Vísir - 20.01.1964, Side 6

Vísir - 20.01.1964, Side 6
6 V1 SIR . Mánudagur 20. Janúar 1964. 3 piltar réðast im / hús og börðu heimafólkið ÞaO bar til tíðinda s.l. mið- vikudagsnótt í Vestmannaeyj- um að 3 ungir piltar réðust inn f fbúðarhúsið að Lyngfelli. Börðu þeir einn heimamann illa, svo hann fékk glóðarauga á bæði augu og bólgnaði í andliti. Brutu þeir húsgögn og skemmdu dyraumbúnað. Piltarnir voru handteknir skömmu síðar og settir í varðhald. Mál þetta átti mjög sorgiegan eftirleik, því gömul kona á bænum lézt dag- inn eftir, en hún mun hafa ver ið mjög farin að heilsu. Ekki er talið að hægt sé að rekja dauða hennar til ólátanna nótt- ina áður. — Flugið Framh. af bls. 16. Flugsyn haldi uppi áætlunar- flugi til Norðfjarðar næstu fimm árin, eða meðan ábyrgðin er f gildi. Flugsýn hefur einnig f huga að halda uppi áætlunar- flugi milli fleiri staða á Aust- fjörðum, og hafa forráðamenn félagsins í athugun að staðsetja litla flugvél á Norðfirði til sjúkraflugtninga og annarra flutninga. Það var í október s.l., sem Flugsýn sneri sér til bæjarstjórn ar Neskaupstaðar, og tókst þá þegar góð samvinna um málið. Flugsýn hefur í huga að fljúga '3 áætlunarferðir f viku á vetr- um, en 6 ferðir á sumrin. Helzt hefur komið til greina að kaupa 10 sæta flugvél, Beech- craft C-45, tveggja hreyfla vél, búna öllum fullkomnustu tækj- um. Einnig hefur Flugsýn f huga að koma á flugsamgöngum milli fleiri staða á Austfjörðum, en mjög erfitt hefur verið með samgöngur milli smærri staða, og fá sumir þeirra ekki póst nema á hálfsmánaðarfresti. Hef- ur félagið því f huga að stað- setja litla flugvél á Norðfirði til sjúkraflutninga og annarra flutninga. Enn hefur ekki end- anlega verið ákveðið, hvenær þessar föstu áætlunarferðir hefj- ist. ■ EYJAFLUG Loks er svo að nefna flug- félag það, sem var stofnað í Vestmannaeyjum nú í vikunni Eyjaflug, en að þvf standa sam- tök tuttugu ungra og framtaks- samra manna 1 Eyjum. Stjórn þess skipa Sigfús Johnsen for- maður, Jón Hjaltason lögfræð- ingur og Ragnar Magnússon flugvirki. Félag þetta er svo ný- stofnað, að enn er of snemmt að tala um fyrirætlanir þess. Þó munu þeir hafa hug á að kaupa tfu sæta vél af Beechcraft gerð ef leyfi fást. Áhugi mun einnig vera fyrir þvf f bæjar- stjórn þar, að flugvél sé stað- sett í Eyjum, því að slíkt auð- veldar samgöngur bersýnilega. Hnfnarfjarðnr- leiðín Landieiðir halda uppi áætlunar- ferðum frá Reykjavík i dag, sem hér segin Klukkan 14, 15 og 17, 18, 19, 20. Frá Hafnarfirði er ekið svo hálftfma sfðar. Nánari atvik voru þau, að pilt amir byrjuðu á þvf að brjótast inn 1 hænsnahús f því skyni að komast yfir egg. Eftir að þeir höfðu náð sér f nokkur egg réðust þeir til inngöngu f bæinn. Þar býr Guðlaugur Guttormsson gamall maður og fatlaður, ásamt uppeldissyni sínum Oddi Guð laugssyni. Þar var og eiginkona Guðlaugs gömul kona og farin heilsu, en hún lézt daginn eftir. Til átaka kom milli piltanna og Odds. Hlaut hann glóðarauga á bæði augu og bólgnaði mikið í andliti. Faðir Odds gat lítið að- hafzt, en piltarnir brutu niður rúm hans. Einnig tókst piltun- um að skemma dyraumbúnað nokkuð. — Lögreglan kom skömmu sfðar á vettvang og vom piltarnir settir f varðhald og mál þeirra sfðan tekið fyrir hjá bæjarfógetanum f Vest- mannaeyjum. Þetta er ekki f fyrsta skiptið, sem lögreglan SBysin — Framh. af bls. 16 í hörðum bifreiðaárekstri. Árekst- urinn varð á lítilli hæð rétt fyrir ofan Lögbergsbrekkuna í roki og úrhellisrigningu, en þar skullu sam- an Volkswagen bifreið og Skoda- bifreið. Sú fyrrnefnda virðist hafa ætlað að' taka fram úr tveim stór- um bílum, sem voru á undan henni og voru á leið austur yfir fjall. 