Vísir - 15.02.1964, Síða 9

Vísir - 15.02.1964, Síða 9
i Laugardagur 15. »54. Spjall við tófubana og listmálara af Snæfells- nesi: Þórð Halldórs- son frá Dagverðará „Það er leíðinlegt að þurfa að drepa tófuna, svona vlturt dýr“. (Myndin tekin 1 Búðahrauni sumarið '57. Ljósm. stgr). „Hvar geymdirðu listakon- una?“ „Aðallega hjá Arnarstapa, Hellnum og Lóndröngum". „Það hefur ekki væst um vinuna — kenndi hún þér kúnstirnar?“ „Hún sagði mér það æðsta, sem hægt er að læra í þessum heimi“. „Hvað var það?“ „Þú skalt mála beint frá hjartanu og gefa dauðann og djöfulinn í lærða og leika, og ef þú heldur þessari reglu, geturðu sýnt I Svíþjóð, hvenær sem er“. „Hvatti hún þig til að mála?“ „Hún rétti mér liti og léreft og pensla og sagði mér að mála. „Þú getur málað", sagði hún. Ég fór afsíðis og hófst handa. Fyrsta myndin, sem ég gerði, heitir „Ertu alveg dauð- ur, mannfjandi?". Og þegar hún sá hana, sagði hún „Mycket bra“. Svo málaði ég tvær í við- bót. Siguringi Hjörleifsson, hörkugreindur maður, kennari og listmálari, var um þessar mundir líka staddur á þessum slóðum. Við hann sagði sú sænska: „Það er gott að kenna Þórði — hann er ekki spilltur af skólum". Siguringi gaf mér að skilnaði litakassa, sem Ás- grímur Jónsson hafði átt og gefið honum, og auk þess marga pensla. Léreft sendu RCFACALDUR FRÁ ANNCSIHU Á Snæfellsnesi trúir fólk á drauga og forynjur, og undir Jökli finnast kynlegir kvistar meðal manna — þeir tala við fjöllin og tófuna og hlusta á hljóð náttúrunnar eins og Indí ánar skynja þytinn í skógin- um. Þegar rosabaugur sést yfir jökulskallanum, vita þeir, að óveðrið er í nánd — það skellur á nesið eins og brimið á ströndina. Þórður Halldórsson frá Dag verðará í Breiðavíkurhreppi er einfari og karl f krapinu, mað ur á engum eða öllum aldri, sem hefur gei-t sér til dund- urs í mörg ár að drepa tófur þar um slóðir á milli þess sem hann hefur verið togarasjó- maður eða stundað skak frá Hellnaplássi, hvemig sem hefur viðrað. í haust var Þórður kominn suður í kyrrðina, setztur að um r'.und í Hafnarfirði og tek- inn viC að mála myndir. Þetta spurðist meðal kunnugra. Hvað kom til? Hvers vegna var veðurbarinn sæúlfnr og refal .ni kominn í skjól allt í einu, búinn að inn- rétta sér málaravinnustofu i miðstöðvar-herbergi rétt við kvennaklaustur (húsið, sem hann býr í, er steinsnar frá Jófríðarstöðum) og farinn að fikta við pentskúf og liti, fyrst hann hafði sloppið svo til ó- drepinn úr háska fram að þessu? Var hann búinn að missa karlmennskuna? Höfðu konur gert hann blauðan? Þetta Ieitaði á hugann fyrir nokkrum dög um á leið til Breiðavíkurkappans. TVTANNI var vfsað rakleitt til hans, þar sem hann stóð við trönu, með pensil í trant- inum og hélt á paletti, klæddur refagrárri peysu og duggara- brókum og í tófuskinnsskóm með djöfullegt glott á vör. Myndir þöktu veggi. Á bak við hann var fígúra máluð á asbest: draugur, sem lýsti upp eins og vafurlogi. „Hvað ertu að gera, maður/ ertu að verða alveg vitlaus?“ „Ég et að mála, sérðu það ekki?“ „Hvenær tókstu upp á þess- um ósið?“ „I fyrrasumar var hringt I mig sunnan úr Reykjavík, og ég beðinn að greiða fyrir sænskum kvenmanni, sem er frægur í sínu landi“. „Fórstu að mála út úr ástar- sorg — nú fer maður að skilja". „Ég mála af lífsgleði". „Var gaman að hitta þá sænsku?" „Hún kom með rútunni, og ég tók á mótii henni í jeppan- um undir Felli fyrir ofan Stapa og fór með hana út í Brimnes og út að Svalþúfum". „Hvað gerðuð þið?“ „Hún er listmálari,' og ég leiðsagði og benti henni á staði". „Ekki annað ... Skildirðu hana og skildi hún þig?“ „Blessaður góði, ég talaði við hana eitt eða tvö orð í ýmsum málum, sem ég lærði á Garðari — annars skildi hún allt, meira að segja bölv og formælingar". mér heiðurshjón úr Hafnarfirði, og nú hafði ég fengið vopnin í hendumar ...“ „Ögraði sú sænska þér til að gera strandhögg í málaralist- inni?“ „Við tilkomu hennar opnaðist mér nýr heimur — og þó heim- ur, sem ég hafði séð inni I ó- byggðum og uppi á háfjöllum, þegar ég hef legið á greni dægr- um saman. Ég hef málað inni á Jökli, þar sem vikursandur er og jökullinn er að þiðna og jak- arnir standa eftir á sandinum ... og þar hef ég ekkert með rauðu nefinu, sem minnti á mannskaðatungl. „Ef þú horfir á fjall, þá talar fjallið. Það talar sínu máli. Þú sérð það á svip þess, hvað það hugsar". JVAGINN eftir var haldið í dieselknúnum Landróver Þórðar vestur á Snæfellsnes í slydduhríð. Uppi á Mýrum, þegar nesið fór að nálgast, fór persónuleiki Þórðar að breytast — það var ekki farið að rökkva, og fjöllin sáust greini- Frarrihald á bls. 13. loftið að gera, sjáðu“, segir hann og dregur fram mynd, I brúnum, grágulum lit, svargrá- um. Þrír ísjakar með ljósrák fyrir ofan og rauður steinn I forgrunni (snertipunktur í myndinni). Það örlar fyrir bleikri veru í miðjakanum. '„Þetta hef ég séð svo oft", segir Þórður, „hér er önnur, sem heitir Ströndin. Fyrir- myndin er af Snæfellsnesi — haústmynd þaðan inni hjá Vallnabjargi. Barðastrandar- fjöllin í baksýn — hin eyðilega strönd á annesi ...“ „Skynjarðu fyrst og fremst eyðileika I islenzku landslagi?" „Landið er lifandi, ekki dautt. Komdu með mér á Snæfellsnes á morgun. Ég þarf að hripa upp fjögur mótiv þar, sem ég þarf að vinna úr fyrir mál- verkasýninguna, sem ég opna I Bogasalnum 15. febrúar. Ég skal sanna þér þetta. Fjöllin geyma öll hljóðin úr náttúr- unni, veðurhljóðin og annað, inni I sér“. Þórður dýfir nú penslinum of- an í terpentínukrukku og raul- ar: Bergið harða hefur þann heljarundramátt í andans orkukasti þó oft það segi fátt. „Heyrirðu fjöllin tala, Þórð- ur?“ Nú klóraði hann sér á eld- Málverk eftir garpinn: Jökullinn seint á sumri. (Ljósm. Vísis, I. M.)

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.