Vísir - 23.12.1963, Qupperneq 4

Vísir - 23.12.1963, Qupperneq 4
20 VÍSIR . Mánudagur 23. desember 1963. _ a Parker 51 ...fögur eign kynslóðu ,9? Til þess að fá orö fyrir ágæti verður framleiðsla að hafa það til að bera, sem stenzt tímans tönn. Slík er saga Parker „51" penna.. Þegar menn keyptu hann og notuðu og fundu .hvers virði hann var, þá óx orðstír hans vegna fegurðar og ágætra fram- leiðslugæða. Og uppgangsárin færðu honum fjölda aðdáenda, þar sem hver kynslóð kynntist hinum frábæru gæðum hans. í dag, eins og alltáf. er Parker, . „51“ penninn, sá, sem maður er stoltur af að eiga — frábær gjöf, sem gleymist seint. i FÆST NÚ í BÓKABÚÐUM. Nýtt Parker SUPER QUINK blekið, sem er bezt fyrir alla penna. Framleibsla THE PARKER PEN COMPANY 0-5221 Vatteraðir kuldájakkar Verð kr. 595.00. js I Gæruskinnsfóðraðar kuldaúlpur. Ytra byrði. Estrella-skyrtur, náítföt, nærfö sokkar, treflar. HERR ASN YRTIV ÖRUR. VERÐANÐI H/F. JÖLABÆKUR Kvöldvökuútgáfunnar 1963 Skáldkonur fyrri alda (2. bindi, eftir Guðrúnu P. Helgadóttur skólastjón} Þegar frú Guðrún P. Helgadóttir re;t fyrra bindi þessarar bókar var það talinn merk- ur bókmenntaviðburður, og hlaut bókin mikla útbreiðslu og lofsamlega dóma. í þessu bindi rekur höfundur eftir beztu fáanlegum heimildum m. a. sögu Vatnsenda- Rósu, Látra-Bjargar, Steinunnar í Höfn og Maddömunnar á Prestbakka. Öllum þessum skáldkonum gerir höfundur glögg skil. Látra-Björg verður ljóslifandi fyr ir okkur á för sinni um landið, stórskorin og ferleg í útliti, en verður allt að yrkisefni. Lang ýtarlegasti kafli bókarinnar er um Vatnsenda-Rósu. — Saga hennar er rakin frá sav.öggu til grafar, og hispurdaust gre:nt frá ástum hennar og Natans Ketilssonar. Höfundur kemst svo að orði í lok kaflans um Rósu: „Hún virðist jafnan sjálfri sér samkvæm í ljóðum og gerðum, kemur til dyranna eins og hún er klædd eða fáklædd“. Þetta er óskabók allra, sem unna þjóðlegum fróðleik. Þetta er óskabók íslenzkra kvenna í ár. Þetta er fegursta bókin á markaðinum í ár. Islenzkar ljósmæður (2. bindi, 29 æviþættir og endurminningar) Fyrra bindi var frábærlega vel tekið, og hlaut mikla útbreiðslu. Trygg'ð yður bæði bindin meðan þau eru fáanleg. I þessu bindi, eins og því fyrra, eru frásöguþættir og æviágrip Ijósmæðra (ásamt myndum) hvaðanæva að af Iandinu. Húr er um að ræða stuttar frásagnir (ekki ljósmæðratal né Ijósmæðrasaga), er bregða upp sönnum myndum af starfi ljósmæðranna, erfiðleikum og fómfýsi. 1 bókinni segir frá margs konar hetjudáðum, ævikjörum íslenzkrar alþýðu, viðburða- ríkum ferðalögum á sjó og Iandi og furðulegum tilviljunum milli lifs og dauða í mann- legri tilveru. Því gleymi ég aldrei (2. bindi, 19 frásöguþættir af einstæðum atburðum) ... f; • ’ Allir þættimir í þessu bindi em nýskráðir og hafa hvergi birzt áður. Meðal höfunda em: Sigurður Nordal prófessor, sr. Sveinn Víkingur, Guðrún frá Lundi, Guðmundur Böðvarsson skáld, sr. Emil Bjömsson, Ólafur Tryggvason frá Hamraborgum, Egill Jónasson skáld frá Húsavík o. fl. Af nokkrum kaflaheitum má nefna: Talisman-slysið. Með 13 í taumi. Með bilaða hreyfla. Flugvélin Geysir og björgun áhafnarinnar. Að mér hafa svipir sótt o. fl. Allir þættimir draga að sér óskipta athygli lesandans. KVÖLDVÖKU- ÚTGÁFAN ■

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.