Vísir - 23.12.1963, Blaðsíða 9
VI S I R . ltíánudagur uc^.i
tjö.
25
SEX HAPPDRÆTTI BJÓÐA UPP Á
ÉG EYDDI 350 KRÓNUM 1 SEX HAPP-
DRÆTTISMIÐA. SKYLDI HEPPNIN
VERÐA MEÐ MÉR?
• • \ “<W
I:
Það var fyrir skömmu, að
við Bragi, Ijósmyndari, skrupp-
um niður í miðbæ og virtum
fyrir okkur nokkra af hinum
glæsilegu happdrættisvinning-
um, sem freista borgarbúa nú
fyrir jólin. Eftir að hafa talið
upp öll þau happdrætti, sem nú
eru á ferðinni, komu mér ósjálf-
rátt f hug orð mannsins sem
sagði, að happdrætti væri að-
alatvinnuvegur okkar íslend-
inga. Sennilega hafa aldrei ver-
ið í gangi eins mörg happdrætti
og nú fyrir jólin. Eftir stutta
gönguferð var ég orðinn 350
krónum fátækari, en í stað þess
hafði ég eignazt 6 happdrættis-
miða og gat þvi jafnframt leyft
mér að vona, að einhver hinna
glæsilegu vinninga yrði mín
eign.
Þrjú mannúðar- og liknarfé-
lög, dagblað, stjórnmálaflokkur
og Svifflugfélagið bjóða nú
happdrættismiða til sölu í mið-
bænum, flesta úr nýjum, gljá-
fægðum bifreiðum, sem hægt
er að spegla sig í, um leið og
maður freistar gæfunnar. Þessi
sex happdrætti bjóða alls upp
á 31 vinning, og heildarverð-
mæti þeirra nemur um 2 y2
milljón króna.
STYRKURINN
LÆKKAÐUR?
Á lóðinni að Austurstræti 1
selja Framsóknarflokkurinn,
Þjóðviljinn og Svifflugfélagið
miða. I blárri Simca-bifreið,
skrásettri á Akranesi, sat ungur
maður, Ragnar Ragnarsson, og
bauð vegfarendum miða í happ-
drætti Þjóðviljans. Heilar eitt
hundrað krónur tók ég úr
veskinu, en í staðinn fékk ég
rauðan miða, einn af þeim 40
þús. sem gefnir eru út í happ-
drætti Þjóðviljans.
Númer miðans, sem ég dró,
er 01624. Um leið og við þökk-
uðum fyrir miðann spurðum við
Ragnar, hvað þeir Þjóðvilja-
menn hygðust gera við gróð-
ann af happdrættinu.
— Ja, ætli blaðið verði ekki
styrkt með honum.
Nú kom pólitfkin upp í Braga
ljósmyndara, svo hann spurði,
hvort styrkurinn að austan
hefði verið lækkaður.
— Ég veit það ekki. Nei, ég
býst varla við því, svaraði
Ragnar.
Á rauða miðanum í happ-
drætti Þjóðviljans stendur, að
vinningarnir séu 11 talsins, en
aðalvinningurinn er fjögurra
herbergja íbúð, tilbúin undir
tréverk og málningu. Heildar-
verðmæti vinninganna er 582
þúsund krónur.
/
BÍLL OG BÁTUR
AÐ ALVINNIN GARNIR.
— Ég sigli á þurru landi,
sagði blómarósin, sem sat .f Aii
Craft hraðbát og seldi miða í
happdrætti Svifflugfélagsins.
Hraðbátnum fylgir 40 hestafla
Johnson mótor. Báturinn er
einn af fimm vinningum, sem
Svifflugfélagið býður upp á,
en aðalvinningurinn er Volvo-
bifreið, árgerð 1964, og verð-
mæti hennar er 170 þúsund.
Líkt og flestir sölumenn
happdrættismiða iofaði stúlkan
mér bezta vinningnum, ef ég
keypti miða. Yið komumst að
því, að ungfrúin hét Jónína
Ingvars. Sagðist hún selja
happdrættismiða aðallega á
'kvöldin. Hún kvað söluna hafa
gengið vel, en samkeppnin væri
hörð, því að Framsóknarmenn
seldu miða öðrum megin við
hana, en Þjóðviljamenn hinum
megin.
Við fengum þær upplýsingar,
að Svifflugfélagið efndi til
happdrættisins tii þess að geta
keypt tvær nýjar svifflugur,
aðra þýzka en hina finnska, og
er sú síðarnefnda með þeim
beztu í heimi að sögn þeirra
syifflugmanna.
Hún sat í Ali Craft hraðbát og seldi happdrættismiða. — Á mynd-
inni er vegfarandi sem stóðst ekki freistinguna.
skreppa á milli bæja, svo ekki
sé meira sagt.
Tuttugu og fimm krónur
greiddi ég fyrir miðann, sem
er númer 15564. — Við spurð-
um sölumanninn einnig að því.
gefnir eru út, ásamt loforði frá
Lilju Bjarnadóttur um, að
drætti yrði ekki frestað. Ram-
blerinn er metinn á 270 þús.
krónur, og vinningurinn er
skattfrjgJs. Ég spprði.'LiIju að.
jélj
nota ágóðann tii þess að reisa
vinnustofur fyrir öryrkja.