1 sama mund kom Skodabifreiðin á móti og þegar ökumaður hennar varð þess var að Volkswagenbfll- inn var kominn fram með hliðinni á aftarl vörubílnum, kvaðst hann strax hafa hemlað, en það dugði ekki til. Áreksturinn varð mjög harður og báðir bílarnir eru stór- skemmdir. I Wolkswagenbifreiðinni voru auk ökumanns, roskin hjón, sem bæði slösuðust mikið, og tvö 5 ára gömul börn, sem meiddust minna. Ökumaðurinn sjálfur kvartaði und- an eymslum fyrir brjósti. í Skoda- bifreiðinni voru miðaldra hjón og slösuðust bæði. Af þessum 7 manna hópi, sem þarna slasaðist, liggja nú báðar konurnar f Landsspftalan- um og maðurinn, sem var farþegi í Volkswagenbeifreiðinni, hefur leg- ið f slysavarðstofunni frá því er slysið varð. Auk þessara 11 slasaðra á Iaugar- daginn urðu tvö stórslys á föstu- daginn, svo sem skýrt var frá f Vísi í fyrradag. Báðir mennirnir, sem þá slösuðust, eru látnir. Karl Laxdal, Mávahlfð 2, sem lenti fyrir bifreið á Snorrabraut syðst, lézt í nótt án þess að hafa komizt til meðvitundar. Hann var 78 ára að aldri. En hinn maðurinn, Magnús Jakobsson, Sóleyjargötu 7, er varð fyrir bifreið á Suðurgötunni, lézt í fyrrinótt. Magnús var 67 ára gam- all og þetta var f þriðja skiptið, sem hann hlaut alvarlegt áfall og stórmikil líkamsmeiðsl af völdum ákeyrslu. Áður hafði hann hlotið mjaðmarbrot í annað skiptið, en slæmt fótbrot í hitt skiptið. Á fimmtudaginn var rannsóknar- lögreglan tvfvegis kvödd á vett- vang vegna umferðarslysa, og í öðru þeirra slasaðist gamall mað- ur stórlega í árekstri á innanverðri Njálsgötu. Hann heitir Þorlákur Guðmundsson, hlaut alvarleg inn- vortis meiðsli og liggur nú þungt haldinn f sjúkrahúsi. verður að hafa afskipti af þess- um piltum. Eins og fyrr segir átti mál þetta mjög sorglegan eftirleik, þvf eiginkona Guð- laugs lézt daginn eftir, en hún var mjög farin að heilsu. Þó er ekki talið að hægt sé að rekja dauða hennar til ólátanna nótt- ina áður. — Ennisvegur Framh. af bls. 1. Nýi vegurinn undir Ólafsvfk- urenni var unninn með hinum stórvirkustu vélum og sprengi- efni og liggur í 18—49 metra hæð yfir sjó. Vegamálastjóri kvað vegarlagninguna ekki hafa verið hættulausa, en allt hefði gengið slysalaust að kalla, sem betur fór. Um hættu af grjót- flugi á þessum vegi kvaðst hann ekki geta fullyrt neitt. Einhver hætta væri alltaf fyrir hendi á öllum vegum, sem þannig væru settir, Iægju undir hömrum og hamrabeltum. En naumast væri ástæða til að óttast meira grjót- flug þama en t. d. sums staðar á vegum á Vestfjörðum. Vegurinn undir sjálfu Enninu, sem Efrafall tók að sér að vinna, er aðeins rúmlega einn kílómetri að lengd, en kostáðí um 10 milljórii'r. rlh þkð mun vera helmingi dýrara en einn kílómetri af Keflavíkurvegin: um. Enda var þarna ein erfið- asta aðstaða til vegagerðar sem um getur hér á landi. Nýi veg- urinn milli ölafsvíkur og