Vísir - 17.03.1964, Page 16
w ^ > >
Kljáfoss í Borgarfirði, þar sem hin fyrirhugaða virkjun Borgfirðinga á að koma. Ljósm.: Páll Jónsson.
Verður Hvítá í Borgarfírði virkjuð?
Borgfirðingar hafa ‘nú í hyggju
að virkja Hvítá hjá Kljáfossi og
telja sig munu geta fengið það-
an þrefalda orku á við það, sem
þeir fá frá Andakílsárvirkjun-
inni.
„Framtak“ blað Sjálfstæðis
manna á Akranesi skýrir ný-
Icga frá þessu og segir þar:
„Aðalfundur Andakílsárvirkj-
unar var haldinn í Borgamesi
14. des. sl. Auk stjórnar og fram
kvæmdastjóra sátu fundinn bæj
arstjórn Akraness og sýslunefnd
ir Borgarfjarðarsýslu og Mýrar-
sýslu, en samkvæmt samþykkt
um virkjunarinnar skal slikur að
alfundur haldinn fjórða hvert ár
Á fundinum skýrði fram-
kvæmdastjóri virkjunarinnar,
Öskar Eggertsson, frá því, að
rannsóknir hefðu farið fram um
áframhaldandi virkjun á orku-
veitusvæðinu, og hefðu þær leitt
í Ijós, að mjög hagkvæmt myndi
reynast að virkja Kljáfoss í
Hvítá. Mætti reisa þar orkuver
11-13 þús. kw. að stærð, sem
gæti framleitt 80-90 millj.
kwst. á ári, eða um þrisvar sinn
um stærra en núverandi Anda-
kílsárvirkjun.
Haraldur Böðvarsson, útgerð-
armaður, sem verið hefur for-
maður Andakílsárvirkjunar frá
byrjun, lét nú af störfum sökum
vanheilsu. Færði fundurinn hon
um þakkir fyrir vel unnin og
giftudrjúg störf í þágu virkjun-
arinnar.
Núverandi stjórn virkjunarinn
ar skipa: Magnús Guðmundsson
fulltr. Akranesi formaður, Ás-
geir Pétursson sýslumaður Borg
--------------------------------$
Afleiðing undirboðs Norðmnnnn:
Saitendur fást ekki ti/ að
sa/ta upp í gerða samninga
Fréttir frá Noregi herma að
allmikil óánægja sé þar vegna
sfldarsölumálanna, en það er nú
orðið ljóst, að Norðmenn geta
með engu móti staðið við samn
inga við Rússa um sölu þangað
Þrjú ný íslenzk
fíutningaskip
Þrjú ný íslenzk flutningaskip
cru nú í smíðum erlendis. í dag
verður sjósctt i Skotlandi nýtt
skip fyrir Jökla h.f. Þá á skipa-
hið nýja skip geta- þeir flutt með
eigin skipum allan þann freðfisk
Framh á bls 6
á 110 þúsund tunnum af salt-
síld. Hefur aðeins verið saltað
lítið brot eða um 30 þúsund
tunnur upp í þá samninga og
áhugi ekki sérlega mikill meðal
norskra síldarsaltenda að salta
upp í þessa samninga, þar sem
verðið sem þeir fá fyrir síldina
er lágt, en hins vegar telja þeir,
að verðið sem þeir verða að
greiða bátunum, sé allt of hátt
miðað við söluverðið.
Þessir sfldarsölusamningar Norð
manna til Rússlands voru þann-
ig til komnir, að þeir buðu Rúss
um talsvert lægra verð en aðr-
ar þjóðir og má þannig segja
að þeir hafi komizt inn á mark-
aðinn með því að undirbjóða
verðið stórkostlega.
En þróun málsins síðan virð-
ist hins vegar sýna það, að Norð
mennimir hafi í ákafa sfnum að
ná rússneska markaðinum lækk-
að svo verðið, að síldarsaltendur
telja sér ekki fært að salta fyrir
það að neinu ráði, þrátt fyrir
opinberar uppbætur. Gerist
þetta á sama tíma og síldveiði
við Noreg hefur verið mjög góð.
Norska blaðið Norges Handels
og Sjöfartstidende ræðir þetta
mál í grein í síðustu viku og
Framhald á bls. 6.
arnesi varaformaður, Ingimund
ur Ásgeirsson bóndi Hæli ritari,
Sveinbjörn Oddsson bókavörð-
ur Akranesi, Sigurjón Guðjóns-
son prófastur Saurbæ, Sverrir
Gíslason bóndi Hvammi og Dan
íe! Ágústínusson gjaldkeri Akra
nesi.“
Vísir spurði Sigurjón Rist
vatnamælingamann hjá Raf-
orkumálastjórninni hvernig hon
um litist á virkjun Hvftár. Hann
sagði að hún væri að verulegu
leyti lindá og eins og aðrar lind
ár einkar hagstæð til virkjunar.
