Vísir - 02.12.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 02.12.1963, Blaðsíða 6
V1SIR . Mánudagur 2. desember 1963. Johnson hótað afmorSiimm í Frétt frá Washington hermií, að maður nokkur hafi verið handtekinn fyrir „hótanir í garð Johnsons forseta", en ekki sagt í hverju þær væru fólgnar, né var nafns mannsins getið. Hann er sagður hafa „hegðað sér grunsamlega fyrr“. Samtímis Sérkröfur Framh. af bls. 1. ingar. En flest félögin höfðu boðað verkfall og aðeins frestað framkvæmd þess til 10. desem- ber og geta því látið það hefj- ast þá, fyrirvaralaust, náist ekki samningar. Iðja hafði hins vegar ekki boðað verkfall og verður því að boða það með viku fyrir- vara, hyggist félagið eiga rétt á því að fara í verkfall. Trúnaðar ráð félagsins hefur samþykkt að boða verkfall. Trúnaðarráð LlV hefur einnig ákveðið að boða verkfall 10. des. hjá þeim fél- ögum, er það hefur umboð fyrir i og trúnaðarráð VR hefur ákveð ið að boða verkfall hjá VR, 10. des. Sfarfsemi Framhald af bls. 8. _ næstu skiptum. Þeir verða að hafa góða undirstöðuþekkingu í enskri tungu, vera félagslega sinnaðir og á allan hátt verð- ugir fulltrúar Iands og kirkju. Allar nánari upplýsingar veit- ir æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkj- unnar á skrifstofu biskups, Klapparstíg 27, 'sími 12236, og afhendir hann einnig umsóknar- eyðublöð. Verða umsóknir að hafa borizt fyrir 12. desember. KÓPAVOGUR: AÐALFUNDUR TÝS, félags ungra sjálfstæðismanna, sem frest- að var vegna veðurs, verður hald- inn annað kvöld, þriðjudaginn 3. des. f Sjálfstæðishúsinu, og hefst kl. 20.30. Dagskrá samkvæmt' fyrri aug- lýsingum. Að fundi loknum verður sýnd kvikmynd um John F. Kennedy, og fleiri myndir STEFNUSKRÁRRÁÐSTEFNA Heimdallar heldur áfram í Valhöil í kvöld klukkan 20.30. — Tekn- ir verða fyrir þeir málaflokkar, sem eftir eru: Almennur inngangur. Utanríkis- og öryggismál. Tryggingarmál. Heimdellingar! Komið og takið virkan þátt í mótun stefnuskrár félags ykkar. Stjórnin. berast fréttir um, að rannsókn- ir FBI verði æ víðtækari og hafi verið bætt við 50 mönnum til aðstoðar þeim, sem hafa með höndum rannsóknirnar í Dallas. Meðal þess, sem kapp er lagt á að rannsaka, er hvort lögreglumenn í Dallas hafi haft einhver tengsl við Jack Ruby, sem skaut Oswald til bana. Blaðið Times Herald heldur því fram, að vél (lie detector) sé notuð til þess að prófa hvort menn segja satt eða ekki. Lögreglan og blöðin hafa verið hjálpleg rannsóknarlög- reglunni við að grafa upp allt sem unnt er varðandi Oswald. M. a. hefir komið í Ijós, að hann var nær alltaf í peninga- þröng, og dagsfæði hans var vanalega tveir lítrar af mjólk og nokkrar brauðsneiðar. Sjón- varpsviðtæki, sem hann keypti með afborgunum, varð hann að skila aftur, því að hann gat ekki staðið í skilum með lága afborgun. Honum var oft sagt upp húsnæði. Kona að nafni frú Paine hef- í gærdag var harður árekstur við Hólmsárbrú á Austurvegi og farþegi sern var í annarri bifreið- inni meiddist eitthvað. Klukkan langt gengin í 4 í gær var stórri amerískri fölksbifreið ekið áleiðis austur Mosfellssveit- ina og í henni voru þrír ungir piltar. Þegar bifreiðin var komin upp að Hólmsá ætlaði ökumaður- inn að aka fram úr annarri fólks- bifreið, sem var á undan en hafði staðnæmzt. En í sama bili kom stór vöruflutningabifreið á móti og skullu bílarnir saman af miklu afli. Flughált var á veginum og a. m. k. fólksbifreiðin var keðju- laus, þannig að hún lét illa að stjórn. Bílarnir skemmdust báðir. mjög mikið, fólksbíllinn þó meir, því hann gekk allur inn að framan, og voru þeir báðir óökuhæfir á eftir. Einn piltanna, sem var í fólks- Sfúdenfar — Framh. af bls. 1. inn hugtakið siðuð samfélags- manneskja, og þá án tillits til þess í hvers konar samfélagi hann væri. Þá talaði hanh um undanhald einstaklingshyggjunnar. Hann kvað samfélagið verða æ óper- sónulegra, ný tækni og fólks- fjölgun væru orsakir þessa, á- samt öðru, miðlægni í allri stjórn samfélaganna væri að aukast. — í samræmi við þetta