Vísir - 13.02.1964, Síða 4

Vísir - 13.02.1964, Síða 4
4 V í SIR . Fimmtudagur 13. febrúar 1964. Pétur Sveinbjarnarson UMFERDIN SEKT m AÐ GREIÐA AFTUR í STÖÐUMÆU Verður stöðumælugjaMið hækkoð á næstunni? Ekkert ökutæki má standa á stöðumælareit lengur en þann hámarks- tíma, sem letrað er á við- komandi stöðumæli. Það er misnotkun á stöðumæli að greiða fyrir stöðu í lengri tíma og varðar sömu meðferð og refs- ingu og önnur brot gegn reglugerð þessari. Þannig hljóðar 13. grein í reglu- gerð um stöðumæla í Reykjavík. Stór hluti reykvískra ökumanna greiðir í stöðumæli áfram í þeirri trú, að þeir séu að bjarga sér frá því að fá grænan sektarmiða hengdan á bifreiðina. Og jafnvel sumir lögregluþjónar eru svo lið- legir, vegna fáfræði sinnar, að taka við krónupeningi hjá öku- manni og greiða fyrir hann í stöðumælinn, þegar tíminn er að renna út. Sem sagt: það er til- gangslaust að hlaupa sig spreng- móðan til þess að stinga annarri krónu í mælinn. Og ef það er gert og lögregluþjónn, sem lesið hefur reglur um stöðumæla 1 Reykjavík, er á næstu grösum, getur hann hengt einn af sfnum grænu sektarmiðum á bifreiðina. STÖÐUMÆLAR SETTIR FYRST UPP 1957 Nú eru 7 ár liðin frá þvf að fyrstu stöðumælarnir voru settir upp. Þá voru settir upp 75 mæl- ar en nú er talan komin upp í 330. Upp á síðkastið hefur stöðumæl- unum lítið sem ekkert fjölgað, en hins vegar hefur nokkur fjöldi stöðumæla verið tekinn niður, þar sem bifreiðastöður hafa verið bannaðar, og fluttir á nýja staði. Með tilkomu akreinanna á neðri hluta Laugavegar hafa t. d. mæl- arnir verið teknir í burtu og þeir settir upp í nærliggjandi götum. 3 GERÐIR STÖÐUMÆLA NÖTAÐAR Við hringdum til Guðmundar Péturssonar framkvæmdastjóra Umferðarnefndar og spjölluðum lítið eitt við hann um stöðumæl- ana. Guðmundur sagði, að hér í Reykjavfk væru notaðar þrjár gerðir stöðumæla. Mest er notað af sænskum og amerískum mæl- um, en einnig eru hér þýzkir mæl ar f notkun. „Það hefur borið töluvert á þvf að menn ætli sér að reyna að losna við sektir með því að setja krónu í, og snúa síðan aðeins hálfhring, þannig að gula merkið sé uppi. Hér er auð- vitað um algjört brot að ræða, sem má sekta menn fyrir. Einnig hefur það komið fyrir, að menn séu að reyna að troða f mælana spenniskífum og plötum, en í flest um tilfellum stíflar slíkt mælana eða veldur jafnvel skemmdum á þeim“, segir Guðmundur. BETRI ÞJÖNUSTA VIÐ BIFREIÐAEIGENDUR — Hefur hækkun stöðumæla- gjaldsins komið til umræðu? — Já, ekki er því að neita. — Stöðumælagjaldið hefur allt- af verið það sama frá því mæl- arnir voru settir upp. Tæknilega er það nokkuð erfitt að hækka gjaldið. Hins vegar finnst mér að það gæti komið til greina að hækka gjaldið, þar sem mæl- amir eru . mest notaðir, eins ' Guðmundur Pétursson. og t. d. í Austurstræti og Laugavegi, en hafa sama gjald og nú er t. d. í Tryggvagötu, þar sem mælarnir eru minna notaðir. Annars held ég, að sú skoðun sé yfirleitt ríkjandi, að þessi aukaskattur á bifreiðaeigendum verði ekki hækkaður nema að bifreiðaeigendum sé veitt betri þjónusta, t. d. bílageymsla byggð og bílastæði aukin. Utgjöld stöðumælasjóðs eru á ári hverju frá 300. þús. og upp í hálfa milljón. Töluverðri upphæð hefur verið varið til að gera bíla- stæði og einnig til að borga leigu á bílastæðum. S.l. tvö ár höfum við starfrækt okkar eigin verk- stæði til viðgerðar og viðhalds á mælunum og hefur sá rekstur gengið prýðilega, sagði Guðmund ur Pétursson að lokum. Stöðumælum er ætlað að gera umferðina öruggari og greiðari og jafnframt að miðla stöðureitum milli þeirra, sem á þeini þurfa að halda. — Stöðumælarnir hafa gert mikið gagn og þegar sannað gildi sitt hér í höfuðborginni. Sannleikurinn