Vísir - 20.01.1964, Page 5

Vísir - 20.01.1964, Page 5
V í S IR . Mánudagur 20. janúar 1964. 5 utlönd i morgun útlönd í morgun utlönd í morgun 'utlönd í morgunv UPPRCISNITANSANYIKA -HÝIT OFBíLDI IDBONSMI Fréttir í morgun greina frá hættulegum horfum á tveimur heimssvæðum, Indónesíu, þar sem ofbeldi er beitt á ný, og uppreisn í Tanganyika. í kjölfar frétta í morgun frá Jakarta f Indónésíu um að verka menn hefðu tekið í sínar hendur yfirráð í vinnustöðvum fyrir- tækisins Brezk-hollenzka Unilev er og að öflugur lögregluvörður hefði verið settur við bústaði ambassadora Breta og Banda- ríkjanna, bárust fréttir í nótt um uppreisn í annarri af tveim- ur herdeildum Tanganyika, ná- grannalandi Zansibar, þar sem enn er byltingarástand og ó- vissar horfur. í enn óstaðfestum fréttum frá Jakarta var sagt, að verkamenn hefðu hafizt handa um svipaðar aðgerðir hjá olíufélaginu Shell og hjá Brezk-hollenzka Unilever og að hótað hafi verið að neita afgreiðslu brezkum flugvélum á flugvöllum Indónesíu, frá mið- vikudegi næsta, en þá er vænt- anlegur þangað Robert Kennedy dómsmálaráðherra Bandarfkj- anna, sem um þessar mundir er að reyna að finna leiðir til samkomulags út af ágreiningn- um um Mal-Asíu. Hefur hann átt viðræður við forseta Indó- nesíu í Tokíó og forseta Filips- eyja í Manilla, og er nú í Kuula Lumpur, höfuðborg Mal-Asíu, til viðræðna við forsætisráðherr- ann — Tunku Abdul Rahman — einnig um friðsamlega lausn á ágreiningnum varðandi Mal- Asíu. Að þeim viðræðnum lokn- um fer Kennedy til Jakarta til nýrra viðræðna við Súkarnó og svo til London til viðræðna við brezku stjórnina. UPPREISN í TANGANYIKA 1 frétt frá Daar-es-Salaam kl. tvö f nótt segir, að önnur af tveimur fótgönguliðssveitum landsins hafi gert uppreisn og handtekið 30 liðsforingja, þeirra meðal nokkra brezka. Lögregl- an hefur lokað öllum vegum til höfuðborgarinnar. Staðfest er í London, að uppreisn hafi átt sér stað, en sagt er að horfur séu enn óljósar. Ekkert hefur beyrzt frá Nyerere forseta. Vörður er um bústað hans, en ekki vitað hverjum varðmenn fylgja að mál um. Brezki landstjórinn ætlaði á fund forsetans, en varðmenn meinuðu honum inngöngu. Uppreisnin átti sér stað í bæki stöðvum í Tolito, 9 km. frá höf- uðborginni. Á ZANSIBAR eru horfur einnig óljósar, en tilraunir virðast gerðar til þess að koma á lögum og reglu, og það var einmitt Tanganyika sem beðin var um aðstoð, með því að senda þangað 300' lögreglu- menn til þjálfunar á lögreglu Zansibar og voru 100 komnir þangað, og kannaði forseti bylt- ingarstjórnar liðið við komuna, en Okello, sá sem talaði f út- varp og titlaði sig marskálk og aðalmann byltingarinnar, var í fréttum í gær sagður kominn til Tanganyika sér til hvfldar og hressingar". Hann neitaði að hann hefði verið á Kúbu og í Peking á s.I. ári, eins og komið hefur fram f fréttum. Ofsóknum gegn Múhameðs- trúarmönnum var ekki hætt á Zansibar er sfðast fréttist. Uppreisnarmaður á verði á Zansibar. Musica Nova Að undanförnu hafa þeir fé- lagar Einar Sveinbjörnsson og Þorkell Sigurbjörnsson ferðazt um Norðurlönd og leikið fslenzk tónverk í þarlenzkar útvarps- stöðvar. Hefur slík kynnisför á íslenzkri tónmennt ekki verið farin áður, en er von manna að á slíkri starfsemi kunni að verða nokkurt áframhald. Sér- staklega vegna, að vart varð mikils áhuga á nýrri fs- lenzkri tónlist á þessum slóð- um, og nutu þeir Einar og Þor- kell ríflegrar fyrirgreiðslu og uppörvunar af hálfu hlutaðeig- andi aðila við téðar útvarps- stöðvar. I gær léku þeir sömu efnisskrá og þeir fóru með ut- an, fyrir styrktarmeðlimi Musica Nova o. fl. í Þjóðleikhúskjall- aranum, og höfðu þó bætt við einu erlendu verki, fiðlusónötu í G dúr op. 31 nr. 3 eftir Beet- hoven. íslenzku verkin voru Rómansa eftir Hallgrím Helga- son, fiðlusónata eftir Jón S. Jónsson, þrjár Bagatellur eftir Þorkel Sigurbjörnsson, og Mosaik f. fiðlu og píanó eftir undirritaðan. ^ð þessum hljómleikum heyrð- um, verður Einar að teljast f allra fremstu röð íslenzkra hljómlistarmanna. Vald hans á fiðlunni, hvort sem um er að ræða fingra eða bogatækni, er næstum óbrigðul. Tónninn er ríkur og safamikill, býr