa kímnina f vöggugjöf. Sumir eru gjörsneyddir þeirri gáfu, og af öllum skepnum jarðarinnar eru þeir menn Ieiðinlegastir. Þegar svo vitur maður og veg- lyndur sem Guttormur beitir kímninni, verður hún að hrein- asta gulli; eða þó máske öllu heldur hitt, að þá sé hún sálinni sú heilsulind sem Braminn var lfkamanum — ef trúa má vitnis- burði Gríms Thomsens. Þegar Guttormur gefur sér lausan taum- inn á þessum skeiðvelli þá er hann alveg forkostulegur. Lík- legt að iafnvel dauðum muni þá dillað að hlýða á hann, Nokkur dæmi um þetta hefði verið skemmtilegt að mega tilfæra, en það yrði of rúmfrékt. Honum er einkar tamt að kveða dvrt. og má ætla að hann verði síðastur öndvegisskálda til þess að hafa þann háttinn á, enda þótt dýru hættirnir séu sá rauði þráður sem gengur gegnum allar okkar bókmenntir. allt frá því er hirðskðldin fluttu konungum dráp ur sínar. Aldrei — þvf miður — verður aftur kveðin Ólafs ríma Grænlendings. Það lýsir oftru Guttorms á skáldum okkar (og raunar ’ ókkur hinum lfka) er hann kveður: Norræns anda aðalsmenn, æðstir landsins fursta, rímið vanda og efnið, en aðrir standa og hlusta. Þorsteinn Erlingsson gekk í skóla hjá Sigurði Breiðfjörð og féll ekki á prófinu; Guttormur hjá Jónasi Hallgrímssyni. Próf- skírteini hans er perlufestarnar ó- viðjafnanlegu, Á víð og dreif (f Kvæðasafni) og Héðan og handan (í Kanadaþistli), þrjátfu hlekkir í hvorri, hver og einn úr skíra- gulli. Hvílíkur fjársjóður, þessi sextíu kvæði. Og þar eru streng- irnir svo margir og ólíkir að ég veit hreint ekki hvort Þórarinn Guðmundsson hefir þá alla á fiðl- unni sinni. Þeir eiga ekkert sam- eiginlegt nema snillina eina, svona margbreytilega. En nú dugir ekki annað en að hemla, þó að flest sé enn ósagt; ritstjórinn segir að lagði vegur- inn sé ekki lengri. (í barnaskap mínum hafði ég haldið að búið væri að leggja alla leið til himna- ríkis.) Eitt verður samt enn að draga fram, áður en bíllinn stanz- ar. Og það er fslenzkan hans Guttorms: silfurtær eins og berg- vatnið sem vellur upp úr Gvendar þrunni. Aldrei gruggast hún. Og Wustaðu á hljóminn, stúlka góð. Svona hefir látið í hörpu Heimis. Nú veiztu það. Og njóttu nú hljómsins. Svo látum við Magnús Stefáns- son segja síðasta orðið; á því fer bezt: Svo komdu sæll, vestræni vinur, og velkominn hingað þú skalt. Þig viðmótið ætti að verma ef veðurfarið er svalt. Við heilsum þér flestir í hljóði frá hreysum f sveit og borg. Það er ekki íslenzkur siður að æpa f gleði né sorg. Sn. J. NÝ BÓK: Tveggja heima sýn Þegar Ólafur Tryggvason hug- læknir á Akureyri sendi bók sína „Huglækningar“ á markaðinn í fyrra, var hún rifin út á fáum vikum og var uppseld fyrir jól. Nú hefur Ólafur skrifað aðra bók, „Tveggja heima sýn“, sem bókaútgáfan Fróði hefur gefið út. Hún fjallar um áþekk efni og fyrri bók Ólafs, og er boðskapur hennar byggður á sömu forsend- um. Ólafur Tryggvason heldur þvf fram í bók sinni, að íslenzkt al- þýðufólk hafi óvenjulega og marg þætta reynslu f sálrænum efnum, reynslu, sem standist alla gagn- rýni og sleggjudóma, enda sé reynsluþekkingin traustari grunn- ur og rishærri bygging en sú þekking, sem fáist með lestri bóka. Bók s-rnni, „Tveggja heima sýn“, skiptir Ólafur í eftirfarandi kafla: Hvað eru sálarrannsóknir? Hvað er spíritismi? Hugsjónir eru við- Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.