Vísir - 20.01.1964, Side 1

Vísir - 20.01.1964, Side 1
atvinnu áAkureyrí Eins og kunnugt er af fréttum brann Tunnuverksmiðjan á Sigiufirði nýlega og 45 siglfirzk- ir heimilisfeður urðu atvinnu- lausir. Verksmiðjan var einmitt helzta atvinnufyrirtækið í bæn- um að vetrinum. Nú hafa 34 Siglfirðingar, sem misstu at- vinnu sína, verið ráðnir til starfa i Tunnuverksmiðju ríkis- ins á Akureyri og eru á leið þangað með strandferðaskipinu Herðubreið. Þeir munu búa á Hótel Akureyri. Búizt er við að Siglfirðingarn- ir hefji vinnu á Akureyri ann- að kvöld. Verður framvegis unn- ið í tunnuverksmiðjunni þar á tveimur vöktum allan sólarhring inn og 39 menn á vakt, þannig að fimm vantar á að önnur vakt in sé fullskipuð Siglfirðingum. Tunnuefnið, sem átti að fara til Siglufjarðar, var flutt til Akur- eyrar, en það var ekki komið til landsins þegar tunnuverk- smiðjan á Siglufirði brann, Nú er efni fyrir hendi á Akureyri 1 110 til 120 þúsund tunnur. Vinna hófst í tunnuverksmiðj- unni á Akureyri 10. fyrra mán- aðar og hafa síðan verið smíð- aðar þar 10 þúsund tunnur. Sem fyrr segir munu Siglfirð- ingarnir búa á Hótel Akureyri þann tíma vetrar, sem þeir vinna inni á Akureyri. Sjálfir munu þeir greiða 65 krónur á dag í uppihald en afgangurinn af dvalarkostnaði þeirra þar mun verða greiddur af Siglufjarðar- bæ og úr ríkissjóði. Við málflutning í fógetarétti f morgun. Talið frá vinstri: Jón Magnússon, lögmaður Landleiða, Egill Sigurgeirsson hrl. og Þorsteinn Thorarensen, borgarfógeti. LANDLEIÐUM um kkávza aegn FRAMA Um hádegið í dag var kveðinn upp úrskurður í fógetarétti í Reykjavík í lögbannsmáli Land- leiða gegn Bifreiðastjórafélag- inu Frama. Var Landleiðum synjað um lögbannið. Lögbannsmál Landleiða gegn bifreiðastjórafélaginu Frama var tekið fyrir í fógetarétti síðdegis á laugardag af Þorsteini Thor- arensen borgarfógeta, en lögmað ur Landieiða Jón Magnússon hafði s.I. föstudag lagt lögbann á aðgerðir verkfalismanna, þar L OFTLEIDIR munu enn hafusterka aðstcðu á Atlantshafsleiðunum Selja farseðla með afborgunum innanlunds Frá Kaupmannahöf bárust þær fréttir f gær, að Skandinaviska flugfélagið SAS hefði ákveðið að hœtta við hrnar ódýru flug- ferðir með skrúfuflugvélum sem þeir hófu s.I. haust. Ferðum þessum mun Ijúka 1. aprfl n.k. og viðurkenna forráðamenn SAS, að þær hafi mishepPnazt, farþegafjöldi hafi ekki orðið eins mikill og þeir væntu. Almennt er og litið svo á á Norðurlöndum, að Loftleiðir hafi enn sterka aðstöðu eftir 1. april n.k. Jafnvel þótt fargjöld með þotum hafi stórlækkað, hafi Loftleiðir ákveðið að lækka far gjöld sín tilsvarandi og muni hið íslenzka félag hafa tækifæri til þess áfram að auglýsa sig sem ódýrasta félagið og vekja þannig áhuga almennings á ferðunum. Þá auglýsti Loftleiðir nú um helgina að það ætlaði að hefja sölu farseðla með afborgunar- skilmálum hér innanlands og hef ur sú auglýsing vakið talsverða athygli. Geta menn nú keypt far seðla hjá Loftleiðum gegn því að greiða aðeins helminginn við móttöku. Hinn helminginn greiða þeir með víxli og geta valið á milli 3, 6, 9 og 12 mán- aða víxils, sem síðan á að greiða I Verzlunarbankanum. Er þetta fyrirkomulag til mikils þæginda auka fyrir innlenda viðskipta- vini. Ennisvegur