Vísir - 23.12.1963, Qupperneq 3

Vísir - 23.12.1963, Qupperneq 3
V1SIR . Mánudagur 23. desember 1963. 19 Rykfallnir rithöfundardraumar verða ekki látnir í hreinsun iii gtöku sinnum skýtur upp bókmenntalegum tilraunum manna á ýmsum aldri, sem hafa kannski lumað lengi á handriti að bók og kveðja sér ekki hijóðs, fyrr en þeir eiga ekki annarra kosta völ — af einhverjum ástæðum. Lausnin heitir skáldsaga, sem kom út iaust fyrir verk- fallið. Höfundur er Ámi Jóns son, amtbókavörður á Akur- eyri, nafn, sem enginn hávaði hefur verið í kringum. Þetta er önnur bók hans, en kemur sem nýlunda, eða svipað og Lindu-súkkulaði, endurbætt með nýrri formúlu. Seint um kvöld í vikunni sló spyrjandi á langh'nuþráð- inn norður til Akureyrar og bað Áma upp á gamlan vin- skap að Ieysa úr nokkmm spumingum, varðandi þessa forvitnilegu nýju sögu hans. Hahh var tregur til og ekki ginkeyptur fyrir að láta bera sig á torg. „Hefurðu lengi fengizt við skáldsagnagerð, Árni?“ „Ég hef skrifað tvær skáld- sögur — — hvað er maður lengi að skrifa skáldsögur? — það er ekkert svar til við þvi.“ „Þú skrifaðir leikritið Hin hvíta skelfing á menntaskólaár- unum — hefurðu ekkert reynt við leikrit síðan?" „Ekki svo vitað sé.“ „Sumum finnst Reykjavik ein veita skilyrði til að semja nútímaskáldsögu (þar hringrás samtímans og tónn aidarand- ands) — hvað telur þú?“ „Ég veit það ekki, mér hefur satt að segja aldrei dottið þetta vandamál í hug. Ég hef alltaf haldið, að „manneskjan" væri viðfangsefni skáldsöguhöfund- arins. „Und úberall gibt es Menschen", var sagt í gamalli sögu.“ „Þú hefur alltaf eða lengst af verið búsettur á Akureyri — þurfti ekki kjark og viljaþrek til að setjast niður og skrifa nútímaskáldsögu?" „Auðvitað þarf ýmislegt til að skrifa skáldsögu, þ.á.m. sjálf sagt einhvern kjark, eitthvert viljaþrek og kannski umfram allt tíma, næði. Svo gæti manni flogið í hug ýmsir aðrir smá- munir, sem nauðsyn væri á, t. d. hæfileikar. Ég er ekki að halda því fram, að þetta allt hafi verið til staðar í því til- felli, sem hér um ræðir; en mér hefur aldrei dottið í hug, að þetta væri staðbundið í nokkrum skilningi. Mér hefur aldrei dottið í hug, að þessi hæfni gæti ekki þrozkazt hjá manni vestur á Isafirði, austur á Eyrarbakka, jafnvel norður á Akureyri. Hafa þeir Laxness og Indriði ekki setið hér og skrif- að?“ TjAÐ kom snöggvast klikk- hljóð í símann, þegar bóka- Hálf fimmtugur og enginn „avant-garde“-höfundur. „Ég kysi fremur aö vera talinn til jarðborunardeildarinnar en flug- málanna í íslenzkum bókmenntum“. SÍIHTAL VID HÖFUND SKÁLDSÖGUNNAR, „LAUSN- IN I/ ÁRNA JÓNSSON, BÓKAVÖRÐ Á AKUREYRI vörðurinn hafði mælt þessi orð. En sambandið var ekki rofið og því flaug þessi spurning næst: „Ætlarðu kannski að skrifa aðra Winesburgh Ohio — eða skrifarðu kannski ekki smásög- ur?“ „Ég hef aldrei skrifað smá- sögu, kann ekkert fyrir mér í þeim efnum, og ég hef aldrei skrifað staf, sem gæti bent til áhuga á smábæjarlýsingu. Hvers vegna dettur þér þá Anderson í hug?“ Spyrjanda fanpst spurningin um smábæjarlýsingu eðlileg, efn ið svo nærtækt, að hann- skegg- ræddi það ekki nánar, en vék að öðru. „Ertu ekki smeykur við dóma bókmenntauppskafninganna í höfuðborginni?"“ „Hvaða gæjar eru það? Þú fyrirgefur nú, þó hálfgerður sveitamaður norðan jökla spyrji barnalega, en ég er ekki svo fróður í náttúrusögu íslenzkra bókmennta, að ég þekki þessa merkilegu deilitegund, og það óttast enginn það, sem hann veit ekki, að sé til. Annars hef ég aldrei fmyndað mér, að það verði gert mikið veður út af þessari sögu, hvorki til lofs né lasts.“ „Hefurðu meira í smíðum?" „Nei, alls ekki.“ „Svo að ritvélin skramlar ekki hjá þér dagiega?" „Kann ekki á ritvél." „Bara á pelíkan-penna?“ „Blýant — ég held rithöf- undar þurfi ekki að vopnast öðru en blýanti og góðu strok- leðri og af þessu tvennu er strokleðrið öllu mikilvægara. Ég mæli með Pelican Special 8, þó þau séu nokkuð dýr, 5 krónur stykkið." „Finnst þér sjóndeildarhring- urinn nógu víður fyrir norðan?" „Heiðin er falleg á sumrin — það veiztu bezt sjálfur. Annars er ég ekki viss um, að ég skilji þessa spurningu. Víð- sýni er dásamleg bæði á ís- landi og Sálarlandinu, en hygg- ur þú, að hún sé dygðin dygð- anna í skáldsagnagerð? Ég hefði haldið, að orkumagnið — intensítetið — væri stórum mikilvægara. Persónuleikarnir, viðbrögð þeirra og þróun finnst mér vera það, sem skiptir öllu máli. Ég að minnsta kosti mundi fremur kjósa að vera talinn til jarðborunardeildarinn- ar en flugmálanna í íslenzkum bókmenntum.“ „Er nýja sagan þverskurðar- mynd af samtíðarlífi?" „Kannski skil ég ekki fylli- lega spurninguna, en Lausnin er ekki þverskurður af einu 'eða neinu, sízt einhverri al- mennri samtíð. Ég er ekki einn þeirra manna, sem „finna til í stormum sinnar tíðar“. Ég þekki engin örlög nema örlög einstaklingsins, sem auðvitað fléttast örlögum annarra ein- staklinga, en aldrei neinni heild.“ „Notarðu ákveðnar fyrir- myndir úr lifinu að persónum og atvikum í skáldsögum þín- um?“ „Aldrei. Sagan er hreint hug- arfóstur, bæði um persónur og atburði, jafnvel sú Reykjavík, sem fram kemur í bókinni er tekin upp úr korti, sem ég stal úr gamalli viðskiptaskrá fyrir áratug. Ég rata nefnilpga ekki um borgina." „Leggurðu áherzlu á innra líf sögupersónanna og hvernig þær mæta úthverfu daglegs lífs?“ Framhald á bls. 30. :;x Gæðum PHILIPS-íækja er óþarft að lýsa, þau þékkja allir. Fyrirliggjandi 5 mismunandi tegundir. Verð frá kr. Jl.492.00. Mjög hagkvæmir greiðsluskilmálar. Höfum loftnet einnig fyrirliggjandi, og önnumst uppsetningu þeirra. Tökum upp í dag og næstu daga hin heimsþekktu PHILITS sjónvarpstæki

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.