Vísir - 02.01.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 02.01.1964, Blaðsíða 15
æ^SIR . Fimmtudagur 2. ianúar 1964. ■roagnMBi 15 - 'Eii þess að kaupa hluti, sem Mn verzlar með og ég þurfti á að halda. Um leið og hún sagði þetta, leit hún á Angelu, en engin svip- breyting var sjáanleg á henni. Hann spurði hana nánar um bréfið frá föður hennar, — hve- nær hún hefði orðið þess vör, að hún hafði týnt því. Hvort hún hefði verið með það, er hún fór inn í verzlun frú Angelu. Um það kvaðst hún ekki geta sagt, en hún hefði saknað þess eftir að hún kom heim um kvöld ið, og þá spurði hann hvort hún hefði enga hugmynd um hvar það gæti hafa dottið úr hand- skjóli hennar. - Nei. Það var mjög kalt, norðanvindurinn blés beint fram an í mig og það ranrt úr augun- um á mér. Ég tók vasaklút úr handskjólinu einu sinni eða tvisvar til að þurrka mér um augun. Umslagið með bréfinu og peningunum kann að hafa dottið út um leið. — Af hverju fórum þér ekki aftur til frú Angelu til að spyrj- ast fyrir um hvort þér hefðuð týnt bréfinu þar? ■ — Ég enduriek að það var mjög kalt í veðri, og ég var farin að hátta, þegar ég uppgötvaði, að ég hafði týnt bréfinu. Og ég var ekki í neinum vafa um, að frúin myndi skila bréfinu, ef það fyndist hjá henni. Nafn mitt og heimilisfang var á umslag- inu. — Það mundi ég líka hafa gert, sagði frú Angela. - Þekktuð þér frú Angelu áður, ungfrú Cecile? — Nei. — Þér höfðuð heyrt talað um hana? — Ég vissi, að hún rak verzl- un í götunni - annað ekki, nema að hún var almennt köll- uð „kaupkonan fagra“. — Og þér vissuð ekkert um skyldleikann ykkar í milli? — Nei. — Og systir yðar sagði yður, að þið væruð hálfsystur? - Já. — Hver var ástæðan til, að hún gerði það — þið þekktuzt ekki og allt í einu sýnir hún yður fullan trúnað? Cecile sá, að hún varð að svara þeSsari spurningu, svo að því yrði trúað, að hún segði satt. Hún leit á frú Angelu, en á svip hennar hafði engin breyting orð ið. Það var engu líkara en að það sem um var rætt nú, varð- aði hana ekkert. Og aftur varð Cecile rólegri. - Þetta er mjög einfalt mál. Ég hafði keypt nokkra smáhluti og beðið frú Angelu að senda mér þá. Þá spurði hún mig um nafn mitt og heimilisfang. Þeg- ar ég kvaðst heita Cecile Berni- er , spurði hún mig um ættar- nafn mitt. XXV. — Það var vitanlega eðlilegt, að það vekti forvitni frú Angelu, að þér sögðuzt heita Bernier. Og hún spurði svo nánar um þetta? — Já. — Og sagði yður svo, að hún væri systir yðar? - Já. — Virtist hún þá fjandsamleg ýður? . ,5 , /i Cecile -ybtjigl, f.urða sig | spurningunm.-- 1 — Hvers vegna? Hún hafði enga ástæðu til að ásaka mig um neitt. — En hún- hataði föður yðar — sem einnig var faðir hennar. Hún sakaði hann um svik. — Ég ber ekki ábyrgð á fram- ferði föður míns. Ég vissi ekki, að hann hefði gerzt sekur um neitt slíkt. Meðan dómarinn yfirheyrði Cecile, sauð reiðin í Angelu og loks gat hún ekki stillt sig leng- i ur og sneri sér að dómaranum | og sagði: — Látið yður ekki detta í i hug, að ég viti ekki hvað fyrir I yður vakir. Þér haldið í grun- semd yðar, að ég sé sek um hlutdeild í föðurmorði. Já, þér ákærið mig, grunið mig að minnsta kosti — og dóttir mín liggur nú við dauðans dyr — vegna* árásar mannsins, sem myrti föður minn. Þetta er brjálæðislegt, hræðilegt.., í þessum svifum kom járn- brautarfulltrúi inn og sagði: — Lestin, sem frúin ætlar með til Saint-Julien-du Saulr, er komin. Þér megið engan tíma missa, frú. Hún sneri sér að de Rodyl dómara og spurði napurlega: - — Leyfist mér að fara? —r Já, gerið þér svo vel, frú, flýtið yður til dóttur yðar, og verið svo vinsamlegar að senda mér skeyti um hvort heilsa hennar leyfir, að hún svari nokkrum spurningum varðandi sorgarleik þann, sem hún varð