Vísir - 17.03.1964, Page 9

Vísir - 17.03.1964, Page 9
V í S IR . Þriðjudagur 17. marz 1964. VAN ALLEN BELTIN: Geislabelti í geimnum rannsökuð frá Islandi Jf'yrir sex árum, í janúar 1958, skutu Bandaríkjamenn á loft fyrsta gervitungli sínu, Explorer I. Meðal tækja, sem tunglið hafði innanborðs, var Geiger-teljari, sem nota skyldi til að mæla geimgeisla, en svo nefnast orkumiklar agnir, sem stöðugt tínast til jarðar utan úr himingeimnum. En þegar byrjað var að mæla, hegðaði teijarinn í Explorer I. sér svo undarlega. að í fyrstu var álitið, að hann hefði biiað. Skömmu síðar sann- aðist hins vegar, að teljarar, sem skotið var upp i öðrum gervitunglum, bæði bandarísk- um og rússneskum, gáfu sömu raun. Varð vísindamönnum þá ljóst, að þarna var um að ræða miklu meiri geislun heldur en þá hafði örað fyrir. Þessir nýju geislar voru ekki geimgeisl ar heldur augsýnilega rafagnir, sem innilokazt höfðu í segul- sviði jarðar og hringsóluðu fram og aftur eftir segulkraftlínunum. Mest mældist af þessum raf- geislum í tveimur hjúpum eða beltum, sem skírð voru Van Alien belti eftir vísindamannin- um, sem stjórnað hafði fyrstu geislamælingunum. Samkvæmt mælingum liggur kjarni innra beltisins 3800 km. yfir mið- baug jarðar en kjarni ytra beltisins í 16000 km hæð. Til samanburðar nægir að minnast þess, að þvermál jarðar er tæp- ir 13000 km. Orkumesta rafgeisl unin í innra beltinu reyndist vera hraðfara prótónur, sem hafa pósitíva rafhleðslu, en í ytra beltinu ber mest á hrað- fara elektrónum, sem bera nega- tíva hleðslu. Hraði þessara agna er ótrúlega mikill, nálægt hundr að þúsund kílómetrum á sek- úndu. Ýtarlegri athuganir hafa leitt í ljós, að þessar örskjótu agnir eru aðeins IítiII hluti af öllum þeim rafögnum, sem þarna eru á sveimi. Allur þorri rafagn- anna fer sér mun hægar og myndar samfellt geislasvið, sem nær allt upp í 60 þúsund kíló- metra frá jörðu. T rauninni hefði mönnum ekki átt að koma svo mjög á óvart, að þetta geislasvið skyldi’ finnast umhverfis jörðina. — Norski stærðfræðingurinn Carl Störmer, sem frægastur varð fyrir rannsóknir sínar á norður- ljósum, leiddi rök að því skömmu eftir síðustu aldamót, að geislasvið af þessu tagi kynni að liggja utan við gufu- hvolf jarðar. Með útreikningum sýndi Störmer fram á, að raf- hlaðnar agnir gætu haldizt inni- lokaðar í segulsviði jarðar og sveiflazt þar án afláts milli norð urhvels og suðurhvels eftir seg- ulkraftlínunum. En þessum anna, sem áður var minnzt á. Samkvæmt þessari kenningu.rek ast geislarnir á frumeindir lofts ins hátt í gufuhvolfinu og sundra þeim. Við þetta koma fram rafagnir, sem ánetjast seg ulsviðinu ofan við gufuhvolfið og mynda innra beltið. Ytra geislabeltið er aftur á móti af- ar breytilegt hvað snertir fjölda rafagna og einkenni þeirra, svo að erfitt hefur reynzt að fá urljósabeltinu) og við þessa brún er oft geysilegur straumur rafeinda inn í gufuhvolfið. ITru það þessar rafeindir, sem norðurljósunum valda.Orkan sem rafeindirnar bera með sér, samsvarar að meðaltali á að gizka 5000 wöttum á ferkílóm. samkvæmt síðustu tölum. Ef all- ar þessar rafeindir kæmu frá Van Allen beltinu og ekki væri Teikning þessi sýnir glöggt geislabeltin, sem kennd eru við Van Allen, og afstöðu þeirra til jarðar. þætti í kenningum Störmers var lítill gaumur gefinn unz geisla- sviðið var uppgötvað hálfri öld síðar. Nú er því ekki svo farið, að rafeind, sem innilokuð er I geislasviðinu, haldi áfram að hringsóla þar til eilífðar. Fyrr eða síð'ar verður breyting á braut rafeindarinnar, þannig að hún kemur of nærri jörðinni, rekst inn í gufuhvolfið og stöðv ast þar. Þess vegna hlýtur að vera einhver uppspretta, sem viðheldur fjölda rafagnanna í geislabeltunum. Ýmislegt bendir til þess, að um tvær slíkar upp- sprettur sé að ræða, og sé önn- ur þcirra orkulind fyrir innra Van Allen beltið, en hin fyrir ytra beltið. Innra beltið er miklu stöðugra en hið ytra og tekur aðeins hægfara breytingum. — Margir vfsmdamenn aðhyllast þá skoðun, að þetta innra belti sé myndað fyrir áhrif geimgeisl- beltis. Ytri brún beltisins kem- ur næst jörðu hér í norður- ljósabeltinu (og svo aftur í suð- skýra mynd af þvf, sem kalla mætti „venjulegt" ástand þessa □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ Fyrir fáum dögum birtist sú merka frétt hér f blaðinu, að geimrannsóknir yrðu stundaðar frá íslandi á sumri