opnaður í fyrradag Strákavegi á að Ijúka næsta ór Vfsir átti í morgun stutt við- tal við Sigurð Jóhannss vega málastjóra i tilefni af þvi að stórframkvæmd i vegamálum landsins lauk f fyrradag. Þá var Ennisvegur milli Ólafsvflkur og BIs. 2 íþróttir. — 3 Myndsjá frá afmæli Eimskips. — 8 Hegrinn f Hafnar- firði. — 9 Viðtal við Margréti Thorlacius frá ÖxnafellL Sands formlega opnaður til umferðar og tók vegamálastjóri fram að sú framkvæmd teldist vissulega hafa staðizt timaáætl un, en gert var ráð fyrir þvi i framkvæmdaáætlun rfkisstjórn- arinnar, að lokið yrði við Ennis veg á árinu 1963. Það hefði tek- izt, ef ekki hefðu orðið tafir af völdum verkfallsins. Þá sagði vegamálastjóri, að unnið væri sem áður að tæknilegri rann- sókn og undirbúningi Stráka- vegar til Siglufjarðar, en sprengja á mikil jarðgöng gegn um fjallið, sem kunnugt er. Sam kvæmt framkvæmdaáætlun rik- isstjómarinnar á að leggja fé til þessarar framkvæmdar á þessu ári eins og s. I. ár og ljúka Strákavegi 1965. Kvað vegamálastjóri það von sína, að sú áætlun fengi staðizt Leiðin styttist úr 75 í 9 km. Ólafsvíkurenni hefur hingað til verið stærsti þröskuldurinn í samgöngukerfinu á Snæfells- nesi,- þannig að Ólafsvíkingar og Sandarar hafa orðið að aka 75 kílómetra leið fyrir Jökul og yfir Fróðárheiði til þess að heimsækja hvorir aðra, eða ann ast flutninga'milli þessara staða. En með nýja veginum styttist leiðin niður f 9 kílómetra. Þar með kemst Rifsneshöfnin nýja í beint vegasamband og allir flutningar um utanvert Snæ- fellsnes auðveldast stórlega. Þá er það ekki til að lasta i þessu sambandi, að þarna opnast ein skemmtilegasta ferðamannaleið landsins, kringum Snæfellsjök- ul. Áður en .nýi Ennisvegurinn var lagður, gátu menn endrum og eins sætt lagi unj fjöru og. ekið undir Enninu, ef þeir voru á bíl með drifi á öllum hjólum. Það var allt og sumt. Framhald á bls. 6 sem hann taldi að eltki væri heimilt að stöðva eigendur, sem vinna hjá Landleiðum í að aka bifreiðum fyrirtækisins. Lögmað ur Frama Egill Sigurgeirsson lagði fram í réttinum greinar- gerð. Var málið munnlega flutt í morgun og um hádegið var úr- skurður kveðinn upp. Framamenn hindruðu s. I. föstud. 2 meðeigendur, er vinna hjá Landleiðum, í að fara á- ætlunarferðir milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, en menn þess- ir voru Eiríkur Stefánsson og Hróbjartur Jónsson, en báðir eru þeir í stjórn Landleiða. Hins veg ar létu Framamenn akstur fram- kvæmdastjórans Ágústs Hafberg afskiptalausan en hann er einnig eigandi í Landleiðum. Eins og fram hefur komið í blöðum hefur framkvæmdastjór- inn haldið uppi takmörkuðum ferðum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur og hafa Hafnfirð- ingar kunnað að meta framtaks- semi hans. Vísir átti í morgun tal við Bergstein Guðleifsson formann Frama. Kvað hann félagið hafa fengið þær upplýsingar hjá VR, að umræddir tveir skrifstofu- menn Landleiða væru félagar í VR og því væri það skoðun Frama, að samkvæmt vinnulög- gjöfinni væri mönnum þessum óheimilt að taka upp vinnu verk fallsmanna í Frama. Vegarstæði Strákavegs. 54. ðrg. — Mánudagur 20. janúar 1964. — 16. tbl. 34 Siglfirðingar #

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.