Vísir - 02.12.1963, Blaðsíða 8
VISIR . Mánudagur 2. desember 1963.
CJtgerandi: Blaðaútgáfan VISIS.
Ritstjóri: Gunnar G Schrajx.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn 0 Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
_Askriftargjald er 70 krónuf á mánuði.
I lausasólu 5 kr eint — Sími 11660 (5 Knur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
1,11111,1 ,wirw—iirr
Landhelgisráðstefnan
4 morgun hefst í Lundúnum mikil ráðstefna um land-
’ielgis- og fisksölumál. Tekur ísland þátt í ráðstefn-
unni og er sendiherrann í Lundúnum formaður ís-
lenzku sendinefndarinnar.
Síðustu daga hefir margt verið ritað í brezk blöð
um nauðsyn þess fyrir Breta að færa út fiskveiðilög-
sögu sína, iafnvel út í 12 mílur. Ekki hefir brezka
stjórnin viljað gefa út yfirlýsingu um málið, sem eðli-
legt er, þar sem ráðstefnan er ekki enn hafin.
Fyrir okkur íslendinga er viðskiptahlið ráðstefn-
unnar mikilvægust, því við þurfum mjög á því að halda
að auka markaði okkar vestan járntjalds. En eitt er
ljóst. Við munum ekki semja um fisksölur á þeim
gmndvelli að á móti komi fríðindi annarra þjóða um
fiskveiðar í íslenzkri landhelgi eða atvinnuréttindi út-
lendinga hér á landi.
97 milljónir í bætur
_{ÍKtSSTJÓRNIN mun nú auka bætur almannatrygg-
igarina um 97 milljónir. Sú ákvörðun hefir valdið
furðulegri gagnrýni stjórnarandstöðunnar, sem telur
þessa aukningu of litla. Betra dæmi um ábyrgðarlausa
andstöðu er toríundið. Ekki hugkvæmdist andstöðu-
dokkunum að æskja þessarar miklu hagsbótar fyrir
sjúka og aldraða. En þegar hún kom fram var tæki-
færið auðvitað notað til þess að kveða hana gagns-
lausa. Hrópað var á miklu meiri hækkanir. En auð-
vitað var hvergi minnzt á hvar taka ætti fé til þess.
Sannleikurinn er sá að ákvörðun ríkisstjórnarinnar var
dturleg og vitni þess að hún hugsar um hag þeirra
verst settu í þjóðfélaginu. Áróður andstöðunnar getur
ekki dregið fjöður yfir þá staðreynd.
Óbreytt stefna
Tvjú er komið í ljós að Johnson Bandaríkjaforseti
nun fylgja stefnu fyrfrrennara síns í utanríkismálum.
Þáð sýnir að sú stefna var bæði viturleg og áhrifa-
rík. Kennedy var mikill aðljóðahyggjumaður sem
^kildi það til hlítar að einangrun er fyrirbrigði sem
tilheyrir fortíðinni.
Eins og sakir standa skiptist Evrópa í tvær við-
skiptaheildir. Að undirlagi Kennedys hafa þegar farið
fram viðræður um samstarf allra ríkja álfunnar á við-
skiptasviðinu og innan skamms hefjast þessar við-
ræður aftur. Lausn verður þar torfundin. En megin-
atriði er að heildarsamningar náist sem eru ekki að-
eins að skap'i EFTA og EBE þjóðanna, heldur kveðja
'ínnig Bandaríkin og Kanada til þátttöku. Enn stönd-
n við íslendingar utan við bæði bandalögin. En senn
icemur að því að við verðum að taka ákvörun um
r amtíðarskipan markaðsmálanna. Óskandi væri að
á hefði sameining bandalaganna tveggja komizt á.
ALDOUS HUXLEY
fallinn
frá
Svo margt hefur verið rætt
og ritað um hið svipiega frá-
fall Kennedys Bandaríkjafor-
seta og þær ófyrirsjáanlegu
afleiðingar, sem það kann að
hafa í för með sér, að lítt
hefur verið getið um annað
mannslát, er átti sér stað
daginn eftir morð forsetans.
Laugardagskvöldið 23. nóv-
ember andaðist einn af fræg-
ustu rithöfundum samtíðav-
innar, Aldous Huxley, að
heimili sínu í Los Angeles,
Kalífomíu. Banamein hans
var krabbamein og aldur 69
ár.
A Idous Huxley hefur Iengi ver-
ið viðurkenndur sem einn
af gáfuðustu, fjölfróðustu og sér
kennilegustu rithöfundum aldar-
innar. Hann fæddist í Surrey,
Englandi, 26. júlí 1894 og stund
aði nám t Eton og síðar Oxford,
þar sem hann hugðist leggja fyr-
ir sig læknisfræði, en vegna
augnsjúkdói-s, er þvínær kost-
aði hann sjónina, neyddist hann
til að hætta og sneri sér þess í
stað að bókmenntanámi. Föður-
afi hans - ar hinn þekkti líf-
fræðingur, Thomas Henry Hyx-
ley, og bróðir hans, Sir Julian
Huxley, er einn af frægustu
líffræðingum, sem nú eru uppi.