verður hegðun einstklingsins samkennilegri og skorðaðri, og einstaklingurinn fær minna svig rúm en svo hann fái notið sín. Þessu fylgir umburðarleysi gagn vart hinum sérstæða persónu- leika. Síðar í ræðu sinni talaði dr. Broddi um hinar almennu þarf ir manneskjunnar: Nútímasálar- fræði hefur lagt mjög ríka á- herzlu á almennar þarfir mann- eskjunnar, en hér er ekki tóm til að rekia ýmsar kenningar þar um neina eina steínu til hlftar, en mér þykja þær kenn- ingar geðfelldastar sem komast næst því að samræma árekstrar laust fornan arf frumskógar- mannsins og hellisbúans við æðstu sjón spekingsins, sem leysti hann úr viðjum, og leiddi hann fram fyrir tungl, stjörnur og sól, hluti og myndir hins sýnilega heims og loks til skiln- ings á æðstu hugsjónum. Ennfremur sagði ræðumaður: Á tfmum reikullar heimsspeki bifreiðinni meiddist og var fluttur í slysavarðstofuna, en meiðslin ekki talin alvarleg. Á laugardaginn, fyrir hádegið, urðu tvö næsta mikil umferðaró- höpp á götum Reykjavíkur. Tveir fólksbílar rákust saman á mótum Skothúsvegar og Sóleyjargötu, köstuðust út í austurhorn gatna- mótanna og skemmdust báðir mikið. Stúlka sem var farþegi f öðrum þeirra, slasaðist. Þá valt stór vörubifreið á mót- um Rauðagerðis og Miklubrautar. Bíllinn var með þungt steypuhlass og valt út í skurð, er ökumaður- inn ætlaði að beygja af Miklu- brautinni og inn á Rauðagerðið. iiHÚsið’iíá- bílnumi idsaldaðisfriilla. og klemmdist ökumaðurinn svö 'illa með annan fótinn milli stafs og hurðar að hann varð ekki losaður fyrr en búið var að tjakka bílnum upp. Farið var með bílstjórann f slysavarðstofuna og töldu læknar hann eftir atvikum Iítið meiddan. og meira og minna bugaðrar trú ar, hvort sem sú trú hefur verið á lífsstefnur ,stjórnskipun, hrein læti, fúkkalyf eða efni án and- efnis, er næsta erfitt að skera úr því hvert skuli vera snið hinnar siðuðu samfélagsmann- eskju. Þeir sem búa við traust trúarbrögð eða heimsspekikerfi eru að sjálfsögðu undanþegnir þeim vanda. Ég hygg þó, ef við tökum mið af einstaklingshug- takinu, þá hljóti manngildishug sjónin að markast af vaxtar- kostum, einstaklingsins sem erfðaforði hans framast heimil- ar. Ég trúi því að við lifum nú upphaf nýs endurreisnarskeiðs, þar sem saman fer þörfin á end- urmati á manngildinu og nýr og æðri skilningur á kostum manneskunnar ,sagði dr. Broddi Jóhannesson. Kvöldfagnaður háskólastúd- enta að Hótel Borg hófst með sameiginlegu borðhaldi. m — Framh. af bls. 16 Reykjavík, Finnbogi Guðmunds- son Reykjavík, Matthías Bjarna son ísafirði, Hallgrímur Jónsson Reyðarfirði, Loftur Bjarnason, Hafnarfirði, Sveinn Benedikts- son Reykjavík, Hafsteinn Berg- þórsson Reykjavík, Ingvar Vil- hjálmsson Reykjavík, Ólafur T. Einarsson Hafnarfirði og Andres Pétursson Akureyri. FBI út ir skýrt frá því, að hún hafi oft keypt föt og mat handa hinni rússnesku konu Oswalds og tveimur börnum þeirra. Verjandi Jack Rubys, sem drap Oswald, segir hann bjart- sýnni en áður, hann hafi feng- ið um 200 bréf, og öll nema 4 frá fólki sem tekur svari hans. Fréttir frá Washington herma, að hraða verði laga- setningu um að forsetamorð skuli tekið fyrir í sabandsrétti. Bandarískir nazistar söfnuð- ust saman fyrir framan Hvíta húsið í gær og mótmæltu því, að Earl Warren forseti Hæsta- réttar Bandaríkjanna, var skip- aður formaður hinnar sérlegu rannsóknarnefndar, sem John- son forsetí fyrirskipaði, að stofnuð skýldi. V.b. Héimar Framh. af bls. 1. ólfshöfða, vestur að Þorláks- höfn. Margar flugvélar hafa tek- ið þátt í leitinni. Á laugardaginn flaug Lárus með flugvél frá Birni Pklssyni. Þá hafa og flug- vélar frá Varnarliðinu og Flug- félagi íslands tekið þátt í leit- inni. Þrír leitarflokkar frá Slysa varnarfélaginu hafa gengið á fjörur, flestir oftar en einu sinni, og í gær leituðu allir flokkarnir. Vísir hafði í morgun samband við Júlíus Jónsson í Norðurhjá- Ieigu,' Álftarvershreppi og sagði hann að við leit í gær hefðu fundizt lestarfjalir á fjörum fram af Landbroti, en þar eru Alvi&jihamrar. Óttast