yfir miklum blæbrigðamöguleikum. Allt eru þetta kostir, sem nauð- synlegir eru ef um skilagóðan flutning skal ræða, hvort sem fjallað er um músík frá yngri eða eldri tíma. Koma þeir þó ekki nema að hálfu gagni, ef músfkölsk alvara og einlægni viðkomandi, er að einhverju marki á reiki. En Einar er að þessu leyti einnig með pálm- ann í höndunum, og náði leikur hans, og reyndar þeirra félaga beggja, upp í verulegar listræn ar hæðir á stundum. Flutningur þeirra á Beethoven sónötunni var til dæmis mjög sannfærandi, þrátt fyrir að hægi þátturinn hefði mátt vera nokkuð lfflegri, ékki að hraða til, en blæsveifla ýmissa mótíva og laghendinga var heldur í daufara lagi. J stuttri en lögulegri Rómönsu Hallgríms Helgasonar var ekki tilefni til mikilla átaka, en henni, og þó einkum sónötu Jóns S. Jónssonar, sem er verk nokkuð í anda Bartóks, með línutækni Hindemiths í bak- höndinni og samin í skóla fyrir nokkrum árum, gerðu þeir hin ánægjulegustu skil. Bagatellur Þorkels voru samdar seint á '3388 sfðasta ári, og eru þær einstak- lega áferðarfallegar og lýsa næmu skyni höfundar á sam- spil smæstu formeininga, eigin- leiki sem er undirrituðum hins vegar ekki nýr úr þessari átt. Sérstaklega var miðbagatellan, með sfnum nýstárlegu tónbrell- um, skemmtilega útfærð, en f heild er þetta stutta verk fá- dæma vönduð lýrisk smásmíði. Auðvitað léku þeir félagar það af miklum sannfæringarkrafti, en f lokaverkinu, Mosaik, komu þeir undirrituðum þó mest á óvart, þvf þar vissi hann af mörgum næstum óyfirstíganleg um erfiðleikum. Var hlutur Þor- kels þar ekki hvað síztur, en báðir léku þeir með slíkum ágæt um, að fátt er fram að færa en kærar þakkir. Leifur Þórarinsson. Verkamenn ílndo- nesíu beðnir nð faru að lögum Seinustu fréttir frá Indónesíu varpa nokkru Ijósi á seinustu at- burði þar. Settur forseti Iandsins vegna fjarveru Súkarnó, dr. Johann es Leimena, hefur hvatt verkalýðs- félögin til að fara að Iandslögum og hætta við að taka f sínar hendur brezk fyrirtæki og vinnustöðvar á eynni. Þessi tilmæli hins setta forseta Engin breyting fyrr en 1. apríl Eins og kunnugt er átti breyting á reglum um lokunartfma sölu- búða að ganga í gildi um næstu mánaðamót. Borgarráð hefur nú samþykkt að fresta gildistöku hinna nýju reglna þar tii 1. apríl, en segist jafnframt ekki geta veitt aðra frestun. Er þetta gert vegna verkfall- anna, en verzlanirnar hafa þurft að iáta gera talsverðar breytingar og hefur vinna við þær stðvazt vegna verkfalls trésmiða. Breytingar þess ar eru fólgnar í því að gera þarf söluturnana að séreiningum innan verzlana, búna salernum og hrein- Iætistækjum. Þótti rétt að fresta gildistöku samþykktarinnar í heild þar eð annars gæti orðið ruglingur á. Þeg- ar reglugerðin verður sett á er gert ráð fyrir að verzlanir f út- hverfum verði til skiptis opnar fram eftir kvöldum og um helgar, eu á föstudagskvöldum verði verzl unum leyft að hafa opið til kl. 10 á kvöldin en á Iaugardögum til 2 á sumrin en 4 á veturna. voru birt eftir að verkamennirnir höfðu tekið með valdi skrifstofur Unilever f Jakarta og gúmmf- og teekrur, sem eru brezk eign í Su- bang. — í Jakarta var yfirmönnum og starfsliði meinaður aðgangur að skrifstofum félagsins. Lögreglan, sem er á verði, segist aðeins hafa verið kvödd á vettvang til þess að girða fyrir óeirðir — ekki til neinn- ar íhlutunar. Forstjóri Unilever f Jakarta á- kvað að vera heima og bað aðra starfsmenn um hið sama, til þess að „forðast hvert skref, sem leitt gæti til átaka". Bannið á brezkar flugvélar var ákveðið vegna þess að tvö indónes- isk skip með „pílagríma og vara- hluti f indónesiskar flugvélar" voru stöðvuð f Hongkong. í seinni fréttum segir, að allt sé fullt af herbílum á götunum í Dar- es-Saalam. Útvarpsstöðin þar er þögnuð og flugvöllurinn lokaður. Fátt fólk á ferli og „enginn virðist vita hvað gerzt hefur", en ekki vit- að um nein blóðug átök, én svo virðist þó enn sem aðeins önnur hersveit landsins standi að bylting- unni. Tanganyika var hin stærsta af ný lendum Breta í Austur-Afrfku og fékk sjálfstæði 8. desember síðast- liðinn.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.