A yngri árum fékkst Aldous
Huxley við blaðamennsku
og skrifaði greinar og ritgerðir
um allt milli himins og jarðar.
Hann var 21 árs, þegar fyrsta
ljóðasafnið hans var gefið út,
Aldous Huxley
og eftir það sendi hann frá sér
hverja bókina af annarri um hin
fjölbreytilegustu efni: skáldsög-
ur og ljóð, leikrit og ritgerða-
söfn, sagnfræðirit, heimspekirit,
vísindarit, ádeilurit; afköst hans
voru ótrúleg, og engin mannleg
vandamál taldi hann sér óvið-
komandi. Með tímanum gerðist
hann eins konar sjálfskipuð sam
vizka mannkynsins, ötull friðar-
postuli og siðferðisprédikari,
sem vandaði um við mennina,
varaði þá við komandi ógnum
og leitaðist við að vísa þeim
veginn út úr núverandi ógöng-
um áleiðis til betra heims.
jgin af frægustu bókum hans,
„Brave New World", sem
birzt hefur á íslenzku undir nafn
inu „Fagra nýja veröld“, kom út
árið 1932 og er nú talin í flokki
sígildra bókmennta þessarar ald
ar. Hún er skörp ádeila á þjóð-
félagsástandið f heimi nútímans
og alvarleg viðvörun til mann-
kynsins falin bak við nfstandi
háð og fyndna, hugmyndaríka
frásögn. í „Ape and Essence“,
sem kom út árið 1948, tók hann
til meðferðar ógnir kjarnorku-
sprengjunnar með beiskri svart-
sýni, og í seinustu skáldsögu
sinni, „Island“, sem kom út árið
1961, skrifaði hann enn eitt sinn
um Útópíu, draumaland.ið, er
mennirnir fávizku sinni og
vanþroska báru ekki gæfu til
að njóta.
■ ■ ■ ■
I ■ ■ ■ I
■ ■ ■ ■ ■ I
Æskulýðsstarf Þjóð-
kirkjunnar
n |
Árið 1961 hóf Þjóðkirkjan
þátttöku í starfsemi, sem miðar
að því að auka kynni þjóða í
milli. Fór þá hópur níu ung-
menna vestur um haf, en þrír
amerískir unglingar dvöldu
hér í eitt ár. Næsta ár voru fs-
lenzku þátttakendurnir 15, en
hinir amerísku 4. Yfirstandandi
skiptiár dvelja 20 íslendingar
vestra, en hinir erlendu gisti-
vinir hér eru enn aðeins 4.
Ungmennaskipti þessi hófust
upphaflega eftir síðari heims-
styrjöldina, er Bræðrakirkjan í
Bandaríkjunum beitti sér fyrir
því, að þýzkir unglingar fengju
að dvelja á amerískum heimil-
um. Varð reynsla þessara fyrstu
skipta slík, að heppilegt þótti
að færa starfið inn á annað og
víðtækara svið. Urðu þvf fleiri
kirkjudeildir til að bjóða stuðn-
ing sinn og fleiri þjóðir hófu
einnig virka þátttöku. Eru
skiptin nú ekki lengur bundin
eingöngu við Evrópu annars
vegar og Amerfku hins vegar,
heldur ná þau einnig til Asíu
og Afríku og í undirbúningi eru
skipti milli Evrópulanda inn-
byrðis.
TILHÖGUN.
15. júlf næsta sumar mun ís-
lenzki hópurinn halda vestur
um haf. Verður flogið með
Loftleiðum til New York, en
síðan dvalið í nokkra daga í
einhverjum háskóla á austur-
strönd Bandaríkjanna, þar sem
hinir erlendu hópar blandast og
fá sín fyrstu kynni af banda-
rísku þjóðlífi. Síðan tvístrast
I hópurinn og hver heldur til
þess heimilis, sem honum hef-
ur verið úthlutað og hann hef-
ur áður staðið í bréfaskiptum
við. Er dvalartíminn heilt ár,
og eru skiptinemarnir frekar
fjölskyldumeðlimir en gestir
heimilisins, stunda þeir nám f
svokölluðum „High Schools“,
sækja kirkju fósturforeldranna
og sinna safnaðarstörfum.
Um skipað leyti kemur
bandaríski hópurinn hingað og
fær sín fyrstu kynni af fslenzku
fjölskyldulífi. Hingað til hefur
Keflavík verið eini staðurinn
utan Reykjavfkur, sem hefur
tekið skiptinemanda öll árin, en
auk þess dvaldi skiptinemi í
Hafnarfirði eitt ár. Standa vonir
til, að unnt verði að taka á
móti a. m. k. fimm amerískum
skiptinemum næsta ár.
ÞÁTTTAKENDUR.
Umsækjendur verða að vera
orðnir 16 ára 1. sept. 1964 og
ekki eldri en 18 ára sama dag,
til þess að geta tekið þátt í
Framh. á bls. 6.