HRÆRIVÉLIN
EINNIG SKATTFRJÁLS.
Á Lækjartorgi stendur glæsi-
leg Chevrolet-bifreið á dráttar-
vagni. Bifreiðin er aðalvinning-
ur f happdrætti Styrktarfélags
vangefinna, en alls eru vinn-
ingarnir 10 talsins.
Ég borga 100 krónur og dreg
einn miða í ofurlítilli von um
að verða ef til vill eigandi
þessarar glæsilegu Chevrolet-
bifreiðar, en þvf miður eru
fleiri miöar í happdrættinu, en
miði númer 2095, sem ég dró,
svo að það borgar sig ekki að
gera sér miklar vonir.
Sölukonan segir okkur, að
bifreiðin sé skattfrjáls, og meira
en það, því það eru vinningarn-
ir reyndar allir, bætir hún við,
meira að segja hrærivélin. —
Já, kannski á ég eftir allt eftir
að vinna skattfrjálsa hrærivél
í happdrætti vangefinna!
KRABBAMEINSRANNSÓKN
í SÁRABÆTUR.
— Ég hef tekið eftir þvf, að
það borgar sig að hafa miðana
stóra, sagði miðaldra frú, sem
bauð okkur miða til kaups úr
happdrættisbifreið Krabba-
meinsfélags Reykjavíkur.
Ég dró stóran, gulan miða,
sem er númer 26586, og frúin
fræðir okkur á gildi þess að
hafa miðana stóra. í fyrsta
31 GLÆSILEGAN VINNING
Fimmtíu krónur fóru þar, en
miðinn, sem ég dró, er númer
11574.
SKELLINAÐRA
FYRIR BÆNDASYNi.
Framsóknarmenn bjóða Opel
Record, að verðmæti 187 þús-
und, sem aðalvinning, en Willys
jeppa hafa þeir til þess að
freista bændanna. Þriðji vinn-
ingurinn er skellinaðra. Við
spurðum sölumanninn, handa
hverjum skellinaðran væri, og
það stóð ekki á svarinu frá
sölumanninum.
— Hver veit nema einhverj-
um bændasyninum þætti gott
að hafa skellinöðru til þess að
hvað gert yrði við ágóðann:
— Ja, nú veit ég ekki, hverju
ég á að svara. Ég býst við, að
þann verði notaður í áróður
eða til styrktar fátækum
flokksmeðlimum.
Við þökkuðum fyrir og kvödd
um, en hugsuðum jafnframt til
þess, hversu gott væri að vera
fátækur Framsóknarmaður.
í STÖÐUMÆLA-
STRÍÐI.
Fyrir utan Landsbankann f
Austurstræti stendur glæsileg
Ramblerbifreið, sem Sjálfsbjörg,
landssamband fatlaðra, býður
sem happdrættisvinning. Fyrir
fimmtíu krónur fékk ég einn af
þeim 20 þúsund miðum sem
því hvernig henni Iíkaði að selja
happdrættismiðá, og svaraði
hún þvfti-1, að hún kynni mjög
vel við það, en verst væri að
þurfa að standa í þessu stöðu-
mælastríði.
— Við verðum að borga 1
stöðumæli fyrir bílinn frá 9 á
morgnana til klukkan 6 eins og
aðrir. Annars eru lögregluþjón-
arnir mjög almennilegir við
mig og stundum get ég „plat-
að“ þá svolítið, sagði Lilja.
Miðinn, sem ég dró hjá Lilju,
er númer 6826, og ef það und-
ur gerðist, að ég fengi bílinn,
verð ég að vitja hans innan
árs, annars er hann eign Sjálfs-
bjargar. Að síðustu fræddi Lilja
mig á því, að Sjálfbjörg hygðist
lagi segir hún, að fólk týni þelm
síður og í öðru lagi finnst fólki,
að það fái meira fyrir pening-
ana, ef það kaupir stóra miða.
Hún þakkar mér fyrir og segist
vera næstum fullviss um, að ég
muni vinna Volkswagen 1500.
Og ef mér takist það ekki, þá
væri athugandi að láta mig
hafa ókeypis krabbameinsrann-
sókn í sárabætur.
Ekki urðu happdrættismiðam
ir, sem ég eignaðist fleiri, enda
var ég kominn með sex skraut-
lega miða f veskið, en í stað
þess voru farnar úr því 350
krónur. í öllum þessum happ-
drættum á að draga fyrir ára-
mót, og þangað til get ég leyft
mér að dreyma um glæsilega
nýja bíla, utanlandsferðir, hús-
gögn, skellinöðru, svo að eitt-
hvað sé nefnt. En miðarnir mín-
ir eru aðeins sex af þeim mörg
þúsund miðum, sem gefnir eru
út í þessum happdrættum, svo
að það borgar sig ekki að
vera of vongóður — en hver
veit nema ég . . . vinni.
— p.sv.
„Ég er næstum þvi viss um að þú færð bQinn”, sagði hún um leið og ég dró hjá henni miða.