Hell- issands er aðeins 3.4 kflómetr- ar og var kostnaðurinn við þessa framkvæmd áætlaður alls um 12 milljónir s. 1. vor, en eftir það urðu nokkrar kaup- hækkanir. - Glaumbær Framh. af bls. 16. leika fyrlr dansi þar til kl.l. Vísir átti í morgun stutt við- tal við hljómsveitarstjórann Hauk Morthens, og skýrði hann m.a. svo frá: Þanig liggur í málinu, að við höfðum ekki fengið greidd laun- in okkar frá því 28. desember til 19. janúar, þar meðtalið er gamlárskvöldvikan, sem reikn ast tvöföld. Samkvæmt samn- ingi á að borga okkur út viku- lega. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir hef ég ekki náð f fram- kvæmdastjóra hússins, Sigur- björn Eirfksson sl. 10 daga, en ég hef minnzt á þetta við konu hans, sem er oft á tíðum niðri í Glaumbæ. Það var s.l. laugar- dagskvöld að ég sagði konu hans, að við myndum ekki leika lengur en til klukkan 11, ef við fengjum ekki launin okkar greidd. Mér var svo kunnugt um, að hún hafði sfmasamband við Sigurbjöi-n, og skömmu fyr ir klukkan 11 kom hann niður f Glaumbæ Ég fór þá inn á skrif stofu til hans og spurði hann, hvort hann liti þetta ekki alvar legum augum, en hann spurði mig hvort við ætluðum að leika eða ekki. Sagði ég honum, að við stæðum við það að hætta að leika klukkan 11, ef launin fengjust ekki greidd fyrir þann tfma. Svarið sem ég fékk var: Ég hef ekkert við þig að tala, og þú skalt koma þér út. Klukkan 11 hættum við að leika og ákváðum að taka öll okkar hljóðfæri með út. Skömmu fyrir klukkan 12 kveikti ég á hátalaranum og kvaddi fólkið, en sagði þvf ekki ástæðuna fyrir þvf að við hætt um, en það hafði þegar spurzt út, hvernig f málunum lá. Dyra verðirnir sögðu fólkinu hinsveg- ar, að við værum komnir f verk fall. — Trommuleikari hljóm- sveitarinnar, Guðmundur Stein- grfmsson, þurfti að skreppa inn aftur, eftir að hann hafði borið hljóðfæri sín út, og ná f trommu en Sigurbjörn varnaði honum inngöngu. Leituðum við þá til lögreglunnar, og lét Sigurbjörn sig ekki, fyrr en lögreglan kom á staðinn. Eftir að Haukur og hljóm- sveitin hafði yfirgefið húsið, fékk Sigurbjöm unglingahljðm- sveit úr Langholtsprestakalli til þess að leika, en flestir drengj- anna eru undir lögaldri. Mikil óánægja var ríkjandi meðal gest anna, eftir að hljómsveitin hætti að leika. Þetta hefur legið eins og mara á mér, segir Haukur, Strák- arnir í hljómsveitinni hafa skilj anlega verið að krefja mig um kaupið, en ég hef ekkert geta gert. Blaðið hafði f morgun sam- band við Svavar Gests, formann Félags fsl. hljóðfæraleikara og spurði hann, hvort félagið hygð- .ist grfpa til einhverra ráðstaf- ana. Svavar sagðist ekki hafa náð í Sigurbjörn, og gæti hann þvf ekkert sagt um málið strax. Vfsir reyndi f morgun að ná tali af Sigurbirni Eirfkssyni, en það bar ekki árangur. -Skákin Framh. af bls. 16 með hvftt og f 13. leik fórnaði hann manni og ætlaði sér að ná jafntefli með þrátefli. Tal var hins vegar ekki á þvf að leiða skákina til lykta svo friðsam- lega, heldur gagnfórnaði hann drottningu, sem leiddi til ó- hemju flókinnar stöðu. Nákvæm athugun sfðar leiðir í Ijós, að Tal átti ekki að vinna skákina en svo fór nú samt, að Jón missti tökin á henni móti heims- meistaranum. Hér fer þessi mjög svo at- hyglisverða skák á eftir: Hvítt: Jón Krlstlnsson Svart: Mikkjáll Tal Sikileyjarvöm 1. e4 — c5 2. f3 - e6 3. d4 — cxd4 4. Rxd4 - a6 5. Rc3 — Dc7 6. Bd3 - Rf6 7. o-o — Rc6 8. Be3 - b5 9. a3 — Bb7 10. De2 - Re5 11. h3 - Hc8 12. f4 - Rc4 13. Rxb5! — axb5 14. Rxb5 — Dc6 15. Ra7 - Rxe3 (??!) 