Vísir - 13.02.1964, Page 9
VfSIR . Flmmtudagur 13. febrúar 1964.
m*
Tröllkonuhlaup í Þjórsá, undir Búrfelli. Á þessum slóBum mundi stórvirkjunin verða reist, sem veitti
orku til aluminíumbræðslu og einnig til byggða sunnaniands og norðan. Yrði þá byggð Iína norður
yfir jökla og komið á Iandsrafveitu. Ráðgert er að slík virkjun mundi kosta 1100 milljónir króna og
framleiða 105 þúsund kw.
Stonoia a
JTJigum við íslendingar
að koma á fót stór-
iðju í samvinnu við er-
lend fyrirtæki?
Það er sú spurning, sem mjög
hefir verið rædd í dagblöðum
og á þingi síðustu dagana og
sýnist þar sitt hverjum. Stór-
iðja með þátttöku erlendra fyr-
irtækja er ekki ný hugmynd.
Einar Benediktsson átti sér
glæsta stóriðjudrauma og sá i
hugsýnum elfur og fossa lands-
ins beizlaða í þágu blómlegrar
landsbyggðar og batnandi mann
Ilífs. Titanmálið hefir fyrir löngu
tekið á sig blæ þjóðsögunnar
og menn nútíðarinnar undrast
stórhug og framsýni hins vitra
skáldmærings, sem steytti
nökkva sinn á fátækt og fá-
menni hins íslenzka aldamóta-
þjóðfélags.
En hugmyndir Einars voru
ekki eintómir skáldaórar. Á
styrjaldarárunum fyrri var unn
ið að ýtarlegum áætlunum um
virkjun Þjórsár á vegum Titan-
félagsins og átti sú virkjun að
kosta 185 milljónir króna á
þeirra tíma verðlagi. Það þykir
ekki mikil upphæð f dag, en þá
samsvaraði þetta níföldum heild
arútflutningi íslendinga fyrsta
styrjaldarárið og sýnir að ekki
voru áætlanimar smáar f snið-
um. Þessi áform urðu aldrei að
veruleika, sem kunnugt er, því
Alþingi neitaði um heimild til
þess að hið erlenda félag mætti
eignast bæði orkuverin og þær
verksmiðjur sem orkuna áttu að
nota. Munu flestir á einu máli
um að það hafi verið skynsam-
leg stefna, þar sem íslendingar
höfðu þá ekki bolmagn til þess
að veita þessum fyrirtækjum
fomstu né eiga I þeim meiri
hluta.
Þrjú stóriðju-
fyrirtæki ráðgerð
Ef Einar Benediktsson væri
enn uppi. myndi hann ugglaust
ganga um götur höfuðborgarinn
ar með hýrri há þessa þorra-
daga.
Mikið vatn hefir til sjávar
mnnið frá þvf Titan hugðist
virkja Þjórsá. Þjóðin er orðin
helmingi stærri og komin út úr
kreppunni, til bjargálna og vel-
megunar. Nú er svo málum kom
ið, að við íslendingar getum
sjálfir ráðgert stóriðju í landi
okkar, en þurfum ekki að láta
útlendinga eina um hituna.
Þrjár áætlanir um stóriðjufram
kvæmdir em nú brátt komnar
á framkvæmdastigið. Það er
kfsilgúrverksmiðja í Mývatns-
sveit, sem áætlað er að kosti
um 130 millj. króna alumini-
umbræðsla með orku frá Þjórs-
á, sem kosta mun um 1100
milljónir króna og enn er ekki
ráðið hvar reisa skal, og loks
olfuhreinsunarstöð hér í Reykja
vík, sem kosta mun 350 millj.
króna.
Að undirbúningi þessara
þriggja stórfyrirtækja hefir ver
ið unnið af hálfu ríkisstjómar-
innar og Stóriðjunefndar und^n-
farin ár, og liggja nú allar áætl-
anir fyrir. En eins og ég sagði
áðan, þá em ekki allir sammála
um að áætlanimar eigi að gera
að véruleika. Þvf er það vel
þess vlrði að drepið sé á helztu
röksemdirnar, sem mæla með
og móti að hafizt verði brátt
handa um stóriðju hér á landi
með erlendri þátttöku.
Stóriðja hér á landi getur átt
sér stað f tvenns konar mynd.
Annað hvort þannig að íslend-
ingar eigi einir fyrirtækin eða
þau séu reist f samvinnu og
samráði við erlend fyrirtæki.
Margir munu telja fyrri kost
inn hagkvæmari og eðlilegri.