menn að þær séu úr bátnum en ekki hefur það fengizt stað- fest að þær séu úr Hólmari. — Reki sá sem fannst í gær verður sendur suður til Slysavarnar- félagsins í dag. Hinir flokkarn ir tveir sem gengið hafa á fjör- ur eru frá Meðallandi og Vlk í Mýrdal. Ráðgert er að tveir flokkar gangi á fjörur í dag. Á vélbátnum Hólmari er 5 manna áhöfn: Helgi Kristófersson, skipstjóri um þrítugt, kvæntur og á 3 börn Sigfús Agnarsson, stýrimaður frá Heiði í Skarðshreppi f Skaga firði, 21 árs, ókvæntur. Guðmundur Stefánsson, vél- stjóri, Gilhaga, Lýtingsstaðahr., Skagafirði, 27 ára, ókvæntur. Ingvar Gunnarsson, Laufási 4, Garðahreppi, 21 árs, ókvæntur. Gunnlaugur Sigurðsson frá Vest mannaeyjum, ekkjumaður en á börn. Þeir Ingvar og Gunn- laugur eru nýkomnir á bátinn. ' Hólmar GK-546 frá Sand- gerði er nýr bátur, smíðaður í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í sumar. Eigandi er Einar Gísla- son, útgerðarmaður í Sandgerði. Framh. af bls. 16. ekki að greiða nema lága tolla, en nærri öll önnur lönd Evrópu hafa reist háa tollmúra og ýmis ákvæði, sem takmarka landan- ir í gildi. 3. To'garaflotar í V.-Evrópu njóta almennt stuðnings frá hinu opinbera, en bæði eru mis munandi kerfi í gildi og um mis- miklar greiðslur að ræða, til skaðræðis efnahagslega á sviði fiskimála í allri V-Evrópu. Við hverja tilraun til samræmis og bætts skipulags verður að líta á þessi atriði. 4. Erlend frystihús og önnur fiskiðjufyrirtæki, svo og dreif- ingarfélög, hafa góða aðstöðu til þess að stofna verksmiðjur á Bretlandi, á eigin spýtur, eða í samstarfi við brezk fyrirtæki. Á þetta er litið hér (Bretl.) sem heiðarlega samkeppni en erlend is sums staðar er neitað um alla slíka fyrirgriðslu. 5. Sérhver brezkur fiskimaður veit, að heilir, erlendir togara- flotar nota vörpur svo smá- möskvaðar, að þær biátt áfram sópa sjávarbotninn svo að ekk- ert verður eftir — ekki aðeins af fiski, heldur líka er öllu ung- viði sópað með og botngróðri. Náist ekkert traust áhrifaríh.t alþjóðasamkomulag um vernd- un hrygningarsvæða verður Iandið svipt einhverjum allra mikilvægustu skilyrðum til mat vælaöflunar sem um getur í heiminum. Framh. af bls. 9. fleti1, sagði hann um mig; ,þar er ekkert smátt'. Voru þetta ekki falleg orð? En bezta mynd- ín að hans dómi var eftir Stig Blumberg, sem var einn af þeim ffnustu og flottustu á Akademí- inu, þegar ég var að sauma og enginn vissi, að mig langaði að verða myndhöggvari". „Hafa ekki fleiri af myndyn- um þínum en ,Landsýn‘ verið settar upp?“ „Jú, ,SíIdarstúlk8r‘ erur,í Ráð- húsinu í Stokkhólmi. Sú stytta var send á norræna sýningu, og Reykjavíkurborg gaf hana til Stokkhólms. Reykjavíkurborg hefur líka keypt ,Á heimleið*, en hún hefur ekki verið sett upp enn. ,Landsýn‘ var fyrst allra íslenzkra mynda höggvin í granít, og litlar afsteypur af henni eru til í Ameríku, Finn- landi og Svíþjóð. Mig hefur lengi langað til að stækka ,Síld- arstúlkurnar' mínar, og kannske læt ég verða af því, en heilsan verður að segja til um það sem annað. Ég er nú komin á átt- ræðisaldur og hef verið lasin í sumar, svo hef ég verið að sauma margt fallegt , og gera ýmislegt annað“. , „Eru ekki myndir eftir þig á Listasafni ríkisins?" „Jú, tvær, önnur af Gunnari Björnssyni frá Minneapolis, hin af Guðmundi vini mínum f Nesi. Það er gott að eiga vini eins og Guðmund f Nesi og Einar Benediktsson. Þá er maður rík- ur. Ég hef oft átt erfitt um æv- ina, en ég á lfka góða og sanna vini, og um þá hugsa ég eins og í vísunni, sem ég orti eitt sinn, þegar ég var á leiðinni til hans Guðmundar í Nesi: ..Þá ég vinar fer á fund, finn ég skjólið hverju sinni. Þó ei sé nema stutta stund, það styrkir mig í framtíðinni". - SSB Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir HELGI JÓHANNESSON, loftskeytamaður verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, miðvikudaginn 4. des. kl. 13,30. Dagmar Árnadóttir Anna F. Björgvinsdóttir Jóhannes L. L. Helgason *■-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.