Vísir


Vísir - 06.04.1964, Qupperneq 1

Vísir - 06.04.1964, Qupperneq 1
 Fánahyllingin á Keflavíkurflugvelli er nýbreytni. 54. árg. — Mánudagur 6. apríl 1964. — 78. tbl. Hótíðahöld á Keflavlkurflug- velli á afmæli N A T 0 Á hádegi á laugardag sl. var upp tekin sú nýbreytni hjá varn arliðinu á Keflavíkurflugvelli að hylla fána tslands og Bandarikj anna ásamt NATO-fánanum. Fór athöfn þessi fram á fánastæði gegnt Flugvallarhótelinu og fór hið bezta fram. Verður viðhöfn þessi í framtíðinni á hverjum morgni eins og tíðkast víðast hvar í herstöðvum. Fánahyllingin var stutt en mjög áhrifamikil athöfn. Lúðra- sveit frá varnarliðinu iék þjóð söngva íslands og Bandaríkj- Framh. á bls. 5. VÍSIR • v limlán jukust um 68, ImiHj Frú aðulfundi Verzlunurbunkuns Bluðið í dag Bls. 2 fþróttir. — 3 Myndsjá tr; Cirkusnum. — 8 Fréttir. — 9 Skólabörn skoða Reykjavík. Aðalfundur Verzlunarbanka íslands var haldinn í Lido s.l. laugardag. Fundarstjóri var Geir Hallgrímsson borgarstjóri en fundarr. Gunnlaugur J. Briem verzlunarmaður og Sveinn Snorrason hrl. Egill Guttormsson stórkaup- maður formaður bankaráðs flutti skýrslu um starfsemi bank ans á liðnu ári og kom fram í henni, að öll starfsemi bankans hafði aukizt á árinu. Innlán á árinu hækkuðu um 68,1 millj. króna og námu heildarinnlög í árslok 387,4 millj-. kr. Á s.l. ári festi bankinn kaup á húseigninni Bankastræti 5, en þar hefur bankinn haft aðsetur fyrir starfsemi sína s. 1. 3 ár. Mun starfsaðstaða bankans batna mjög er viðbótarhúsnæði verður tekið í notkun á þessu ári. Höskuldur Ólafsson banka- stjóri las upp reikninga bankans og gerði grein fyrir einsökum liðum þeirra. Bankinn starfræk- ir nú tvö útibú, annað í Reykja- vík, hitt 1 Keflavík. Starfsmenn voru 50 í lok síðasta árs. Fundurinn samþykkti að fela stjórn bankans r.ð vinna að und irbúningi að því að komið verði á# stofnlánadeild við bankann. Jafnframt komu fram sterk og eindregin tilmæli um að bank- anum yrði veitt heimild til er- lendra viðskipta. í bankaráð voru endurkjörn- ir Egill Guttormsson stórkaup- maður, Magnús J. Brynjólfsson kaupmaður og Þorvaldur Guð- mundsson forstjóri. Varamenn voru endurkjörnin: Vilhjálmur H. Viihjálmsson stórkaupmaður, Björn Guðmundsson kaupmaður og Haraldur Sveinsson forstjóri. Framh. á bls. 5. Frá aðalfundi Verzlunarbankans. I ræðustól er Geir Hallgrímsson, borgarstjóri. Hverfaskipting verzlana hefur 9. Háaleitishverfi, Smáíbúða- hverfi og Bústaðahverfi að Tunguvegi. Gert er ráð fyrir að í stærstu hverfunum, svo sem í 9. hverfi verði tvær verzlanir opnar á kvöldi. Eins og Vísir hefur áður tekið fram er reiknað með að opið verði til kl. 9 á hverju kvöldi alla daga nema Iaugardaga og sunnudaga. VR hefur ekki viljað faliast á að opið verði um helgar verið endanlega ákveðin Afgreiðslufólk matvöruverzlunu hefur samþykkt hið nýja skipulag Hverfaskiptingin vegna hins nýja afgreiðslutima verzlananna hefur nú verið endanlega ákveð- in, og starfsfóik matvöruverzl- ana hefur einnig fyrir sitt Ieyti samþykkt hið nýja fyrirkomulag En ætlun VR er að leggja málið einnig fyrir almennan félagsfund í félaginu og getur hverfaskipt ingin ekki komið til fram- kvæmda fyrr en sá fundur hefur samþykkt hinn nýja vinnu- tíma, er hverfaskiptingin hefur í för með sér. Um helgina hélt verzlunar- fólk í matvöruverzlunum fund til þess að ræða hið nýja fyrir- komulag og breytingarnar á vinnutímanum. Var á þeim fundi samþykkt að fallast á breytingarnar. Hins vegar telur stjórn VR einnig nauðsynlegt að leggja málið fyrir almennan S félagsfund og verður sá fundur ^ haldinn annað kvöld. Frestast Si framkvæmd hverfaskiptingarinn J ar enn af þeim sökum og getur g hún ekki komið til framkvæmda g fyrr en í fyrsta lagi á miðviku- B dag. Ákveðið hefur verið, að 1-2 I verzlanir verði opnar í hverju 9 hverfi og að hverfin verða 9 tals fi ins. En hverfin verða þessi: 1. Skjólin. 2. Vestasti hluti Vesturbæjar, fyrir vestan Ægisgötu. 3. Miðhluti bæjarins, frá Þing- holtum að Ægisgötu. 4. Gamli Austurbærinn, frá Barónsstíg að Þingholtum. ntwtn. umiuMM 5. Holtin og Höfðaborgin. 6. Hlíðarnar. 7. Laugarneshverfið. 8. Vogarnir.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.