Vísir - 13.02.1964, Side 16
VÍSÍR
Flmmtudagur 13. febrúar 1964.
Stolið úr
ólæstum
íbúðum
1 nótt gerðist þjófur heimakom-
inn í ólæstri ibúð og stal þaðan
kvenveski með peningum.
Þetta gerðist í Sogamýri. Hafði
gleymzt að læsa húsinu í gær-
kveldi áður en heimafólk gekk til
náða. En um eittleytið í nótt vakn-
ar húsmóðirin í húsinu við það að
henni heyrist marra í hurð. Fer
hún þá fram til að huga nánar að
þessu, en þegar hún kom fram
f forstofuna, sá hún að útidyra-
hurðin stóð í hálfa gátt og jafn-
framt að veski hennar var horfið
með, öllu sem í því var. Sem bet-
ur fór voru ekki nema um 200
krónur í peningum í veskinu.
Leit var gerð í morgun að vesk-
inu í nágrenni hússins og fannst
það loks í öskutunnu við Sogaveg.
Var þá pyngja horfin úr þvi með
peningunum, en önnur plögg voru
öll f veskinu.
Það hafa verið brögð að því und-
anfarið að þjófar hafi farið inn í
ólæstar ibúðir og stolið verðmæt-
um. Þannig var á einum stað við
Þorfinnsgötu stolið 2700 krónum
úr kvenveski snemma í þessari
viku og 1400 kr. úr kommóðu-
skúffu við Grettisgötu í vikunni
sem leið. Skal fólki bent á að læsa
íbúðum sínum, jafnt hvort það er
heima eða að heiman.
IIÍÍIÍÍÍMlSÍi
Feðgarnir Agnar og Kristján Jóh. Kristjánsson í vélasal hinnar nýju og fullkomnu Kassagerðar Reykjavfkur við Kleppsveg.
NÝ KASSAGERÐ ER EKKI
ÍHAGSJÁ VARÚTVEGSINS
VSðtal við Kristján Jóh. Kristjánsson um fyrirætlanlr S.H.
— Mér bykir bað vægast sagt
afar hæpin raðstöfun hjá Einari
S gurðss., og Sölumiðstöð hrað
l'rystihúsanna að ætla að setja
á stofn eigin kassagerð, sagði
Kristján Jóhann Kristjánsson,
forstjóri Kassagerðar Reykja-
vikur í viðtali við Vfsi i morgun.
HVERGI ÓDÝRARI
UMBÚÐIR.
Sölumiðstöðin veit fullvel að
ekki mun takast að framleiða
umbúðir utan um fiskinn ódýrar
en við gerum það. Hún hefir oft
leitað eftir tilboðum erlendis en
niðurstaðan hefir jafnan orðið
sú sama: hvergi hefir verðið ver
ið jafn hagstætt og hjá okkur.
Enda hefir Einar Sigurðsson út
gerðarmaður oft tjáð mér áður
að verðið væri þar ekkert atriði,
heldur aðeins það að þeir ættu
b£na sjálfir! Kom mér það ekki
spánskt fyrir sjónir því hann og
félagar hans föluðust persónu-
Iega eftir hálfum hlut í Kassag.
Reykjavíkur fyrir nokkrum ár-
um, án þess að S. H. ætti að eiga
þar nokkra aðild.
Nú hafa frystihúsin nýlega
fengið 42 millj. króna af al-
mannafé sem ætlað var til þess
að bæta rekstur þeirra. Þau
mega satt að segja vera æði vel
rekin ef samtökin ætla pú að,
eyða tugmilljónum króna í stofn
un slíks umbúðafyrirtækis og
þau eru nú að hugsa um. Kassa-
gerð sem fullnægir þörfum sjáv-
arútvegsins mundi nefniiega
ekki kosta undir 50 millj. króna.
Frystihúsunum er sagt að hin
nýja kassagerð eigi að geta lækk
að framleiðslukostnaðinn um
20%. Þetta er fullyrðing út f
Ioftið og fjarri öllu lagi að slfkt
sé hægt, sagði Kristján.
Framh. á bls. 5
Nýja flughrautín í Vestmannaeyj-
um lendingarhæfí lok þessarar viku
Arekstrum
fjölgur
Um 50 fleiri bifreiðaárekstrar
hafa orðið frá siðustu áramótum
og til dagsins í dag heldur en á
; sama tíma í fyrra.
Björn Pálsson flugmaður mun I
samráði og samvinnu við Flugfélag
íslands hefja áætlunarflug til Vest-
mannaeyja, sennilega um eða upp
úr næstu helgi.