komanda. Franskir vísindamenn skjóta eldflaugum af Mýrdalssandi til að rannsaka geislabelti f háioftunum, sem kennd eru við vísinda- manninn Van Allen. Ungur íslenzkur stjamfræðingur, dr. Þor- steinn Sæmundsson, hefir ritað meðfyigjandi grein að beiðni Vísis fyrir hina mörgu lesendur blaðsins, sem almennan áhuga hafa á könnun geimsins. Dr. Þorsteinn mun vera manna fróð- astur um þessi geisiabelti, sem standa í sambandi við norður- Ijósin, en hann hlaut einmitt í fyrra einn hæsta vísindastyrk, sem hér hefir verið veittur, til norðurljósarannsókna. □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ um aðra uppsprettu að ræða, myndi ytra beltið tæmast á fá- einum klukkutímum. Nú vita menn, að um jörðina leikur sf- felldur straumur rafagna frá sól inni — hinn svonefndi sólvind- ur, sem rannsóknir hafa mjög beinzt að hin síðari ár. Sól- vindurinn er ákaflega breytileg- ur eftir þvf, hvaða svæði á sól- inni er andspænis jörðu, og ems eftir því, hvort sérstakar ham- farir eiga sér stað á yfirborði sólar. Rafagnir þær, sem leys- ast úr læðingi á sólinni, berast yfirleitt til jarðar á þremur dög- um eða svo. Hið sýnilega tákn um komu þeirra til jarðar eru norðurljósin, en auk þess valda rafagnirnar margvíslegu raski, svo sem segultruflunum og út- varpstruflunum. Allt bendir til þess, að það séu þessar sömu rafagnir, sem einnig sjá um að viðhalda ytra Van Allen beltinu. Nauðsynlegt er þó að benda á, að enn vantar mikilvægan hlekk f viðburðarásina. Þær rafagnir, sem koma frá sólinni, hafa að jafnaði hraða, sem er innan við 1000 km á sekúndu. Að þessu hníga mjög ákveðin rök, síðast en ekki sízt mælingar, sem gerð ar voru með Venusarflauginni Mariner II. En í ytra Van Allen beltinu og í norðurljósunum ber mest á rafeindum, sem fara nær 100000 km á sekúndu. þ. e. hundrað sinnum hraðar. Ein- hvers staðar nálægt jörðinni hlýtur nokkur hluti rafeindanna að auka hraða sinn hundraðfalt, en með hvaða hætti þetta gerist, er enn ekki fyllilega ljóst. — Frönsku vísindamennirnir, sem koma hingað til lands í sumar, hafa sett sér það verkefni, að Dr. Þorsteinn Sæmundsson reyna að afla upplýsinga um þetta atriði með því að mæla sem nákvæmast orku og önnur einkenni rafagnanna við brún- ina á ytra geislabeltinu, þar sem hún teygir sig næst jörðu. Þetta munu þeir gera með mælitækj- um, sem skotið verður upp í 400 km hæð eða svo. Síðan geislabeltin fundust hef ur gífurlegum fjárhæðum ver- ið varið til að rannsaka þau. Til þess liggja einkum þrjár ástæð- ur. í fyrsta lagi er líklegt, að rannsóknirnar verði til að skýra ýmsar ráðgátur í sambandi við áhrif sólar á jörðina. 1 öðru lagi hefur geislunin áhrif á gervi- tungl, sem ætluð eru til fjar- skipta og hvers kyns athugana. í þriðja lagi skapar geislunin talsverða hættu fyrir geimfara framtíðarinnar. Meðalgeislunin í Van Allen beltunum nemur á að gizka 10—100 röntgen á klukkustund, svo að þar þyrfti ekki að dvelja margar klukku- stundir til að fá skammt, sem væri algjörlega banvænn. Þeir geimfarar sem hringsólað hafa umhverfis jörðina, hafa farið svo lágt, að þeir hafa verið fyrir neðan innra beltið, og þvf ekki stafað hætta af geisluninni. Það sem takmarkar innra beltið við 1500 km hæð eða svo, er gufuhvolf jarðar, sém stöðugt veðrar burt geislunina, sem annars myndi safnast fyrir. Tj'kki hafa menn látið sér ^ nægja að rannsaka þá geisl- un, sem fyrir hendi er, heldur hafa þeir einnig gert tilraunir til að framkalla geisl"belti sjálf- ir. Þannig sprengdu Bandaríkja- menn einar sjö kjarnasprengjur í háloftunum árin 1958 og 1962 og Rússar sömuleiðis þrjár árið 1962. Rafagnageislunin frá sprengjum þessum hafði marg- vísleg áhrif, olli m. a. norður- ljósum fjarri sprengistað, segul- truflunum, sem mældust um alla jörð, svo og víðtækum truflun- um á útv pssambandi. Ein af bandarísku sprengjunum mynd- aði varanlega viðbótargeislun i innra Van Allen beltinu og í sólarmerkjum að dæma munu grennd við það, og eftir öllum mörg ár Iíða áður en þessi auka geislun eyðist burt. Mun þetta valda erfiðleikum þeim vísinda- mönnum, sem fengizt hafa við að ranncaka eðli og orsakir innra beltisins. Hins vegar hafa sprengjurnar ekki haft nein var- anleg áhrif á ytra beltið. Sú geislun, sem þangað barst, hefur eyðzt svo til jafnharðan og kom ið aftur niður úr brúnum beltis- ins í norðri og suðri.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.