Vatnasvið Hvftár hjá Kljáfossi
er 1685 ferkm., þar af aðeins
365 ferkm. frá jökli. Rennslið í
Hvítá er mjög jafnt. —
Meðalrennsli hennar er um 93
teningsmetrar á sekúndu eða 55
lítrar af hverjum ferkílómetra.
Minnsta rennsli sem mælzt
hefur í Hvítá er 57 teningsmetr-
ar á sekúndu, en í mestu flóðum
kemst það upp í 450-500 ten-
ingsmetra. Níu mánuði ársins er
það örugglega 74 teningsmetrar
eða þaðan af meir.
Islenzkur fog-
ari í hríð við
Skotland
í morgun var enn lægð yfir At-
lantshafi. Hér á norðurhjara er
stillt veður og hlýindi, en á haf-
inu milli Færeyja og Skotlands
geisar ofviðri, og um allt Skotland
er allt á kafi í snjó og langt suður
Framhald S bls. 6.
dcild SlS í smíðum nýtt skip i
Noregi og Hafskip h.f. hefur
fyrir nokkru fengið leyfi ríkis-
stjórnarinnar til þess að láta
smíða nýtt flutningaskip ytra
og er byggins þess að hefjast.
Hið nýja skip Jökla h.f. er
2500 lestir að stærð. Er það
smíðað í Grangemouth f Skot- 0
landi. Verður skipið skírt I dag
af Ólöfu Einarsdóttur, 7 ára
gamalli dóttur Einars Sigurðs-
sonar útgerðarmanns, stjórnar-
formanns Jökla h.f. Viðstaddir
eru Olafur Þórðarson fram-
kvæmdastjóri Jökla h.f., Stur-
laugur H. Böðvarsson, sem sæti
á í stjórn Jökla ásamt frú og
Gísli Ólafsson forstjóri Trygg-
ingamiðstöðvarinrar.
GETA FLUTT ALLAN
FREÐFISKINN
Þegar Jöklar h.f. hafa fengið
Hraungjall íHeimaeylíkt ogSurtsey
Þess vegna þarf að bora þar svo djúpt eftir vatni
Nú hefir verið borað niður á
80 metra dýpi með Norðurlands
bornum í Vestmannaeyjum eftir
vatni fyrir Eyjabúa. Efstu jarð-
lögin hafa reynzt mjög laus í
sér, skiptist aðallega á sandur,
gjall og öskulög, og borholan
fylltist af hreinum sjó þegar
kom niður á móts við sjávar-
mál, sagði ísleifur Jónsson verk-
fræðingur Vísi í morgun, en
hann stjórnar þessu verki fyrir
hönd Jarðborana ríkisins. Þetta
sýnir það, að undirstaða Heima-
eyjar er hraun og gjall, svipuð
„bygging“ og í Surtsey, sagði
ísleifur, jarðlögin svo óþétt, að
sjórinn síast inn í þau. Á flest-
um stöðum er komið niður á
vatn (jarðvatnið), en ekki sjó,
þegar komið er niður á móts
við sjávarmál við boranir. En
það er hreinn sjór í „berginu“ í
Vestmannaeyjum, sem fyrr seg-
ir. Þess vegna þarf að bora þar
svo djúpt i vatnsleit, að jarð-
lögin eru svo gljúp og sjúga í
sig sjóinn.
Eins og kunnugt er var horf-
ið að þessari borun í Eyjum sem
úrslitatilraun til að fá úr því
skorið, hvort unnt væri að fá
þar vatn, án þess að leiða það
úr landi. Með vissuni hætti yrði
vatnið þó „leitt úr landi“ ef
borunin heppnaðist, sagði ísleif-
ur. Það er sem sé eina vonin
að koma niður á vatn milli berg
laga, sem áföst eru meginland-
inu og svo djúpt, að komið er
niður fyrir undirstöðu Heima-
eyjar og niður í undirstöðuberg
meginlandsins sjálfs. Gert cr ráð
fyrir að bora þurfi a. m. k. 500
til 1000 metra til þess að koma
niður á hugsanlegar vatnsæðar,
en mögulegt er að bora niður
á 1500 til 1600 metra dýpi með
Norðurlandsbornum. Borað er í
nánd við gamlan gíg á Heimaey.
Þriðjudagur 17. marz 1964
Fyrsta áætlunar-
ferð Björns til Eyja
í morgun
Bjöm Pálsson fór í morgun í
fyrstu áætlunarferð sína I samvinnu
við Flugfélag (slands til Vestmanna
eyja.
• Vindur stóð þá þvert á gömlu (
flugbrautina, þannig að ekki var
lendandi þar á stórri vél. Fór Björn
þar af leiðandi á „Lóunni" og lagði
af stað kl. 10.30 frá Reykjavík.
Lendir hann á nýju flugbrautinni,
sem Vestmannaeyingar nefna
Framh á bls. 6