um snjóhjólbarðana Víðtækar tilraunir með hina svo- nefndu negldu snjóbarða hafa ver ið gerðar í Svfþjóð. Það var MHF, sem útleggst Bindindisfélag ökumanna, sem gerði þessar til- raunir s.I. vetur, eða nánar tiltek- ið frá 1. janúar til 5. maí. Nagl- arnir voru af tveim aðalgerðuni: Secomet (ein og tvíbarða) og Keinás. Bindindisfélag ökumanna hér hefur fengið skýrslu um þess- ar tilraunir og hefur Ásbjörn og Trelleborg, ui.Lr bifreiðirnar, að framan og aftan. Allir barðarn ir voru negldir, og siðan var ekið á mismunandi vegum og f mis- munandi færð. Alls óku þessir 75 bflar samanlagt 550 þús. kíló- metra, eða 290 þús. kílómetra á auðu, 90 þús. kílómetra á snjó og á glæru, og 170 km. í alla vega færð- Hver ökumaður hélt dagbók og skráði niður allar at- hugasemdir: hvernig bifreiðin lét að stjórn við mismunandi aðstæð ur o. s. frv. Ekkert mátti skipta sér af börðunum meðan þeir. negldu en með þá nagla voru alls 26 bif- reiðir, og ók hver 6682 kílómetra að meðaltali. 1 öllum bflunum voru 12464 naglar. Þar af hurfu 8%, lögðust 1,6% og gengu inn 2,3%. Hér vantar enn 10 bíla, en þeir voru öðru vfsi útbúnir. Rannsóknin leiddi það í ljós, að í réttu færi fyrir neglda barða getur hemlunarvegalengd stytzt um 40 — 50%. Bifreiðin skrikar lít- ið, sé rétt ekið. Bezt koma negld- ir snjóhjólbarðar að notum á ís- uðum vegi. Þá kom það og í ljós, að negld- ir barðar draga úr hemlun á auð- um vegi, eins og t. d. malbiki, svo hemlunarvegalengd getur orð ið allt að 20% lengri. Stefánsson, formaður félagsins, leyft síðunni að birta útdrátt úr henni. Tilraunirnar stóðu f alls 125 daga. Fengnar voru bifreiðir 75 ökumanna, sem áttu heima víðs- vegar um Svíþjóð. Settir voru snjóhjólbarðar, aðallega Goodyear héldu, nema bæta í þá lofti. Niðurstaða þessara rannsókna leiddi það m. a. í ljós, að Secom- et dugði heldur betur en Keinás. Secomet einbarða voru alls 23 bif reiðir með. Hver bifreið ók til jafnaðar 7495 km. í hjólbörðunum voru 10422 Secomet naglar. Þar af hurfu 0,4%, lögðust 0,6% og gengu inn 0,1%. Secomet tví- barða: 0,3% hurfu, 0,2% lögðust, 0,06% gengu inn. Bifreiðirnar með þessa gerð voru 16, og ók hver að meðaltali 8043 km. Keinás reyndist ekki eins vel, „Haltu á stýrinu meðan ég bind skóreimina“. Yfirmaður umferðardeildar rannsóknarlögreglunnar, sem rannsakað hefur fleiri umferðar- slys og árekstra en nokkur ann- ar maður hér á landi, sagði fyr- ir skömmu í blaðaviðtali: Það dregur ekki úr slysum, fyrr en hert verður stórlega á umferð- arlögum gangandi fólks og það sektað umsvifalaust við brot á settum reglum. Það er alveg furðulegt, hvernig sumt fólk hag ar sér í umferðinni, og engin furða að stórslys hljótist af. Þessi orð komu mér ósjálfrátt í hug, þegar ég gekk inn Lauga- veginn fyrir nokkru og neyddist til að ganga úti á sjálfri akbraut inni til þess að vaða ekki leir- drulluna upp fyrir ökla. Það er satt, að oft á tíðum verða gang- andi vegfarendur fyrir bílum vegna kæruleysis svo að sökin er eingöngu þeirra. En er það nokkur furða, þó að gangandi vegfarendur verði fyr- ir bílum á Suðurlandsbraut, Langholtsvegi, innanverðum Laugavegi og Reykjanesbraut í Fossvogi, þegar engar gang- brautir eru við þessar stóru um- ferðaræðar og lýsing einatt lé- leg? — Það líður vart sú vika, að ekki sé ekið á gangandi veg- faranda á fyrrnefndum götum í mjög mörgum tilfellum hefur fólkið gengið úti á malbikinu, vegna þess, að „gangbrautin" er eitt forarsvað. Það ætti ekki að vera svo kostnaðarsamt að hellu leggja mjóa gangbraut að minnsta kosti oðrum megin, en með því mundi án efa stórfækka slysum á gangandi vegfarendum á fyrrnefndum götum. Frakkur.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.