þátttakandi í. Ef um jákvælt svar er að ræða mun ég fara sjálfur til Saint-Julien-du-Sault. — Skeyti skuluð þér fá, svar- aði Angela, og ég vona til guðs, að dóttir mín geti svarað yður. Hún kvaddi aðra viðstadda virðulega en þóttalega. Þegar hún var farin spurði Cacile Bernier: — Er þá önnur manneskja til, I sem varð fyrir árás? — Já, dóttir systur yðar. — Dóttir — á frá Angela dóttur? — Vissuð þér það ekki? — Hvernig átti ég að vita það. Ég vissi ekki að hún var systir mín. Eg .hef. hitt hana aðeins einu sinni. Ljósormurinn hafði hlustað á allt, sem sagt var með mikilli athygli og við og við skrifað í vasabók sína, og þegar hlé varð baðst hann leyfis að spyrja Cec- ile Bernier spurningar. Var það veitt. — Hvaða götur fóruð þér, þegar þér týnduð bréfinu? — Um aðeins eina götu: Rue des Dames. Ég bý í nr. 54 og frú Angela í nr. 110. Ég fór heim sömu leið og ég kom. — Og klukkan var? — Um tíu. — Þakka yður fyrir. - Hvað get ég gert nú? spurði Cecile Bernier de Rodyl barón. Ég hef hvorki þrek til að hugsa né taka ákvörðun, mér líður eins og mig hafi dreymt hræðilegan draum. Þetta óvænta áfall er hræðilegt. Eftir dauða föður míns stend ég ekki aðeins upp verndarlaus, heldur líka í miklum vandræðum, þar sem hann hefur verið rændur því fé, sem hann kom með til UZ1 Allt í lagi, allt i lagi, þú skalt fá þvottavél með þurrkara í jóla- gjöf. «22 cns*r Svona er það á hverju ári. Þeg- ar á skal herða, tímir maðurinn minn aldrei að felia jólatréð. að tryggja framtíð mína ... Ég ráðlegg yður að bíða og vera þolinmóðar, ungfrú. Látið réttinn Ijúka sínu hlutverki. Ef- izt ekki um, að föður yðar skal verða hefnt... og þessir 350.000 frankar eru þó ekki nema hluti eignar yðar. — En ég veit ekki hver þessi bankastjóri í Marseille er. — Alið engar áhyggjur. Við finnum hann. — En ég hef ekki einu sinni kvittun. — Bankastjórinn hlýtur að hafa fært inn f bækur sínar þessa stóru fjárhæð. Faðir yð- ar hefur greinilega tréyst þess- um manni. Og dómstóllinn mun vernda rétt yðar og hagsmuni. — Þökk, sagði Cecile. Eftir nokkra þögn sagði hún: — En — faðir minn ... — Lík hans verður flutt í lík- húsið og þar framkvæma læknar mtsœm T A R Z A N Dr. Dominie hefur biandað svefnlyfi saman við mat svertingj anna og þeir falla I langan draum lagsan svefn. Þegar þeir vakna verða þeir fyrir löngu komnir í þorp frumskógarlæknanna, segir Dominie við Tarzan. Naomi hjúkr unarkona verður hér kyrr með þér bætir hann svo við við getum ekki tekið þá alla einu, og hún veit hvernig hún getur látið þeim líða vel. Það ætti að vera búið að ferja þá alla í kvöld, og þá er bezt að þú kveikir í skóginum hérna í kring áður en þið far- ið. ■S3P*- ■.‘ffltBJI Hárgreiðslustofan HÁTCNI 6, simi 15493. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvaliagötu 72. Sími 14853. Hárgreiðslustofan P 1 R O L A Grettisgötu 31, slmi 14787. Hárgreiðsiustofa VESTURBÆJAR Grenimel 9, sími 19218. Hárgreiðsiustofa AUSTURBÆJAR (Marfa Guðmundsdóttir) Laugaveg 13. sími 14656. Nuddstofa á sama stað. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DÓDÓ Laugaveg 18 3. hæð Gyfta)- Sími 24616. Hárgreiðslustofan Hverfisgötu 37, (horni Klappar- stígs og Hverfisgötu). Gjörið svo vei og gangið inn. Engar sérstakar pantanir, úrgreiðslur. P E R M A, Garðsenda 21, slmi 33968 — Hðrgreiðslu og snyrti- stofa. Dömu, hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN, Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- megin Sfmi 14662 Háaleitisbraut 20 Sfmi 12614 MEGRUNARNUDD. Dömur athugið. Get bætt við mig nokkrum konum f megrun- arnudd. Snyrtistofa Guðbjargar Guðmundsdóttur, Laugavegi 19. sími 12274. r Btœlskar nælon- regnkápur kr. 395.00 Miklatorgi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.