Vísir - 15.02.1964, Side 16

Vísir - 15.02.1964, Side 16
I Laugardagur 15. febrúar 1964. Var enn meðvit- undarlaus í gærkv. Drengurinn, sem slasaðist á Þvottalaugavegi móts viö Þvotta- laugarnar um hádegið s.l. mið- vikudag var enn ekki kominn til meðvitundar í gærkveldi. Lítið um atvinnu á Siglufírði Tvö fyrirtæki á Siglu- firði lokuðu í vikunni og sögðu upp starfsfólki sínu. Eru þetta hrað- frystihúsið ísafold, sem hefur séð jafnframt um útgerð tveggja vélbáta, og niðurlagningarverk- smiðjan SIGLÓ. Yfir 30 manns misstu at- vinnuna, þegar hraðfrysti- húsinu var lokað. Útgerðarmað- urinn, sem er eigandi hússins, sagðist ekki treysta sér lengur til að halda áfram rekstrinum vegna aflaleysis og kvaðst ætla að fara suður til Reykjavlkur með báta sína, Særúnu og Æsk- una. Mun bæjarstjóm Siglufjarð ar hafa mótmælt því, þar eð út- gerðarmaðurinn hefur fengið lán frá Siglufjarðarbæ til kaupa á öðrum bátnum, Æskunni. Sigló-síldin var komin aftur í gang um áramót, en verður nú að ioka. Þar unnu 10 manns og var öllum sagt upp. Mun verk- smiðjan standa uppi með allstór an lager af hinu mesta hnoss- gæti, en ekki eiga gott með að selja, hvernig sem á því stend- ur. Nokkur vinna er um þessar mundir við hraðfrystihús S.R., en atvinnulífið er í kaldakoli og veldur Siglfirðingum að vonum miklum áhyggjum, enda nóg komið eftir brunann mikla í tunnuverksmiðjunni. Pósthúsið á Keflavílturflugvelli: GREIDDIINNISTÆDULAUS AR MILLJÓNAÁ VÍSANIR 1 Ijós hefur komið að Póst- húsið á Keflavíkurflugvelii hef- ur tekið við og greitt út ávís- anir i þessum mánuði að upp- hæð 2.1 milljón króna, sem inni stæða hefur ekki reynzt fyrir. Einnig mun Pósthúsið þar hafa tekið við sams konar ávísunum í janúar fyrir u. þ. b. V2 milljón kr. Við þessum ávísunum hefur Pósthúsið tekið án bess að tryggt hafi verið að innistæða væri fyrir hendi, en reglur póst stjórnarmnar mæla svo fyrir, að það skuli jafnan kannað. Póstmeistarinn á Keflavíkur- flugvelli er Þórður Halldórsson, en hann hvarf úr starfi i gær. Mál þetta er nú í höndum rfkis- Framh. á bls. 5 Frumv. um kjarabætur for- seta íslands og þingmumm Á Alþingi hafa nú verið bor- in fram frumvörp um laun for- seta (slands og þingfararkaup alþingismanna. Fjalla þau um hækkun á þessum launum í Áskrifendur í Kópuvogi Vinsamlegast athugið, að af-1 greiðsla Vísis i Kópavogi verð-1 1 ur eftlrleiðis að Holtagerði 11. | Eru kaupendur beðnir að snúa , sér þangað, eða í síma 4-11-68, ef þeir þurfa að korna á fram-I ' færi kvörtunum. Verður tekið | við kvörtunum milli kl. 7 og 8 , á kvöldin og blaðið sent sam- (stundis ef um vanskil er að ' ræða. Tekið er á móti nýjum I áskrifendum á sama stað. samræmi við aimenna launa- hækkun og einnig er nú ætlun- in að alþingismenn fái í fyrsta skipti föst mánaðarlaun. Það er ríkisstjórnin sem ber fram frum varpið um laun forseta en þing- menn úr öllum flokkum bera fram frumvarpið um þingfarar- kaup, svo að þar verður ekki um neitt deilumál að ræða. Ríkisstjórnin leggur tU að forseti íslands fái 35 þúsund krónur á mánuði í laun, en laun hans hafa nú verið um 20 þús. kr. í greinargerð er sagt að á s.I. ári hafi Kjaradómur ákveð- ið ný launakjör fyrir opinbera starfsmenn og eru laun forset- ans hér ákveðin með hliðsjón af þvi. 1 frumvarpinu um þingfarar- kaup þingmanna er lagt til aðC> árslaun þingmanna verði 132 þúsund krónur eða 11 þúsund krónur á mánuði. Skal byrja að greiða þingmanni I aunin frá byrjun næsta mánaðar eftir að hann hefur verið kosinn þing- maður. Varamenn skulu njóta þing- fararkaups þann tíma er þeir sitja á þingi. Þá er ákvæði um það, að ráðherra sem er utan- þingsmaður skuli fá þingfarar- kaup eins og alþingismaður. Samkvæmt þeim lögum, sem verið hafa i gildi hafa