Viðræður um þessar samvinnu
hafa farið fram undanfarið milli
Flugfélags íslands og Björns Páls-
sonar. Hefur það orðið að ráði að
Flugfélagið haldi sínum venjulega
áætlunarferðum þangað með
Dakotavélum þegar veðri hagar
þannig að þær geta lent. Aftur á
móti þegar hliðarvindur stendur á
löngu flugbrautina getur Björn
lent Lóunni og öðrum minni vélum
jsínum á nýju flugbrautinni sem nú
er verið að gera í Vestmannaeyj-
um.
Það er alkunna að erfitt er um
lendingarskilyrði flugvéla í Vest-
mannaeyjum. Þar hefur allt til
þessa, aðeins verið ein flugbraut.
En á henni er ekki unnt að lenda
. ef hliðarvindur fer fram úr 4 stig-
i um. þ. e. í norðan- eða sunnanátt.
Þetta hefur þráfaldlega orsakað að
i flugvélar hafa ekki getað lent í
ffefur ekki komizt
tíl meívitundar
Alvarlcgt umferðarslys varð á i
Þvottalaugavegi rétt eftir hádegið I
í gær. Sex ára gamall drengur,
Guðmundur Árnason, Sólheimum
23, varð fyrir bifreið og stórslas-
aðist. Hann hefur ekki komizt til
meðvitundar síðan.
Nokkru áður en slysið varð!
bjuggust foreldrar drengsins til að |
þvo þvott í Þvottalaugunum. Rétt
um kl. 1 í gær fór faðir hans með I
krakkana niður að Þvottalaugun-
um en fór að því búnu heim aftur
að sækja konuna. Þegar þau komu
á Þvottalaugaveginn móts við
laugarnar komu krakkarnir hlaup-
andi upp á veginn til þeirra.
Stöðvaði maðurinn þá bílinn og
talaði við börnin.
Á meðan þau voru þarna á göt-
unni kvaðst konan hafa séð jeppa
Framh. á bls. 5
Vestmannaeyjum dögum og jafnvel
vikum saman ef þar er norðan eða
sunnanstrekkingur, þótt ella sé
þar bezta veður og skellibjart.
Þetta hefur verið til mikilla óþæg-
inda í samgöngumálum Eyja-
skeggja og þeir hafa barizt fyrir
því með oddi og egg að fá þver-
braut byggða á flugvellinum.
Nú fer sá draumur senn að ræt-
ast, því enda þótt kostnaðarsamt
sé að gera þverbraut á Vestmanna-
eyjavöll, vegna staðhátta og legu
landsins, hefur fyrir nokkru verið
ráðizt í þá framkvæmd og' fyrsta
áfanganum 300 metra langri braut
í þann veginn að ljúka. Undan-
fama daga hefur verið unnið að
því að bera ofan í brautina, en
við brautarendann er hóll sem
hindrar aðflug á hana, og þarf að
Framh. á bls 5
Til 11. þ.m. höfðu orðið 318 bifreiða
árekstrar á götum Reykjavfkur, en
266 á sama tíma í fyrra.
Það var einkum f hálkukaflanum
um síðustu mánaðamót sem varð
hrein skæðadrífa af árekstrum,
eða um 50 um eina einustu helgi.
í sama mánuði f fyrra urðu 36
umferðarslys í Reykjavfk og þar
af 2 banaslys. Þriðja banaslysið
varð f Kópa» ogi í þeim mánuði.
Grasið sést spretta
Allt að 12 stiga hiti ó þorranum
Það munar minnstu að sjá
megi grasið spretta í vorhlýind-
unum nú á miðjum þorra. Gras-
ið hefur vaxið upp í allt að 15
cm hæð á skömmum tíma,
sagði P'Il Bergþórsson veður-
fræðingur í viðtali við Vísi í
gær.
Páll kvaðst hafa mælt græn-
gresi 15 cm. hátt í skjóli og
sinufláka sunnanundir Flug-
turninum á Reykjavikurflug-
velli. Á bersvæði hefur nýgresið
náð 5 — 7 cm. hæð. Væri ómögu
legt annað að segja en að þetta
sé mikil gróska á miðjum
þorra, enda hafa hlýindi verið
mikil frá því í nóvemberlok
þegar undan er skilinn kulda-
kaflinn um og eftir síðustu
mánaðamót, sem þá stóð í
rétta viku. Þá gerði nokkrar
frosthörkur, en þær hafa ekki
komið að sök fyrir grasvöxtinn,
einfaldlega af þeirri ástæðu að
sjókomu gerði í upphafi kuld-
ans er skýldi jarðvegi og gróðri
Þó sagðist Páll sjá sums staðar
kalmerki á grasbroddum.
Um veðráttuna f heild sagði
Pá!I að hún hefði verið óve.nju-
Iega hlý eftir að nóvember-
mánuði lauk. Sá mánuður var
hins vegar einn hinn kaldasti
nóvembermánuður um 30 ára
brarnh a ols 5.