Það er ofboð skiljanlegt. En
það er þá jafn auðskilið hvers
vegna hér er engin stóriðja f
dag. Ástæðan er einfaldlega sú,
að við höfum ekki öldungis ein
ir haft fjárhagslegt bolmagn né
tæknilega reynslu til þess að
ráðast f slík fyrirtæki. Þess
vegna er fyrri kosturinn ekki
nærtækur, vart raunhæfur mögu
leiki efns og málum er háttað
í dag. Kostnaðurinn við þau
þrjú fyrirtæki, sem að framan
vom nefnd, er t. d. um einn
og hálfur milljarður króna, fyrir
utan þær stórvirkjanir sem
byggja þarf, en það jafngildir
helmingi allra útgjalda ríkisins
á þessu ári. Þvf er sýnt að hér
muni ekki rísa stóriðja f bráð
ef við ætlum okkur einir að
annast framkvæmdir, nema þá
með stórfelldum erlendum lán-
tökum.
Hagurinn af er-
lendri fjátttöku
Það er vegna þessa sem sá
kostur hefir verið talinn sjálf-
sagður að leita samvinnu við
erlend fyrirtæki um stofnun
stóriðju hér á landi. Og ástæð-
urnar til þess eru reyndar
fleiri. Samvinna við erlend fyr-
irtæki veitir kost á tæknireynslu
f stóriðju, sem íslendingar hafa
ekki yfir að ráða, hún tryggir
markaðsöflun og færir áhætt-
una af fyrirtækinu yfir á hina
erlendu aðila ekki síður en ís-
lenzka. Þessi þrjú atriði eru öll
mikilvæg, ekki hvað sízt hin
tvö sfðarnefndu.
Af þvf er augljós hagur að
njóta ráða og reynslu fyrir-
tækja, sem lengi hafa starfað
í framleiðslugreininni, eiga sín-
ar eigin rannsóknarstofur og
sveit sérfróðra manna um allt
það er að framleiðslunni lýtur.
Markaðsöflun er hér ekki
minpa atriði. Það er til lítils að
setja á stofn stór iðjuver ef
ekki er tryggður markaður fyr
ir framleiðsluvöruna og á það
ekki sízt við um framleiðslu-
greinar eins og aluminfum, þar
sem framleiðslan er f höndum
tiltölulega fárra fyrirtækja og
tækniþróunin ör. Sjálfir þekkj-
um við dæmin um það úr fs-
lenzka sjávarútveginum að ekki
er einhlítt að framleiða góða
vöru, ef stirðlega gengur með
sölu hennar erlendis og er Sigló
sfldarverksmiðjan á Siglufirði
þar einna nærtækasta atvikið,
þótt ýmis flelri mætti nefna.
í þriðja lagi er það áhættu-
sjónarmiðið. I tilboði hinna
tveggja erlendu aluminfum-
firma felst m. a. að þau taka
á sig alla áhættu af rekstrin-
um, af markaðssveiflum og verð
breytingum, og verður þvf varla
á móti mælt, að það er nokk-
urs virði.
Þessi atriði, sem hér hafa ver-
ið talin, valda því að sá kostur-
inn hefir þótt mun fýsilegri að
hafa samvinnu við erlend félög
um stóriðju. Það er heldur ekk-
ert nýmæli að slfk samvinna
eigi sér stað. Norðmenn hafa
farið þá braut og byggt upp mik
inn iðnað f samvinnu við erlend
fyrirtæki á undanfömum ára-
tugum. Reynsla þeirra af því
samstarfi er slfk, að fyrir fáum
árum var sérstakri stjórnardeild
falið að leita eftir sem víðtæk-
astri samvinnu við erlend fyrir-
tæki um fjárfestingu f Noregi,
og fór Tryggve Lie um heiminn
þveran og endilangan til þess
að leita eftir þátttöku slíkra
fyrirtækja. Danir hafa sömu
sögu að segja og Norðmenn, og
einnig Svíar, þótt þeir séu auð-
ugastir Norðurlandaþjóðanna.
Irar hafa undanfarin ár boðið
erlendum firmum miklar skatta
og rekstrarívilnanir, ef þau stofn
uðu fyrirtæki og verksmiðjur
þar í landi.
Verk fyrir
nýjar hendur
Valið er því f dag milli þess
að við Islendingar komum upp
stóriðju með erlendri þátttöku
— eða stóriðja verði ekki sett
á stofn hér á næstu árum. Mót-
bárurnar gegn stóriðju f þessari
mynd eru aðallega tvær. I fyrsta
lagi sú, að við glötum efnalegu
og stjórnmálalegu frelsi okkar,
og f öðru lagi, að ekki þurfi á
slíkum fyrirtækjum að halda
vegna þess að næg atvinna sé
í landinu. Nær sé að einbeita
sér að sjávarútveginum.
Hvað er nú um þessar rök-
semdir að segja? Satt er það, að
næg atvinna er f landinu f dag.