þing- menn fengið greitt dagkaup, meðan Alþingi situr. Það er Þingfararkaupsnefnd Alþingis sem beitir sér fyrir því að þetta frumvarp sé flutt og hefur hún falið forsetum þings og formönnum þingflokka stjórnarandstöðunnar að flytja frumvarpið, þ. e. þeim Birni Finnssyni forseta Sameinaðs Framh. á bls. 5 ZULU STAMP Vinsæll samkvæmisdans á meginlandi Evrópu og í Banda- ríkjunum um þessar mundir er hinn svokallaði „Zulu Stamp“ og dansinn Shake, en báða þessa dansa og þó einkum zúlutramp- ið er hægt að sjá dansaða af ís- lenzkum unglingum og dansiðk endum um þessar mundir og þá ekki sízt f Þórscafé. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir Ijóslega, er Zulu Stamp tilþrifamikill dans og einn dans- arinn í Þórscafé gaf þá skýr- ingu, að þegar hoppað væri, ætti að bera sig að eins og menn væru fastir í leðju, en losnuðu skyndilega. Mjóir hælar kvenskónna skella á gólfinu með tilheyrandi afleiðingum. Einn af forráða- mönnum Þórscafé’s sagði okk- ur, að þessi dans bætti sannar’- lega ekki útlit gólfanna, sem hefði þó ekki verið beysið síð- an hinir mjóu stálhælar komust í tízku. „Hér liggja öll gólf- teppi og parketgólfið sömuleiðis undir skemmdum vegna þessara stálfleyga", sagði hann. Ólögieg vínsala í gærdag komst lögregian yfir sniyglað áfengi, að því er virtist og jafnframt ólögiega áfengissöiu á óvæntan hátt. Eftirlitsmenn frá lögreglunni, sem voru á ferð veittu bifreið at- hygli sem þeim fannst vera ekið bæði of hratt og of ðgætilega. Auk þess sýndist þeim farartækið ekki vera í ákjósai.Iegu ásigkomu- lagi og m. a. virtust stefnuljós j annað hvort óvirk eða ekki notuð. j Þeir veittu bifreiðinni því eftirför ; og stöðvuðu hana. Báðu þeir ek-! ilinn, sem var unglingspiltur, að j koma með farartæki sitt í Bifreiða- eftirlitið til skoðunar. Pilturinn éerði sem honum var boðið, en i þegar þangað kom og lögreglu- tnennirnir fóru að skoða bifreiðina fundu þeir í henni kassa með 6 Geneverflöskum. Kvaðst pilturinn hafa keypt þær af ákveðnum sjó- manni og greitt 270 krónur fyrir hverja flösku. Málið var rannsakað í gær- kveldi og náðist í seljandann. Hann viðurkenndi að hafa selt piltinum áfengið, en hélt því fram að það væri löglega innflutt. Það væri safn úr síðustu siglingum sínum, en sjómönnum er, sem kunnugt, heimilt að taka með sér 2 flöskur af sterku áfengi, er þeir koma úr siglingu hverju sinni. SIGURBJ&RN AÐ HÆTTA REKSTRIGLAUMBÆJAR? Undanfar'ð hafa bankar þeir, er lánað hafa mest f Glaumbæ, verið að leita að manni, er gæti tekið við rekstri Glaumbæjar af Sigurbirni Eiríkssyni. Var ætlunin að láta Sigurbjörn hætta rekstri Glaumbæjar frá og með deginum í dag, en ekki hafðl verið gengið frá málinu í gær, er Vísir hafði síðast fregnir af því. Undanfaríð hefur verið alger óreiða á rekstri Glaumbæjar. Ekki hefur verið staðið í skil- um við starfsfólk hússins og hefur hvað eftir annað komið til stöðvunar starfsfólks vegna vanskila af hálfu S gurbjörns Eiríkssonar. Undanfarið munu bankar þeir, er Iánuðu í Glaumbæ, hafa reynt að fá þjóna til þess að taka við rekstrj Glaumbæjar en ekki munu hafa náðst samning- ar. Framsóknarhúsið, sem Glaum- bær er í, er eign Framsóknar- flokksins, en Ragnar Þórðarson tók það á' leigu til nokkurra ára og stofnsetti Glaumbæ. Seldi Ragnar síðan Sigurbirni Eiríkssyni innbú Glaumbæjar og var ætlunin að Sigurbjörn yfir- tæki leigusamninginn við Fram- sóknarflokkinn, en ekki hafði verið endanlega gengið frá öll- um skjölum, er ávísanafals Sig- urbjörns komst upp. — Mun Glaumbær því enn vera á nafni Ragnars Þórðarsonar og Theo- dórs Ólafssonar, er rak hann með honum. SJÁLFSTÆÐISFÓLK! ^sjr Munið Varðar-kaffið í Valhöll %■ á í dag kl. 3—5.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.