16. Rxc6 - Bc5! 17. Kh2? (Fljótfærni. Rétt var b4!). 17. - Rxflt 18. Hxfl - Bxc6 19. c4 — d6 20. Dc2 — Bd4 21. b4 - e5 22. f5 - Ke7 23. a4 - g6 24. b5 — Ba8 25. De2 (Bezt úr því sem komið er, en hér eftir verður vðmto samt mjög erfið). 25. - Hcg8 26. a5 - h5 27. g3 - Hh7 28. Kg2 - Hhg7 (Undirbýr nú lokasóknina). 29. fxg6 — Hxg6 30. Hf3 - Rh7! 31. Dbl - Rg5 32. Hfl - Rxe4! 33. Bxe4 — Hxg3t 34. Kh2 — Hg2t 35. Khl - Hglt 36. Hxgl — Hxglt 37. Dxgl — Bxe4t gefið. Um aðrar skákir er það að segja, að Gligoric hafði hvftt og vann Arinbjöm í mjög erfiðri stöðubaráttuskák, þar sem lengi Ieit út fyrir að Arinbjörn myndi halda jöfnu. Magnús Sólmundarson vann Freystein og jafntefli gerðu Ingi R. og Nona. Stúlkan tefldi mót- tekið drottningarbragð og tókst að halda jöfnu tafli þrátt fyrir allharðar sviptingar. Wade og Guðmundur Pálmason gerðu einnig jafntefli í mjög hægþró- aðri skák. Skák Ingvars og Trausta fór í bið í frekar jafnri stöðu, en skák Friðriks og Johannessens var frestað sökum veikinda Frið riks, sem er kvefaður. I kvöld verður 6. umferð tefld. Þá tefla m. a. Friðrik og Ingi og Wade og Tal. MÓTTIR — Framh. af bls. 2. um, oftast með mjög góðum skot- um. Skot Framara voru annaðhvort laflaus, hittu ekki, eða lentu f vam- arveggnum h. megin, en vinstra megin var allt of lítið skotið. Guð- jón skaut að vfsu tvívegis rétt fyrir hálfleikslok og skoraði 1 bæði skipt- in. KR tókst að ná 5 marka for- skoti fyrir hálfleik og hafði yfir 13:8. Þess er skemmst að minnast, að menn gleymdu algjörlega að hlusta á Svavar Gests með sinn ágæta þátt, slík urðu lætin í sfðari hálf- leik. En KR sóknin tók rétta stefnu og lék hægt og yfirvegað fyrir ut- an og leitaði fyrir sér. Þetta færði tvö mörk f röð, bæði frá Karli. Stóð nú 15:9, stuttu síðar 17:11, 20:12 og 21:14. Þá voru 10 mfn. eftir af leik og nær útilokað að Fram tækist að vinna leik- inn, enda hefði þurft nær „mark á mfnútu“ til og ekkert mark á móti. Leikurinn varð mjög harður og um tfma var leikið maður gegn manni. Ekkert gat samt grandað KR, — sigurinn var þeirra örugga eign og sigurinn varð 25:19, mjög verðskuldað. KR-liðið hefur ekki leikið betur lengi og sýndi margt mjög gott í leiknum. Beztu menn liðsins voru þeir Karl Jóhannsson, Sigurður Ósk arsson og Sigurður Johnny mark- vörður, sem gerði ótrúlegustu hluti. Guðlaugur Bergmann átti athyglis- verðan leik í vörninni og margir piltanna sýndu nú sitt bezta, t. d. Þráinn Gfslason og nýliðinn Hilm- ar Björgvinsson. Framarar eru lítt vanir því að tapa og því miður verður það lið- inu til lasts að sumir leikmenn kunnu ekki að taka tapinu við KR. Auðvitað er sárt að tapa, — en jafnnauðsynlegt fyrir íþróttamann að læra slfkt, ekki síður en undir- stöðuatriði fþróttarinnar. Framlið- ið átti ekki góðan leik þetta kvöld, — KR sá um að enginn gat „glans- að“! Dómari f þessum erfiða leik var Valur Benediktsson og verður ekki sagt annað en hann hafi skilað sfnu hlutverki vel.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.