Hinu megum við ekki gleyma,
að um næstu aldamót, eða eftir
þrjá og hálfan áratug, verður
þjóðin helmingi fjölmennari en
hún er f dag. Um engan stór-
vöxt verður að ræða í landbún-
aði* landið er þegar fullbeitt og
fiskimiðin kringum landið munu
ekki veita vaxandi afla sem
stendur, í hlutfalli við helmings
fjölgun þjóðarinnar á þessu
tímabili. Lausnin hlýtur því að
liggja á sviði aukins iðnaðar.
Með eflingu hans verður efna-
hagslífið einnig mun fjölbreytt-
ara og þarf ekki að sæta þeim
skakkaföllum, sem aflabrestir
og markaðsbreytingar á erlend-
um fiskmörkuðum valda.
Glötum v/ð
sjálfstæðinu?
En hvað um glötun efnalega
sjálfstæðisins? Er ástæðá til
þess að ætla, að þau erlendu
félög, sem hér eiga í fyrirtækj-
um með Islendingum, gætu haft
áhrif á stjóm þjóðarinnar á mál
um sfnum, ráðið og rekið rfkis-
stjómir að eigin geðþótta?
Því skal ekki neitað, að 1
frumstæðúm nýlenduríkjum
hafa erlend auðfélög haft slfk
áhrif. En þar hafa slík auðfélög
verið svo stórvaxin og umsvifa-
mikil, að efnahagsvald þjóðar-
innar hefir að mestu iegið f
þeirra höndum. Sá tfmi er nú
liðinn — og slík dæmi hafa
aldrei átt sér stað hjá þeim
Evrópuríkjum, sem að framan
vom nefnd. Reynsla þeirra ætti
að þykja hér þyngri á metunum
en hinna gömlu Afrfkunýlendna
stórveldanna. Auk þess er þetta
sjónarmið fráleitt, ef litið er á
það, hve stór hluti fjárfesting-
arinnar kemur til með að liggja
á hendi erlendra fyrirtækja.
Hann yrði aldrei nema lftið brot
af heildarfjárfestingunni f nýj-
um atvinnufyrirtækjum. Þetta er
því röksemd, sem nokkuð hafði
til síns máls um aldamótin, á
Titanárunum, en er fráleit 1
dag.
Velmegun með
vild tækninnar
Lengi höfum við Islendingar
stært okkur af þeim auðæfum,
sem f fossum og fallvötnum
búa. En þau auðæfi falla ekkl
f skaut þjóðarinnar nema þau
séu lostin töfrasprota tækninn-
ar, ef svo má að orði kyeða.
Með þvf að beizla þau á mikfl-
virkan hátt til hins fjölbreytt-
asta iðnaðar, sem hér getur
vaxið upp við hlið stóriðju, er
undirstaðan lögð fyrir nýja at-
vinnubyltingu þjóðarinnar, engu
ómerkari en þegar vélknúnir
togarar og fiskibátar komu Inn
f landið á fyrsta aldarhelmingn-
um. Þannig verða þjóðartekjurn
ar auknar meir en nokkru slnni
er unnt með þróun landbúnað-
ar og sjávarútvegs. Þannig verða
lífskjör þjóðarinnar bætt með
vild tækninnar, en ekki svita og
erfiði hins stritandi verkamanns.
Þetta er þvf mál, sem öll þjóðin
ætti að fagna og sameinast um
að fram nái að ganga. Þar aetti
ekki að skipta mál hvar f stjóm-
málaflokki menn standa.
Þær efasemdir, sem skotið
hafa upp kollinum um það, að
stóriðja með erlendu fjármagnl
geti þrengt að sjálfsákvörðun-
arrétti þjóðarinnar f sfnu eigin
landi, eru að sumu leyti skiljan-
legar f ljósi sðgunnar. Þess
vegna er sjálfsagt að tekið sð
fullt tillit til slíkra sjónarmiða
og svo jafnan búið um hnútana,
að réttur landsmanna sé hvergi
skertur, né hagsmunir þeirra fyr
ir borð bornir. I lögum er út-
lendingum fyrirmunað að eiga
meirihlutann í fyrirtækjum hér
á landi cg er það grundvallar-
regla um eignaheimildir erlendra
manna og félaga. Hér verður að
fara að öllu með gát og hyggja
vel að þvl í hver fyrlrtæki er
lagt og hverjir erlendir sam-
vinnumenn verða fyrir valinu.
En það væri fásinna að láta
fmyndaðan ótta við að íslend-
ingar geti ekki haldið jafn vel
á málum sínum og Norðmenn
og Danir f stóriðjuskiptum við
erlend félög koma í veg fyrir
það að erlend tæknl og íslenzkt
fossafl mali gull fyrir þjóðina
á komrkndi árum.
Gunnar G. Schram.